Það var kraftur í liði Valencia í fyrri hálfleik sem ætlaði að eyðileggja fyrir Barcelona sem stefndi á það að tryggja sér tvennuna, annað árið í röð.
Á 21. mínútu kom fyrsta markið er framherjinn ótrúlegi Kevin Gameiro kom Valencia yfir og tólf mínútum síðar tvöfaldaði Rodrigo forystuna. 2-0 í hálfleik.
Það tók langan tíma fyrir Börsunga að brjóta niður múr Valencia en Lionel Messi minnkaði muninn í 2-1 á 73. mínútu eftir að boltinn féll fyrir hann eftir hornspyrnu.
Lionel Messi is the first player in history to score in six different Copa del Rey finals:
— Squawka Football (@Squawka) May 25, 2019
2009
2012
2015
2017
2018
2019
One might not be enough tonight. pic.twitter.com/rVac2r05wt
Nær komust Börsungar ekki og Valencia er spænskur bikarmeistari í fyrsta skipti síðan tímabilið 2007/2008. Vonbrigðartímabil hjá Barcelona þar sem einungis einn titill kom í hús; spænski meistaratitillinn.
Marcelino’s all-time managerial record against Barcelona:
— Squawka Football (@Squawka) May 25, 2019
LLDLLDLLLLLLLDDLLLDDW
If you’re going to win one, may as well make it a cup final. pic.twitter.com/mb0XhtgIEU