Umfjöllun, myndir, viðtöl og einkunnir: KR - ÍA 1-2 | Garðar hetja Skagamanna í sigri á KR-vellinum Kristinn Páll Teitsson á Alvogen-vellinum skrifar 23. júní 2016 22:45 Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar voru mun meira með boltann í leiknum á meðan gestirnir frá Akranesi voru ánægðir með að sitja aftar og leyfa KR-ingum að halda boltanum án þess að þeir fengu einhver færi. Kennie Chopart sem var sprækasti leikmaður KR kom heimamönnum yfir með glæsilegu marki á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Það virtist ætla að vera sigurmark leiksins þar til Garðar jafnaði metin af vítapunktinum á 83. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli nýtti Garðar sér skógarferð Stefáns Loga Magnússonar í marki KR og skoraði með glæsilegu langskoti yfir Stefán á 93. mínútu en KR-ingar náðu varla að taka miðju áður en leikurinn var flautaður af. Ótrúlegur sigur Skagamanna staðreynd sem virtust ekki vera líklegir til að fá eitthvað úr leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka en með sigrinum lyftu Skagamenn sér upp úr fallsæti.Af hverju vann ÍA? Skagamenn héldu sig við leikplanið sem var einfalt. Leyfa KR-ingunum að stjórna spilinu en að vera þéttir til baka og gefa fá færi á sér. Liðið reyndi að beita skyndisóknum en átti í erfiðleikum með að fóta sig í leiknum. Það var margt líkt og með leikplani íslenska landsliðsins í dag en Gunnlaugur Jónsson tók undir það í viðtölum eftir leik. Liðið var yfirvegað þrátt fyrir að hafa lent undir og að leika lengst af án bolta. Þá héldu þeir einfaldlega skipulagi og uppskáru þrjú stig. KR-ingar geta eflaust horft pirraðir á tölfræðiþættina, 16 skot gegn sex, sex horn gegn einu og voru eflaust með boltann 70% af leiknum en það telur ekki ef þú nærð ekki að koma boltanum í netið.Þessir stóðu upp úr Garðar Gunnlaugsson var maður leiksins í kvöld eftir að hafa skorað mörkin tvö sem tryggðu liðinu sigurinn en fram að því var hann duglegur í að atast í varnarmönnum KR í loftinu. Það var lítil ógn í honum framan af en hann gafst aldrei upp í skallaeinvígunum. Þá stóð varnarlína Skagamanna vakt sína vel í dag en fyrir utan mark KR sem kom eftir frábært einstaklingsframtak gáfu þeir KR-ingum engin færi í leiknum. Þau örfáu skipti sem KR-ingar náðu að komast í álitlega stöðu var yfirleitt Skagamaður sem kom og henti sér fyrir skottilraunina stuttu síðar. Í liði heimamanna bar Kennie Chopart af í leiknum en allar bestu sóknarlotur KR-inga komu í gegnum danska kantmanninn sem skoraði eina mark KR í leiknum með frábæru skoti.Hvað gekk illa? Enn og aftur halda vandræði KR-inga fyrir framan markið áfram. Aðeins átta mörk í níu leikjum og framherjar liðsins, Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen eiga enn eftir að skora mark í sumar og virðast einfaldlega vera ískaldir. Þrátt fyrir að vera með boltann bróðurpart leiksins var sóknarleikur KR-inga hugmyndarlaus og flatur. Denis Fazlagic sem byrjaði af krafti náði aldrei takt og Hólmbert sást lítið sem ekkert í leiknum.Hvað gerist næst? Framundan er rúmlega tveggja vikna pása fyrir KR-inga í Pepsi-deildinni en liðið leikur í Evrópukeppninni gegn norður-írska félaginu Glenavon sem FH skellti um árið 6-2 samanlagt. Það gæti reynst dýrmætur leikur fyrir KR takist framherjum liðsins loksins að finna markaskóna. Skagamenn taka á móti Stjörnunni á miðvikudaginn næstkomandi og var margt jákvætt sem liðið getur tekið úr sigrinum í kvöld inn í þann leik. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sumar eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum fyrir það. Gunnlaugur: Uppleggið var að leyfa þeim að halda boltanumAron Bjarki reynir að stöðva sókn Skagamanna.Vísir/Eyþór„Það má kannski segja það ef rýnt er í hversu mikið við vorum með boltann í leiknum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, hreinskilinn er hann var spurður hvort Skagamenn hefðu stolið sigrinum í kvöld. „Við byrjum seinni hálfleikinn illa, gefum færi á okkur en við unnum okkur inn í leikinn og færðum okkur framar á völlinn. Við náðum að jafna metin og taka þetta með frábæru sigurmarki.“ Gunnlaugur sagðist hafa rætt frammistöðu íslenska landsliðsins í gær við leikmennina er hann lagði upp leikinn en Skagamenn leyfðu KR-ingum að klappa boltanum en gáfu fá færi á sér. „Það var uppleggið okkar að leyfa þeim að hafa boltann og ég sagði strákunum að við gætum nýtt okkur ýmislegt úr þessu. Við náðum svo bara sömu úrslitum,“ sagði Gulli léttur og bætti við: „Þegar þú ert 1-0 undir er alltaf möguleiki til staðar og við færðumst alltaf nær því að jafna leikinn eftir því sem leið á leikinn. Svo gerði Garðar það eina rétta í stöðunni þegar hann sá Stefán kominn af línunni og skoraði sigurmarkið með frábæru skoti.“ Bjarni: Skiptir engu að halda bolta ef þú tapar leiknumAron Bjarki kom inn af bekknum fyrir Michael Præst.Vísir/Eyþór„Það er lítið sem hægt er að segja, við erum með þetta í okkar höndum og við gefum þetta frá okkur. Við erum klaufar að fá á okkur víti í jöfnunarmarkinu og við eigum að bæta við marki stuttu áður en þeir komast yfir,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hundsvekktur að leikslokum í kvöld. „Þetta er hreint út sagt með ólíkindum. Í sókninni á undan sigurmarkinu mætum við ekki á nærstöngina, svo bruna þeir upp, nýta sér klaufagang í vörninni og komast 2-1 yfir.“ Bjarni var ómyrkur í máli þegar hann var spurður hvort hann tæki eitthvað jákvætt úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Fyrir mitt leyti náði þetta nýjum lægðum í klaufagang þegar þú horfir á hvernig við gefum þessi mörk frá okkur. Með fullri virðingu fyrir ÍA þá er ekki hægt að finna neitt jákvætt úr 1-2 tapi á heimavelli,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það skiptir engu máli að við séum að halda boltanum svona lengi ef við töpum leiknum. Það er ekkert hægt að taka neitt jákvætt úr því ef við höldum áfram að gefa færi og mörk.“ Framherjar liðsins eru enn án marks eftir níu leiki en Bjarni sagði það eflaust vera komið í hausinn á mönnum. „Þegar þú mætir ekki í svæðin sem gefa þér mörk þá er erfitt að skora. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri komið í hausinn á mönnum en það eru aðrir að skora og að reyna að leggja upp fyrir þá en þeir þurfa að vinna vinnuna sína betur.“ Garðar: Fallegasta mark ferilsins„Þetta var fallegt og þegar lítur til þess hversu mikilvægt það var þá held ég að þetta sé eitt fallegasta mark ferilsins,“ sagði glaðbeittur Garðar Bergmann Gunnlaugsson í viðtölum eftir 2-1 sigur Skagamanna á KR í kvöld. „Þetta var ótrúlega ljúft og að geta notið þessarar stundar með þeim áhorfendum sem lögðu sína leið á Alvogen-völlinn í kvöld var frábært.“ Garðar tók undir orð þjálfara síns að það hefði verið margt líkt með spilamennsku Skagamanna og íslenska landsliðsins á EM. „Við vorum með svipað upplegg og Ísland, við sátum aftur og lokuðum svæðunum og reyndum að sækja hratt upp. Við erum með hraða sóknarmenn, kannski fyrir utan mig og uppleggið gekk upp í dag,“ sagði Garðar léttur. Skagamenn voru í raun varla búnir að skapa sér færi þegar Garðar jafnaði metinn af vítapunktinum. „Við gáfum þeim samt engin færi á okkur, fyrir utan markið man ég varla eftir færi hjá KR-ingunum. Við höfðum trú á okkur allt fram í endann og það small allt á lokamínútunum.“Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla Ármann Smári Björnsson vinnur hér skallabolta í leiknum í kvöld.Vísir/Eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Garðar Bergmann Gunnlaugsson var hetja Skagamanna í 2-1 sigri á KR í Pepsi-deildinni í kvöld en eftir að KR-ingar komust 1-0 yfir náði Garðar að breyta stöðunni Skagamönnum í hag með tveimur mörkum á tíu mínútum.Eyþór Árnason, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar voru mun meira með boltann í leiknum á meðan gestirnir frá Akranesi voru ánægðir með að sitja aftar og leyfa KR-ingum að halda boltanum án þess að þeir fengu einhver færi. Kennie Chopart sem var sprækasti leikmaður KR kom heimamönnum yfir með glæsilegu marki á upphafsmínútum seinni hálfleiks. Það virtist ætla að vera sigurmark leiksins þar til Garðar jafnaði metin af vítapunktinum á 83. mínútu. Þegar allt stefndi í jafntefli nýtti Garðar sér skógarferð Stefáns Loga Magnússonar í marki KR og skoraði með glæsilegu langskoti yfir Stefán á 93. mínútu en KR-ingar náðu varla að taka miðju áður en leikurinn var flautaður af. Ótrúlegur sigur Skagamanna staðreynd sem virtust ekki vera líklegir til að fá eitthvað úr leiknum þegar tíu mínútur voru til leiksloka en með sigrinum lyftu Skagamenn sér upp úr fallsæti.Af hverju vann ÍA? Skagamenn héldu sig við leikplanið sem var einfalt. Leyfa KR-ingunum að stjórna spilinu en að vera þéttir til baka og gefa fá færi á sér. Liðið reyndi að beita skyndisóknum en átti í erfiðleikum með að fóta sig í leiknum. Það var margt líkt og með leikplani íslenska landsliðsins í dag en Gunnlaugur Jónsson tók undir það í viðtölum eftir leik. Liðið var yfirvegað þrátt fyrir að hafa lent undir og að leika lengst af án bolta. Þá héldu þeir einfaldlega skipulagi og uppskáru þrjú stig. KR-ingar geta eflaust horft pirraðir á tölfræðiþættina, 16 skot gegn sex, sex horn gegn einu og voru eflaust með boltann 70% af leiknum en það telur ekki ef þú nærð ekki að koma boltanum í netið.Þessir stóðu upp úr Garðar Gunnlaugsson var maður leiksins í kvöld eftir að hafa skorað mörkin tvö sem tryggðu liðinu sigurinn en fram að því var hann duglegur í að atast í varnarmönnum KR í loftinu. Það var lítil ógn í honum framan af en hann gafst aldrei upp í skallaeinvígunum. Þá stóð varnarlína Skagamanna vakt sína vel í dag en fyrir utan mark KR sem kom eftir frábært einstaklingsframtak gáfu þeir KR-ingum engin færi í leiknum. Þau örfáu skipti sem KR-ingar náðu að komast í álitlega stöðu var yfirleitt Skagamaður sem kom og henti sér fyrir skottilraunina stuttu síðar. Í liði heimamanna bar Kennie Chopart af í leiknum en allar bestu sóknarlotur KR-inga komu í gegnum danska kantmanninn sem skoraði eina mark KR í leiknum með frábæru skoti.Hvað gekk illa? Enn og aftur halda vandræði KR-inga fyrir framan markið áfram. Aðeins átta mörk í níu leikjum og framherjar liðsins, Hólmbert Aron Friðjónsson og Morten Beck Andersen eiga enn eftir að skora mark í sumar og virðast einfaldlega vera ískaldir. Þrátt fyrir að vera með boltann bróðurpart leiksins var sóknarleikur KR-inga hugmyndarlaus og flatur. Denis Fazlagic sem byrjaði af krafti náði aldrei takt og Hólmbert sást lítið sem ekkert í leiknum.Hvað gerist næst? Framundan er rúmlega tveggja vikna pása fyrir KR-inga í Pepsi-deildinni en liðið leikur í Evrópukeppninni gegn norður-írska félaginu Glenavon sem FH skellti um árið 6-2 samanlagt. Það gæti reynst dýrmætur leikur fyrir KR takist framherjum liðsins loksins að finna markaskóna. Skagamenn taka á móti Stjörnunni á miðvikudaginn næstkomandi og var margt jákvætt sem liðið getur tekið úr sigrinum í kvöld inn í þann leik. Þetta var aðeins annar sigur liðsins í sumar eftir að hafa aðeins fengið eitt stig úr síðustu fjórum fyrir það. Gunnlaugur: Uppleggið var að leyfa þeim að halda boltanumAron Bjarki reynir að stöðva sókn Skagamanna.Vísir/Eyþór„Það má kannski segja það ef rýnt er í hversu mikið við vorum með boltann í leiknum,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, þjálfari Skagamanna, hreinskilinn er hann var spurður hvort Skagamenn hefðu stolið sigrinum í kvöld. „Við byrjum seinni hálfleikinn illa, gefum færi á okkur en við unnum okkur inn í leikinn og færðum okkur framar á völlinn. Við náðum að jafna metin og taka þetta með frábæru sigurmarki.“ Gunnlaugur sagðist hafa rætt frammistöðu íslenska landsliðsins í gær við leikmennina er hann lagði upp leikinn en Skagamenn leyfðu KR-ingum að klappa boltanum en gáfu fá færi á sér. „Það var uppleggið okkar að leyfa þeim að hafa boltann og ég sagði strákunum að við gætum nýtt okkur ýmislegt úr þessu. Við náðum svo bara sömu úrslitum,“ sagði Gulli léttur og bætti við: „Þegar þú ert 1-0 undir er alltaf möguleiki til staðar og við færðumst alltaf nær því að jafna leikinn eftir því sem leið á leikinn. Svo gerði Garðar það eina rétta í stöðunni þegar hann sá Stefán kominn af línunni og skoraði sigurmarkið með frábæru skoti.“ Bjarni: Skiptir engu að halda bolta ef þú tapar leiknumAron Bjarki kom inn af bekknum fyrir Michael Præst.Vísir/Eyþór„Það er lítið sem hægt er að segja, við erum með þetta í okkar höndum og við gefum þetta frá okkur. Við erum klaufar að fá á okkur víti í jöfnunarmarkinu og við eigum að bæta við marki stuttu áður en þeir komast yfir,“ sagði Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, hundsvekktur að leikslokum í kvöld. „Þetta er hreint út sagt með ólíkindum. Í sókninni á undan sigurmarkinu mætum við ekki á nærstöngina, svo bruna þeir upp, nýta sér klaufagang í vörninni og komast 2-1 yfir.“ Bjarni var ómyrkur í máli þegar hann var spurður hvort hann tæki eitthvað jákvætt úr leiknum þrátt fyrir tapið. „Fyrir mitt leyti náði þetta nýjum lægðum í klaufagang þegar þú horfir á hvernig við gefum þessi mörk frá okkur. Með fullri virðingu fyrir ÍA þá er ekki hægt að finna neitt jákvætt úr 1-2 tapi á heimavelli,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það skiptir engu máli að við séum að halda boltanum svona lengi ef við töpum leiknum. Það er ekkert hægt að taka neitt jákvætt úr því ef við höldum áfram að gefa færi og mörk.“ Framherjar liðsins eru enn án marks eftir níu leiki en Bjarni sagði það eflaust vera komið í hausinn á mönnum. „Þegar þú mætir ekki í svæðin sem gefa þér mörk þá er erfitt að skora. Það kæmi mér ekki á óvart ef þetta væri komið í hausinn á mönnum en það eru aðrir að skora og að reyna að leggja upp fyrir þá en þeir þurfa að vinna vinnuna sína betur.“ Garðar: Fallegasta mark ferilsins„Þetta var fallegt og þegar lítur til þess hversu mikilvægt það var þá held ég að þetta sé eitt fallegasta mark ferilsins,“ sagði glaðbeittur Garðar Bergmann Gunnlaugsson í viðtölum eftir 2-1 sigur Skagamanna á KR í kvöld. „Þetta var ótrúlega ljúft og að geta notið þessarar stundar með þeim áhorfendum sem lögðu sína leið á Alvogen-völlinn í kvöld var frábært.“ Garðar tók undir orð þjálfara síns að það hefði verið margt líkt með spilamennsku Skagamanna og íslenska landsliðsins á EM. „Við vorum með svipað upplegg og Ísland, við sátum aftur og lokuðum svæðunum og reyndum að sækja hratt upp. Við erum með hraða sóknarmenn, kannski fyrir utan mig og uppleggið gekk upp í dag,“ sagði Garðar léttur. Skagamenn voru í raun varla búnir að skapa sér færi þegar Garðar jafnaði metinn af vítapunktinum. „Við gáfum þeim samt engin færi á okkur, fyrir utan markið man ég varla eftir færi hjá KR-ingunum. Við höfðum trú á okkur allt fram í endann og það small allt á lokamínútunum.“Mörkin úr leik KR og ÍA í 8. umferð Pepsi-deildar karla Ármann Smári Björnsson vinnur hér skallabolta í leiknum í kvöld.Vísir/Eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira