Fréttir

Breytt af­staða til sölu á Ís­lands­banka og samgöngutruflanir

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins segist treysta fjármála- og efnahagsráðherra fullkomlega til að ganga frá sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Flokkurinn hefur til þessa lýst harðri andstöðu gegn sölu bankans en formaðurinn segist nú vona að farsæl lausn finnist sem allir geti sætt sig við.

Innlent

Veður­viðvaranir og vega­lokanir

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gular veðurviðvaranir víðs vegar um landið. Margir vegir eru á óvissustigi og gæti þeim verið lokað með stuttum fyrirvara.

Innlent

Sam­þykktu vopna­hlé en fram­tíðin ó­ljós

Ríkisstjórn Ísrael samþykkti seint í gærkvöldi vopnahléstillögu við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Útlit er því fyrir að vopnahléið muni taka gildi á sunnudaginn og að fyrstu gíslunum verði sleppt úr haldi strax þann dag.

Erlent

Sjálf­stæðis­flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri

Töluverðar líkur verða að teljast á að Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir varaformaður Sjálfstæðisflokksins gefi kost á sér í embætti formanns flokksins á landsfundi eftir sex vikur. Hún segir flokkinn standa á tímamótum í stjórnarandstöðu eftir tæplega tólf ára samfellda stjórnarsetu. Flokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri í nálgun sinni til mála.

Innlent

Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum

Sex gistu í fangageymslu lögreglunnar í nótt og var talsverður erill hjá lögregluþjónum. Einn ökumaður reyndi að stinga lögregluþjóna af í miðbænum og hófst eftirför. Þegar hann hafði verið króaður af reyndi ökumaðurinn að hlaupa undan lögregluþjónum en var stöðvaður.

Innlent

Undrast sinnu­leysi for­vera sinna og vill laga­breytingar

Ekki er unnt að reisa vatnsaflsvirkjanir og óvissa ríkir um viðamiklar innviðaframkvæmdir. Þetta er mat Umhverfisstofnunar eftir að virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar var ógilt. Stjórnvöld voru á fimm ára tímabili upplýst í þrígang í minnisblöðum að eyða þyrfti óvissunni. Umhverfisráðherra undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingu.

Innlent

Starfs­maður frá Filipps­eyjum syngur og syngur á Sel­fossi

Þeir sextíu heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Móbergi á Selfossi eru heppnir því þar er starfsmaður frá Filippseyjum, sem syngur fyrir þá við umönnunarstörfin sín og stundum heldur starfsmaðurinn tónleika fyrir allt fólkið og þá er sungið og dansað af mikilli innlifun.

Innlent

Hefja undir­búning verk­falla í fram­halds­skólum

Trúnaðarmenn Félags framhaldsskólakennara hafa lýst yfir þungum áhyggjum af pattstöðu í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Trúnaðarmennirnir eru sammála um að hefja skuli undirbúning verkfalla sem hefjast í næsta mánuði að óbreyttu.

Innlent

Hæsti­réttur veitir TikTok banninu blessun sína

Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur úrskurðað að lög sem ætlað er að þvinga kínverska eigendur TikTok að selja starfsemi samfélagsmiðilsins í Bandaríkjunum eða loka honum séu lögleg. Að óbreyttu mun bannið taka gildi á sunnudag en eigendur TikTok hafa sagt að þeir muni ekki selja.

Erlent

Af­lýsa óvissustigi vegna Bárðar­bungu

Ríkislögreglustjóri hefur aflýst óvissustigi Almannavarna vegna skjálftavirkni í Bárðarbungu. Óvissustigi var lýst yfir á þriðjudaginn eftir töluverðar skjálftavirkni við Bárðarbungu degi áður en lítil virkni hefur greinst á svæðinu síðan þá.

Innlent

Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt

Sendibílstjórinn Ottó Bjarnarsson sér fyrir sér skipulagsslys af „Græna skrímslisins-gráðu“ í uppsiglingu í Hafnarfirði. Til standi að setja upp ærslabelg í 12 metra fjarlægð frá húsi sínu. Þessu vill hann ekki una. Bæjarstjórinn Valdimar Víðisson segir að málið verði skoðað af fullri alvöru.

Innlent

Ríkis­stjórnin fundar um vopna­hlé

Öryggisráð Ísrael hefur lagt til að ríkisstjórn og þing ríkisins samþykki vopnahléstillögu í átökum Ísraela við Hamas-samtökin á Gasaströndinni. Ríkisstjórnin tekur tillöguna næst fyrir og er vonast til þess að vopnahléið taki gildi á sunndag og yrði fyrstu gíslum Hamas sleppt þá.

Erlent

Deilur á þingi gætu komið niður á á­herslum Trumps

Donald Trump, sem tekur aftur við embætti forseta Bandaríkjanna á mánudaginn, hefur heitið umfangsmiklum aðgerðum á sínum fyrsta degi í embætti. Sjálfur sagðist hann hafa undirbúið um hundrað forsetatilskipanir sem hann mun geta skrifað undir þegar hann tekur embætti.

Erlent

Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suður­nesjum

Bandarísk börn sem talin voru í hættu fundust á Suðurnesjum í síðustu viku en þeirra hafði verið saknað síðan í október. Íslensk lögregluyfirvöld leiddu aðgerðir hér á landi en málið var unnið í nánu samstarfi við bandarísk yfirvöld. Ekki er talið að fjölskyldan hafi nokkur önnur tengsl við Ísland.

Innlent

Tveir hand­teknir í fíkniefnamáli fyrir austan

Lögreglan á Austurlandi handtók í gærkvöldi tvo einstaklinga á fertugsaldri á Seyðisfirði sem eru grunaðir í fíkniefnamáli. Málið er enn í rannsókn og lýtur meðal annars að framleiðslu fíkniefna og dreifingu.

Innlent