Landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir skrifaði nú síðdegis undir samning við Val.
Hún tók ákvörðun á dögunum að hætta í atvinnumennsku og snúa heim á leið. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill liðsstyrkur þetta er fyrir Valskonur.
Svo framlengdi landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen einnig samningi sínum við félagið en hún hafði áður rift samningi sínum við Val.
Mist Edvardsdóttir skrifaði einnig undir samning við Val á blaðamannafundinum í dag.

