Fótbolti

Cagliari ekki refsað fyrir kynþáttaníð

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ekki voru næg sönnunargögn um kynþáttaníð gegn Lukaku til þess að refsa Cagliari
Ekki voru næg sönnunargögn um kynþáttaníð gegn Lukaku til þess að refsa Cagliari vísir/getty
Ítalska félagið Cagliari þarf ekki að sæta refsingar vegna kynþáttaníðs stuðningsmanna í garð Romelu Lukaku eftir rannsókn ítalska knattspyrnusambandsins.

Þegar Lukaku gerði sig tilbúinn í að taka vítaspyrnu kölluðu stuðningsmenn heimaliðsins meint kynþáttaníð í átt að Lukaku en samkvæmt íþróttadómara á vegum Seria A var ekki nóg af sönnunargögnum til þess að refsa Cagliari.

Félagið þarf hins vegar að borga 5 þúsund evrur í sekt fyrir að kasta plastflöskum inn á völlinn þegar liðið spilaði við Parma á sunnudag.

Þetta er í þriðja skipti sem Cagliari hefur setið rannsókn fyrir kynþáttaníð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×