Flótti Matthíasar Mána af Litla-Hrauni Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Innlent 21.12.2012 19:19 Fangelsismálastjóri skorar á Matthías að gefa sig fram Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið. Innlent 21.12.2012 14:30 Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Innlent 21.12.2012 13:16 Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, strokufanginn á Litla-Hrauni, er enn ófundinn. Talið er að hann hafi strokið rétt eftir hádegi, en hann klifraði yfir girðingu sem umlykur fangelsið. Lögreglan er enn að vinna út frá vísbendinum sem henni hafa borist, en engin skipulögð leit verður með aðstoð björgunarsveitarmanna í dag eins og var fyrr í vikunni. Innlent 21.12.2012 10:11 Rekja fótspor sem fundust við Litla-Hraun í gær Um tíu björgunarsveitamenn eru við störf hjá Litla-Hrauni, til þess að rekja fótspor sem fundust í gær, og talið er að megi rekja til Matthíasar Mána Erlingssonar, fangans af Litla-Hrauni. Leitin hefur enn engan árangur borið, en Matthías strauk á mánudag, um klukkan eitt að talið er. Innlent 20.12.2012 15:28 Halda áfram að leita strokufangans Leit mun halda áfram að fanganum Matthíasi Mána Erlingssyni í dag. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni rétt fyrir klukkan tíu í morgun fengust þær upplýsingar að lögregla og aðrir viðbragðsaðilar væru að fara á fund til að skipuleggja daginn. Á þeim fundi verður farið yfir fyrirliggjandi gögn og ákveðið hvernig deginum verður háttað. Nú eru liðnir tæpir fjórir sólarhringar frá því að maðurinn strauk úr fangelsinu. Hann er dæmdur fyrir að hafa reynt að myrða stjúpmóður sína. Innlent 20.12.2012 09:49 Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson er ófundinn þrátt fyrir mikla leit að honum í gær. Innlent 20.12.2012 06:43 Íbúar á Eyrarbakka skelkaðir vegna strokufanga "Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Innlent 19.12.2012 19:09 Björgunarsveitamenn hættir leit að strokufanganum Björgunarsveitamenn eru hættir að leita að Matthíasi Mána Erlingssyni, fanga sem strauk frá Litla-Hrauni, í dag. Um 50 björgunarsveitamenn voru við leit í dag, en jafnframt tóku fangaverðir og lögreglan þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu munu lögreglumenn halda áfram leit að honum. Þeir munu meðal annars fara yfir vísbendingar sem hafa borist. Innlent 19.12.2012 17:05 Foreldrar á Eyrarbakka sóttu börnin í skólann "Við reynum að nálgast þetta þannig að þetta hafi engin áhrif á börnin, að þau séu skelfd, en maður finnur það í foreldrahópnum að fólk er með varann á sér,“ segir Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Innlent 19.12.2012 16:06 Fimmtíu björgunarsveitarmenn leita strokufangans - Hundar notaðir við leitina Leit að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni, við Eyrarbakka og Stokkseyri mun halda áfram fram eftir degi. Unnið er út frá vísbendingum sem borist hafa um ferðir Matthíasar. Innlent 19.12.2012 15:25 Matthíasar Mána leitað við Eyrarbakka Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nú leitað á Eyrarbakka, steinsnar frá Litla-Hrauni. Innlent 19.12.2012 12:52 Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni í fyrradag, er enn ófundinn og er leitin nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.12.2012 06:53 Hættulegur og gengur enn laus „Ég skil mjög vel gagnrýni og aðfinnslur Fangavarðafélagsins og fangelsisyfirvalda,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir að ofbeldismaðurinn Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni í fyrradag. Innlent 19.12.2012 06:30 Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Innlent 18.12.2012 19:29 Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, fanginn sem strauk af Litla-Hrauni í gær, var enn ófundinn þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kannaði málið á þriðja tímanum í dag. Matthías strauk, sem kunnugt er, úr fangelsinu um eittleytið í gær. Lögreglan á Selfossi hefur verið með málið til rannsóknar frá klukkan þrjú í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun taka málið yfir í dag. Innlent 18.12.2012 14:47 „Við förum yfir okkar verklagsreglur" "Við förum yfir okkar verklagsreglur og athugum hvað það var sem þarna gerðist nákvæmlega, en við erum ekki tilbúin að tjá okkur meira um þetta. Ég vísa bara á lögregluna sem fer með rannsókn málsins,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Innlent 18.12.2012 10:37 Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs. Innlent 18.12.2012 06:43 Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. Innlent 17.12.2012 21:26 Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. Innlent 17.12.2012 17:04 Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. Innlent 17.12.2012 16:06 « ‹ 1 2 ›
Hugsanlegt að Matthías sé í sumarbústað á Suðurlandinu Lögregla hefur leitað strokufangans Matthíasar Mána á sumarbústaðarsvæðum nærri Litla-Hrauni og telur ekki ólíklegt að hann geti hafst þar við. Rúmlega fögurra sólarhringa leit hefur engum árangri skilað. Innlent 21.12.2012 19:19
Fangelsismálastjóri skorar á Matthías að gefa sig fram Það er ekki refsivert að strjúka úr fangelsi. Ég tel að það ætti að vera refsivert og að það ættu að vera þungar refsingar við því. Það er einvörðungu refsivert ef um samantekin ráð að ræða. Hafi menn sammælst um að strjúka þá er það refisvert. Hann skorar á Matthías Mána Erlingsson, sem strauk úr fangelsinu á Litla-Hrauni á mánudag að gefa sig fram, svo mál hans verði ekki enn erfiðara en það er þegar orðið. Innlent 21.12.2012 14:30
Bændur beðnir um að svipast um eftir strokufanganum Lögregla er enn engu nær um hvar strokufanginn Matthías Máni er eftir nærri fjögura sólarhringa leit. Lögreglan hefur beðið bændur að leita í útihúsum og kannað sumarbústaði á Suðurlandi. Innlent 21.12.2012 13:16
Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, strokufanginn á Litla-Hrauni, er enn ófundinn. Talið er að hann hafi strokið rétt eftir hádegi, en hann klifraði yfir girðingu sem umlykur fangelsið. Lögreglan er enn að vinna út frá vísbendinum sem henni hafa borist, en engin skipulögð leit verður með aðstoð björgunarsveitarmanna í dag eins og var fyrr í vikunni. Innlent 21.12.2012 10:11
Rekja fótspor sem fundust við Litla-Hraun í gær Um tíu björgunarsveitamenn eru við störf hjá Litla-Hrauni, til þess að rekja fótspor sem fundust í gær, og talið er að megi rekja til Matthíasar Mána Erlingssonar, fangans af Litla-Hrauni. Leitin hefur enn engan árangur borið, en Matthías strauk á mánudag, um klukkan eitt að talið er. Innlent 20.12.2012 15:28
Halda áfram að leita strokufangans Leit mun halda áfram að fanganum Matthíasi Mána Erlingssyni í dag. Þegar Vísir náði tali af lögreglunni rétt fyrir klukkan tíu í morgun fengust þær upplýsingar að lögregla og aðrir viðbragðsaðilar væru að fara á fund til að skipuleggja daginn. Á þeim fundi verður farið yfir fyrirliggjandi gögn og ákveðið hvernig deginum verður háttað. Nú eru liðnir tæpir fjórir sólarhringar frá því að maðurinn strauk úr fangelsinu. Hann er dæmdur fyrir að hafa reynt að myrða stjúpmóður sína. Innlent 20.12.2012 09:49
Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson er ófundinn þrátt fyrir mikla leit að honum í gær. Innlent 20.12.2012 06:43
Íbúar á Eyrarbakka skelkaðir vegna strokufanga "Þetta eru harðsnúnir menn sem snúa sér yfir þetta eins og ekkert sé," segir Skúli Steinsson, íbúi á Eyrarbakka, sem gengdi starfi fangavarðar í 23 ár. Hann segir að sér þyki hræðilegt að vita til þess að menn virðist geta klifrað yfir varnargirðingarnar ef þeim sýnist svo, en strokufangans, Matthíasar Mána Erlingssonar, var leitað í umhverfi Litla-Hrauns í dag. Innlent 19.12.2012 19:09
Björgunarsveitamenn hættir leit að strokufanganum Björgunarsveitamenn eru hættir að leita að Matthíasi Mána Erlingssyni, fanga sem strauk frá Litla-Hrauni, í dag. Um 50 björgunarsveitamenn voru við leit í dag, en jafnframt tóku fangaverðir og lögreglan þátt í henni. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu munu lögreglumenn halda áfram leit að honum. Þeir munu meðal annars fara yfir vísbendingar sem hafa borist. Innlent 19.12.2012 17:05
Foreldrar á Eyrarbakka sóttu börnin í skólann "Við reynum að nálgast þetta þannig að þetta hafi engin áhrif á börnin, að þau séu skelfd, en maður finnur það í foreldrahópnum að fólk er með varann á sér,“ segir Magnús J. Magnússon, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri. Innlent 19.12.2012 16:06
Fimmtíu björgunarsveitarmenn leita strokufangans - Hundar notaðir við leitina Leit að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni, við Eyrarbakka og Stokkseyri mun halda áfram fram eftir degi. Unnið er út frá vísbendingum sem borist hafa um ferðir Matthíasar. Innlent 19.12.2012 15:25
Matthíasar Mána leitað við Eyrarbakka Fjölmennt lið lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu leitar nú að Matthíasi Mána Erlingssyni, strokufanga af Litla-Hrauni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er nú leitað á Eyrarbakka, steinsnar frá Litla-Hrauni. Innlent 19.12.2012 12:52
Strokufanginn enn ófundinn Strokufanginn Matthías Máni Erlingsson, sem strauk af Litla Hrauni í fyrradag, er enn ófundinn og er leitin nú á forræði lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.12.2012 06:53
Hættulegur og gengur enn laus „Ég skil mjög vel gagnrýni og aðfinnslur Fangavarðafélagsins og fangelsisyfirvalda,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra vegna þeirrar umræðu sem skapast hefur eftir að ofbeldismaðurinn Matthías Máni Erlingsson strauk af Litla-Hrauni í fyrradag. Innlent 19.12.2012 06:30
Engu nær um ferðir Matthíasar Mána Lögregla hefur nú leitað í rúman sólarhring að hættulegum fanga sem strauk af Litla Hrauni. Þrátt fyrir fjölda vísbendinga er lögregla engu nær. Fangelsisstjóri segir á áætlun að bæta girðinguna sem talið er að fanginn hafi komist yfir. Innlent 18.12.2012 19:29
Matthías Máni enn ófundinn Matthías Máni Erlingsson, fanginn sem strauk af Litla-Hrauni í gær, var enn ófundinn þegar fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis kannaði málið á þriðja tímanum í dag. Matthías strauk, sem kunnugt er, úr fangelsinu um eittleytið í gær. Lögreglan á Selfossi hefur verið með málið til rannsóknar frá klukkan þrjú í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun taka málið yfir í dag. Innlent 18.12.2012 14:47
„Við förum yfir okkar verklagsreglur" "Við förum yfir okkar verklagsreglur og athugum hvað það var sem þarna gerðist nákvæmlega, en við erum ekki tilbúin að tjá okkur meira um þetta. Ég vísa bara á lögregluna sem fer með rannsókn málsins,“ segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri. Innlent 18.12.2012 10:37
Fanginn sem flúði af Litla Hrauni enn ófundinn Lögreglan á Selfossi, í samstarfi við lögregluembætti annarsstaðar á landinu hefur í gærkvöldi og í nótt unnið eftir vísbendingum um flótta fanga frá Litla Hrauni í gær, en án árangurs. Innlent 18.12.2012 06:43
Stjúpu Matthíasar komið í skjól - sá hættulegasti sem hefur strokið í mörg ár Stjúpu mannsins, sem strauk af Litla-Hrauni í dag, hefur verið komið í skjól, en það var gert mjög fljótlega eftir að upp komst um flóttann. Innlent 17.12.2012 21:26
Strokufanginn sat inni fyrir tilraun til manndráps Fanginn sem strauk af Litla-Hrauni fyrr í dag heitir Matthías Máni Erlingsson og er 24 ára gamall. Hann var dæmdur á dögunum fyrir tilraun til manndráps. Innlent 17.12.2012 17:04
Fangi strauk af Litla-Hrauni Fangi strauk af Litla Hrauni um eittleytið í dag. Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu um strokið um þrjúleytið og er nú að leita að honum. Lögreglan vildi engar upplýsingar gefa um fangann þegar Vísir spurðist fyrir um málið í dag. Innlent 17.12.2012 16:06
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent