Fréttir Skúrir víða um land og lægð nálgast Útlit er fyrir fremur norðvestlæga átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og hvassast syðst á landinu. Víða má gera ráð fyrir skúrum, en það verður að mestu bjart suðvestanlands. Veður 1.7.2025 07:10 Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Erlent 1.7.2025 06:50 Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. Innlent 1.7.2025 06:24 Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Innlent 30.6.2025 23:41 Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum. Innlent 30.6.2025 23:29 Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Innlent 30.6.2025 23:00 Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins. Innlent 30.6.2025 22:41 Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Tuttugu þúsund króna munur er á niðurgreiddu árskorti í Strætó fyrir starfsfólk Háskóla Íslands og árskorti nemenda, starfsfólkinu í hag. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda HÍ eru afar óánægðir með ákvörðunina. Innlent 30.6.2025 22:18 Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Innlent 30.6.2025 20:47 Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna strandveiðibáts sem lenti í vandræðum með stýri bátsins. Bátinn rak stjórnlaust í átt að landi en hann hefur nú verið dreginn til Patreksfjarðar. Innlent 30.6.2025 19:55 „Þetta er ekkert líf“ Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum. Innlent 30.6.2025 19:32 Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. Innlent 30.6.2025 19:15 Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Skemmdir voru unnar á um tíu bílum á Seltjarnarnesi um helgina en tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagsmorgun. Bílarnir voru kyrrstæðar í bílastæðum við Seltjarnarneskirkju á Kirkjubraut og á Nesvegi við Mýrarhúsaskóla. Innlent 30.6.2025 18:35 Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. Innlent 30.6.2025 18:19 Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað íbúð sem hann borgar leigu af. Við hittum Patrek Inga í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 30.6.2025 18:04 Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. Innlent 30.6.2025 17:06 Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka mál hóps landeigenda á hendur Sveitarfélaginu Vogum og Landsneti vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 fyrir. Málið kemur ekki við í Landsrétti eins og venjan er. Innlent 30.6.2025 17:01 Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Innlent 30.6.2025 16:57 Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sextán ára gömul stúlka lést af sárum sínum þegar hestur sem hún teymdi tók skyndilega á rás og dró hana hundruð metra eftir jörðinni við Silkiborg á Jótlandi í morgun. Slysið átti sér stað á kynbótastöð. Erlent 30.6.2025 15:41 „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. Erlent 30.6.2025 14:56 Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Innlent 30.6.2025 14:22 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Innlent 30.6.2025 13:54 Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn. Innlent 30.6.2025 13:32 Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Rektorsskipti í Háskóla Íslands verða við athöfn í Hátíðasal skólans klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með athöfninni í beinni útsendingu í spilara að neðan. Innlent 30.6.2025 13:16 Snurða hljóp á þráðinn í nótt Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 30.6.2025 13:08 Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Erlent 30.6.2025 12:28 Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Innlent 30.6.2025 12:01 Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. Innlent 30.6.2025 12:00 Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Í hádegisfréttum verður rætt við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, en enn sér ekki fyrir endan á þingstörfum fyrir sumarfrí þrátt fyrir stíf fundahöld um helgina. Innlent 30.6.2025 11:39 Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Innlent 30.6.2025 11:29 « ‹ 8 9 10 11 12 13 14 15 16 … 334 ›
Skúrir víða um land og lægð nálgast Útlit er fyrir fremur norðvestlæga átt í dag, þremur til tíu metrum á sekúndu og hvassast syðst á landinu. Víða má gera ráð fyrir skúrum, en það verður að mestu bjart suðvestanlands. Veður 1.7.2025 07:10
Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Umræður og atkvæðagreiðslur vegna „stóra og fallega“ frumvarps Donald Trump Bandaríkjaforseta um ráðstafanir í ríkisfjármálum hafa staðið yfir í öldungadeild bandaríska þingsins í næstum 20 klukkustundir. Erlent 1.7.2025 06:50
Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Þingfundi var slitið klukkan 02:33 í nótt, eftir enn einar maraþonumræðurnar um veiðigjaldið. Innlent 1.7.2025 06:24
Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Foreldrar sem eignast fjölbura eða lenda í veikindum á meðgöngu eiga nú rétt á lengingu fæðingarorlofs eða greiðslu fæðingarstyrks. Þetta var lögfest er frumvarp félags- og húsnæðismálaráðherra var samþykkt á Alþingi í dag. Innlent 30.6.2025 23:41
Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Læknanemar eru æfir yfir fyrirhugaðri lækkun viðmiðunarlauna læknanema á Landspítalanum. Þeir segja það gert án samráðs við nemana og þrátt fyrir óbreytt starf, ábyrgð og skyldur. Nemar séu látnir greiða niður hagræðingu í heilbrigðismálum. Innlent 30.6.2025 23:29
Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Norðurþing hefur með sérstöku markaðsátaki náð að fjölga umtalsvert komum minni skemmtiferðaskipa sem hafa samfélagsábyrgð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Markaðsstjóri hafnanna í Norðurþingi segir komur leiðangursskipanna skipta sköpum fyrir samfélögin vítt og breitt um landið. Innlent 30.6.2025 23:00
Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins. Innlent 30.6.2025 22:41
Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Tuttugu þúsund króna munur er á niðurgreiddu árskorti í Strætó fyrir starfsfólk Háskóla Íslands og árskorti nemenda, starfsfólkinu í hag. Forsvarsmenn hagsmunasamtaka nemenda HÍ eru afar óánægðir með ákvörðunina. Innlent 30.6.2025 22:18
Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar. Innlent 30.6.2025 20:47
Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Viðbragðsaðilar voru kallaðir út á sjötta tímanum í dag vegna strandveiðibáts sem lenti í vandræðum með stýri bátsins. Bátinn rak stjórnlaust í átt að landi en hann hefur nú verið dreginn til Patreksfjarðar. Innlent 30.6.2025 19:55
„Þetta er ekkert líf“ Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár. Hann fékk úthlutað íbúð í vor og borgar leigu af henni en getur ekki flutt inn í hana vegna skorts á þjónustu og tækjum. Innlent 30.6.2025 19:32
Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Umræðan um veiðigjaldsfrumvarpið er nú orðin þriðja lengsta umræða þingsins frá árinu 1991 en það hefur verið rætt í rúmlega hundrað klukkustundir. Málið er aftur á dagskrá þingsins í kvöld. Innlent 30.6.2025 19:15
Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Skemmdir voru unnar á um tíu bílum á Seltjarnarnesi um helgina en tilkynning um málið barst lögreglu á laugardagsmorgun. Bílarnir voru kyrrstæðar í bílastæðum við Seltjarnarneskirkju á Kirkjubraut og á Nesvegi við Mýrarhúsaskóla. Innlent 30.6.2025 18:35
Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Enn vofir kólga yfir ranni Sósíalista og virðist stefna í að aðalfundur Vorstjörnunnar, sem hófst núna klukkan hálfsex, verði sannkallaður hitafundur. Miklar skærur hafa geisað um fjármuni félagsins fyrir opnum tjöldum eftir hallarbyltingu í framkvæmdastjórn flokksins. Innlent 30.6.2025 18:19
Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Íslenskur karlmaður sem hlaut mænuskaða í mótorhjólaslysi í Frakklandi segir líf sitt vera í biðstöðu. Hann hefur verið fastur á endurhæfingardeild Landspítalans í tæpt ár þrátt fyrir að hafa fengið úthlutað íbúð sem hann borgar leigu af. Við hittum Patrek Inga í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 30.6.2025 18:04
Strandveiðisjómaður lést Strandveiðisjómaður lést í dag eftir að bátur hans sökk úti af Patreksfirði. Innlent 30.6.2025 17:06
Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Hæstiréttur hefur samþykkt að taka mál hóps landeigenda á hendur Sveitarfélaginu Vogum og Landsneti vegna lagningar Suðurnesjalínu 2 fyrir. Málið kemur ekki við í Landsrétti eins og venjan er. Innlent 30.6.2025 17:01
Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir þingkona Sjálfstæðisflokksins er komin til New York þar sem hún ætlar að stunda nám næsta árið við Columbia-háskóla. Hún er komin í níu mánaða leyfi frá þingstörfum en enn hefur ekki verið hóað í varamann hennar og því er stjórnarandstaðan ekki fullskipuð á þingfundi dagsins. Innlent 30.6.2025 16:57
Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Sextán ára gömul stúlka lést af sárum sínum þegar hestur sem hún teymdi tók skyndilega á rás og dró hana hundruð metra eftir jörðinni við Silkiborg á Jótlandi í morgun. Slysið átti sér stað á kynbótastöð. Erlent 30.6.2025 15:41
„Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Repúblikanar á Bandaríkjaþingi hafa aðeins efni á því að missa eitt atkvæði í viðbót ef þeir ætla sér að koma í gegn risavöxnu frumvarpi um stórfelldan niðurskurð og skattalækkanir og þóknast forseta sínum. Ein þingmaður þeirra hefur þegar sagst ekki ætla að sækjast eftir endurkjöri vegna deilna um efni frumvarpsins. Erlent 30.6.2025 14:56
Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Karlmaður á fertugsaldri hefur verið sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að hafa verið gripinn á 185 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Hvassahraun. Innlent 30.6.2025 14:22
Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Karlmaður sem réðst á rútubílstjóra á sjötugsaldri í Reykjavík á laugardagskvöld var nýbúinn að kasta upp í rútunni. Fimm unga menn þurfti til að halda aftur af árásarmanninum sem er Íslendingur um tvítugt. Innlent 30.6.2025 13:54
Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Norski nemandinn sem stakk Ingunni Björnsdóttur, dósent við Óslóarháskóla, nítján sinnum í fólskulegri árás á skrifstofu hennar hefur ákveðið að áfrýja 7,5 ára fangelsisdómi sem hann hefur hlotið fyrir árásina. Hann áfrýjar dóminum aðallega hvað varðar réttarúrræði sem að óbreyttu mun heimila yfirvöldum að halda honum á bak við lás og slá eftir að hann afplánar dóminn. Innlent 30.6.2025 13:32
Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Rektorsskipti í Háskóla Íslands verða við athöfn í Hátíðasal skólans klukkan 14 í dag. Hægt verður að fylgjast með athöfninni í beinni útsendingu í spilara að neðan. Innlent 30.6.2025 13:16
Snurða hljóp á þráðinn í nótt Formenn þingflokka reyna nú að ná saman um þinglok og hafa fundað stíft undanfarna daga. Eftir ágætis gang í samtalinu um helgina þykir nú meiri óvissa uppi samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Öll mál ríkisstjórnarinnar eru undir í samtalinu segir þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Innlent 30.6.2025 13:08
Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Útlit er fyrir að hitabylgjan sem hefur steikt stóran hluta Evrópu síðustu daga nái til fleiri landa þegar líður á vikuna. Rauðar veðurviðvaranir hafa verið gefnar út sums staðar vegna ofsahitans og gróðureldar loga í Tyrklandi. Erlent 30.6.2025 12:28
Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu. Innlent 30.6.2025 12:01
Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út á tólfta tímanum í dag eftir að strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði. Einn var um borð í bátnum. Innlent 30.6.2025 12:00
Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Í hádegisfréttum verður rætt við þingflokksformann Sjálfstæðisflokksins, en enn sér ekki fyrir endan á þingstörfum fyrir sumarfrí þrátt fyrir stíf fundahöld um helgina. Innlent 30.6.2025 11:39
Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari telur að fyrrverandi starfsmenn embættis sérstaks saksóknara hafi afritað gögn er vörðuðu símhleranir á tímabilinu 2009 til fyrri hluta árs 2012. Hann segir að á þeim tíma hafi fáum málum sem embættið hafði með höndum verið endanlega lokið og gögnunum þess vegna ekki verið eytt. Innlent 30.6.2025 11:29