Fréttir Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. Erlent 23.9.2024 09:01 Fimmtán á sjúkrahús eftir lestarslys í Svíþjóð Fimmtán manns hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að lest rakst á kerru sem dráttarbíll var með í eftirdragi skammt frá bænum Köping í Svíþjóð í morgun. Um 170 manns voru um borð í lestinni. Erlent 23.9.2024 08:48 Starfsmenn flýja framboð Robinson eftir „svartur nasisti“-hneykslið Flestir háttsettir starfsmenn framboðs Mark Robinson til ríkisstjóra Norður-Karólínu eru sagðir hafa sagt upp störfum í gær, eftir að CNN greindi frá því að aðstoðarríkisstjórinn hefði haft uppi óviðurkvæmileg uppmæli á klámsíðu. Erlent 23.9.2024 08:23 Fjórir myrtir og fjöldi særður eftir skotárás í Alabama Fjórir eru látnir og átján særðir eftir skotárás sem gerð var í borginni Birmingham í Alabamaríki í Bandaríkjunum um helgina. Erlent 23.9.2024 08:09 Fimmti hver myndi helst velja að flytja til Danmerkur Einn af hverjum fimm Íslendingum nefnir að Danmörk yrði fyrir valinu ef þeir gæti flutt til hvaða lands sem er. Innlent 23.9.2024 08:02 Ómetanleg vinátta eftir lífsbjörg Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Innlent 23.9.2024 08:01 Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. Erlent 23.9.2024 07:12 Útlit fyrir áframhaldandi rólegheit Útlit er fyrir áframhaldandi rólegheit í veðrinu í dag þar sem spáð er hægviðri og léttskýjuðu víða um land. Þó má gera ráð fyrir skýjuðu veðri og að líkur séu á smá súld af og til við suðurströndina. Veður 23.9.2024 07:09 Rússar gerðir afturreka með óvæntar tillögur á allsherjarþingi SÞ Rússar reyndu að koma í veg fyrir samþykkt „samkomulags um framtíðina“ sem tekið var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Rússar lögðu til að atkvæðagreiðslu um samkomulagið yrði frestað en 143 ríki greiddu atkvæði á móti og aðeins sjö með. Erlent 23.9.2024 06:48 Tilkynnt um helst til ungan ökumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um ökumann sem tilkynnanda þótti helst til ungur. Við skoðun á málinu kom í ljós að hann var aðeins 14 ára gamall og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi. Innlent 23.9.2024 06:09 Jafnaðarmenn báru nauman sigur úr býtum Jafnaðarmannaflokkur Olafs Scholzs Þýskalandskanslara vann nauman sigur á þjóðernissinnaða hægriflokknum Alternativ für Deutschland í ríkiskosningum Brandenborgar í Þýskalandi í dag. Erlent 22.9.2024 23:37 Trump útilokar að bjóða sig fram aftur Donald Trump forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna segist ekki munu gefa kost á sér í kosningunum 2028 fari svo að hann tapi í nóvember. Erlent 22.9.2024 22:39 Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. Innlent 22.9.2024 20:50 Ánægður með frumvarp sjálfstæðismanna Verkalýðshreyfingin fagnar frumvarpi sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalda. Formaður VR segir útilokað að þingmenn fái nokkurn tímann sæti við borðið við gerð kjarasamninga. Innlent 22.9.2024 19:13 Bjarni fundaði með Guterres Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti í dag Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við Leiðtogafund um framtíðina sem stendur yfir í New York. Innlent 22.9.2024 18:24 Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. Innlent 22.9.2024 18:02 Kom vini sínum til bjargar á fótboltaæfingu og 34. klukkustund Bakgarðshlaups Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Rætt verður við félagana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.9.2024 18:02 Marxisti kjörinn forseti Srí Lanka Marxistinn Anura Kumara Dissanayake var kjörinn forseti Srí Lanka í gær eftir aðra umferð forsetakosninga þar í landi. Erlent 22.9.2024 16:37 Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. Innlent 22.9.2024 15:20 Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. Erlent 22.9.2024 15:02 Verður Þórsmörk þjóðgarður? Starfshópur vinnur nú að því að kann fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Hlutverk hópsins er að meta kosti og galla þess að gera svæðið að þjóðgarði með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Innlent 22.9.2024 14:04 Vill burt með rándýr, úrelt og óþarfa stimpilgjöld Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins vill afnema stimpilgjöld við kaup einstaklings á fasteign. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir gjöldin úrelt og óþarfa og er bjartsýnn á að það verði samþykkt. Innlent 22.9.2024 14:03 Fimmtíu og einn látinn eftir sprengingu í námu Að minnsta kosti 51 er látinn og tuttugu eru særðir eftir að stór sprenging varð í kolanámu í Íran í gærkvöldi. Slysið varð í Suður-Khorasanhéraði í Íran, þar sem bróðurpartur kola er grafinn upp í landinu. Erlent 22.9.2024 13:21 Vonar að sveitarfélögin leysi úr NPA-vandanum Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. Innlent 22.9.2024 13:14 Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. Erlent 22.9.2024 13:07 Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. Innlent 22.9.2024 12:06 Fjármögnun NPA-samninga og Bakgarðshlaupið í beinni Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 22.9.2024 11:42 Jörðin fær tímabundið annað tungl Lítill loftsteinn á stærð við rútu mun ganga á braut umhverfis jörðina í tvo mánuði í haust. Jörðin verður því tímabundið með tvö tungl, eitt stórt og eitt pínulítið. Erlent 22.9.2024 11:08 Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. Erlent 22.9.2024 10:31 Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eiginmann sinn Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína. Erlent 22.9.2024 10:10 « ‹ 138 139 140 141 142 143 144 145 146 … 334 ›
Flúði þegar sveitir Maduro ætluðu að grípa hann Edmundo González, forsetaframbjóðandi stjórnarandstöðunnar í Venesúela, segist hafa flúið land þegar hann fékk upplýsingar um að öryggssveitir Maduro forseta ætluðu að taka hann höndum. Hann hefði getað verið handtekinn og pyntaður. Erlent 23.9.2024 09:01
Fimmtán á sjúkrahús eftir lestarslys í Svíþjóð Fimmtán manns hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir að lest rakst á kerru sem dráttarbíll var með í eftirdragi skammt frá bænum Köping í Svíþjóð í morgun. Um 170 manns voru um borð í lestinni. Erlent 23.9.2024 08:48
Starfsmenn flýja framboð Robinson eftir „svartur nasisti“-hneykslið Flestir háttsettir starfsmenn framboðs Mark Robinson til ríkisstjóra Norður-Karólínu eru sagðir hafa sagt upp störfum í gær, eftir að CNN greindi frá því að aðstoðarríkisstjórinn hefði haft uppi óviðurkvæmileg uppmæli á klámsíðu. Erlent 23.9.2024 08:23
Fjórir myrtir og fjöldi særður eftir skotárás í Alabama Fjórir eru látnir og átján særðir eftir skotárás sem gerð var í borginni Birmingham í Alabamaríki í Bandaríkjunum um helgina. Erlent 23.9.2024 08:09
Fimmti hver myndi helst velja að flytja til Danmerkur Einn af hverjum fimm Íslendingum nefnir að Danmörk yrði fyrir valinu ef þeir gæti flutt til hvaða lands sem er. Innlent 23.9.2024 08:02
Ómetanleg vinátta eftir lífsbjörg Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Innlent 23.9.2024 08:01
Ísraelar ráðast í umfangsmiklar loftárásir og hvetja íbúa til að flýja Ísraelsher hefur hvatt íbúa í þorpum í suðurhluta Líbanon, sem kunna að búa nærri byggingum eða svæðum þar sem Hezbollah er með hernaðarinnviði, til að forða sér. Erlent 23.9.2024 07:12
Útlit fyrir áframhaldandi rólegheit Útlit er fyrir áframhaldandi rólegheit í veðrinu í dag þar sem spáð er hægviðri og léttskýjuðu víða um land. Þó má gera ráð fyrir skýjuðu veðri og að líkur séu á smá súld af og til við suðurströndina. Veður 23.9.2024 07:09
Rússar gerðir afturreka með óvæntar tillögur á allsherjarþingi SÞ Rússar reyndu að koma í veg fyrir samþykkt „samkomulags um framtíðina“ sem tekið var fyrir á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Rússar lögðu til að atkvæðagreiðslu um samkomulagið yrði frestað en 143 ríki greiddu atkvæði á móti og aðeins sjö með. Erlent 23.9.2024 06:48
Tilkynnt um helst til ungan ökumann Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning í gærkvöldi eða nótt um ökumann sem tilkynnanda þótti helst til ungur. Við skoðun á málinu kom í ljós að hann var aðeins 14 ára gamall og hafði því aldrei öðlast ökuréttindi. Innlent 23.9.2024 06:09
Jafnaðarmenn báru nauman sigur úr býtum Jafnaðarmannaflokkur Olafs Scholzs Þýskalandskanslara vann nauman sigur á þjóðernissinnaða hægriflokknum Alternativ für Deutschland í ríkiskosningum Brandenborgar í Þýskalandi í dag. Erlent 22.9.2024 23:37
Trump útilokar að bjóða sig fram aftur Donald Trump forsetaframbjóðandi og fyrrverandi forseti Bandaríkjanna segist ekki munu gefa kost á sér í kosningunum 2028 fari svo að hann tapi í nóvember. Erlent 22.9.2024 22:39
Óásættanlegt að vísa NPA-vandanum alfarið til sveitarfélaga Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir fatlað fólk með NPA-samninga ekki geta beðið lengur eftir þjónustu en að það sé óásættanlegt að ríkið vísi málinu alfarið til sveitarfélaganna og á þá við ummæli félagsmálaráðherra frá í dag. Innlent 22.9.2024 20:50
Ánægður með frumvarp sjálfstæðismanna Verkalýðshreyfingin fagnar frumvarpi sjálfstæðismanna um afnám stimpilgjalda. Formaður VR segir útilokað að þingmenn fái nokkurn tímann sæti við borðið við gerð kjarasamninga. Innlent 22.9.2024 19:13
Bjarni fundaði með Guterres Bjarni Benediktsson forsætisráðherra hitti í dag Antonio Guterres, aðalritara Sameinuðu þjóðanna, í tengslum við Leiðtogafund um framtíðina sem stendur yfir í New York. Innlent 22.9.2024 18:24
Tveggja bíla árekstur á Suðurlandsvegi Tveggja bíla árekstur varð á Suðurlandsvegi við Ölvisholt í dag. Farþegar voru fluttir til aðhlynningar á heilbrigðisstofnun. Innlent 22.9.2024 18:02
Kom vini sínum til bjargar á fótboltaæfingu og 34. klukkustund Bakgarðshlaups Maður sem er nýbúinn fá þjálfun í skyndihjálp bjargaði lífi félaga síns þegar hann fór í hjartastopp á Old boys fótboltaæfingu hjá Þrótti nú í ágúst. Stuttu síðar nýtti hann aftur þekkingu sína þegar annar leikamaður meiddist illa á æfingu. Félagar hans hafa ákveðið að tilnefna hann skyndihjálparmann ársins. Rætt verður við félagana í kvöldfréttum Stöðvar 2. Innlent 22.9.2024 18:02
Marxisti kjörinn forseti Srí Lanka Marxistinn Anura Kumara Dissanayake var kjörinn forseti Srí Lanka í gær eftir aðra umferð forsetakosninga þar í landi. Erlent 22.9.2024 16:37
Gekk nakinn í veg fyrir bíla á Suðurlandsvegi Maður sem gekk nakinn eftir Suðurlandsvegi milli Rauðhóla og afleggjarans að Hólmsheiði var fluttur af lögreglu á bráðamóttökuna vegna andlegs ástands. Innlent 22.9.2024 15:20
Segir að Hezbollah muni skilja skilaboðin Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, segir meðlimi ríkisstjórnar sinnar staðráðna að gera íbúum Norður-Ísrael kleift að snúa aftur til síns heima. Að leiðtogar Hezbollah muni fljótt átta sig á stöðunni, eftir árásir sem þeir hefðu ekki getað ímyndað sér fyrir nokkrum dögum. Erlent 22.9.2024 15:02
Verður Þórsmörk þjóðgarður? Starfshópur vinnur nú að því að kann fýsileika þess að stofnaður verði þjóðgarður í Þórsmörk. Hlutverk hópsins er að meta kosti og galla þess að gera svæðið að þjóðgarði með tilliti til áhrifa á samfélag, þróun ferðaþjónustu á svæðinu, umhverfi og efnahag. Innlent 22.9.2024 14:04
Vill burt með rándýr, úrelt og óþarfa stimpilgjöld Hluti þingflokks Sjálfstæðisflokksins vill afnema stimpilgjöld við kaup einstaklings á fasteign. Fyrsti flutningsmaður frumvarpsins segir gjöldin úrelt og óþarfa og er bjartsýnn á að það verði samþykkt. Innlent 22.9.2024 14:03
Fimmtíu og einn látinn eftir sprengingu í námu Að minnsta kosti 51 er látinn og tuttugu eru særðir eftir að stór sprenging varð í kolanámu í Íran í gærkvöldi. Slysið varð í Suður-Khorasanhéraði í Íran, þar sem bróðurpartur kola er grafinn upp í landinu. Erlent 22.9.2024 13:21
Vonar að sveitarfélögin leysi úr NPA-vandanum Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. Innlent 22.9.2024 13:14
Fannst 73 árum eftir að hafa verið rænt Fjölskylda manns sem var rænt fyrir 73 árum síðan hefur loksins fundið hann aftur. Luis Armando Albino var einungis sex ára gamall þegar honum var rænt úr almenningsgarði nálægt heimili sínu. Erlent 22.9.2024 13:07
Alþingismerkið hafi aldrei verið heilagt Prófessor í grafískri hönnun segir nýtt merki Alþingis mjög vel heppnað. Eðlilegt sé að merki taki breytingum og í hans huga hafi Alþingismerkið aldrei verið heilagt. Innlent 22.9.2024 12:06
Fjármögnun NPA-samninga og Bakgarðshlaupið í beinni Ríkið uppfyllir allar sínar skyldur hvað varðar fjármögnun NPA-samninga að sögn félagsmálaráðherra. Hann vonast til þess að sveitarfélögin leysi úr vandanum sem blasir við þeim hvað varðar fjármögnun samninganna. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum. Innlent 22.9.2024 11:42
Jörðin fær tímabundið annað tungl Lítill loftsteinn á stærð við rútu mun ganga á braut umhverfis jörðina í tvo mánuði í haust. Jörðin verður því tímabundið með tvö tungl, eitt stórt og eitt pínulítið. Erlent 22.9.2024 11:08
Varpa sprengjum á fjölbýlishús í Karkív Að minnsta kosti 21 er særður eftir að sprengjum var varpað á fjölbýlishús í Karkív í Úkraínu í nótt. Þetta var aðra nóttina í röð sem Rússar varpa sprengjum á fjölbýlishús í borginni, sem hefur lengi orðið fyrir sambærilegum árásum. Erlent 22.9.2024 10:31
Tjóðraði móður sína við stól til að drepa eiginmann sinn Móðir unglingspilts sem skaut fjóra til bana í framhaldsskóla í Georgíu í Bandaríkjunum fyrr í mánuðinum hefur verið ákærð fyrir ofbeldi í garð aldraðar móður sinnar. Ákærurnar tengjast ekki skotárásinni þegar hinn fjórtán ára gamli Colt Gray fór með riffil í skólann og skaut tvo kennara og tvo samnemendur sína. Erlent 22.9.2024 10:10