Lögreglumál

Fréttamynd

Neitaði að borga og ógnaði leigubílstjóra

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í dag tilkynning um farþega sem neitaði að borga fyrir leigubíl. Viðkomandi hótaði einnig leigubílstjóranum. Þetta var í Grafarholti en í dagbók lögreglunnar segir að annar leigubílstjóri hafi verið áreittur í Múlunum.

Innlent
Fréttamynd

Fjölmörg bílslys seinni partinn

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynningar um fjölmörg bílslys seinni part dags. Þar á meðal var minnst fimm bíla árekstur á Kringlumýrarbraut við Bústaðaveg en mörg slysanna má rekja til mikillar hálku sem myndaðist í dag.

Innlent
Fréttamynd

Frí­merkja- og myntsafnarar slegnir eftir inn­brot

Innbrotsþjófar gripu svo gott sem í tómt eftir að hafa brotist inn í húsnæði Landssambands íslenskra frímerkjasafnara og brotið upp peningaskáp. Formaður landssambandsins segir fjárhagslegt tjón ekki svo mikið, en öllu verra sé tilfinningalega tjónið við að ráðist sé inn á mann með þessum hætti. 

Innlent
Fréttamynd

Brotist inn verslun í Kópa­vogi í nótt og mikið um ölvunar­akstur

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í nótt. Mikið var um ýmiskonar tilkynningar sem tengdust ölvun, slagsmálum og hávaða. Sex einstaklingar voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis og einn undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Þá var brotist inn í verslun í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Sektaður á leiðinni til mömmu á 37 kílómetra hraða

Ólafur Páll Gunnarsson útvarpsmaður á Rás 2 er hugsi eftir að hafa í annað sinn á einu ári verið sektaður fyrir að aka á 37 kílómetra hraða í heimabæ sínum Akranesi. Skiptar skoðanir er á því hvernig bregðast eigi við kappakstri á Seltjarnarnesinu á föstudagskvöld.

Innlent
Fréttamynd

Börn staðin að þjófnaði

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust tvær tilkynningar í gær þar sem börn reyndust hafa gerst sek um lögbrot. Í báðum tilvikum var um að ræða þjófnað.

Innlent
Fréttamynd

Undarleg hljóð reyndust húsráðandi að berja svínakjöt með hamri

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð út í gærkvöldi vegna háværra dynkja sem bárust frá íbuð í hverfi 105. Þegar á vettvang var komið kom í ljóst að dynkirnir áttu sér eðlilegar skýringar. Húsráðandi var að berja svínakjöt með kjöthamri með tilheyrandi látum.

Innlent
Fréttamynd

„Hrað­akstur er dauðans al­vara“

Betur fór en á horfðist þegar tveir bílar, sem komu úr gagnstæðri átt, lentu saman á Seltjarnarnesi. Sjónvarvottar telja að annar þeirra hafi verið á hátt í hundrað kílómetra hraða. Varðstjóri hjá umferðardeild lögreglunnar biðlar til fólks að aka varlega og eftir aðstæðum.

Innlent
Fréttamynd

Beit lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum

Einstaklingur var handtekinn grunaður um hótanir og líkamsárás í Hlíðum í Reykjavík. Beit sá lögreglumann þegar afskipti voru höfð af honum, af því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Einstaklingurinn var í kjölfarið vistaður í fangageymslu í tengslum við rannsókn málsins.

Innlent
Fréttamynd

Gerði egg­vopn úr gaffli og notaði AA-fund til að komast að fórnar­lambinu

Fangi í gæsluvarðhaldsfangelsinu á Hólmsheiði notaði sérútbúið eggvopn til þess að ráðast að manni fyrr í vikunni. Hann nýtti sér AA-fund til að komast að fórnarlambinu sem var vistað á öðrum gangi. Árásin tengist deilu tveggja hópa í tengslum við hnífstunguárás á Bankastræti Club. Fangelsismálastjóri segir að nokkuð sé um haldlagningar á heimagerðum vopnum. 

Innlent
Fréttamynd

Mynd náðist óvænt af bófanum sem braust inn í bíl prófessorsins

Sigríður Þorgeirsdóttir prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, lenti í heldur í óskemmtilegri reynslu í vikunni. Ekki var sjón að sjá volvo-bifreið hennar þegar hún kom þar að nú um miðja vikuna. Búið var að smalla rúðu í bílnum og hafa allt fémætt úr bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei fleiri til­kynningar um heimilis­of­beldi en árið 2022

Lögreglunni á landsvísu bárust 2.374 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila árið 2022. Jafngildir það að meðaltali tæplega 7 slíkum tilkynningum á dag eða 198 tilkynningum á mánuði. Nær 70 prósent heimilisofbeldismála eru gegn maka eða fyrrverandi maka.

Innlent
Fréttamynd

Kanna­bis­kökur og þreyttur náms­maður meðal verk­efna lög­reglu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór í húsleit á heimili einstaklings í miðbæ Reykjavíkur um kvöldmatarleytið í gær en í tilkynningu frá lögreglu um verkefni gærkvöldsins og næturinnar segir að viðkomandi verði kærður fyrir vörslu á „kökum“ sem grunur leikur á að innihaldi kannabis.

Innlent