Afríkukeppnin í fótbolta

Fréttamynd

Jafnt í stór­leiknum

Stórleik dagsins í Afríkukeppninni í fótbolta milli Fílabeinsstrandarinnar og Kamerún lauk með jafntefli eftir hörkuleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mahrez tryggði Alsíringum sigur

Riyad Mahrez var hetja Alsír í 1-0 sigri á Búrkína Fasó á Afríkukeppninni í fótbolta í Marokkó í kvöld. Alsír er komið áfram í 16-liða úrslit.

Fótbolti
Fréttamynd

Mané tryggði Senegal stig

Senegal og Kongó eru jöfn að stigum í D-riðli Afríkukeppninnar í fótbolta, eftir að hafa gert 1-1 jafntefli í dag í 2. umferð riðlakeppninnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Hótað brott­rekstri ef hann færi ekki á börurnar

Samuel Moutoussamy, leikmaður Lýðstjórnarlýðveldis Kongó á Afríkumótinu í fótbolta, hefur vakið athygli á netmiðlum fyrir að rísa á mettíma af börum eftir að hafa verið borinn af velli í fyrsta leik liðsins á mótinu gegn Benín. Hann skýrði ástæðu þess eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Viður­kenna að VAR hafi bilað

Leikmenn og þjálfarar Benín voru æfir eftir að hafa verið neitað um vítaspyrnu í 1-0 tapi fyrir Lýðstjórnarlýðveldinu Kongó í D-riðli Afríkumótsins í gær. VAR-búnaður á vellinum bilaði svo dómari leiksins gat ekki endurskoðað atvikið.

Fótbolti
Fréttamynd

Kongóliðar byrja á sigri

Lýðveldið Kongó hefur Afríkukeppnina á sigri. Liðið vann 1-0 sigur á Benín í D-riðli mótsins í Rabat í Marokkó í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Salah færði Egyptum draumabyrjun

Mohamed Salah sá til þess að Egyptaland fengi þrjú stig úr fyrsta leik sínum á Afríkumótinu í fótbolta í kvöld, með sigurmarki í uppbótartíma gegn Simbabve.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­sakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn

Fótboltaheimur Kamerún logar í aðdraganda Afríkukeppninnar sem hefst síðar í mánuðinum. Samuel Eto'o, forseti kamerúnska knattspyrnusambandins, opinberaði í gær leikmannahóp liðsins fyrir komandi mót og rak þjálfara liðsins í leiðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Nígería ætlar að snið­ganga leikinn gegn Líbíu

William Troost-Ekong, fyrirliði nígeríska fótboltalandsliðsins, segir að það ætli að sniðganga leikinn gegn Líbíu vegna illrar meðferðar. Leikmenn Nígeríu hafa verið fastir á flugvelli í Líbíu í tæpan sólarhring.

Fótbolti