Alþingi samþykkti lög á kjaradeilu flugumferðarstjóra Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 8. júní 2016 21:27 Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni síðan 6. apríl. Vísir Alþingi samþykkti í kvöld að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia ohf., svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða eru því óheimilar hér eftir. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum gegn 13.Höskuldur ÞórhallssonMeirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt en fyrir nefndaáliti hans talaði formaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson. „Að mati meiri hlutans eru þeir heildarhagsmunir sem í húfi eru það miklir að um ríka almannahagsmuni er að ræða og nauðsynlegt að gripið verði til lagasetningar til að forða efnahagslegu tjóni sem hefur einkum áhrif á réttindi þriðju aðila sem verða fyrir áhrifum verkfallsaðgerðanna en hafa ekki aðkomu að kjaradeilunni,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir„Þá er í frumvarpinu kveðið á um skipan gerðardóms sem hafi það verkefni að ákveða kaup og kjör náist samningar ekki fyrir 24. júní nk. Þannig er þess gætt að aðilar fái nægjanlegt svigrúm til að semja sjálfir um kaup og kjör innan hæfilegs tíma enda er það tilgangur frumvarpsins að gæta almannahagsmuna og forða efnahagslegu tjóni. Að mati meiri hlutans eru skilyrði stjórnarskrárinnar um nauðsyn lagasetningar, um almannahagsmuni og stjórnskipulegt meðalhóf uppfyllt líkt og einnig er rakið í athugasemdum við frumvarpið.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir nefndaáliti minnihluta nefndarinnar. Minnihlutinn taldi eðlilegra að vinna með aðilum vinnumarkaðarins heldur en að setja lög á deiluna. „Óumdeilt er að aðgerðir Félags flugumferðarstjóra gegn Isavia hafa töluverð áhrif, þ.m.t á ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd henni, auk inn- og útflutnings og ferða almennings til og frá landinu. Markmiðið með aðgerðum af þessu tagi er að hafa áhrif á þriðja aðila og því óhjákvæmilegt að þær hafi áhrif á samfélagið með ýmsu móti. Áhrifin þurfa að vera mjög alvarleg og ógna ótvíræðum almannahagsmunum eða valda efnahagslegri vá til að unnt sé að réttlæta lagasetningu. Það er mat minni hlutans að ekki hafi verið færð rök fyrir því að slíkar aðstæður séu uppi við núverandi kringumstæður,“ sagði Katrín. Þá lýsti minnihlutinn yfir áhyggjum af síendurteknum lagasetningum að ræða „án stefnu af hálfu ríkisstjórnarinnar sem mun veikja verkfallsréttinn til frambúðar og hafa neikvæð áhrif og ófyrirséð áhrif á þróun markaðarins.“ Ekki er ljóst hvernig lögin munu leysa yfirvinnubannið þar sem yfirvinna er ekki skylda, hvorki lögfest né bundin í kjarasamninga. Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Alþingi samþykkti í kvöld að setja lög á verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra. Verkfallsaðgerðir Félags íslenskra flugumferðarstjóra gagnvart Isavia ohf., svo og frekari vinnustöðvanir eða aðrar aðgerðir félagsins sem er ætlað að knýja fram aðra skipan kjaramála en lögin ákveða eru því óheimilar hér eftir. Lögin voru samþykkt með 32 atkvæðum gegn 13.Höskuldur ÞórhallssonMeirihluti umhverfis- og samgöngunefndar lagði til að frumvarpið yrði samþykkt óbreytt en fyrir nefndaáliti hans talaði formaður nefndarinnar, Höskuldur Þórhallsson. „Að mati meiri hlutans eru þeir heildarhagsmunir sem í húfi eru það miklir að um ríka almannahagsmuni er að ræða og nauðsynlegt að gripið verði til lagasetningar til að forða efnahagslegu tjóni sem hefur einkum áhrif á réttindi þriðju aðila sem verða fyrir áhrifum verkfallsaðgerðanna en hafa ekki aðkomu að kjaradeilunni,“ sagði Höskuldur. Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir„Þá er í frumvarpinu kveðið á um skipan gerðardóms sem hafi það verkefni að ákveða kaup og kjör náist samningar ekki fyrir 24. júní nk. Þannig er þess gætt að aðilar fái nægjanlegt svigrúm til að semja sjálfir um kaup og kjör innan hæfilegs tíma enda er það tilgangur frumvarpsins að gæta almannahagsmuna og forða efnahagslegu tjóni. Að mati meiri hlutans eru skilyrði stjórnarskrárinnar um nauðsyn lagasetningar, um almannahagsmuni og stjórnskipulegt meðalhóf uppfyllt líkt og einnig er rakið í athugasemdum við frumvarpið.“ Katrín Júlíusdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, talaði fyrir nefndaáliti minnihluta nefndarinnar. Minnihlutinn taldi eðlilegra að vinna með aðilum vinnumarkaðarins heldur en að setja lög á deiluna. „Óumdeilt er að aðgerðir Félags flugumferðarstjóra gegn Isavia hafa töluverð áhrif, þ.m.t á ferðaþjónustu og fyrirtæki tengd henni, auk inn- og útflutnings og ferða almennings til og frá landinu. Markmiðið með aðgerðum af þessu tagi er að hafa áhrif á þriðja aðila og því óhjákvæmilegt að þær hafi áhrif á samfélagið með ýmsu móti. Áhrifin þurfa að vera mjög alvarleg og ógna ótvíræðum almannahagsmunum eða valda efnahagslegri vá til að unnt sé að réttlæta lagasetningu. Það er mat minni hlutans að ekki hafi verið færð rök fyrir því að slíkar aðstæður séu uppi við núverandi kringumstæður,“ sagði Katrín. Þá lýsti minnihlutinn yfir áhyggjum af síendurteknum lagasetningum að ræða „án stefnu af hálfu ríkisstjórnarinnar sem mun veikja verkfallsréttinn til frambúðar og hafa neikvæð áhrif og ófyrirséð áhrif á þróun markaðarins.“ Ekki er ljóst hvernig lögin munu leysa yfirvinnubannið þar sem yfirvinna er ekki skylda, hvorki lögfest né bundin í kjarasamninga.
Tengdar fréttir Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26 Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22 Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Innlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Sjá meira
Yfirvinnubannið verður strax óheimilt ef stjórnarfrumvarpið nær í gegn Frumvarp um lagasetningu í kjaradeilu flugumferðarstjóra tekið fyrir á þingfundi klukkan þrjú. 8. júní 2016 14:26
Innanríkisráðherra hefði ekki gripið inn í deiluna nema ríkar ástæður væru til Flugumferðarstjórar funda, umhverfis- og samgöngunefnd fundar og þingfundur verður haldinn í kvöld. 8. júní 2016 18:22
Ríkisstjórnin fundar um yfirvinnubann flugumferðarstjóra Eina málið á dagskrá er kjaradeila flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins. 8. júní 2016 11:15
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“