Lögreglumál

Fréttamynd

Rúður skotnar í spað í verslun inn­flytj­enda

Aðfararnótt mánudags gekk grímuklæddur maður inn Njálsgötuna, upp að Skólavörðustíg 21 og stillti sér upp fyrir framan nýlenduvöruverslunina Korakmarket. Þar skaut hann með reglubundnum hætti gat á hverja einustu rúðu. Þrjátíu að tölu.

Innlent
Fréttamynd

Úr­skurðaður í síbrotagæslu eftir ofsaaksturinn

Karlmaður á fimmtugsaldri var í gær í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í fjögurra vikna síbrotagæslu, eða til 27. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Hann var handtekinn á sunnudagskvöld eftir eftirför á ógnarhraða um Vogahverfi í Reykjavík.

Innlent
Fréttamynd

Quang Le hakkaður á Facebook

Óþekktur aðili hefur komist yfir Facebook-aðgang veitingamannsins Quang Le, sem breytti nafni sínu í Davíð Viðarsson í fyrra. Viðkomandi hefur tekið sig til og birt skjáskot af ýmsum upplýsingum um veitingamanninn á Facebook-síðu hans.

Innlent
Fréttamynd

Á ofsa­hraða undir á­hrifum fíkni­efna

Maður var handtekinn í kvöld eftir ofsaakstur í Vogahverfi í Reykjavík. Lögreglan veitti manninum eftirför með aðstoð sérsveitarinnar. Maðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Ók blind­fullur við Gríms­vötn og hótaði að drepa alla

Maður sem var handtekinn á Grímsfjalli í gær var sauðdrukkinn og ógnandi að sögn fararstjóra á svæðinu. Maðurinn var með hópi fólks í skála á Grímsfjalli þegar hann sýndi af sér ógnandi hegðun við samferðafólk sitt og ók svo burt. Samferðafólk hans leitaði aðstoðar í næsta skála.

Innlent
Fréttamynd

Mennirnir tóku annan starfs­mannanna háls­taki

Ólafur Adolfsson, eigandi Reykjavíkurapóteks, segir mennina sem frömdu vopnað rán í apótekinu í dag hafa tekið annan starfsmannanna hálstaki og heimtað að fá ávana- og fíknilyf. Hann segir það taka á starfsmennina að verða fyrir slíku ráni. 

Innlent
Fréttamynd

Lík­legt að það styttist í brotmörk

Lögregla á Suðurnesjum fylgist grannt með stöðu mála við Grindavík, þar sem hrauntunga hóf að renna yfir varnargarð í morgun. Þá telja vísindamenn að annað eldgos gæti verið yfirvofandi á svæðinu hvað úr hverju.

Innlent
Fréttamynd

Skelltu líka í lás á Exit og í Nýju vínbúðinni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur innsiglað skemmtistaðinn Exit við Ingólfstorg. Fyrr í dag var skemmtistaðurinn B5 innsiglaður en þeir eru báðir í eigu Sverris Einars Eiríkssonar. Þá hefur húsnæði Nýju vínbúðarinnar, sem er í eigu Sverris Einars, einnig verið innsiglað.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Inn­sigla B5 að kröfu Skattsins

Nokkuð fjölmennt lið lögreglu var við skemmtistaðinn sem kallaður er B5 í miðbæ Reykjavíkur á fjórtánda tímanum í dag. Að sögn aðalvarðstjóra hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var verið að innsigla staðinn að beiðni skattyfirvalda.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Ó­skiljan­legt að menn skuli leggjast svona lágt“

Ófögur sjón blasti við mönnum þegar þeir mættu til vinnu á vinnusvæði við línuveg, ekki langt frá Suðurlandsvegi nærri Bláfjallaafleggjara, í morgun þar sem sem búið var að vinna miklar skemmdir á bæði vinnuvél og vörubíl.

Innlent
Fréttamynd

Tveir létust í banaslysi í Eyja­firði

Tveir létust þegar bíll fór út af vegi á Eyjafjarðarbraut eystri skammt norðan við Laugaland skömmu eftir klukkan eitt í dag. Lögreglan á Norðurlandi eystra greinir frá.

Innlent
Fréttamynd

Fleiri löggur á leiðinni

Ríkislögreglustjóri tekur undir áhyggjur lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu hvað varðar fækkun lögreglumanna á svæðinu. Hún segir að með aðgerðum sem eru í gangi verði staðan betri á næstu árum og lögreglumönnum muni fjölga. 

Innlent