Eden Hazard var sjö kílóum of þungur þegar hann kom til móts við Real Madrid í æfingaferð liðsins í Montreal í Kanada. Sport á Spáni greinir frá.
Florentino Pérez, forseti Real Madrid, ku hafa litla trú á Belganum og segist aðeins hafa fengið hann að beiðni Zinedine Zidane, knattspyrnustjóra félagsins.
Real Madrid keypti Hazard frá Chelsea fyrir 150 milljónir punda. Hann er dýrasti leikmaður í sögu félagsins.
Í viðtali við belgískt dagblað síðasta sumar viðurkenndi að hann hefði átt í vandræðum með að komast í form fyrir matraðartímabilið 2015-16 hjá Chelsea. Hazard virðist hins vegar ekki hafa lært af reynslunni miðað við líkamlegt ásigkomulag hans núna.
Gengið hefur á ýmsu á undirbúningstímabilinu á Real Madrid. Marco Asensio sleit krossband í hné og spilar ekkert í vetur, Gareth Bale er enn hjá félaginu og Real Madrid steinlá fyrir Atlético Madrid, 7-3, á laugardaginn. Það er því ekki furða að Zidane hafi áhyggjur af stöðu mála.
Hazard var sjö kílóum of þungur þegar hann mætti til æfinga hjá Real Madrid

Tengdar fréttir

Zinedine Zidane hefur áhyggjur
Zinedine Zidane, knattspyrnustjóri Real Madrid, er ekki allt of sáttur með þróun mála á undirbúningstímabilinu þar sem spænska liðið hefur misst þrjá leikmenn í meiðsli.

Real stöðvar félagaskipti Bale til Kína
Heldur betur óvænt tíðindi frá spænsku höfuðborginni nú í morgun

Ramos: Atletico spilaði eins og þetta væri úrslitaleikur
Sergio Ramos segir Atletico Madrid hafa spilað eins og um úrslitaleik væri að ræða þegar Real Madrid og Atletico áttust við í International Champions Cup í nótt.

Atletico pakkaði Real saman í tíu marka leik │Sjáðu mörkin
Það var ótrúlegur leikur í International Champions Cup í nótt þar sem Atletico Madrid burstaði nágranna sína í Real Madrid 7-3.