180 Íslendingar óðu eld og brennistein til að komast til Parísar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. júlí 2016 12:32 Frá svæðinu við Moulin Rouge á öðrum tímanum í Frakklandi í dag. Þar munu stuðningsmenn Íslands safnast saman og hita upp fyrir leikinn gegn Frökkum. Vísir/Vilhelm Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
Þeir voru þreyttir og myglaðir stuðningsmennirir sem skiluðu sér til Parísar á tíunda tímanum í morgun. Þá voru liðnar um sautján klukkustundir síðan spenntir ferðalangarnir mættu í Leifsstöð á leið til Frakklands þar sem karlalandslið þjóðanna í knattspyrnu mætast í kvöld í átta liða úrslitum á EM. Gríðarlega mikið var um að vera í Leifsstöð í gær en á þriðja tug flugferða voru frá Keflavíkurflugvelli til Frakklands um helgina. Mörgum seinkaði eitthvað en þeir 180 sem áttu að fara með leiguflugi klukkan 18:45 í gærkvöldi lentu heldur betur í veseni. Ballið byrjaði þegar brunavarnakerfið í flugstöðinni fór í gang um sexleytið. Farþegarnir voru í þann mund að fara að hliðinu þegar allir þurftu að yfirgefa bygginguna. Eftir að gengið hafði verið úr skugga um að allt væri í lagi þurftu farþegarnir að fara aftur í gegnum öryggisleit. Nýr brottfarartími var 20:15 en aftur varð seinkun á því og fór vélin í loftið um klukkan 21. Flestum létt eftir vægt áfall í Keflavík. En fall er fararheill, eða hvað? átti flug til Frakklands en endaði í Amsterdam, annars geggjaður— Hákon Örn (@hakonmagg) July 2, 2016 Í háloftunum bárust farþegunum 180 svo ný skilaboð. Þar sem seinkun hefði orðið á brottför væri ekki lengur unnt að lenda á fyrirhuguðum lendingarstað, einhverja 150 kílómetra fyrir utan París þar sem rúta beið farþeganna. Flugvöllurinn þar lokar á miðnætti samkvæmt skilaboðum sem bárust farþegum. Í staðinn var ekkert annað að gera en að lenda í annarri evrópskri höfuðborg, Amsterdam.Sjá einnig:Fengu ekki lendingarleyfi á Charles de Gaul Upphaflega hafði verið selt í ferðina á þeim forsendum að um beint flug til Parísar væri að ræða en síðar kom í ljós að ekki yrði unnt að lenda í frönsku höfuðborginni. Þá var ákveðið að lenda á fyrrnefndum flugvelli sem reyndist svo ekki unnt að lenda á, líkast til vegna fyrrnefndar seiknkunar. Vitaferðir, selja beint flug til Charles de Gaulle, breyta úr því yfir í sveitaflugvöll, En lenda svo í AMSTERDAM!! Hvað eru menn að reykja— Guðjón Már Magnússon (@Gudjon_Mar) July 2, 2016 Í Amsterdam fóru svo farþegarnir upp í rútu og við tók löng rútuferð frá hollensku borginni til Parísar þangað sem Íslendingarnir 180 mættu svo á tíunda tímanum í morgun. Ljóst er að margir munu nýta fyrri hluta dags í að sofa úr sér ferðaþreytuna til að vera klár í slaginn fyrir átökin í kvöld þegar átta til tíu þúsund íslenskir stuðningsmenn mæta um sjötíu þúsund stuðningsmönnum Frakka á Stade de France.Lúðvík Arnarsson hjá Vita, sem skipulögðu ferðina, segir að álagið í Leifsstöð í gær hafi verið mikið og rýmingin hafi ekki hjálpað til. Í skoðun sé hvers vegna ekki var hægt að lenda flugvélinni á fyrrnefndum flugvelli í Frakklandi. Honum þyki leiðinlegt hvernig fór en sem betur fer hafi allir farþegar komist til Parísar á endanum og nái leiknum. Nú verði réttindi farþega varðandi bætur teknar til skoðunar. Svona lítur beint flug til Parísar með Vita ferðum út #vita #emísland #fotboltinet A photo posted by Sigurður Svavarsson (@sigurdurvs) on Jul 2, 2016 at 5:40pm PDT
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram eftir degi Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Kjördæmapot og pólitískar sveiflur megi ekki ráða för Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Vona að áreiðanleiki verði meiri með fjölgun vagna og aukinni tíðni Rússum „drullusama“ um friðarumleitanir Ísland fýsilegur kostur fyrir rafmyntaþvott í augum glæpamanna Sprengjuregn, svikin loforð, og vel heppnuð hárígræðsla Greip í húna en var gripinn mígandi Ísjaki stærri en Hallgrímskirkja blasti við Eldur kviknaði út frá glerkúlu í gluggakistu Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Hljóðfæraleikarar skrifa undir nýjan kjarasamning Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Rektor rýfur þögnina eftir mótmælin á Þjóðminjasafninu Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsla greip um sig. 3. júlí 2016 12:05