Skroll-Íþróttir

Aron: Þetta var hræðilegt
Aron Pálmarsson var ekki upplitsdjarfur eftir Spánverjaleikinn frekar en félagar hans í íslenska landsliðinu.

Guðmundur: Það féllu mjög þung orð í hálfleik
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, var ekki sáttur með íslensku leikmennina eftir átta marka tap á móti Spánverjum í milliriðli HM í handbolta í dag. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport eftir leikinn.

Alexander er að spila þjáður
Alexander Petersson hefur verið að leika þjáður á HM eftir að hafa meiðst á hné. Hann er samt ekki af baki dottinn og hugsar ekki um aðgerð fyrr en næsta sumar.

Arnór: Þetta er í okkar höndum
Arnór Atlason og félagar í íslenska landsliðinu eru ekki af baki dottnir þrátt fyrir tap gegn Þjóðverjum og Arnór segir gott að hafa stöðuna enn í eigin höndum.

Snorri: Að duga eða drepast
Snorri Steinn Guðjónsson, miðjumaður íslenska landsliðsins, eyddi ekki of miklum tíma í að velta sér upp úr tapinu gegn Þjóðverjum enda mikilvægur leikur fram undan.

Óskar Bjarni: Spánverjar eru með rosalegan línumann
„Spánverjarnir eru með rosalegan línumann sem þeir leita mikið að og þeir vinna mikið tveir og tveir með þessum línumanni. Það verður svakaleg barátta – kannski svipað og á móti Norðmönnum,“ segir Óskar Bjarni Óskarsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport.

Kári lofar að rífa upp stemninguna
Eyjamaðurinn Kári Kristján Kristjánsson er sjálfskipaður skemmtanastjóri landsliðsins. Það reyndi virkilega á hann í dag að rífa félaga sína upp eftir tapið gegn Þjóðverjum.

Guðmundur kvartaði yfir dómurunum
Eins og fólk tók eftir var Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari afar ósáttur við dómgæslu serbnesku dómaranna í leiknum gegn Þjóðverjum en þeir áttu afleitan dag.

Strákarnir borða íslenskt lambakjöt í kvöld
Strákarnir okkar ætla aðeins að brjóta sig út úr hinu hefðbundna umhverfi í kvöld. Fara á annað hótel þar sem þeir munu fá íslenskt lambalæri.

Samantekt úr HM þætti Þorsteins J eftir Þýskalandsleikinn
„Við skorum ekki í tíu mínútu í seinni hálfleik og það er of mikið gegn sterku liði Þjóðverja,“ sagði Logi Geirsson í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport í gær eftir 27-24 tap Íslands gegn Þýskalandi. Ísland er í þriðja sæti milliriðils 1 með 4 stig en Frakkar eru efstir með 5 og Spánverjar eru með 5 stig. Tvö efstu liðin komast í undanúrslit keppninnar.

Sverre: „Fyrir mig persónulega var þetta sorglegt“
„Við ætluðum okkur eitthvað allt annað. Við komust aldrei inn í leikinn fyrr en í síðari hálfleik en þeir náðu alltaf tveggja til þriggja marka forskoti,“ sagði Sverre Jakobsson varnarsérfræðingur íslenska landsliðsins eftir 27-24 tap liðsins gegn Þjóðverjum á heimsmeistaramótinu í handbolta í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Sverre eftir leikinn.

Heinevetter: „Þetta var sæt hefnd“
Silvio Heinevetter markvörður þýska landsliðsins í handbolta var ánægður með 27-24 sigur Þjóðverja gegn Íslendingum í gær. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður á Stöð 2 sport ræddi við Heinevetter eftir leikinn og viðtalið má skoða í heild sinni með því að smella á hnappinn hér fyrir ofan.

Sverre: Þetta er kjaftshögg
Varnartröllið Sverre Jakobsson var ekki sáttur við sjálfan sig né íslenska liðið gegn Þýskalandi í kvöld.

Snorri: Erfitt að kyngja þessu
Snorri Steinn Guðjónsson sagði að sóknarleikur íslenska liðsins hefði brugðist gegn Þýskalandi í kvöld.

Ólafur: Vorum ekki nógu góðir
Ólafur Stefánsson landsliðsfyrirliði sagði eftir leikinn í kvöld að íslenska landsliðið hefði einfaldlega ekki verið nógu gott að þessu sinni.

Það er enn rokk og ról í þessu
Íslendingar töpuðu sínum fyrsta leik í kvöld á HM í handbolta gegn Þjóðverjum í fyrsta leiknum í milliriðli 1 sem fram fer í Jönköping. Í HM þættinum Þorsteinn J & gestir á Stöð 2 sport var farið yfir gang mála í leiknum og í myndbandinu má sjá brot af því besta – skreytt með góðri tónlist. Það er enn rokk og ról í þessu þrátt fyrir smá mótvind. Næsti leikur og allt það – áfram Ísland.

Guðmundur afar ósáttur við dómgæsluna
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari var gríðarlega svekktur eftir leikinn í kvöld og sagði meðal annars að dómgæslan hefði verið óskiljanleg.

Guðjón: Vorum sjálfum okkur verstir
Guðjón Valur Sigurðsson var sár eftir tapið í kvöld enda veit hann sem er að íslenska liðið getur mikið betur en það sýndi í kvöld.

Alexander: Erum ekki vélmenni
Það verður ekki sakast við Alexander Petersson vegna tapsins í kvöld en hann var einn fárra íslenskra leikmanna í kvöld sem átti virkilega góðan leik.

Þórir: Þýðir ekki að leggja árar í bát
Hornamaðurinn Þórir Ólafsson var að vonum hundsvekktur eftir tapið slæma gegn Þýskalandi í kvöld.

Guðmundur: Dómararnir tóku af okkur sjö víti
Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari var ekki sáttur með serbnesku dómarana eftir 24-27 tap á móti Þjóðverjum í fyrsta leik liðsins í milliriðli á HM í handbolta í kvöld. Guðmundur var í viðtali við Hörð Magnússon, íþróttafréttamann Stöðvar 2 Sport, eftir leikinn.

Stemningin að magnast í Jönköping - myndasyrpa
Áhorfendur eru farnir að streyma í keppnishöllina í Jönköping þar sem að keppni í milliriðli á HM í handbolta hefst í dag. Íslendingar leika gegn Þjóðverjum kl. 17.30 og Valgarður Gíslason ljósmyndari Fréttablaðsins og visir.is tók þessar myndir fyrir utan höllina í dag.

Bitter: Guðjón Valur er einn sá besti í heimi
„Við verðum að gera betur en í leikjunum á Íslandi á dögunum,“ segir Johannes Bitter markvörður Þjóðverja í viðtali við Hörð Magnússon á Stöð 2 sport. Bitter og félagar eru án stiga í milliriðlinu og leika gegn Íslendingum í dag kl. 17.30.

Bjöggi og Hreiðar kveiktu á kertum
Markverðirnir Björgvin Páll Gústavsson og Hreiðar Levý Guðmundsson voru sáttir með nýja hótelið í Jönköping og eru tilbúnir fyrir slaginn gegn Þýskalandi í dag.

Diddi og Kári eru Ajax-mennirnir
Þeir Ingimundur Ingimundarson og Kári Kristján Kristjánsson eru herbergisfélagar hjá landsliðinu. Þar er eflaust mikið sprellað enda báðir afar léttir á því.

Það er smá krísa hjá Þjóðverjunum
Guðjón Valur Sigurðsson var afslappaður og vel stemmdur þegar Fréttablaðið hitti á hann eftir komu landsliðsins til Jönköping þar sem milliriðillinn verður spilaður.

Megum ekki fara fram úr okkur
Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari þekkir vel til þýska liðsins en hann þjálfar í Þýskalandi og svo lék Ísland tvo æfingaleiki við Þýskaland skömmu fyrir HM sem báðir unnust. Þrátt fyrir það slakar hann og þjálfarateymið ekkert á við að undirbúa liðið sem best.

Risamyndasyrpa úr leik Íslands og Noregs
Ísland vann í gær stórglæsilegan sjö marka sigur á Noregi, 29-22, á HM í handbolta í Svíþjóð.

Ege: Alltaf erfitt að sætta sig við tap
„Það er alltaf erfitt að sætta sig við tap en í dag töpuðum við fyrir betra liði,“ sagði hinn þaulreyndi markvörður Noregs, Steinar Ege, eftir 29-22 sigur Íslendinga gegn Noregi í gær á HM í handbolta. Hörður Magnússon íþróttafréttamaður Stöðvar 2 ræddi við Ege í gær.

Þjálfari Noregs segir að Ísland muni komast í undanúrslit
Hörður Magnússon ræddi við Robert Hedin þjálfara Norðmanna eftir 29-22 sigur Íslands gegn Noregi á HM í handbolta í gær. Hedin var rólegur og yfirvegaður í viðtalinu en hann lét öllum illum látum á hliðarlínunni á meðan leikurinn fór fram.