Bang & Olufsen snýr aftur til landsins Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. ágúst 2015 12:15 Ekki hefur verið hægt að fá Bang & Olufsen vörur á Íslandi frá 2011. Vísir/Stefán Karlsson Á morgun opnar ný verslun í Reykjavík sem selur Bang & Olufsen vörur en slíkar vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi um nokkurt skeið. Vörurnar frá Bang & Olufsen urðu að ákveðnu stöðutákni á Íslandi fyrir hrun og seldust gríðarlega vel. Bang & Olufsen er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða raftæki á borð við hljómtæki og sjónvörp. Árin fyrir hrun voru landsmenn vitlausir í Bang & Olufsen vörur en Ísland var í 2. sæti á heimslista yfir sölu á Bang & Olufsen raftækjum, aðeins Rússar keyptu fleiri. Eftir hrun hægðist þó verulega á sölu á vörum frá þessu vörumerki og fór svo á endanum að versluninni sem seldi Bang & Olufsen vörur hér á landi var lokað árið 2011, sama ár og félagið sem fór með eignarhald á verslunni varð gjaldþrota. Tækjaóðir landsmenn geta því tekið gleði sína á ný en Ormsson mun hefja sölu á raftækjum frá Bang & Olufsen á morgun. Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu virðist hvergi vera til sparað en sérstakur hönnuður á vegum Bang & Olufsen kom til landsins til þess að hanna verslunina. „Við teljum að það sé markaður fyrir Bang & Olufsen á Íslandi í dag“ segir Einar Þór Magnússon framkvæmdastjóri Ormsson. Bang & Olufsen vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum en í Danmörku má t.d. fá 55 tommu sjónvarp frá fyrirtækinu fyrir litlar 62.995 danskar krónur, rúmlega 1,2 milljónir íslenskra króna. Einar Þór óttast þó ekki að Íslendingum finnist vörur danska fyrirtækisins of dýrar. „Þeir hafa þróað sínar vörur áfram þannig að verðin eru orðin nær samkeppninni.“ Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Á morgun opnar ný verslun í Reykjavík sem selur Bang & Olufsen vörur en slíkar vörur hafa ekki verið seldar á Íslandi um nokkurt skeið. Vörurnar frá Bang & Olufsen urðu að ákveðnu stöðutákni á Íslandi fyrir hrun og seldust gríðarlega vel. Bang & Olufsen er danskt fyrirtæki sem framleiðir hágæða raftæki á borð við hljómtæki og sjónvörp. Árin fyrir hrun voru landsmenn vitlausir í Bang & Olufsen vörur en Ísland var í 2. sæti á heimslista yfir sölu á Bang & Olufsen raftækjum, aðeins Rússar keyptu fleiri. Eftir hrun hægðist þó verulega á sölu á vörum frá þessu vörumerki og fór svo á endanum að versluninni sem seldi Bang & Olufsen vörur hér á landi var lokað árið 2011, sama ár og félagið sem fór með eignarhald á verslunni varð gjaldþrota. Tækjaóðir landsmenn geta því tekið gleði sína á ný en Ormsson mun hefja sölu á raftækjum frá Bang & Olufsen á morgun. Líkt og fram kemur í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu virðist hvergi vera til sparað en sérstakur hönnuður á vegum Bang & Olufsen kom til landsins til þess að hanna verslunina. „Við teljum að það sé markaður fyrir Bang & Olufsen á Íslandi í dag“ segir Einar Þór Magnússon framkvæmdastjóri Ormsson. Bang & Olufsen vörur eru yfirleitt í dýrari kantinum en í Danmörku má t.d. fá 55 tommu sjónvarp frá fyrirtækinu fyrir litlar 62.995 danskar krónur, rúmlega 1,2 milljónir íslenskra króna. Einar Þór óttast þó ekki að Íslendingum finnist vörur danska fyrirtækisins of dýrar. „Þeir hafa þróað sínar vörur áfram þannig að verðin eru orðin nær samkeppninni.“
Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira