Lögreglumál Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Innlent 19.10.2022 10:34 Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Innlent 19.10.2022 09:10 Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Innlent 18.10.2022 23:40 Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 18.10.2022 19:51 Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. Innlent 18.10.2022 17:45 Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Innlent 18.10.2022 15:43 „Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. Innlent 18.10.2022 13:05 Lögreglan varar við skilaboðum sem innihalda tjákn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert lát vera á netsvindli sem herjað hefur á eldri netverja síðustu misseri. Meðal ráða sem lögreglan deilir er að varast skilaboð sem innihalda svokölluð tjákn (e. emojis), nema þau komi frá börnum. Innlent 17.10.2022 18:07 Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. Innlent 17.10.2022 16:11 Dregur úr virkni og ferðabanni aflétt Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt banni sem sett var á ferðir að Kötlujökli í gær vegna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Dregið hefur úr virkni í dag. Innlent 17.10.2022 14:54 Enn engin ákvörðun tekin um ákæru í máli hjúkrunarfræðingsins Embætti héraðssaksóknara hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út í máli hjúkrunarfræðings sem starfaði á geðdeild Landspítalans og grunaður er um að hafa orðið sjúklingi að bana á síðasta ári. Málið er enn til meðferðar hjá embættinu. Innlent 17.10.2022 07:17 Fjórir handteknir vegna líkamsárásar í heimahúsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjóra vegna líkamsárásar í heimahúsi. Innlent 17.10.2022 06:11 Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. Innlent 16.10.2022 19:38 Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. Innlent 16.10.2022 18:14 Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar. Innlent 16.10.2022 13:01 Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Innlent 16.10.2022 12:03 Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi. Innlent 16.10.2022 09:40 Fjórtán ára strákar réðust á fólk af handahófi í miðbænum Þrír fjórtán ára drengir voru handsamaðir í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa ráðist á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum. Innlent 16.10.2022 09:23 Finna ekki vagnstjóra sem á að hafa verið ógnað með hníf Tveir farþegar veittust að vagnstjóra Strætó í Reykjavík í dag og á annar að hafa ógnað honum með hníf, að sögn lögreglu. Ekki liggur fyrir hvort ökumanni varð meint af og er málið sagt vera í rannsókn. Innlent 15.10.2022 20:31 Tvær líkamsárásir í nótt Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Innlent 15.10.2022 07:25 Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Innlent 14.10.2022 17:45 Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. Innlent 14.10.2022 15:57 Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. Innlent 14.10.2022 11:23 Handtekinn í annarlegu ástandi í stætó Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í annarlegu ástandi í strætó. Maðurinn var með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 14.10.2022 07:16 Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2022 16:27 Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum. Innlent 13.10.2022 07:38 Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið. Innlent 13.10.2022 06:19 Fundu fíkniefnaræktun í Kópavogi Lögreglan fann á sjötta tímanum í gærkvöldi fíkniefnaræktun í iðnaðarbili í miðbæ Kópavogs. Voru bæði plöntur og tæki gerð upptæk og skýrsla tekin af húsráðanda. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekkert meira kemur fram um umrædda fíkniefnarækt. Innlent 12.10.2022 06:21 Gríðarleg eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu Eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að úkraínskum flóttamönnum á netinu hefur aukist gríðarlega undanfarið, meðal annars á Íslandi. Þeir sem stundi mansal nýti það til að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar. Yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir íslensk stjórnvöld og lögreglu þurfa að vera á verði og beina athyglinni að netinu. Innlent 11.10.2022 22:30 Lögreglan leitar að bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bronslituðum Toyota Corolla HB Style með svörtum toppi sem stolið var á aðfaranótt fimmtudags. Innlent 11.10.2022 14:59 « ‹ 92 93 94 95 96 97 98 99 100 … 274 ›
Fjölmenn lögregluaðgerð í Svarfaðardal í gærkvöldi Fjölmennt lið lögreglu var kallað út að bæ í Svarfaðardal á Norðurlandi í gærkvöldi vegna karlmanns á fimmtugsaldri. Vegur sem liggur að heimili karlmannsins var lokaður um tíma svo nærsveitungar komust ekki heim til sín. Innlent 19.10.2022 10:34
Allt stopp á meðan beðið var eftir Finnlandsforseta Ökumenn á höfuðborgarsvæðinu í morgun þurftu margir hverjir að bíða lengi á rauðu ljósi án þess að hafa hugmynd um hvers vegna. Í ljós kom að lögregla var að greiða leið Finnlandsforseta á leið í heimsókn til Bessastaða. Innlent 19.10.2022 09:10
Hætta við að láta geðlækni skoða skilaboðin Lögreglan ætlar ekki að fá geðlækni til að leggja mat á það hvort mönnum tveimur sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna hryðjuverkarannsóknarinnar svokölluðu, hafi verið alvara í skilaboðum sem þeir sendu sín á milli. Þar eru þeir sagðir hafa rætt það að fremja hryðjuverk og tilræði við þekkta Íslendinga. Innlent 18.10.2022 23:40
Stóra kókaínmálið komið til saksóknara Lögreglan hefur lokið rannsókn á stærsta kókaínmáli Íslands og er málið nú á borði héraðssaksóknara. Fjórir menn hafa setið í gæsluvarðhaldi frá því sumar og eru grunaðir um að reyna að smygla tæpum hundrað kílóum af kókaíni til landsins. Innlent 18.10.2022 19:51
Ekki komin á þann stað að ráðherrar þurfi lífverði Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, telur ekki að íslensk þjóð sé komin á þann stað að æðstu ráðamenn þjóðarinnar þurfi á lífvarðargæslu að halda öllum stundum þrátt fyrir fréttir síðustu vikna um að tveir menn eigi að hafa rætt sín á milli um að ráða tiltekið stjórnmálafólk af dögum. Innlent 18.10.2022 17:45
Varðhald staðfest og sakborningur tryggir sér þjónustu Sveins Andra Landsréttur staðfesti í dag fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir tveimur karlmönnum sem grunaðir eru um að hyggja á hryðjuverk. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari við fréttastofu. Innlent 18.10.2022 15:43
„Fyrsta sem maður hugsar er hvernig útskýrir þú þetta fyrir fjölskyldunni“ Mennirnir sem grunaðir eru um að hafa skipulagt hryðjuverk töldu að Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, væri enn utanríkisráðherra. Sjálfur veit Guðlaugur ekki nákvæmlega af hverju mennirnir vildu myrða hann. Innlent 18.10.2022 13:05
Lögreglan varar við skilaboðum sem innihalda tjákn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir ekkert lát vera á netsvindli sem herjað hefur á eldri netverja síðustu misseri. Meðal ráða sem lögreglan deilir er að varast skilaboð sem innihalda svokölluð tjákn (e. emojis), nema þau komi frá börnum. Innlent 17.10.2022 18:07
Geðlæknir skoðar skeytasendingar meintra hryðjuverkaskipuleggjenda Geðlæknir mun gera almennt geðmat á tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem grunaðir eru um að hafa ætlað sér að fremja hryðjuverk hér á landi. Báðir sæta gæsluvarðhaldi næstu fjórar vikurnar tæpar. Verjendur beggja hafa kært úrskurð í héraði til Landsréttar. Innlent 17.10.2022 16:11
Dregur úr virkni og ferðabanni aflétt Lögreglan á Suðurlandi hefur aflétt banni sem sett var á ferðir að Kötlujökli í gær vegna jarðskjálftavirkni í Mýrdalsjökli. Dregið hefur úr virkni í dag. Innlent 17.10.2022 14:54
Enn engin ákvörðun tekin um ákæru í máli hjúkrunarfræðingsins Embætti héraðssaksóknara hefur enn ekki tekið ákvörðun um hvort að ákæra verði gefin út í máli hjúkrunarfræðings sem starfaði á geðdeild Landspítalans og grunaður er um að hafa orðið sjúklingi að bana á síðasta ári. Málið er enn til meðferðar hjá embættinu. Innlent 17.10.2022 07:17
Fjórir handteknir vegna líkamsárásar í heimahúsi Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi fjóra vegna líkamsárásar í heimahúsi. Innlent 17.10.2022 06:11
Grípa þurfi fyrr inn í þegar kemur að ofbeldishegðun barna Taka þarf ofbeldi meðal barna og ungmenna föstum tökum og grípa inn fyrr að sögn framkvæmdastjóra Barna- og fjölskyldustofu. Málum þar sem ungmenni beita ofbeldi virðast fara fjölgandi en þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk að tilefnislausu í miðbænum í gærkvöldi. Innlent 16.10.2022 19:38
Hafði afskipti af ungmennum vegna þjófnaðar en var sjálfur handtekinn Starfsmaður verslunar í miðbæ Reykjavíkur var handtekinn í dag eftir að hafa haft afskipti af ungmennum sem grunuð voru um þjófnað. Innlent 16.10.2022 18:14
Til skoðunar að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan velferðarnefndar Einn var fluttur á bráðamóttöku með höfuðáverka eftir að þrír fjórtán ára drengir réðust á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum í miðbænum í gær. Formaður velferðarnefndar Alþingis segir öllum brugðið að heyra fréttir af þessu tagi og að til greina komi að taka ofbeldi ungmenna fyrir innan nefndarinnar. Innlent 16.10.2022 13:01
Margrét Friðriks krefst 29 milljóna vegna brottvísunarinnar Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri vefsins Frettin.is, krefst rúmlega 29 milljóna króna vegna brottvísunar úr flugvél Icelandair í septembermánuði. Hún krefst meðal annars bóta vegna aukins launakostnaðar í 7 daga, samtals 150 þúsund krónur á dag. Innlent 16.10.2022 12:03
Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi. Innlent 16.10.2022 09:40
Fjórtán ára strákar réðust á fólk af handahófi í miðbænum Þrír fjórtán ára drengir voru handsamaðir í miðbæ Reykjavíkur í nótt eftir að hafa ráðist á fólk af handahófi á að minnsta kosti þremur stöðum. Innlent 16.10.2022 09:23
Finna ekki vagnstjóra sem á að hafa verið ógnað með hníf Tveir farþegar veittust að vagnstjóra Strætó í Reykjavík í dag og á annar að hafa ógnað honum með hníf, að sögn lögreglu. Ekki liggur fyrir hvort ökumanni varð meint af og er málið sagt vera í rannsókn. Innlent 15.10.2022 20:31
Tvær líkamsárásir í nótt Karlmaður var í nótt handtekinn og vistaður í fangaklefa vegna gruns um líkamsárás í Laugardalnum. Maðurinn var ölvaður þegar hann var handtekinn og beðið er eftir því að af honum renni til að taka af honum skýrslu vegna málsins. Innlent 15.10.2022 07:25
Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Innlent 14.10.2022 17:45
Áfram fjórar vikur í gæsluvarðhaldi Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hyggja á hryðjuverk í slagtogi við annan mann var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Karlmaðurinn mun þó ekki sæta einangrun áfram líkt og hann hefur gert nær sleitulaust undanfarnar fjórar vikur. Innlent 14.10.2022 15:57
Krefjast ekki einangrunar yfir mönnunum tveimur Héraðssaksóknari ætlar ekki að gera kröfu um frekari einangrun í tilfelli tveggja karlmanna sem sæta gæsluvarðhaldi grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk. Karlmennirnir tveir verða leiddir fyrir dómara í dag. Innlent 14.10.2022 11:23
Handtekinn í annarlegu ástandi í stætó Lögregla á höfuðborgarsvæðinu handtók í gærkvöldi mann í annarlegu ástandi í strætó. Maðurinn var með fíkniefni í fórum sínum. Innlent 14.10.2022 07:16
Telur óhugsandi að krafist verði frekari einangrunar Héraðssaksóknari ætlar að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir tveimur karlmönnum á þrítugsaldri sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka. Verjandi annars mannsins telur lagaskilyrðum ekki uppfyllt fyrir áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 13.10.2022 16:27
Eiginkona hins látna grunuð um að hafa stungið hann með hnífi í mars Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur til rannsóknar nokkur mál þar sem talið er að maðurinn, sem fannst látinn í íbúð á Ólafsfirði fyrir rúmri viku, og eiginkona hans, sem var viðstödd þegar hann lést, hafi átt í átökum sín á milli. Meðal annars er konan grunuð um að hafa stungið manninn, sem nú er látinn, með eggvopni í mars síðastliðnum. Innlent 13.10.2022 07:38
Fluttur með sjúkrabíl eftir rafskútuslys Einn varð fluttur með sjúkrabíl upp á bráðamóttöku í gærkvöldi eftir að hann lenti í umferðaróhappi á rafskútu í Grafarvogi. Maðurinn var illa áttaður aftir óhappið. Innlent 13.10.2022 06:19
Fundu fíkniefnaræktun í Kópavogi Lögreglan fann á sjötta tímanum í gærkvöldi fíkniefnaræktun í iðnaðarbili í miðbæ Kópavogs. Voru bæði plöntur og tæki gerð upptæk og skýrsla tekin af húsráðanda. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu en ekkert meira kemur fram um umrædda fíkniefnarækt. Innlent 12.10.2022 06:21
Gríðarleg eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að flóttamönnum á netinu Eftirspurn eftir kynferðislegu aðgengi að úkraínskum flóttamönnum á netinu hefur aukist gríðarlega undanfarið, meðal annars á Íslandi. Þeir sem stundi mansal nýti það til að þvinga varnarlaust fólk til kynlífsþrælkunar. Yfirmaður mansalsdeildar Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu segir íslensk stjórnvöld og lögreglu þurfa að vera á verði og beina athyglinni að netinu. Innlent 11.10.2022 22:30
Lögreglan leitar að bíl Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir bronslituðum Toyota Corolla HB Style með svörtum toppi sem stolið var á aðfaranótt fimmtudags. Innlent 11.10.2022 14:59