Rekstur hins opinbera

Fréttamynd

Ó­á­byrgt að af­skrifa kíló­metra­gjaldið

Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið.

Neytendur
Fréttamynd

Perlan þurfi að seljast fyrir ára­mót svo dæmið gangi upp

Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins gefur lítið fyrir yfirlýsingar meirihlutans um rekstrarafgang og vel heppnað aðhald í rekstri borgarinnar. Hálfs milljarðs væntur rekstrarafgangur skýrist alfarið af sölu Perlunnar, sem þurfi að fara fram fyrir áramót.

Innlent
Fréttamynd

Spá auknu at­vinnu­leysi og hag­vexti

Útlit er fyrir að verg landsframleiðsla aukist um 0,1% í ár. Samkvæmt þjóðhagsreikningum dróst verg landsframleiðsla saman um 1,9% á fyrri hluta ársins sem einkenndist af neikvæðum áhrifum utanríkisviðskipta og birgðabreytinga, meðal annars vegna loðnubrests.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Af­leiðingar ríkis­af­skipta: Af hverju skað­leg ein­okun er ekki til á frjálsum markaði

Ein af viðvarandi goðsögnum í efnahagsumræðunni er sú að frjálsir markaðir leiði óhjákvæmilega til einokunar og uppsöfnun auðs í höndum fárra. Þessi hugmynd hefur verið notuð til að réttlæta ríkisafskipti og reglugerðir sem eiga að vernda neytendur og tryggja sanngjarna samkeppni. En er þessi ótti við einokun á frjálsum markaði raunhæfur, eða er hann afleiðing misskilnings sem leiðir til óþarfa og jafnvel skaðlegra afskipta ríkisins?

Skoðun
Fréttamynd

Karlar á jeppum og því er snjó­ruðningur góður

Talsverð vinna hefur verið lögð í það í fjárlögum að finna út hvaða áhrif lögin hafa á jafnrétti kynjanna. Þannig er að finna sérstakan kafla í frumvarpi til fjáraukalaga þar sem gerð er grein fyrir þessari vinnu og niðurstöðum hennar.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningslán upp á allt að 49 milljónir króna

Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp til laga um stuðningslán við atvinnurekendur í Grindavík. Markmið laganna eru að viðhalda atvinnustarfsemi í bænum eða aðstoða resktraraaðila við að byggja upp starfsemi annars staðar á landinu.

Innlent
Fréttamynd

Einka­reknir grunn­skólar mögu­leg lausn á brotnu kerfi

Framkvæmdastjóri viðskiptaráðs segir grunnskólakerfið hérlendis brotið og einsleitt. Lausnin við því sé ekki að setja meira fjármagn inn í kerfið heldur að laga það innan frá. Hann segir einkarekna grunnskóla mögulega lausn við vandanum. 

Innlent
Fréttamynd

Kostnaður við snagana nam 1,7 milljónum

Kostnaður við snaga sem settir voru upp í Álftamýrarskóla var 1,7 milljónir en ekki 12 milljónir eins og haldið hafði verið fram í fréttum. Milljónirnar tólf voru heildarkostnaður við umfangsmikið viðgerðarverkefni sem snagarnir voru aðeins hluti af.

Innlent
Fréttamynd

Þór­dís svarar gagn­rýni vegna hús­næðis­styrks

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir greiðslur sem hún hafa þegið sem þingmaður landsbyggðarkjördæmis lögbundnar og ekki valkvæðar. Hún hafi kannað það fyrir nokkrum árum hvort hægt væri að afþakka greiðslurnar en fengið það svar að það væri ekki hægt.

Innlent
Fréttamynd

Þiggja milljónir í hús­næðis­styrk þótt þau búi ná­lægt Al­þingi

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir annar þingmaður Norðvesturkjördæmis, utanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þegið húsnæðis- og dvalarkostnaðargreislur upp á samtals 13,8 milljón krónur frá árinu 2016. Þórdís er frá Akranesi en hefur búið í Kópavogi síðastliðinn áratug. Hún er langt í frá eini þingmaðurinn sem fær greiðslurnar lögbundnu sem koma sumum spánskt fyrir sjónir.

Innlent
Fréttamynd

Sölunni slegið á frest

Ákveðið hefur verið að fresta sölu á útistandandi hlutum ríkisins í Íslandsbanka vegna markaðsaðstæðna og þess að skammt er til alþingiskosninga. 42,5 prósenta hlutur ríkisins er um 92 milljarða virði.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Að­stoðar­menn ráð­herra þurfa nú að líta í kringum sig

Hvað verður um aðstoðarmenn ráðherra nú þegar kosningar eru í vændum? Víst er að aðstoðarmenn ráðherra Vinstri grænna þurfa að hætta snarlega. Sem opinberir starfsmenn njóta þeir hins vegar ekki þess að eiga langan uppsagnarfrest heldur er þar um að ræða þrjá mánuði.

Innlent
Fréttamynd

Hag­kerfið nái andanum og spá um tveggja prósenta hag­vexti næstu ár

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagkerfið standi nánast í stað á milli ára í ár og að landsframleiðsla dragist saman um 0,1 prósent. Þetta sé mikil breyting frá síðustu árum þar sem hagvöxtur hafi verið fimm til níu prósent árlega, en þeim mikla hagvexti hafi fylgt mikil og þrálát verðbólga. Hagspaín geri ráð fyrir öðrum og rólegri takti.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Fjár­hags­staða sveitar­fé­laga býður ekki upp á aukna skuld­setningu

Fjárfesting sveitarfélaga jókst um meira en fimmtung á liðnu ári þegar hún var samtals nálægt áttatíu milljarðar en þungur rekstur þýddi að þær fjárfestingar voru að hluta fjármagnaðar með lántökum sem jók enn á skuldirnar. Ekki er hins vegar útlit fyrir að sveitarfélagastigið megi við lækkandi fjárfestingarstigi á komandi árum, að mati Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem vill að virðisaukaskattur á fjárfestingar þeirra verði afnumin.

Innherji
Fréttamynd

Ó­þarfa steinar í götunni

Reynslusögur og umkvartanir einstaklinga og fyrirtækja af takmörkuðum fyrirsjáanleika við leyfisveitingarferli hins opinbera eru ekki nýjar af nálinn og mýmargar. Í skýrslu umboðsmanns Alþingis fyrir árið 2022 kemur fram að löng málsmeðferð sé algengasta ástæða kvartana til embættisins.

Skoðun
Fréttamynd

Hag­stofan biðst vel­virðingar og tekur talna­efnið úr birtingu

Hagstofa Íslands hefur tekið úr birtingu talnaefni um fjölda starfandi eftir rekstarformi eftir að kom í ljós að opinberar hagtölur um fjölda starfandi ríkisstarfsmanna voru ofmetnar. Gögnin voru unnin fyrir forsætisráðuneytið. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra sagði í dag slíkar villur hið versta mál.

Innlent
Fréttamynd

Ríkis­starfs­menn ofmetnir um fimm þúsund

Fimm þúsund manns skráðir í fæðingarorlof voru ranglega taldir sem ríkisstarfsmenn í opinberum gögnum Hagstofunnar. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra segir villur sem þessar í opinberum gögnum vera hið versta mál og vill bæta hagskýrslugerð.

Innlent
Fréttamynd

Telja ó­stað­bundin störf of kostnaðar­söm

Mannauðsstjórar ríkisstofnana telja mikinn kostnað helsta ókost óstaðbundinna starfa og að hann geti dregið úr hvata til þess að auglýsa slík störf. Óstaðbundin störf geti aukið framboð umsækjenda fyrir stofnanir.

Innlent
Fréttamynd

Mannekla bindur hendur héraðssaksóknara í samráðsmáli

Embætti héraðssaksóknara hefur ekki mannafla til þess að halda úti rannsókn á ólöglegu samráði Eimskipa og Samskipa á sama tíma og möguleg brot nálgast það að fyrnast. Sex starfsmönnum embættisins var sagt upp í fyrra vegna niðurskurðarkröfu stjórnvalda.

Innlent
Fréttamynd

Upp­sagnir hjá ÁTVR

Sjö starfsmönnum á skrifstofu ÁTVR var sagt upp í gær. Staða verslunarstjóra í tveimur Vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lögð niður og þá hefur verið ráðist í fleiri aðgerðir til að bregðast við kröfum um hagræðingu í rekstri. Stöður aðstoðarverslunarstjóra hafa sömuleiðis verið lagðar niður í nokkrum verslunum.

Viðskipti innlent