Umfjöllun: Strákarnir felldir í Tékklandi Kristinn Páll Teitsson í Plzen skrifar 16. nóvember 2014 14:12 Kolbeinn Sigþórsson og Emil Hallfreðsson svekktir í leikslok. Vísir/Daníel Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir frábæra byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. Þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun þegar Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir voru Tékkarnir einfaldlega sterkari í dag og áttu sigurinn skilið. Spennan fyrir leiknum var gríðarleg, tæplega sjö hundruð Íslendingar voru mættir til Plzen til fylgjast með leiknum og létu þeir vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. Greinilegt var að tékkneska liðið ætlaði ekki að vanmeta íslenska liðið og náðu þeir undirtökunum í upphafi leiks. Reyndu þeir ítrekað að sækja upp vinstri kantinn og lentu leikmenn íslenska liðsins í erfiðleikum að stöðva fyrirliða tékkneska liðsins, Tomas Rosicky. Sjá einnig: Mörkin úr leiknum Tékkland fékk fyrsta færi leiksins þegar framherji liðsins, David Lafata, fékk gott skallafæri í miðjum vítateig íslenska liðsins en Hannes Þór Halldórsson í marki íslenska liðsins var vel á verði og varði. Þetta virtist vekja íslenska liðið en aðeins einni mínútu síðar náði íslenska liðið forystunni. Aron Einar Gunnarsson átti þá langt innkast sem Kolbeinn Sigþórsson skallaði yfir Petr Cech og náði Birkir Bjarnason á síðustu stundu að skalla boltann aftur inn í markteig áður en boltinn fór útaf vellinum. Þar var Ragnar einn á auðum sjó og skallaði hann boltann í autt netið. Glæsilegt mark og gríðarlega mikilvægt, staðan eitt núll fyrir Íslandi og íslensku stuðningsmennirnir tóku heldur betur við sér. Tékknesku leikmennirnir héldu áfram að stýra leiknum og fengu góð færi til að jafna metin á næstu mínútum en Hannes stóð vakt sína gríðarlega vel í markinu og bjargaði liðsfélögum sínum á ögurstundu. Kolbeinn var nálægt því að bæta við marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en varnarmenn tékkneska landsliðsins náðu að komast fyrir skot hans á síðustu stundu. Þegar allt virtist stefna í að Ísland færi með eins marks forskot inn í hálfleik kom jöfnunarmark Tékka með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Úr aukaspyrnu kom fyrirgjöf á fjærstöng sem Daniel Pudil sendi aftur inn í markteig og þar var Pavel Kadarábek galopinn og skallaði boltann í þaknetið. Gríðarlega svekkjandi mark en Wolfgang Stark, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks á meðan fagnaðarlætum Tékka stóð. Heimamenn héldu áfram að pressa og náðu forskotinu þegar korter var liðið af seinni hálfleik eftir mikla pressu. Jaroslav Pasil átti þá slaka fyrirgjöf sem hrökk af Jóni Daða Böðvarssyni í Hannes Þór og í netið. Gríðarlega svekkjandi mark en verðskuldað eftir þunga pressu tékkneska liðsins. Þetta virtist vekja strákana til lífsins en aðeins þremur mínútum seinna var Gylfi Þór Sigurðsson hársbreidd frá því að jafna metin. Boltinn datt fyrir Gylfa í vítateig tékkneska liðsins og reyndi hann lúmskt skot sem small í stönginni. Tékkneska liðið var nálægt því að gera út um leikinn á sjötugustu mínútu þegar Kári Árnason bjargaði á línu eftir skalla frá Michal Kadlec. Hannes Þór missti fyrirgjöf fyrir fætur Kadlec en Kári var vel staðsettur og náði að bjarga á síðustu stundu. Íslenska liðið færði sig framar á völlinn eftir markið og fékk varamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson besta færi Íslands þegar boltinn datt fyrir hann í vítateig Tékklands en Cech sá við honum með heimsklassa markvörslu. Íslensku leikmennirnir reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins að minnka muninn en tékkneska liðið spilaði sterkan varnarleik og náði að halda út og tryggja sigurinn. Tékkland er með fullt hús stiga í A-riðlinum eftir leikinn en Ísland situr í 2. sæti með níu stig eftir fjóra leiki. EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Íslenska liðinu var kippt niður á jörðina á ný eftir frábæra byrjun í undankeppni Evrópumótsins í 1-2 tapi gegn Tékklandi í Plzen í kvöld. Þrátt fyrir sannkallaða draumabyrjun þegar Ragnar Sigurðsson kom Íslandi yfir voru Tékkarnir einfaldlega sterkari í dag og áttu sigurinn skilið. Spennan fyrir leiknum var gríðarleg, tæplega sjö hundruð Íslendingar voru mættir til Plzen til fylgjast með leiknum og létu þeir vel í sér heyra á meðan leiknum stóð. Greinilegt var að tékkneska liðið ætlaði ekki að vanmeta íslenska liðið og náðu þeir undirtökunum í upphafi leiks. Reyndu þeir ítrekað að sækja upp vinstri kantinn og lentu leikmenn íslenska liðsins í erfiðleikum að stöðva fyrirliða tékkneska liðsins, Tomas Rosicky. Sjá einnig: Mörkin úr leiknum Tékkland fékk fyrsta færi leiksins þegar framherji liðsins, David Lafata, fékk gott skallafæri í miðjum vítateig íslenska liðsins en Hannes Þór Halldórsson í marki íslenska liðsins var vel á verði og varði. Þetta virtist vekja íslenska liðið en aðeins einni mínútu síðar náði íslenska liðið forystunni. Aron Einar Gunnarsson átti þá langt innkast sem Kolbeinn Sigþórsson skallaði yfir Petr Cech og náði Birkir Bjarnason á síðustu stundu að skalla boltann aftur inn í markteig áður en boltinn fór útaf vellinum. Þar var Ragnar einn á auðum sjó og skallaði hann boltann í autt netið. Glæsilegt mark og gríðarlega mikilvægt, staðan eitt núll fyrir Íslandi og íslensku stuðningsmennirnir tóku heldur betur við sér. Tékknesku leikmennirnir héldu áfram að stýra leiknum og fengu góð færi til að jafna metin á næstu mínútum en Hannes stóð vakt sína gríðarlega vel í markinu og bjargaði liðsfélögum sínum á ögurstundu. Kolbeinn var nálægt því að bæta við marki rétt fyrir lok fyrri hálfleiks en varnarmenn tékkneska landsliðsins náðu að komast fyrir skot hans á síðustu stundu. Þegar allt virtist stefna í að Ísland færi með eins marks forskot inn í hálfleik kom jöfnunarmark Tékka með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Úr aukaspyrnu kom fyrirgjöf á fjærstöng sem Daniel Pudil sendi aftur inn í markteig og þar var Pavel Kadarábek galopinn og skallaði boltann í þaknetið. Gríðarlega svekkjandi mark en Wolfgang Stark, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks á meðan fagnaðarlætum Tékka stóð. Heimamenn héldu áfram að pressa og náðu forskotinu þegar korter var liðið af seinni hálfleik eftir mikla pressu. Jaroslav Pasil átti þá slaka fyrirgjöf sem hrökk af Jóni Daða Böðvarssyni í Hannes Þór og í netið. Gríðarlega svekkjandi mark en verðskuldað eftir þunga pressu tékkneska liðsins. Þetta virtist vekja strákana til lífsins en aðeins þremur mínútum seinna var Gylfi Þór Sigurðsson hársbreidd frá því að jafna metin. Boltinn datt fyrir Gylfa í vítateig tékkneska liðsins og reyndi hann lúmskt skot sem small í stönginni. Tékkneska liðið var nálægt því að gera út um leikinn á sjötugustu mínútu þegar Kári Árnason bjargaði á línu eftir skalla frá Michal Kadlec. Hannes Þór missti fyrirgjöf fyrir fætur Kadlec en Kári var vel staðsettur og náði að bjarga á síðustu stundu. Íslenska liðið færði sig framar á völlinn eftir markið og fékk varamaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson besta færi Íslands þegar boltinn datt fyrir hann í vítateig Tékklands en Cech sá við honum með heimsklassa markvörslu. Íslensku leikmennirnir reyndu hvað þeir gátu á lokamínútum leiksins að minnka muninn en tékkneska liðið spilaði sterkan varnarleik og náði að halda út og tryggja sigurinn. Tékkland er með fullt hús stiga í A-riðlinum eftir leikinn en Ísland situr í 2. sæti með níu stig eftir fjóra leiki.
EM 2016 í Frakklandi Fótbolti Mest lesið Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Enski boltinn Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Körfubolti Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Fótbolti Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Körfubolti Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Fótbolti Þróttur skoraði sex og flaug áfram Íslenski boltinn Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Valur marði Fram í framlengingu Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Úrslitin ráðast í Ólafssal Sport Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Alonso tekur við Real fyrir HM félagsliða Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Íslendingaliðið sló óvænt stórlið Bodø/Glimt úr bikarnum Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð