Staðan var orðinn 2-0 eftir átta mínútur. Rodrygo skoraði á sjöundu mínútu en mínútu síðar tvöfaldaði Toni Kroos forystuna.
Á 24. mínútu skoraði Sergio Ramos úr vítaspyrnu en Karim Benzema skoraði svo fjórða markið úr vítaspyrnu á 69. mínútu.
Luka Jovic fékk svo langþráð tækifæri og skoraði fimmta markið í uppbótartímanum en þar við sat. Lokatölur 5-0.
Real er eftir sigurinn í 2. sæti deildarinnar með 21 stig, stigi á eftir toppliði Barcelona, en Leganes er á botninum.
Luka Jovic scores his first Real Madrid goal! pic.twitter.com/1pqvdAuI8z
— B/R Football (@brfootball) October 30, 2019