Nokkrum mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma þurfti dómarinn Mark Clattenburg að stöðva leikinn vegna þess blysum hafði verið kastað inn á völlinn í Saint-Étienne, þar sem leikur Íslands og Portúgals fór fram á þriðjudaginn.
Fimm mínútna hlé var gert á leiknum en leikmenn Króatíu gengu í átt að stuðningsmönnum liðsins og báðu þá um að róa sig niður.
Þessi sorglega uppákoma hafði slæm áhrif á leikmenn Króatíu sem fengu á sig jöfnunarmark í uppbótartíma.
Ljóst er að þessi fáránlega hegðun stuðningsmanna Króata mun draga dilk á eftir sér.
Króatískir aðdáendur köstuðu blysum inn á völlinn á síðustu mínútum leiksins. #EMÍsland https://t.co/QyZoUbETSU
— Síminn (@siminn) June 17, 2016