Louis van Gaal til bjargar Hollendingum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2017 13:45 Louis van Gaal stýrði síðast liði Manchester United. Vísir/Getty Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Hollendingar eru enn að ná sér eftir að hafa tapað tvisvar fyrir Íslendingum í undankeppni EM 2016 en landsliðið er nú í hættu á að missa af öðru stórmótinu í röð. Holland tapaði 2-0 á móti Búlgaríu í undankeppni HM um helgina og er nú í fjórða sæti í sínum riðli. Það þarf hollenskt kraftaverk til að bjarga málunum og Hollendingar ákváðu að gera stóra breytingu. Hollenska knattspyrnusambandið rak þjálfarann Danny Blind eftir leikinn og hefur nú leitað til eins síns farsælasta þjálfara til að finna rétta manninn til að taka við landsliðinu sínu. Louis van Gaal hefur verið atvinnulaus síðan að hann hætti með Manchester United síðasta vor en hann hefur sjálfur stýrt hollenska landsliðinu í tvígang, fyrst 2000 til 2002 og svo aftur 2012 til 2014. Louis van Gaal mun vera ráðgjafi hollenska sambandsins í leitinni að næsta þjálfara en það fylgir þó sögunni að Van Gaal er samt sem áður einn af þeim sem gætu hreppt starfið. Van Gaal hefur gríðarlega reynslu og hefur unnið á mörgum stöðum. Hann ætti því að hafa miklar skoðanir hvaða leið eigi að fara. Stefna hollenska sambandsins eins og staðan er í dag er að ráða erlendan þjálfara. Hollendingar hafa ekki verið með erlendan þjálfara síðan að Austurríkismaðurinn Ernst Happel stýrði liðinu frá 1977 til 1978. Blind var búinn að þjálfa liðið síðan 2015 en Guus Hiddink hætti með liðið eftir eitt ár í starfinu. Nú er bara að sjá hvort Louis van Gaal komi til bjargar Hollendingum.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45 Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30 Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30 Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35 Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Arnar hélt sér á brautinni í hálfmaraþoninu Sport Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Yfirlýsing Ármanns vegna brottvísunar Arnars Péturs: Hann stytti sér leið Sport Trump ætlar að halda UFC bardaga í Hvíta húsinu Sport Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Fótbolti Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Enski boltinn Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Körfubolti Fleiri fréttir Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Heimsmeistarar Spánverja í ham í fyrsta leik á EM Þróttarar breyttu tapi í sigur með tveimur mörkum í lokin Fær tveggja leikja bann fyrir hártogið Beta og belgísku stelpurnar töpuðu fyrsta leiknum sínum á EM Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Besti hópur sem ég hef unnið með: „Þær vilja vita öll smáatriði“ „Það er ekki þörf á mér lengur“ Fékk rautt spjald fyrir ári síðan og má ekki spila í kvöld Cecilía og Sveindís mynda gott grínpar: „Hún er léttklikkuð“ Skriðdrekar á ferð við æfingasvæði Íslands Forsetinn hressti stelpurnar við: „Hitti algjörlega naglann á höfuðið“ EM í dag: Þungt högg, óvæntur fáni og indverskur matur Þorsteinn um fráfall Jota: „Sorglegar fréttir“ Fótboltaheimurinn syrgir fallna félaga Mínútu þögn fyrir leik Portúgals í kvöld Varð fullorðinn úti Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Glódís mætti ekki á æfingu „Óbætanlegur missir fyrir portúgalska knattspyrnu“ Sjá meira
Hollendingar steinlágu í Búlgaríu | Níu Grikkir náðu stigi í Brussel Hollenska landsliðið tapaði óvænt stigum gegn Búlgaríu á útivelli í kvöld en eftir leikinn er Holland sex stigum frá Frökkum í efsta sæti eftir fimm umferðir. 25. mars 2017 21:45
Landsliðsþjálfari Hollands íhugar að segja upp eftir óvænt tap Það er mikil pressa á Danny Blind, þjálfara hollenska landsliðsins, eftir 0-2 tap gegn Búlgaríu í gær en það stefnir allt í að Holland missi af öðru stórmótinu í röð. 26. mars 2017 13:30
Daley Blind stoltur af pabba sínum sem var rekinn Danny Blind var látinn taka pokann sinn eftir 2-0 tap á móti Búlgaríu. 27. mars 2017 07:30
Blind rekinn eftir tapið í Búlgaríu Hollenska knattspyrnusambandið staðfesti rétt í þessu að ákveðið hefði verið að segja upp samningi Danny Blind sem þjálfara hollenska landsliðsins í knattspyrnu 26. mars 2017 19:35