Ófarir Tottenham í Evrópukeppnum í vetur halda áfram en í kvöld tapaði liðið 1-0 fyrir Gent á útivelli í fyrri leiknum í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.
Jérémy Perbet skoraði eina mark leiksins með skoti af stuttu færi á 59. mínútu.
Tíu mínútum áður hafði Harry Kane átt skot í stöngina á marki Gent. Það var besta færi Tottenham í leiknum.
Hugo Lloris kom svo í veg fyrir að gestirnir fengju annað mark á sig þegar hann varði skot Danijels Milicevic í stöngina.
Seinni leikurinn fer fram á Wembley eftir viku.
Spurs féll á enn einu Evrópuprófinu | Sjáðu markið
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Mest lesið

Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM
Handbolti





Segir hitann á HM hættulegan
Fótbolti

Belgar kveðja EM með sigri
Fótbolti


