Samgöngur

Fréttamynd

Grænt ljós á tvöföldun

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í dag umsókn Vegagerðarinnar um framkvæmdaleyfi til að tvöfalda Reykjanesbraut.

Innlent
Fréttamynd

Þingmenn búa sig undir umræður um veggjöld

Samgönguáætlun, sala ríkisbankanna og átök á vinnumarkaði eru líkleg til að verða stærstu mál Alþingis á næstu vikum. Þrír þingmenn eru enn í leyfi frá þingstörfum vegna hneykslismála.

Innlent
Fréttamynd

Afhentu undirskriftir gegn R-leið um Reykhólahrepp

Sveitarstjóra Reykhólahrepps var í morgun afhentur undirskriftalisti 95 einstaklinga þar sem mótmælt er að svokölluð R-leið verði valin fyrir framtíðarvegstæði Vestfjarðavegar. Aðstandendur undirskriftanna telja að meirihluti íbúa hreppsins sé andvígur R-leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Ætlar ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar

Nokkrir ökumenn sem skemmdu bíla sína eftir að hafa ekið í holu á Hellisheiði í byrjun janúar ætla ekki að una ákvörðun Vegagerðarinnar sem ætlar ekki að bæta tjón ökumannanna. Til skoðunar er að höfða dómsmál á hendur Vegagerðinni.

Innlent
Fréttamynd

Vegagerðin bætir ekki holutjón

Sextán tilkynningar um tjón hafa borist Vegagerðinni eftir að ökumenn keyrðu í holur á Hellisheiðinni. Vegagerðin mun ekki bæta tjónið þar sem stofnunin vissi ekki af holunum fyrr en eftir á.

Innlent
Fréttamynd

Þarf að lækka hámarkshraða á Hringbraut

Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkurborgar hefur boðað til fundar með lögreglu, Vegagerðinni, Samgöngustofu og íbúasamtökum Vesturbæjar vegna umferðar við Hringbraut eftir að ekið var á stúlku þar í morgun.

Innlent
Fréttamynd

R-leið um Reyk­hóla féll á um­ferðar­öryggis­mati

Svokölluð R-leið, með stórbrú þvert yfir Þorskafjörð, sem sveitarstjórn Reykhólahrepps hefur stefnt að, féll á nýju umferðaröryggismati og þyrfti fjögurra milljarða króna kostnaðarauka til að hún teldist hæf til að bera Vestfjarðaumferðina.

Innlent
Fréttamynd

Óvenju mikil drulla og ryk í Hvalfjarðargöngum

Nokkuð hefur borið á því að efni vegna framkvæmda sé flutt um Hvalfjarðargöng, án þess að breitt sé yfir farminn líkt og kveðið er á um í lögum. Þetta hefur orsakað meiri drullu og ryk í göngunum að undanförnu. Nagladekk eru þó stærsti sökudólgurinn þegar kemur að svifryksmengun, að sögn upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Innlent