Svona brást Hope Solo við fregnunum um bannið | Myndband Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. ágúst 2016 18:15 Hope Solo leikur ekki fleiri landsleiki á næstunni. vísir/getty Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku var bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo dæmd í sex mánaða bann vegna ummæla sinna eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríkin féllu úr leik í vítaspyrnukeppni og eftir leikinn lét Solo gamminn geysa í viðtölum og talaði um að sænska liðið væri samansafn af skræfum. Í síðustu viku var svo greint frá því að Solo hefði verið dæmd í hálfs árs bann af bandaríska knattspyrnusambandinu. Þá var samningi hennar við bandaríska landsliðið einnig rift. Solo tók þessum fregnum illa eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þetta er brot úr væntanlegri sex þátta heimildamynd sem ber nafnið Keeping Score. „Sex mánaða bann, engar greiðslur, samningnum rift án tafar,“ heyrist Solo segja um leið og hún faðmar eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Jerramy Stevens. „Þetta er ekki bara bann heldur er samningnum líka rift. Þetta er kjaftæði. Sautján helvítis ár og þetta er búið.“Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem hefur verið einn besti markvörður heims um langt árabil, hefur verið dugleg að koma sér í fréttirnar fyrir atvik utan vallar. Þau höfðu einnig áhrif á hversu langt bannið sem hún fékk var. Solo, sem er 35 ára, hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hún varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012 og heimsmeistari í fyrra. Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Sjá meira
Eins og fjallað var um á Vísi í síðustu viku var bandaríski landsliðsmarkvörðurinn Hope Solo dæmd í sex mánaða bann vegna ummæla sinna eftir leik Bandaríkjanna og Svíþjóðar í 8-liða úrslitum á Ólympíuleikunum í Ríó. Bandaríkin féllu úr leik í vítaspyrnukeppni og eftir leikinn lét Solo gamminn geysa í viðtölum og talaði um að sænska liðið væri samansafn af skræfum. Í síðustu viku var svo greint frá því að Solo hefði verið dæmd í hálfs árs bann af bandaríska knattspyrnusambandinu. Þá var samningi hennar við bandaríska landsliðið einnig rift. Solo tók þessum fregnum illa eins og sjá má í myndbandinu hér að neðan. Þetta er brot úr væntanlegri sex þátta heimildamynd sem ber nafnið Keeping Score. „Sex mánaða bann, engar greiðslur, samningnum rift án tafar,“ heyrist Solo segja um leið og hún faðmar eiginmann sinn, fyrrverandi NFL-leikmanninn Jerramy Stevens. „Þetta er ekki bara bann heldur er samningnum líka rift. Þetta er kjaftæði. Sautján helvítis ár og þetta er búið.“Sjá einnig: Baulað á Solo í Brasilíu Solo, sem hefur verið einn besti markvörður heims um langt árabil, hefur verið dugleg að koma sér í fréttirnar fyrir atvik utan vallar. Þau höfðu einnig áhrif á hversu langt bannið sem hún fékk var. Solo, sem er 35 ára, hefur leikið 202 landsleiki fyrir Bandaríkin. Hún varð Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu 2008 og 2012 og heimsmeistari í fyrra.
Fótbolti Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Fótbolti Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Enski boltinn Kemur til varnar Arnari bróður sínum: „Nú er nóg komið“ Sport EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Fótbolti Á réttri leið eftir röð áfalla: „Sagði við Guðna að ég væri bara hætt“ Sport Partey ákærður fyrir nauðgun Fótbolti Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ Fótbolti Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Enski boltinn Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Fótbolti Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Fótbolti Fleiri fréttir ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Man. City banarnir duttu út á móti brasilísku liði Fyrirliði þýska liðsins fór grátandi af velli en þær þýsku unnu Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Sænsku stelpurnar sluppu með skrekkinn í lokin Blæs á val The Athletic: „Okkar treyja og við auðvitað elskum hana“ Chelsea og Barcelona fá bæði risasekt frá UEFA Stór áfangi að spila á EM en aukaatriði í stóru myndinni Taka heilræði Höllu forseta með sér inn í næstu leiki Partey ákærður fyrir nauðgun Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Endurstilla alla lampana á Laugardalsvelli EM í dag: Nú hitti skrattinn ömmu sína Sjáðu þáttinn um Orkumótið: Flottir eyrnalokkar, algjört kjaftæði og dramatík Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Hafnaði boði Barcelona og heldur sig heima næstu tíu árin Átta mánaða gamall með Íslandi á EM Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Eldræða Ása: „Fyrirsláttur hjá fólki að halda og tengja þetta“ Kristian að ganga til liðs við Twente Portúgalinn Pedro Neto má taka sér frí: „Hann er mjög leiður“ The Athletic valdi íslensku treyjuna þá ljótustu á EM í ár Sjáðu þegar stelpurnar hittu Höllu forseta Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Uppgjörið: Afturelding-Breiðablik 2-2 | Meisturum Blika fataðist flugið Stjarnan selur Kjartan Má til Aberdeen Sjá meira