Fjölmiðlalög

Fréttamynd

Breytingar á pistli sagðar tilraun

Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segir í skriflegu svari sínu til Fréttablaðsins að breytingarnar sem hann gerði á pistli sínum á mánudag, þar sem hann tók út orðið "brellur" í pistli frá 3. júní, hafi verið tilraun "til þess að sjá, hvort einhverjir sætu ekki yfir honum".

Innlent
Fréttamynd

Forseta Íslands komið í klípu

Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu með því að leggja fram í einu frumvarpi breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrra lagafrumvarps. Ef forseti skrifi ekki undir sé hann að samþykkja fyrri lög og neita þjóðinni um atkvæðagreiðslu. Fyrstu umræðu lauk á Alþingi í dag. </font /></font /></b /></b />

Innlent
Fréttamynd

Umhverfi fjölmiðla í Evrópu

Aðalhöfundar skýrslu um fjölmiðlamarkaði í tíu Evrópulöndum segir samkeppnislög verða æ mikilvægari. Litlir markaðir hafa sérstöðu. Myndi aldrei mæla með því að lög væru sett sem yrðu til þess að brjóta þurfi upp starfandi fyrirtæki á markaði. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Íslenska ríkið líklega bótaskylt

Íslenska ríkið verður að öllum líkindum bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði verði nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum að lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, hélt í gær.

Innlent
Fréttamynd

SUF vill ekki ný lög strax

Ungir framsóknarmenn vilja ekki að ný fjölmiðlalög verði samþykkt heldur verði núgildandi lög felld úr gildi og ný sett eftir samráð við stjórnarandstöðuna og hagsmunaaðila. Þetta kemur fram í ályktun frá Sambandi ungra framsóknarmanna.

Innlent
Fréttamynd

Fjörugar umræður í þinginu

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, kvað upp þann úrskurð við upphaf þingfundar í morgun að fjölmiðlafrumvarpið nýja væri tækt til umræðu í þinginu. Hann úrskurðaði að beiðni stjórnarandstöðunnar sem vildi vita hvort málið væri þinglegt. Eftir að forseti kvað upp úrskurðinn sköpuðust fjörugar umræður í þinginu um fundarstjórn forseta.

Innlent
Fréttamynd

Vilja eigið frumvarp á dagskrá

Stjórnarandstaðan hefur krafist þess að frumvarp hennar um þjóðaratkvæðagreiðslu verði tekið á dagskrá Alþingis á morgun. Forseti þingsins hefur fallist á það. Össur Skarphéðinsson formaður Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina sýna forsetanum og þjóðinni allri óvirðingu með því að hafa af henni stjórnarskrárbundinn rétt með brellum.

Innlent
Fréttamynd

Höfðu útilokað afturköllun

Sjálfstæðismenn höfðu skoðað þann möguleika að afturkalla fjölmiðlalögin - en útilokað hann. Fyrir fáeinum dögum töldu þeir það ekki standast stjórnarskrá. Dómsmálaráðherra hefur sagt að afturköllun laga væru brellibrögð.

Innlent
Fréttamynd

Staðan nú allt önnur

Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, segir að staðan nú sé allt önnur, en þegar hann sagði það vera brellu að afturkalla fjölmiðlalögin. Eftir að ljóst varð að ekki yrði af þjóðaratkvæðagreiðslu, heldur lagt fram nýtt fjölmiðlafrumvarp, hefur mikið verið vitnað í orð Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra, sem hann skrifaði á heimasíðu sína þriðja júní síðastliðinn.

Innlent
Fréttamynd

Gamalt ákvæði í nýju frumvarpi

Útvarpsréttarnefnd getur afturkallað leyfi til útvarpsrekstrar áður en útvarpsleyfi falla úr gildi, verði skilyrðum um eignarhald ekki mætt innan þriggja ára, samkvæmt nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Þetta ákvæði var fellt úr fyrra frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Formaður Framsóknarflokksins sagði þá, að hann væri öruggari með að frumvarpið stæðist stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Eitthvað annað vaki fyrir forseta

Geir H. Haarde, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ef forsetinn neiti að staðfesta ný fjölmiðlalög sé ljóst að fyrir honum vaki annað en það sem hann hélt fram í upphafi. Hann verði þá kominn enn meira á kaf í stjórnmáladeilur samtímans, en áður.

Innlent
Fréttamynd

Kannar hvort frumvarp sé þinglegt

Halldór Blöndal, þingforseti, hefur fallist á að kanna hvort nýja fjölmiðlafrumvarpið sé þinglegt, eða ekki. Stjórnarandstaðan gerði harða hríð að ríkisstjórninni, á þingi í gær. Afturköllun gamla fjölmiðlafrumvarpsins og framlagning hins nýja, var fordæmd og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna spurði hvort frumvarpið væri þinglegt.

Innlent
Fréttamynd

Lagalega umdeilanlegt

"Þetta er lausn sem er upphaflega komin frá Sigurði Líndal en þá var gert ráð fyrir að lögin yrðu dregin til baka," segir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði.

Innlent
Fréttamynd

Ekki frestað til haustsins

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir ekki koma til greina að fresta samþykkt nýrra fjölmiðlalaga til haustsins eins og stjórnarandstaðan vill. Í sama streng tekur Halldór Ásgrímsson. Stjórnarandstöðunni býðst að skipa fulltrúa í fjölmiðlanefnd sem tekur til starfa með haustinu.

Innlent
Fréttamynd

Vill sjá sátt

"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla.

Innlent
Fréttamynd

Á ekki von á miklum umræðum

Davíð Oddsson forsætisráðherra, á ekki von á miklum umræðum um nýja frumvarpið, eins og urðu um það fyrra, þar sem þingmenn séu nú þegar búnir að ræða efnisatriðin í þaula.

Innlent
Fréttamynd

Mun fara dómstólaleiðina

Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, segir ljóst að fyrirtækið muni fara dómstólaleiðina til þess að fá hinu nýja fjölmiðlafrumvarpi hnekkt, ef það þá verður samþykkt. Hann segir viðbrögð sín svipuð og þegar fyrra frumvarpið var sett fram enda sé útgáfan nú ekki skárri.

Innlent
Fréttamynd

Engar forsendur til að hafna

Davíð Oddsson forsætisráðherra segir engar forsendur til þess að Ólafur Ragnar Grímsson forseti hafni þessum lögum. "Enda væri þá kominn upp skrípaleikur í landi sem ég held að enginn vilji stuðla að."

Innlent
Fréttamynd

Óvíst um þinghald í dag

Óvíst er um þinghald í dag og á morgun. Samkvæmt þingsköpum þarf að leita afbrigða svo hægt sé að ræða nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um fjölmiðla í dag. Allt stefnir í að þingfundur klukkan þrjú verði eingöngu útbýtingarfundur og umræða um frumvarpið verði ekki fyrr en á miðvikudag.

Innlent
Fréttamynd

Kann að leiða til þráteflis

Sigurður Líndal, lagaprófessor, sem varð fyrstur manna til að stinga upp á því að taka fjölmiðlalögin aftur, óttast að eins og að því er staðið, kunni það að leiða til þráteflis á milli forseta og Alþingis.

Innlent
Fréttamynd

Stenst enn ekki stjórnarskrá

Þrátt fyrir nýjustu breytingar telja lögfræðingarnir Sigurður Líndal og Jakob Möller enn verulega hættu á að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána.Það var raunar Sigurður Líndal sem varpaði fyrstur fram þeirri hugmynd að ríkisstjórnin afturkallaði fjölmiðlalögin og kæmi þannig í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu.

Innlent
Fréttamynd

Kom skemmtilega á óvart

"Þessi lausn kom skemmtilega á óvart," segir Hjálmar Árnason, þingflokksformaður Framsóknarflokks, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla og ákvörðun þess efnis að fella þau gömlu úr gildi.

Innlent
Fréttamynd

Getur leitt til þráteflis

Sigurður Líndal lagaprófessor segist ekki geta sagt til um það hvort breytingar á lögum um fjölmiðla geri það að verkum að lögin séu líklegri en áður til að standast stjórnarskrá.

Innlent
Fréttamynd

Sumarþing hafið

Fundir Alþingis hófust á ný klukkan þrjú í dag. Til stóð að dreifa tveimur frumvörpum, annars vegar stjórnarfrumvarpi um afnám nýsettra fjölmiðlalaga og ný og breytt fjölmiðlalög. Hins vegar frumvarpi formanna stjórnarandstöðunnar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu um hin fyrri fjölmiðlalög.

Innlent
Fréttamynd

Engin þjóðaratkvæða- greiðsla

Fjölmiðlafrumvarpið, sem til stóð að bera undir þjóðaratkvæðagreiðslu, verður afturkallað, samkvæmt samkomulagi ríkisstjórnarflokkanna í gær, og verður nýtt fjölmiðlafrumvarp kynnt á Alþingi í dag. Engin lög um þjóðaratkvæðagreiðslu verða lögð fram, að því tilskyldu að forseti synji nýjum fjölmiðlalögum ekki staðfestingar.

Innlent
Fréttamynd

Næstu þingkosningar ráða úrslitum

"Tillögur ríkisstjórnarinnar voru samþykktar samhljóða," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra eftir þingflokksfund Sjálfstæðisflokksins sem lauk upp úr átta í gærkvöld.

Innlent
Fréttamynd

Skrípaleikur segir Skarphéðinn

Skrípaleikur, er það orð sem Skarphéðinn Berg Steinarsson, stjórnarformaður Norðurljósa, segir fyrst koma upp í hugann þegar breytingar á fjölmiðlalögunum og málsmeðferð ríkisstjórnarinnar séu skoðuð. Prósentubreytingar og frestun gildistöku laganna breyti engu fyrir Norðurljós, og ríkisstjórnin sé að hæðast bæði að forsetanum og þjóðinni.

Innlent
Fréttamynd

Niðurlæging fyrir Davíð

"Þetta er ekki kosningamál," segir Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur um ákvæði í nýju fjölmiðlafrumvarpi að það taki ekki gildi fyrr en eftir kosningar 2007.

Innlent
Fréttamynd

Breytir engu fyrir Norðurljós

Stjórnarformaður Norðurljósa kallar nýjasta útspil ríkisstjórnarinnar skrípaleik. Verið sé að gera sýndarbreytingar á fjölmiðlafrumvarpinu, sem hafi engin efnisleg áhrif. Ekki var um það deilt að fjölmiðlalögin myndu harðast bitna á fyrirtækinu Norðurljósum og forystumenn í stjórnarflokkunum leyndu ekki þeirri skoðun sinni að brjóta þyrfti upp það fyrirtæki.

Innlent
Fréttamynd

Klókur leikur

"Ég myndi halda að þetta væri klókur leikur," segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði um ákvörðun ríkisstjórnarinnar að afturkalla fjölmiðlalögin. 

Innlent