Skroll-Íþróttir
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7F32D48DD11738AF1AF63863DBE752269C590FECADB890F438B0C16E88A90D8C_308x200.jpg)
Aron: Þetta var hræðilegt
Aron Pálmarsson var ekki upplitsdjarfur eftir Spánverjaleikinn frekar en félagar hans í íslenska landsliðinu.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/9F8302780C252914DC2E46311524472B0644478FDC119555CA474E43391D2F90_308x200.jpg)
Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8AFAEBB8259E09C02957EC3BB731EA00B18171FF23FCB7AEC9EE16BB3DF67E03_308x200.jpg)
Alexander er að spila þjáður
Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/0958F3FDACF67E5D27790382F945C26FAF9C77041C6318CC7CE7B7C692BAACC9_308x200.jpg)
Arnór: Þetta er í okkar höndum
Arnór Atlason og félagar í íslenska landsliðinu eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir tap gegn Þjóðverjum og Arnór segir gott að hafa stöðuna enn í eigin höndum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/E31850D55050D4F2DC57CC24922B51AA8F567F06FE4F717FF5091BCC64337CAC_308x200.jpg)
Snorri: Að duga eða drepast
Snorri Steinn Guðjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, eyddi ekki of miklum tíma í að velta sér upp úr tapinu gegn Þjóðverjum enda mikilvægur leikur fram undan.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/04E21794821D1127A86DF024FCC2D317D6DF298811EA9638EE24E7C839F4632B_308x200.jpg)
Óskar Bjarni: Spánverjar eru með rosalegan línumann
„Spánverjarnir eru með rosalegan línumann sem þeir leita mikið að og þeir vinna mikið tveir og tveir með þessum línumanni. Það verður svakaleg barátta – kannski svipað og á móti Norðmönnum,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2546C4E4696FB6BA4016E3031D40078F41DD86D650B9B61C5F154284CEA5EE79_308x200.jpg)
Kári lofar að rífa upp stemninguna
Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er sjálfskipaður skemmtanastjóri landsliðsins. Það reyndi virkilega á hann í dag að rífa félaga sína upp eftir tapið gegn Þjóðverjum.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/2D311A0E8992384B555B894EAE179C41EF51FE6545BE5D418024C050AC982802_308x200.jpg)
Guðmundur kvartaði yfir dómurunum
Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/1D1D46F2A4F605CAEE9ED0FF0EBF467F45A5C9B832DFF65AD99A97FAA9C5871C_308x200.jpg)
Strákarnir borða íslenskt lambakjöt í kvöld
Strákarnir okkar ætla aðeins að brjóta sig út úr hinu hefðbundna umhverfi í kvöld. Fara á annað hótel þar sem þeir munu fá íslenskt lambalæri.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/F5A32D3BD033C163E45B06EE5FDF0D96C40BFD09C08CEE76B941722591619826_308x200.jpg)
Samantekt úr HM þætti Þorsteins J eftir Þýskalandsleikinn
„Við skorum ekki í tíu mínútu í seinni hálfleik og það er of mikið gegn sterku liði Þjóðverja,“ sagði Logi Geirsson í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport í gær eftir 27-24 tap Íslands gegn Þýskalandi. Ísland er í þriðja sæti milliriðils 1 með 4 stig en Frakkar eru efstir með 5 og Spánverjar eru með 5 stig. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit keppninnar.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/474C436253A25C21733FAE7A38F2F5196CB9C139A0DADBF7BDF273BC1071CAF4_308x200.jpg)
Sverre: „Fyrir mig persónulega var þetta sorglegt“
„Við ætluðum okkur eitthvað allt annað. Við komust aldrei inn í leikinn fyrr en í síðari hálfleik en þeir náðu alltaf tveggja til þriggja marka forskoti,“ sagði Sverre Jakobsson varnarsérfræðingur íslenska landsliðsins eftir 27-24 tap liðsins gegn Þjóðverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Sverre eftir leikinn.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/C3C891FE43F5EFC27A710D66D801A072F97273A4AFCDD1480F60DF58C89B2899_308x200.jpg)
Heinevetter: „Þetta var sæt hefnd“
Silvio Heinevetter markvörður þýska landsliðsins í handbolta var ánægður með 27-24 sigur Þjóðverja gegn Íslendingum í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Heinevetter eftir leikinn og viðtalið má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/D3F12788F2E184E77E2B8D4159B3AAD506E95F01150B0E7655EC7425882977D1_308x200.jpg)
Sverre: Þetta er kjaftshögg
Varnartröllið Sverre Jakobsson var ekki sáttur við sjálfan sig né íslenska liðið gegn Þýskalandi í kvöld.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/CAB0FBDCD9B54204CDF5CB74426C6F402C62FF4C45F99247B804AD46C5840B2F_308x200.jpg)
Snorri: Erfitt að kyngja þessu
Snorri Steinn Guðjónsson sagði að sóknarleikur íslenska liðsins hefði brugðist gegn Þýskalandi í kvöld.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/38117CE45C6C0891310BD133A7DE37867135082F8D80380BA21B487C2712A8C7_308x200.jpg)
Ólafur: Vorum ekki nógu góðir
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sagði eftir leikinn í kvöld að íslenska landsliðið hefði einfaldlega ekki verið nógu gott að þessu sinni.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/8681EDCC08B201E9F2E2ADD4E36554B13310907D8387FF260AAE1F4C4B9DFBB1_308x200.jpg)
Það er enn rokk og ról í þessu
Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld á HM í handbolta gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum í milliriðli 1 sem fram fer í Jönköping. Í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport var farið yfir gang mála í leiknum og í myndbandinu má sjá brot af því besta – skreytt með góðri tónlist. Það er enn rokk og ról í þessu þrátt fyrir smá mótvind. Næsti leikur og allt það – áfram Ísland.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/781CBAB5DD202340E64EEEF705AAB75EB5DC8F51DAD6857BFE42FA8ED65C9869_308x200.jpg)
Guðmundur afar ósáttur við dómgæsluna
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var gríðarlega svekktur eftir leikinn í kvöld og sagði meðal annars að dómgæslan hefði verið óskiljanleg.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/47299ED9008CDA137D54BF9E7A572C8DF685A1FB9BF2305116A397E2CD3EBEB7_308x200.jpg)
Guðjón: Vorum sjálfum okkur verstir
Guðjón Valur Sigurðsson var sár eftir tapið í kvöld enda veit hann sem er að íslenska liðið getur mikið betur en það sýndi í kvöld.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/E232892AEA6F1DF9263A3AA81E2B554D0D713E64FF8FCFD333B552B9C47A052C_308x200.jpg)
Alexander: Erum ekki vélmenni
Það verður ekki sakast við Alexander Petersson vegna tapsins í kvöld en hann var einn fárra íslenskra leikmanna í kvöld sem átti virkilega góðan leik.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/56ACD1238CCADCA349BABD050045AF866576719FDD56E319C6A516131E5E75F6_308x200.jpg)
Þórir: Þýðir ekki að leggja árar í bát
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson var að vonum hundsvekktur eftir tapið slæma gegn Þýskalandi í kvöld.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/7135BEF42F82184B0274654B63425F54FDC6EF5CC02B678AEC8ACBDFF51C6608_308x200.jpg)
Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/5DF35C384AAB329BEE0F5726D5ADC5AF588094218A8AEEB2AB2CF1C4CEB32544_308x200.jpg)
Stemningin að magnast í Jönköping - myndasyrpa
Áhorfendur eru farnir að streyma í keppnishöllina í Jönköping þar sem að keppni í milliriðli á HM í handbolta hefst í dag. Íslendingar leika gegn Þjóðverjum kl. 17.30 og Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is tók þessar myndir fyrir utan höllina í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/75878DBB577C9D7B21DC0230A64B45A07E2567EDA60DF8B791F63B78497D321D_308x200.jpg)
Bitter: Guðjón Valur er einn sá besti í heimi
„Við verðum að gera betur en í leikjunum á Íslandi á dögunum,“ segir Johannes Bitter markvörður Þjóðverja í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport. Bitter og félagar eru án stiga í milliriðlinu og leika gegn Íslendingum í dag kl. 17.30.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/25811791C76108D75B08268A574BC309D6D33B73A994DFB11F26A027EE2912AE_308x200.jpg)
Bjöggi og Hreiðar kveiktu á kertum
Markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson voru sáttir með nýja hótelið í Jönköping og eru tilbúnir fyrir slaginn gegn Þýskalandi í dag.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/31C03CFC832A8CC2B58356950528FFDE36F00139B426BBA04FC518D72D573131_308x200.jpg)
Diddi og Kári eru Ajax-mennirnir
Þeir Ingimundur Ingimundarson og Kári Kristján Kristjánsson eru herbergisfélagar hjá landsliðinu. Þar er eflaust mikið sprellað enda báðir afar léttir á því.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/6E8ECB60961B1CF282A89824FB9BB6051890AEEB1E14001DBE6E4A9CB514E98D_308x200.jpg)
Það er smá krísa hjá Þjóðverjunum
Guðjón Valur Sigurðsson var afslappaður og vel stemmdur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir komu landsliðsins til Jönköping þar sem milliriðillinn verður spilaður.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/579E4D54504FE3F375F69551CD7C753C28C217D86BF8B4C1AC08E6C8F68A1C42_308x200.jpg)
Megum ekki fara fram úr okkur
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/29A288D2521489CB991F0B41E1CCCFDB055BF23DA5B1B03C5DC6ED8475A87A64_308x200.jpg)
Risamyndasyrpa úr leik Íslands og Noregs
Ísland vann í gær stórglæsilegan sjö marka sigur á Noregi, 29-22, á HM í handbolta í Svíþjóð.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/31C8A8E048299016DEEACFE72CF53CB9E05ECA43F90B4DA614AC0E51EF981EC1_308x200.jpg)
Ege: Alltaf erfitt að sætta sig við tap
„Það er alltaf erfitt að sætta sig við tap en í dag töpuðum við fyrir betra liði,“ sagði hinn þaulreyndi markvörður Noregs, Steinar Ege, eftir 29-22 sigur Íslendinga gegn Noregi í gær á HM í handbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Ege í gær.
![Fréttamynd](https://www.visir.is/i/675B2CFC596B81A999A0DEE1461756A32396D547ACD84A0DA84FB8DB67F70D4A_308x200.jpg)
Þjálfari Noregs segir að Ísland muni komast í undanúrslit
Hörður Magnússon ræddi við Robert Hedin þjálfara Norðmanna eftir 29-22 sigur Íslands gegn Noregi á HM í handbolta í gær. Hedin var rólegur og yfirvegaður í viðtalinu en hann lét öllum illum látum á hliðarlínunni á meðan leikurinn fór fram.