Fréttir

Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislu­sal Trumps

Verktakar byrjuðu í gær að rífa hluta austurálmu Hvíta hússins vegna byggingar veislusalar Donalds Trump, forseta. Ekkert leyfi hefur borist frá alríkisstofnun sem á að halda utan um framkvæmdir sem þessar. Þá hefur Trump áður sagt að framkvæmdirnar myndu engin áhrif á hafa á Hvíta húsið.

Erlent

Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tví­buranna og Samúels Jóa

Hæstiréttur hefur samþykkt að taka fyrir mál Samúels Jóa Björgvinssonar og tvíburanna Elíasar og Jónasar Shamsudin. Tvíburarnir hluti tveggja og hálfs árs dóma í Landsrétti fyrir fíkniefnalagabrot og Samúel Jói þriggja ára. Ríkissaksóknari óskaði eftir áfrýjunarleyfi og krefst allt að sjö ára fangelsis.

Innlent

Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka

Jens Garðar Helgason, þingmaður og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýndi orð Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í ræðustól Alþingis í dag. Ummælin sem Jens Garðar var ósáttur við féllu í opinberri heimsókn forseta til Kína, þar sem Halla vitnaði í Maó Zedong. Hann sagði embætti forseta mögulega þurfa leiðbeiningar frá Stjórnarráðinu vegna málsins.

Innlent

Nýr land­nemi á Ís­landi ratar í heimspressuna

Fréttir af komu moskítóflugunnar til Íslands hafa nú ratað í heimspressuna. Fjölmiðlar í Bretlandi og Danmörku hafa meðal annars greint frá komu þessa nýja landnema til Íslands í dag og sett í samhengi við áhrif loftlagsbreytinga.

Innlent

Máttu neita karl­manni um leyfi í kvennaverkfalli

Kærunefnd jafnréttismála telur að Íslenskar orkurannsóknir, Ísor, hafi mátt mismuna karlmanni á grundvelli kyns, með því að veita honum ekki leyfi til þess að taka þátt í kvennaverkfalli. Leyfi frá störfum sem konum og kynsegin fólki var veitt til að taka þátt hafi verið sértækar aðgerðar sem fælu ekki í sér brot gegn lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna.

Innlent

Ó­lík­legt að Trump og Pútín muni funda í bráð

Engin dagsetning hefur verið ákveðin fyrir fund Donalds Trump og Vladimírs Pútín, forseta Bandaríkjanna og Rússlands, sem til stendur að halda í Búdapest í Ungverjalandi. Talsmaður Pútín segir að undirbúa þurfi slíkan fund í þaula og að sá undirbúningur verði erfiður.

Erlent

Mið­flokkurinn rýkur upp

Fylgi Miðflokksins rýkur upp um tæp fimm prósentustig á milli mánaða samkvæmt nýrri könnun Maskínu en fylgi Samfylkingar dregst saman í fyrsta sinn frá kosningum. Formaður Miðflokksins upplifir pólitíska vakningu í samfélaginu.

Innlent

Þúsundir fé­laga í Eflingu segjast líða skort

Fjárhagsstaða félagsmanna í stéttarfélaginu Eflingu er mun lakari en félaga í öðrum stéttarfélögum og þúsundir þeirra segjast líða verulegan skort. Efling segir að tveir af hverjum fimm félagsmönnum sínum lifi við fátækt.

Innlent

Ungt fólk í bílnum og annað al­var­lega slasað

Rannsókn alvarlegs umferðarslyss sem varð á hringveginum austan við Kirkjubæjarklaustur í gær stendur enn yfir og fólkið sem var í bílnum sem valt út af veginum er enn á sjúkrahúsi eftir því sem lögreglan á Suðurlandi kemst næst, og er annað þeirra talsvert mikið slasað.

Innlent

Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu

Foringi serbneska hersins sem var dæmdur sekur um stríðsglæpi í Kósovóstríðinu lést í gær, innan við mánuði eftir að honum var sleppt úr fangelsi. Undir stjórn hans myrti og pyntaði herinn Kósovóalbani sem börðust fyrir sjálfstæði.

Erlent

Bein út­sending: Ás­geir situr fyrir svörum í þinginu

Peningastefnunefnd Seðlabanka hefur skilað efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis skýrslu sinni vegna fyrri hluta ársins. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri situr fyrir svörum á opnum fundi nefndarinnar ásamt Þórarni G. Péturssyni, varaseðlabankastjóra peningastefnu.

Innlent

Starfs­leyfi skot­vallar á Álfs­nesi enn á ný fellt úr gildi

Úrskurðarnefnd hefur fellt úr gildi ákvörðun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur að samþykkja starfsleyfi fyrir skotvelli á Álfsnesi sem lengi hefur verið deilt um. Heilbrigðiseftirlitið er sagt hafa átt að krefjast þess að hljóðmælingar færu fram á vellinum áður en það tók afstöðu til leyfisins.

Innlent

21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico

Hinn 72 ára gamli Juraj Cintula hefur verið dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Robert Fico, forsætisráðherra Slóvakíu, í maí í fyrra. Dómurinn var kveðinn upp í sérhæfðum glæpadómstól í borginni Banská Bystrica í Slóvakíu í morgun. Cintula er dæmdur fyrir hryðjuverkaárás með því að hafa skotið á forsætisráðherrann þar sem hann var staddur umvafinn stuðningsmönnum sínum að afloknum ríkisstjórnarfundi í bænum Handlová þann 15. maí í fyrra.

Erlent

Refsi­dómi Diddy verði á­frýjað

Bandaríski tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem P Diddy, hyggst áfrýja fangelsisdómnum sem hann hlaut í byrjun október fyrir vændisstarfsemi. Diddy hlaut fimmtíu mánaða fangelsisdóm og gert að greiða 500 þúsund Bandaríkjadala sektargreiðslu fyrir brot í tveimur ákæruliðum er tengjast flutningi fólks í tengslum við vændisstarfsemi. Hann var sýknaður af öðrum ákæruliðum í sumar.

Erlent

Svöl norðan­átt og hálka á vegum

Öflug hæð yfir Grænlandi og lægðasvæði yfir Bretlandseyjum beina nú svalri norðanátt til landsins sem gefur él á norðanverðu landinu en bjartviðri sunnan heiða.

Veður

Réðst á opin­beran starfs­mann

Lögregla á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út eftir að tilkynnt var um mann sem hafði beitt opinberan starfsmann ofbeldi í hverfi 201 í Kópavogi. Maðurinn var handtekinn vegna málsins og er hann vistaður í fangageymslu sökum ástands síns. 

Innlent

Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra

Moskítófluga sem fannst um helgina í Kjós er af tegund sem er sérlega lunkin við að halda sér á lífi á veturna. Sérfræðingur segir tímaspursmál hvenær hún verði búin að dreifa sér um land allt. Koma flugunnar veldur heilbrigðisyfirvöldum ekki hugarangri.

Innlent