Aðeins einn leikmaður hefur lagt upp fleiri mörk en Kári á EM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2016 11:00 Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016 EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins, er í öðru til fimmta sæti yfir þá sem hafa gefið flestar stoðsendingar á EM í Frakklandi nú þegar bara á eftir að spila sjö leiki í keppninni. Kári hefur lagt upp mark í síðustu tveimur leikjum Íslands sem báðir unnust. Hann skallaði innkast Arons Einars áfram á Jón Daða Böðvarsson í sigrinum á Austurríki og skallaði síðan eftir annað innkast Arons áfram á Ragnar Sigurðsson í sigrinum á Englandi. Jón Daði skoraði markið sitt á nærstönginni á móti Austurríki en Ragnar var mættur á fjærstöngina til að skora framhjá Joe Hart í marki enska landsliðsins. Það er bara Belginn Eden Hazard sem hefur gefið fleiri stoðsendingar en Kári eða þrjár. Þeir Kevin De Bruyne (Belgíu), Cristiano Ronaldo (Portúgal) og Aaron Ramsey (Wales) hafa síðan allir gefið tvær stoðsendingar eins og Kári. Allir þessir leikmenn í efstu sætunum með Kára eiga það sameiginlegt að spila framarlega á vellinum. Kári er hinsvegar annar helmingurinn af frábæru miðvarðarpari íslenska landsliðsins. Það má búast við því að Frakkar leggi ofurkapp á það að dekka Kára Árnason í föstum leikatriðum þegar Ísland og Frakkland mætast í átta liða úrslitum Evrópumótsins í Frakklandi á sunnudagskvöldið. Hér fyrir neðan má sjá þessi tvö mörk sem Kári Árnason hefur lagt upp í Evrópukeppninni í Frakklandi.Mark Jóns Daða Böðvarssonar JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! JÓN DAÐI! 1-0! #EMÍsland #ISL #AUS https://t.co/Zrzekjptj1— Síminn (@siminn) June 22, 2016 Mark Ragnars Sigurðssonar JÁ! NÓG eftir af þessum leik sagði @GummiBen og Ragnar Sigurðsson sannar það! ÞVÍLÍKT MARK! #EMÍsland #ISL #ENG https://t.co/MpAY8VabVE— Síminn (@siminn) June 27, 2016
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Íslenski boltinn Tengdar fréttir Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15 Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45 Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00 Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27 Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00 Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45 Mest lesið Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í „Vinsamlegast látið hann í friði“ Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Sjá meira
Kári: Ólýsanlegt að gera þetta með mínum bestu vinum Draumur að rætast að fá að spila við England á stórmóti, segir Kári Árnason. 22. júní 2016 18:15
Umfjöllun: England - Ísland 1-2 | Strákarnir sendu Englendinga heim Kolbeinn Sigþórsson skoraði sigurmarkið fyrir íslenska liðið eftir að það lenti 1-0 undir. 27. júní 2016 22:45
Bræður okkar ljónshjarta Ísland upplifði stærsta íþróttaafrek í sögu þjóðarinnar þegar strákarnir okkar unnu England í 16-liða úrslitum EM í Frakklandi, 2-1, á Allianz Riviera leikvanginum í Nice í gærkvöldi. Sigurinn var fyllilega verðskuldaður enda frammistaða íslenska liðsins stórbrotin. 28. júní 2016 06:00
Átta af ellefu leikmönnum Íslands komu að undirbúningi marks Kolbeins Mark Kolbeins Sigþórssonar á móti Englandi í sextán liða úrslitum Evrópumótsins í fótbolta í Frakklandi kom eftir frábært samspil hjá íslenska liðinu. 27. júní 2016 20:27
Kári í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian Kári Árnason, miðvörður íslenska landsliðsins í fótbolta, er í úrvalsliði riðlakeppninnar hjá the Guardian. 24. júní 2016 12:00
Kári valinn í lið 3. umferðarinnar á EM Kári Árnason gleymir gærdeginum eflaust seint. Miðvörðurinn átti þá frábæran leik þegar Ísland lagði Austurríki að velli, 2-1, og tryggði sér þar með sæti í 16-liða úrslitum. 23. júní 2016 14:45