Fótbolti

Auglýsa rimmu Lukaku og Smalling sem Black Friday

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Forsíðan hjá Corriere féll í grýttan jarðveg víða.
Forsíðan hjá Corriere féll í grýttan jarðveg víða.
Það líður vart sá dagur sem ekki er rætt um rasisma í ítalska boltanum og nú er það íþróttablaðið Corriere dello Sport sem fær að heyra það.

Forsíða íþróttakálfsins hjá þeim í dag er auglýsing fyrir stórleik morgundagsins en þá tekur Inter á móti Roma.

Þar mætast fyrrum leikmenn Man. Utd, Romelu Lukaku og Chris Smalling. Blaðinu fannst smekklegt að henda upp fyrirsögninni „Black Friday“ með mynd af þeim félögum.

Eins og við mátti búast hefur blaðið fengið á sig mikla gagnrýni fyrir þessa framsetningu en það virðist fátt bíta á mönnum þar í landi er umræðan snýst um kynþáttaníð.


Tengdar fréttir

Cagliari ekki refsað fyrir kynþáttaníð

Ítalska félagið Cagliari þarf ekki að sæta refsingar vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna í garð Romelu Lukaku eftir rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins.

Yaya Toure: FIFA er alveg sama um rasisma

Yaya Toure, fyrrum leikmaður Barcelona og Manchester City, er allt annað en ánægður með stefnu Alþjóða knattspyrnusambandsins í baráttunni gegn kynþáttafordómum í fótboltanum. Hann var líka svekktur út í ensku landsliðsmennina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×