Birkir Már Sævarsson kemur aftur inn í hópinn en hann var ekki valinn í hópinn gegn Moldóvu og Albaníu í síðasta mánuði.
Jóhann Berg Guðmundsson og Alfreð Finnbogason koma einnig aftur inn í hópinn en þeir voru meiddir í síðasta landsliðsverkefni.
Hörður Björgvin Magnússon, sem meiddist í leik CSKA Moskvu og Espanyol í Evrópudeildinni í gær, er í hópnum. Sömu sögu er að segja af samherja hans hjá CSKA Moskvu, Arnóri Sigurðssyni, en hann þurfti að draga sig út úr landsliðshópnum í síðasta mánuði vegna meiðsla.
Sverrir Ingi Ingason er í hópnum en hann dró sig út úr landsliðshópnum síðast til að reyna að vinna sér sæti í byrjunarliði Grikklandsmeistara PAOK.
Birkir Bjarnason og Emil Hallfreðsson, sem eru án félags, eru í hópnum.
Ísland mætir Frakklandi föstudaginn 11. október og Andorra mánudaginn fjórtánda. Báðir leikirnir fara fram á Laugardalsvellinum.
Ísland er í 3. sæti H-riðils undankeppni EM 2020 með tólf stig.
The squad for our games against France and Andorra in the @UEFAEURO qualifiers!#fyririslandpic.twitter.com/czxCSQ9qVk
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) October 4, 2019
HópurinnMarkverðir:
Ögmundur Kristinsson | AEL Larissa
Rúnar Alex Rúnarsson | Dijon
Hannes Þór Halldórsson | Valur
Varnarmenn:
Hjörtur Hermannsson | Bröndby
Sverrir Ingi Ingason | PAOK
Kári Árnason | Víkingur R.
Ragnar Sigurðsson | Rostov
Jón Guðni Fjóluson | Krasnodar
Hörður Björgvin Magnússon | CSKA Moskva
Ari Freyr Skúlason | Oostende
Guðlaugur Victor Pálsson | Darmstadt
Birkir Már Sævarsson | Valur
Miðjumenn:
Samúel Kári Friðjónsson | Vålerenga
Rúnar Már Sigurjónsson | Astana
Birkir Bjarnason | án félags
Arnór Sigurðsson | CSKA Moskva
Aron Einar Gunnarsson | Al Arabi
Emil Hallfreðsson | án félags
Arnór Ingvi Traustason | Malmö
Framherjar:
Kolbeinn Sigþórsson | AIK
Gylfi Sigurðsson | Everton
Jón Daði Böðvarsson | Millwall
Viðar Örn Kjartansson | Rubin Kazan
Alfreð Finnbogason | Augsburg