Hermann: Dómararnir tóku stigin af okkur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. ágúst 2016 20:24 Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis. vísir/hanna Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í kvöld. Fjölnismenn skoruðu jöfnunarmark sitt í uppbótartíma og var þar Ingimundur Níels Óskarsson, fyrrum Fylkismaður, að verki. Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis, segir að leiktíminn hafi verið liðinn þegar Ingimundur Níels skoraði markið sitt og að hann hafi þar að auki verið rangstæður. „Þetta er sagan endalausa,“ sagið Hermann. „Ég heyri í fyrsta lagi að þeir telja tímann niður. Fjórir, þrír, tveir einn og svo dæmir hann aukaspyrnuna. Þetta eru svo tíu sekúndur þar að auki sem þetta allt saman tekur.“ „Enn og aftur eru dómarar að taka þrjú stig af okkur. Við hefðum vel getað verið klókari sjálfir en þetta var samt niðurstaðan. Þetta var dómaraskandall og ég fer ekkert ofan af því.“ Fylkir hefur tapað mörgum stigum í sumar á lokamínútum leikjanna og Hermann hefur oft kvartað undan störfum dómaranna í þeim leikjum sem það hefur gerst. „Þetta hefur gerst allt of oft í sumar. Dómararnir eru ekki að standa sig og við fáum eitthvað ódýrt á okkur í restina. Það er óþolandi að tala um þetta. Í fyrsta lagi var tíminn búinn og þetta var svo rangstaða þar að auki.“ Hermann gerði sex breytingar á byrjunarliði Fylkis í dag og þær skiluðu sér í betri frammistöðu en í síðasta leik, þar sem Fylkir tapaði 3-0 fyrir ÍA. „Við hefðum átt að ganga frá þessum leik og við fengum fullt af færum til þess. Við vörðumst vel en svo gerist þetta. Hver einasti leikmaður vildi þetta hjá okkur og við áttum skilið að fá þrjú stig hér í dag.“ „Svo koma þessir menn og gera þetta. Það er hundleiðinlegt að vera á æfingasvæðinu og svo geta dómararnir ekki klárað sitt. Svona dómararugl fer yfirleitt í allar áttir en þetta er búið að bitna mikið á okkur.“ Fleiri viðtöl og frekari umfjöllun um leikinn má lesa hér fyrir neðan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fjölnir - Fylkir 1-1 | Ingimundur Níels lék gömlu félagana grátt Fjölnir og Fylkir gerðu 1-1 jafntefli í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld. 28. ágúst 2016 21:00