
Scroll-Landsmot

Landsmótið í myndum
Landsmót hestamanna fór fram með pompi og prakt í Víðidal í Reykjavík í síðustu viku. Mótið var afar vel heppnað og lagði fjöldi fólks leið sína í Víðidalinn til að berja glæsilegustu gæðinga landsins augum. Vísir fylgdist með mótinu frá byrjun. Hér höfum við tekið saman myndasyrpu af mótinu þar sem finna má fjölda mynda af keppninni og gestunum sem fylgdust með.

Fyrsti sigur Einars Öder í 26 ár | Myndasyrpa
Einar Öder Magnússon á Glóðafeyki frá Halakoti vann B-flokk gæðinga á Landsmóti hestamanna sem lauk á Hvammsvelli í Víðidal í dag. Þetta var fyrsti sigur Einars á Landsmóti í 26 ár en Einar ræktar hesta sína sjálfur.

A flokkur gæðinga úrslit, myndasyrpa
Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson sigruðu A flokk gæðinga í úrslitum á Landsmóti hestamanna sem lauk í dag.

Einar Öder og Glóðafeykir sigruðu í A-úrslitum B-flokks gæðinga
Veðrið lék ekki beint við landsmótsgesti í A-úrslitum B-flokks gæðinga. Rigningin skall á rétt fyrir úrslit en hafði það þó lítil áhrif á knapa og hesta, því keppni milli sterkustu fjórgangshesta landsins var æsispennandi fram að síðustu einkunn.

Guðmunda og Blæja sigruðu í A-úrslitum unglingaflokks
Guðmunda Ellen Sigurðardóttir og Blæja frá Háholti sigruðu í A-úrslitum unglingaflokks á Landsmóti hestamanna en lokadagurinn stendur yfir.

Sigurbjörn og Guðmundur heiðraðir á Landsmótinu
Fánaberar frá Félagi tamningamanna settu hátíðlegan svip á Víðidalinn nú fyrir stundu en þá var Sigurbirni Bárðarsyni og Guðmundi Björgvinssyni veitt knapaverðlaun.

Kári og Tónn sigruðu í A-úrslitum í ungmennaflokki
Kári Steinsson og Tónn frá Melkoti höfðu sigur í A-úrslitum ungmennaflokks á lokadegi Landsmóts hestamanna í Víðidal.

Fróði og Sigurður með óvæntan sigur í A-flokki
Fróði frá Staðartungu og Sigurður Sigurðarson komu flestum á óvart og höfðu sigur í stórkostlegum lokaúrslitum A-flokks gæðinga á Landsmóti hestamanna í Víðidal. Aðeins örfáar kommur skildu að hina glæsilegu gæðinga.

Sigursteinn og Alfa vörðu titil sinn í tölti
Sigursteinn Sumarliðason og Alfa frá Blesastöðum 1A vörðu titil sinn í töltkeppni Landsmóts hestamanna. Þau hlutu hæstu meðaleinkunn keppendanna í úrslitum.

Jafnháar einkunnir en Davíð og Irpa sigruðu
Davíð Jónsson á Irpu frá Borgarnesi sigraði í 100 metra skeiði á Landsmóti hestamanna í Víðidal í dag.

Glódís og Kamban tvöfaldir sigurvegarar
Glódís Rún Sigurðardóttir og Kamban frá Húsavík sigruðu í A-úrslitum í barnaflokki á Landsmóti hestamanna á Hvammsvelli í Víðidalnum í dag.

Keppni í B-úrslitum á Landsmóti
Í B-úrslitum var háð spennandi keppni um eitt laust sæti í úrslitum. Hér eru svipmyndir frá keppni í A-flokki, barnaflokki, tölti og B-flokki gæðinga.

Lotta og Hans sigruðu í B-úrslitum í A-flokki
Hans Þór Hilmarsson og Lotta frá Hellu komu, sáu og sigruðu í B-úrslitum í A-flokki gæðinga á Landsmóti hestamanna á Hvammsvelli í gærkvöldi.

Sigurbjörn og Jarl sigruðu í B-úrslitum í tölti
Sigurbjörn Bárðarson og Jarl frá Mið-Fossum tryggðu sér í gærkvöldi sæti í A-úrslitum í tölti með sigri í B-úrslitaflokkinum.

Ragnheiður og Glíma sigruðu í B-úrslitum í ungmennaflokki
Ragnheiður Hrund Ársælsdóttir á Glímu frá Bakkakoti sigraði örugglega í B-úrslitum ungmennaflokks á Landsmótinu í hestaíþróttum í Víðidal í dag með einkunnina 8,70.

Dagmar og Glódís unnu B-úrslitin í unglingaflokki
Dagmar Öder Einarsdóttir á Glódísi frá Halakoti sigraði í B-úrslitum í unglingaflokki. Með sigrinum komust þær stöllur í A-úrslitin í unglingaflokkinum.

Bronsverðlaunahafi síðasta árs fór löngu leiðina í úrslit
Eldjárn frá Tjaldhólum sigraði í dag í B-úrslitum með meðaleinkunnina 8,71. Knapi Eldjárns er Halldór Guðjónsson. Með sigrinum tryggði Eldjárn sér sæti í A-flokkinum í B-úrslitunum.

Æðisleg stemning á Landsmóti
Veðrið lék við gesti Landsmótsins hestamanna í Víðidalnum í gær þegar hátíðleg setningarathöfn fór fram. Hópreiðin var mögnuð í alla staði þar sem hópur knapa á öllum aldri setti mótið á eftirminnilegan hátt...

Fjör í Hestamiðstöðinni á Landsmóti
Meðfylgjandi myndir voru teknar í Hestamiðstöðinni á hesthúsasvæði Fáks í Víðidal á hestamannamótinu í gærkvöldi...

Sigurbjörn og vekringar hans unnu báðar skeiðkappreiðarnar
Sigurbjörn Bárðarson á Óðni frá Búðardal sigraði í 150 metra skeiðkappreiðum á Landsmóti hestamanna í Víðidal en seinni umferð kappreiðanna fór fram í kvöld.

Fláki frá Blesastöðum 1A efstur í milliriðli A-flokks
Þórður Þorgeirsson og Flákur frá Blesastöðum höfnuðu í efsta sæti með einkunnina 8,81 í milliriðli A-flokks á Landsmóti hestamanna í Víðidal í dag.

Vegfarendum beint annað
Aðkoma bíla og götur umhverfis mótsstað Landsmóts hestamanna í Víðidal í Reykjavík anna ekki umferð þúsunda bíla. Umferðarstofa hefur því hvatt vegfarendur og íbúa í hverfinu umhverfis mótstaðinn til að hjóla eða ganga um svæðið, annars velja aðrar leiðir.


Teitur á Hróarskeldu efstur að loknum milliriðli í ungmennaflokki
Teitur Árnason og Hróarskeldu frá Hafsteinsstöðum höfnuðu í efsta sæti milliriðils ungmennaflokksins á Landsmóti hestamanna í Víðidal sem lauk síðdegis í dag.

Flosi fljótastur í fyrri umferð 250 metra skeiðsins
Flosi frá Keldudal og Sigurbjörn Bárðarson, knapi hans, voru fljótastir í fyrri umferð 250 metra skeiðsins á Landsmóti hestamanna í Víðidal í kvöld.

Glódís Rún á Kamban efst að loknum milliriðlum í barnaflokki
Glódís Rún Sigurðardóttir á Kamban frá Húsavík varð hlutskörpust í milliriðlunum í barnaflokki á Landsmóti hestamanna á Hvammsvelli í Víðidal í dag.

Heimsmeistari úr leik
Heimsmeistarinn í fjórgangi í hestaíþróttum er úr leik á Landsmótinu í Víðidal eftir að hún viðbeinsbrotnaði í keppni í b-flokki gæðinga í gær. Heismeistarinn, Berglind Ragnarsdóttir, var að keppa á Frakki frá Laugavöllum þegar óhappið varð. Hún segir að það hafi verið bleyta á vellinum sem olli því að hesturinn rann og missti fótana þegar hann var á stökki

Heimsmet á Hvammsvelli í kvöld
Nói frá Stóra-Hofi Illingssonur fékk 8,48 í aðaleinkunn í flokki fjögurra vetra stóðhesta. Þetta er hæsti dómur sem fallið hefur. Nói getur enn bætt einkunn sína í yfirlitssýningu.

Hrímnir frá Ósi efstur í milliriðli B-flokks gæðinga
Guðmundur Björgvinsson á Hrímni frá Ósi fékk hæstu einkunn í milliriðli B-flokks gæðinga en keppni flokknum var sú síðasta á dagskrá á Hvammsvellinum í Víðidal á landsmóti hestamanna í kvöld.

Dagmar og Glódís efst að lokinni forkeppni í unglingaflokki
Dagmar Öder Einarsdóttir á Glódísi frá Halakoti fékk hæstu einkunn í forkeppni unglingaflokksins á landsmóti hestamanna í Víðidal en keppni í flokknum lauk fyrir stundu.