Sverrir Jakobsson Kreppukosningar Það er hálfeinkennileg upplifun, eftir þjóðargjaldþrot og búsáhaldabyltingu, að nú standi yfir kosningabarátta á Íslandi og þó ekki síður hvað áróður stjórnmálaflokkanna hefur breyst ótrúlega lítið frá 2007. Lærdómurinn sem stjórnmálaforingjarnir og auglýsingastofur þeirra hafa dregið af hruni íslensks efnahagslífs virðist rista ótrúlega grunnt. Enn er öllu fögru lofað eins og verið sé að selja hreinsilöginn Cillit Bang og magn auglýsinga virðast vera í sömu hlutföllum og styrkirnir sem flokkar náðu að sópa til sín á lokadögum ársins 2006. Fastir pennar 20.4.2009 17:26 Minnisleysingjarnir Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður. Fastir pennar 6.4.2009 17:13 Stórt og smátt Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin. Fastir pennar 24.3.2009 13:23 Friðlýsum Ísland Fyrir viku bárust alvarleg tíðindi af árekstri bresks og fransks kjarnorkukafbáts á Atlantshafi í febrúarbyrjun. Betur fór þar en á horfðist, en fréttirnar vekja mann óneitanlega til umhugsunar um áhrif þess sem skaðlegt kjarnorkuslys á höfunum gæti haft fyrir Ísland og Íslendinga. Auk beinna skaðlegra umhverfisáhrifa sem slíkt slys hefði í för með sér, mætti búast við því að sala og neysla á sjávarafurðum yrði fyrir áfalli með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðarhag sem síst má við miklum skakkaföllum. Þetta er raunveruleg ógn sem vofir yfir Íslendingum. Fastir pennar 23.2.2009 17:36 Tími félagshyggju Eftir langan óvissutíma er loksins tekin við ríkisstjórn á Íslandi sem hefur vilja til breytinga. Svigrúm hennar til athafna er hins vegar þröngt og miklu máli skiptir hvernig henni tekst að fóta sig á næstu mánuðum. Það eina sem er öruggt er að miklar byrðar munu leggjast á Íslendinga næstu misserin. Á hinn bóginn getur skipt máli hvernig þær byrðar dreifast og hvernig samfélagið þróast í framhaldinu. Fastir pennar 10.2.2009 16:49 Hvað getum við gert? Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki í Palestínu, annað fyrir innflytjendur gyðinga en hitt fyrir Arabana sem höfðu búið þar um aldir. Fastir pennar 12.1.2009 18:03 Engar lausnir Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar. Fastir pennar 15.12.2008 17:55 Ekki benda á mig Það er ekki lengur hægt að láta menn komast upp með þann hálfsannleik að fjármálakreppan sem valdið hefur íslensku hagkerfi stórfelldum skakkaföllum sé eins og fellibylur sem kemur að utan og að hending ein valdi því að hann orsaki meiri skaða á einum stað en öðrum. Fastir pennar 2.12.2008 10:27 Lán eða lýðræði? Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og þeim skilmálum sem munu fylgja láni frá sjóðnum. Fastir pennar 17.11.2008 17:22 Ögurstund vestanhafs Í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborði og velja sér nýjan forseta. Á lokasprettinum hefur Barack Obama haft nokkra forystu í skoðanakönnunum og eru það mikil tíðindi. Lengi hefur verið haft fyrir satt að Bandaríkjamenn væru of forpokaðir til þess að blökkumaður geti orðið forseti. Fastir pennar 3.11.2008 18:39 Auðmagnið Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu og að meginorsökin er hrun fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Nú beinist athyglin að undirstöðum þessa kerfis. Fastir pennar 20.10.2008 22:22 Bakgrunnur kreppunnar Enginn vafi er á því að nú geisar alþjóðleg fjármálakreppa. Hún á upptök sín í Bandaríkjunum en angar hennar teygja sig um öll lönd með misalvarlegum afleiðingum. Í Evrópu hefur hún þegar haft í för með sér þjóðnýtingu nokkra banka, þ. á m. Glitnis hérna á Íslandi, og alls staðar hafa ríkisstjórnir gripið til ráðstafana til að tryggja stöðugleika fjármálakerfis. Þetta er þvert á þá afskiptaleysisstefnu sem hefur verið borið af málsvörum hins frjálsa markaðar og hefur því eðlilega vakið upp umræðu hvort kapítalisminn sé í kreppu og þó sérstaklega það afbrigði hans sem hefur verið allsráðandi í Bandaríkjununum undanfarin 20 ár. Fastir pennar 6.10.2008 16:56 Að læra af kreppunni Að undanförnu hefur sjálfsálit Íslendinga fengið nokkurn skell. Hugmyndin um íslenska efnahagsmógúlinn sem væri bestur og klárastur í öllum heiminum hefur verið leiðarstef í hátíðarræðum ráðamanna um langt skeið og hefur breytt íslenskri tungu. Fastir pennar 22.9.2008 16:29 Endalok hernáms Útlit er fyrir að hernám Bandaríkjanna í Írak sé bráðum á enda. Ríkisstjórn George W. Bush hefur lagt kapp á að semja við ríkisstjórn Íraks um áframhaldandi herstöðvar en þegar tillögur Bandaríkjastjórnar láku til fjölmiðla í júní vöktu þær mikla reiði, enda fólst í þeim að Írak yrði í raun bandarískt leppríki. Fastir pennar 25.8.2008 17:03 Goðsagnir Goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni okkar. En vísindin eru það líka. Það hefur alltaf verið til fólk sem er tilbúið að andæfa goðsögnum og halda fram mynd af veruleikanum sem því finnst sannari þótt hún stangist á við hefðina. Fastir pennar 28.7.2008 17:20 Flóttamenn á Íslandi Fyrir rúmri viku var Keníumaður að nafni Paul Ramses Odour rekinn frá Íslandi en hingað hafði hann leitað til að biðja um pólitískt hæli. Mál hans fékk aldrei efnislega meðferð heldur var hann fluttur til Ítalíu á grundvelli svonefnds Dyflinnarsamnings. Fastir pennar 14.7.2008 17:05 Evrópuhugsjón í kreppu? Samstarf Evrópuþjóða á sér ýmsar ólíkar myndir. Þessa dagana stendur t.d. yfir Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Í sjónvarpi allra landsmanna er hægt að fylgjast með smáþjóðum takast á við gamalgróin risaveldi íþróttarinnar og eina reglan þar virðist vera sú að aldrei er hægt að afskrifa neitt lið. Fastir pennar 16.6.2008 18:40 Til hvers einkaframkvæmd? Um árabil hafa einkaaðilar veitt sjúklingum þjónustu af ýmsum toga, en almannatryggingar greiða kostnaðinn að sínum hluta. Heilsugæslustöðvar á vegum hins opinbera og læknamiðstöðvar á vegum lækna virðast hafa rekist ágætlega saman en lítið hefur verið um rannsóknir á kostnaði þessara tveggja rekstrarforma. Fastir pennar 19.5.2008 17:20 Heimsveldi dópsalanna Frjáls verslun og heimskerfi alþjóðavædds kapítalisma hefur frá upphafi hnitast um nokkrar vörur sem hafa áhrif á alþjóðlegar hagsveiflur. Nú á dögum eru það olía og önnur brennsluefni fyrir orkuframleiðslu, en í árdaga hnattvæðingar voru það fremur ýmsar neysluvörur. Fastir pennar 5.5.2008 16:48 Fallandi gengi Ekki er hægt að segja annað en að landsmenn hafi tekið hraustlega við sér eftir að fréttir bárust af mikilli gengisfellingu nú á dögunum. Fastir pennar 27.3.2008 16:37 Paradís framkvæmdavaldsins? Allt frá því á 18. öld hafa frjálslyndir hugsuðir litið á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sem einn af hornsteinum lýðræðisins. Fastir pennar 28.2.2008 17:12 Grínverktaki rekinn Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt um grundvallarbreytingu á einni af helstu stofnunum íslensks samfélags, sjálfri Spaugstofunni. Einn félaganna sem hefur verið með í hópnum frá upphafi, Randver Þorláksson, hefur verið rekinn frá Ríkisútvarpinu og verður ekki með í Spaugstofunni í ár. Fastir pennar 21.9.2007 22:17 Uppbyggingin Nú á dögunum kom hingað til Íslands háttsetur gestur að nafni Nicholas Burns. Hann er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og átti hér í viðræðum við forsætis- og utanríkisráðherra. Að viðræðunum loknum fluttu fjölmiðlar, sem núna eru upp til hópa orðnir stjórnarsinnaðir, gagnrýnislausar fréttir um gott samband ríkjanna tveggja, rekstur ratsjárkerfisins og fleiri tæknileg mál sem þarf að semja um Fastir pennar 15.6.2007 16:06 Framtíðin Núna stendur yfir kosningabarátta þar sem stjórnmálaflokkar demba yfir okkur slagorðum og auglýsingum í örfáar vikur sem eiga að fá okkur til að gleyma öllu því sem hefur gerst á Íslandi undanfarin fjögur ár. Fastir pennar 4.5.2007 17:18 Stjórn sýndarveruleikans Núna í vikunni andaðist franski spekingurinn Jean Baudrillard sem varð frægur (eða alræmdur) fyrir að halda því fram að ýmis nútímafyrirbæri væru sýndarveruleiki. Umdeildasta dæmið sem Baudrillard tók um þetta var Persaflóastríðið 1991. Fastir pennar 9.3.2007 17:36 Bið eftir kynjajafnrétti Nú á dögum líta flestallir Íslendingar á sig sem jafnréttissinna. Sú sjálfsmynd er þó ekki endilega byggð á gildum rökum. Það er a.m.k. þversögn að mörgum af hinum meintu jafnréttissinnum finnst allt í himnalagi í samfélagi þar sem misrétti kynjanna er viðhaldið með kerfisbundnum hætti. Fastir pennar 23.2.2007 18:12 Utanríkismál á dagskrá Mikill kosningaskjálfti virðist kominn í íslenska stjórnmálaflokka og ýmsum brögðum beitt til að marka sér sérstöðu. Allt er þetta brölt óskaplega klassískt og fyrirsjáanlegt sem er miður því að ýmis tíðindi gætu gerst í pólitíkinni á árinu 2007. Fastir pennar 12.1.2007 18:14 Sá alræmdi Fallinn er Óli fígúra í Síle“ sagði menntaskólakennari nokkur daginn eftir að einræðisherrann Augusto Pinochet hafði tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi völd árið 1989. Nemendur hans fengu frí þann daginn. Fastir pennar 15.12.2006 17:13 Það sem átti ekki að vera hægt Í dag, laugardaginn 2. desember 2006, fer fram forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu. Ólíkt því sem tíðkast hefur í prófkjörum annarra flokka þá hafa frambjóðendur ekki eytt milljónum í auglýsingar um hvippinn og hvappinn. Fastir pennar 1.12.2006 19:18 Flóð í uppsiglingu Íslenskan á ekki mörg hugtök sem eru gjörsamlega óþýðanleg, en í hópi þeirra er „jólabókaflóð“. Reynið að útskýra þetta fyrirbæri fyrir útlendingum og þið munuð komast að því að það er gjörsamlega vonlaust. Fastir pennar 18.11.2006 01:37 « ‹ 1 2 3 ›
Kreppukosningar Það er hálfeinkennileg upplifun, eftir þjóðargjaldþrot og búsáhaldabyltingu, að nú standi yfir kosningabarátta á Íslandi og þó ekki síður hvað áróður stjórnmálaflokkanna hefur breyst ótrúlega lítið frá 2007. Lærdómurinn sem stjórnmálaforingjarnir og auglýsingastofur þeirra hafa dregið af hruni íslensks efnahagslífs virðist rista ótrúlega grunnt. Enn er öllu fögru lofað eins og verið sé að selja hreinsilöginn Cillit Bang og magn auglýsinga virðast vera í sömu hlutföllum og styrkirnir sem flokkar náðu að sópa til sín á lokadögum ársins 2006. Fastir pennar 20.4.2009 17:26
Minnisleysingjarnir Um daginn fór fram endurnýjun á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sem fólst í því að nýjum mönnum var skipað í brúna. Ekki sáu menn ástæðu til að endurskoða stefnu flokksins enda voru menn almennt sáttir við stjórn hans á efnahagsmálum. Til að undirstrika það var fyrrverandi formaður flokksins til margra ára fenginn til að segja brandara og sáust myndir af fundarmönnum veltast um af hlátri yfir máli hans. Sjálfstæðismenn afneita þó ekki hruni frjálshyggjunnar en hún kemur þeim ekki við enda var flokkurinn aldrei frjálshyggjuflokkur. Segir hinn nýi formaður. Fastir pennar 6.4.2009 17:13
Stórt og smátt Fall SPRON á dögunum sýnir að hrun íslensks viðskiptalífs stendur enn þá yfir og ekki eru enn öll kurl komin til grafar. Ekki er hægt að segja að forstöðumenn sparisjóðanna hafi gengið langt í útrásarkapphlaupinu miðað við stóru bankana en krosstengsl í íslensku viðskiptalífi gerðu það að verkum að örlög þeirra voru ráðin. Fastir pennar 24.3.2009 13:23
Friðlýsum Ísland Fyrir viku bárust alvarleg tíðindi af árekstri bresks og fransks kjarnorkukafbáts á Atlantshafi í febrúarbyrjun. Betur fór þar en á horfðist, en fréttirnar vekja mann óneitanlega til umhugsunar um áhrif þess sem skaðlegt kjarnorkuslys á höfunum gæti haft fyrir Ísland og Íslendinga. Auk beinna skaðlegra umhverfisáhrifa sem slíkt slys hefði í för með sér, mætti búast við því að sala og neysla á sjávarafurðum yrði fyrir áfalli með hörmulegum afleiðingum fyrir þjóðarhag sem síst má við miklum skakkaföllum. Þetta er raunveruleg ógn sem vofir yfir Íslendingum. Fastir pennar 23.2.2009 17:36
Tími félagshyggju Eftir langan óvissutíma er loksins tekin við ríkisstjórn á Íslandi sem hefur vilja til breytinga. Svigrúm hennar til athafna er hins vegar þröngt og miklu máli skiptir hvernig henni tekst að fóta sig á næstu mánuðum. Það eina sem er öruggt er að miklar byrðar munu leggjast á Íslendinga næstu misserin. Á hinn bóginn getur skipt máli hvernig þær byrðar dreifast og hvernig samfélagið þróast í framhaldinu. Fastir pennar 10.2.2009 16:49
Hvað getum við gert? Árið 1948 var ákveðið á vettvangi Sameinuðu þjóðanna að stofna tvö ríki í Palestínu, annað fyrir innflytjendur gyðinga en hitt fyrir Arabana sem höfðu búið þar um aldir. Fastir pennar 12.1.2009 18:03
Engar lausnir Ríkisstjórnin hefur lekið út andlitslyftingu um áramótin - ráðherrum verður skipt út og aðrir settir inn í staðinn. Hugsanlega mun hrókunin ná til Seðlabankans líka enda líta margir á formann bankastjórnar sem tákngerving kreppunnar. Fastir pennar 15.12.2008 17:55
Ekki benda á mig Það er ekki lengur hægt að láta menn komast upp með þann hálfsannleik að fjármálakreppan sem valdið hefur íslensku hagkerfi stórfelldum skakkaföllum sé eins og fellibylur sem kemur að utan og að hending ein valdi því að hann orsaki meiri skaða á einum stað en öðrum. Fastir pennar 2.12.2008 10:27
Lán eða lýðræði? Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum íslenskra stjórnvalda við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn (IMF) og þeim skilmálum sem munu fylgja láni frá sjóðnum. Fastir pennar 17.11.2008 17:22
Ögurstund vestanhafs Í dag ganga Bandaríkjamenn að kjörborði og velja sér nýjan forseta. Á lokasprettinum hefur Barack Obama haft nokkra forystu í skoðanakönnunum og eru það mikil tíðindi. Lengi hefur verið haft fyrir satt að Bandaríkjamenn væru of forpokaðir til þess að blökkumaður geti orðið forseti. Fastir pennar 3.11.2008 18:39
Auðmagnið Engum dylst lengur að heimskerfi hins hnattvædda kapítalisma er í kreppu og að meginorsökin er hrun fjármálastofnana í Bandaríkjunum. Nú beinist athyglin að undirstöðum þessa kerfis. Fastir pennar 20.10.2008 22:22
Bakgrunnur kreppunnar Enginn vafi er á því að nú geisar alþjóðleg fjármálakreppa. Hún á upptök sín í Bandaríkjunum en angar hennar teygja sig um öll lönd með misalvarlegum afleiðingum. Í Evrópu hefur hún þegar haft í för með sér þjóðnýtingu nokkra banka, þ. á m. Glitnis hérna á Íslandi, og alls staðar hafa ríkisstjórnir gripið til ráðstafana til að tryggja stöðugleika fjármálakerfis. Þetta er þvert á þá afskiptaleysisstefnu sem hefur verið borið af málsvörum hins frjálsa markaðar og hefur því eðlilega vakið upp umræðu hvort kapítalisminn sé í kreppu og þó sérstaklega það afbrigði hans sem hefur verið allsráðandi í Bandaríkjununum undanfarin 20 ár. Fastir pennar 6.10.2008 16:56
Að læra af kreppunni Að undanförnu hefur sjálfsálit Íslendinga fengið nokkurn skell. Hugmyndin um íslenska efnahagsmógúlinn sem væri bestur og klárastur í öllum heiminum hefur verið leiðarstef í hátíðarræðum ráðamanna um langt skeið og hefur breytt íslenskri tungu. Fastir pennar 22.9.2008 16:29
Endalok hernáms Útlit er fyrir að hernám Bandaríkjanna í Írak sé bráðum á enda. Ríkisstjórn George W. Bush hefur lagt kapp á að semja við ríkisstjórn Íraks um áframhaldandi herstöðvar en þegar tillögur Bandaríkjastjórnar láku til fjölmiðla í júní vöktu þær mikla reiði, enda fólst í þeim að Írak yrði í raun bandarískt leppríki. Fastir pennar 25.8.2008 17:03
Goðsagnir Goðsagnir finnast í öllum mannlegum samfélögum og eru hluti af sameiginlegu minni okkar. En vísindin eru það líka. Það hefur alltaf verið til fólk sem er tilbúið að andæfa goðsögnum og halda fram mynd af veruleikanum sem því finnst sannari þótt hún stangist á við hefðina. Fastir pennar 28.7.2008 17:20
Flóttamenn á Íslandi Fyrir rúmri viku var Keníumaður að nafni Paul Ramses Odour rekinn frá Íslandi en hingað hafði hann leitað til að biðja um pólitískt hæli. Mál hans fékk aldrei efnislega meðferð heldur var hann fluttur til Ítalíu á grundvelli svonefnds Dyflinnarsamnings. Fastir pennar 14.7.2008 17:05
Evrópuhugsjón í kreppu? Samstarf Evrópuþjóða á sér ýmsar ólíkar myndir. Þessa dagana stendur t.d. yfir Evrópukeppni landsliða í knattspyrnu. Í sjónvarpi allra landsmanna er hægt að fylgjast með smáþjóðum takast á við gamalgróin risaveldi íþróttarinnar og eina reglan þar virðist vera sú að aldrei er hægt að afskrifa neitt lið. Fastir pennar 16.6.2008 18:40
Til hvers einkaframkvæmd? Um árabil hafa einkaaðilar veitt sjúklingum þjónustu af ýmsum toga, en almannatryggingar greiða kostnaðinn að sínum hluta. Heilsugæslustöðvar á vegum hins opinbera og læknamiðstöðvar á vegum lækna virðast hafa rekist ágætlega saman en lítið hefur verið um rannsóknir á kostnaði þessara tveggja rekstrarforma. Fastir pennar 19.5.2008 17:20
Heimsveldi dópsalanna Frjáls verslun og heimskerfi alþjóðavædds kapítalisma hefur frá upphafi hnitast um nokkrar vörur sem hafa áhrif á alþjóðlegar hagsveiflur. Nú á dögum eru það olía og önnur brennsluefni fyrir orkuframleiðslu, en í árdaga hnattvæðingar voru það fremur ýmsar neysluvörur. Fastir pennar 5.5.2008 16:48
Fallandi gengi Ekki er hægt að segja annað en að landsmenn hafi tekið hraustlega við sér eftir að fréttir bárust af mikilli gengisfellingu nú á dögunum. Fastir pennar 27.3.2008 16:37
Paradís framkvæmdavaldsins? Allt frá því á 18. öld hafa frjálslyndir hugsuðir litið á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald sem einn af hornsteinum lýðræðisins. Fastir pennar 28.2.2008 17:12
Grínverktaki rekinn Fyrir nokkrum vikum var tilkynnt um grundvallarbreytingu á einni af helstu stofnunum íslensks samfélags, sjálfri Spaugstofunni. Einn félaganna sem hefur verið með í hópnum frá upphafi, Randver Þorláksson, hefur verið rekinn frá Ríkisútvarpinu og verður ekki með í Spaugstofunni í ár. Fastir pennar 21.9.2007 22:17
Uppbyggingin Nú á dögunum kom hingað til Íslands háttsetur gestur að nafni Nicholas Burns. Hann er aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna og átti hér í viðræðum við forsætis- og utanríkisráðherra. Að viðræðunum loknum fluttu fjölmiðlar, sem núna eru upp til hópa orðnir stjórnarsinnaðir, gagnrýnislausar fréttir um gott samband ríkjanna tveggja, rekstur ratsjárkerfisins og fleiri tæknileg mál sem þarf að semja um Fastir pennar 15.6.2007 16:06
Framtíðin Núna stendur yfir kosningabarátta þar sem stjórnmálaflokkar demba yfir okkur slagorðum og auglýsingum í örfáar vikur sem eiga að fá okkur til að gleyma öllu því sem hefur gerst á Íslandi undanfarin fjögur ár. Fastir pennar 4.5.2007 17:18
Stjórn sýndarveruleikans Núna í vikunni andaðist franski spekingurinn Jean Baudrillard sem varð frægur (eða alræmdur) fyrir að halda því fram að ýmis nútímafyrirbæri væru sýndarveruleiki. Umdeildasta dæmið sem Baudrillard tók um þetta var Persaflóastríðið 1991. Fastir pennar 9.3.2007 17:36
Bið eftir kynjajafnrétti Nú á dögum líta flestallir Íslendingar á sig sem jafnréttissinna. Sú sjálfsmynd er þó ekki endilega byggð á gildum rökum. Það er a.m.k. þversögn að mörgum af hinum meintu jafnréttissinnum finnst allt í himnalagi í samfélagi þar sem misrétti kynjanna er viðhaldið með kerfisbundnum hætti. Fastir pennar 23.2.2007 18:12
Utanríkismál á dagskrá Mikill kosningaskjálfti virðist kominn í íslenska stjórnmálaflokka og ýmsum brögðum beitt til að marka sér sérstöðu. Allt er þetta brölt óskaplega klassískt og fyrirsjáanlegt sem er miður því að ýmis tíðindi gætu gerst í pólitíkinni á árinu 2007. Fastir pennar 12.1.2007 18:14
Sá alræmdi Fallinn er Óli fígúra í Síle“ sagði menntaskólakennari nokkur daginn eftir að einræðisherrann Augusto Pinochet hafði tapað þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi völd árið 1989. Nemendur hans fengu frí þann daginn. Fastir pennar 15.12.2006 17:13
Það sem átti ekki að vera hægt Í dag, laugardaginn 2. desember 2006, fer fram forval Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á höfuðborgarsvæðinu. Ólíkt því sem tíðkast hefur í prófkjörum annarra flokka þá hafa frambjóðendur ekki eytt milljónum í auglýsingar um hvippinn og hvappinn. Fastir pennar 1.12.2006 19:18
Flóð í uppsiglingu Íslenskan á ekki mörg hugtök sem eru gjörsamlega óþýðanleg, en í hópi þeirra er „jólabókaflóð“. Reynið að útskýra þetta fyrirbæri fyrir útlendingum og þið munuð komast að því að það er gjörsamlega vonlaust. Fastir pennar 18.11.2006 01:37
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti