Hlaup í Skaftá Hlaup að hefjast í Skaftá Samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamönnum Veðurstofu Íslands er hlaup að hefjast í Skaftá. Skaftá hljóp einnig síðasta sumar. Í Skaftárhlaupum getur vatn farið yfir Skaftártunguveg við Hvamm og vegurinn í Skaftárdal lokast, fyrir kemur að vatn fari yfir veginn við Hólaskjól á Fjallabaksleið nyrðri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Upptök Skaftár eru í Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum. Skaftár eða í lægðum meðfram henni vegna mengunar af völdum brennisteinsvetnis, en brennisteinsvetni getur skaðað slímhúðir í augum og öndunarvegi. Náið er fylgst með framvindu hlaupsins. Innlent 28.7.2011 10:03 Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Innlent 13.7.2011 19:02 Hlaupið kemur fram neðan Eldhrauns Vatnsrennsli í Grenlæk í Landbroti hefur fimmfaldast á síðustu dögum. Ástæðan er hlaupið í Skaftá en hluti þess rann út á Eldhraun og Grenlækur rennur undan suðaustanverðu hrauninu, sunnan Kirkjubæjarklausturs. Vatnavextirnir þar koma því fram þremur til fjórum sólarhringum eftir að Skaftárhlaupið náði hámarki í byggð. Innlent 2.7.2010 13:28 Hámark Skaftárhlaupsins komið út í sjó Hámark Skaftárhlaupsins er komið út í sjó og fer því að sjatna í ánni, nema hvað það getur tekið nokkra daga að sjatna í Skaftáreldahrauni. Innlent 30.6.2010 11:36 Skaftá vex enn í byggð Skaftá hefur enn verið að vaxa í morgun í byggð í Skaftártungu og á Síðu en vatnamælingamenn telja að þar nái hlaupið hámarki í dag. Innlent 29.6.2010 10:59 Stefnir í einhver mestu flóð í sögu Skaftárhlaupa Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Innlent 28.6.2010 19:06 Skaftárhlaupið nær hámarki síðdegis Skaftárhlaupið úr eystri katlinum nær hámarki síðdegis eða í kvöld en áin er þegar farin að flæða yfir bakka sína. Áin flæddi meðal annars yfir bakka nærri bænum Skál og yfir veg nærri Hálendismiðstöðinni nærri Hólaskjóli. Innlent 28.6.2010 11:37 Skaftá flæddi yfir veg við bæinn Skaftárdal Skaftá flæddi í gærkvöldi yfir veginn heim að bænum Skaftárdal, en hlaupið hefur ekki aukist í nótt. Innlent 22.6.2010 07:29 Varað við brennisteinsmengun frá Skaftárhlaupi Almannavarnir vara við brennisteinsmengun við upptök Skaftárhlaupsins, sem hófst í gær. Innlent 21.6.2010 07:17 Skaftárhlaup: Varað við brennisteinsmengun Í tilkynningu frá Almannavörnum er varað við brennisteinsmengun sem helst gætir nálægt upptökum hlaupvatnsins. Fólk er varað við að vera á ferð þar sem brennisteinslyktar gætir. Innlent 20.6.2010 17:35 Ferðamenn varaðir við hlaupi Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ferðamenn við Hólaskjól á Nyrða-Fjallabaki eru beðnir um að hafa vara á sér. Búast má við að flóðsins verði vart við veginn í Skaftárdal um klukkan hálf sjö. Innlent 20.6.2010 16:46 Skaftárhlaup hafið Skaftárhlaup hófst nú rétt upp úr eitt í dag. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stærð hlaupsins eða umfang. "Það er rétt að hefjast," segir Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 20.6.2010 15:07 « ‹ 3 4 5 6 ›
Hlaup að hefjast í Skaftá Samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamönnum Veðurstofu Íslands er hlaup að hefjast í Skaftá. Skaftá hljóp einnig síðasta sumar. Í Skaftárhlaupum getur vatn farið yfir Skaftártunguveg við Hvamm og vegurinn í Skaftárdal lokast, fyrir kemur að vatn fari yfir veginn við Hólaskjól á Fjallabaksleið nyrðri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Upptök Skaftár eru í Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum. Skaftár eða í lægðum meðfram henni vegna mengunar af völdum brennisteinsvetnis, en brennisteinsvetni getur skaðað slímhúðir í augum og öndunarvegi. Náið er fylgst með framvindu hlaupsins. Innlent 28.7.2011 10:03
Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi. Innlent 13.7.2011 19:02
Hlaupið kemur fram neðan Eldhrauns Vatnsrennsli í Grenlæk í Landbroti hefur fimmfaldast á síðustu dögum. Ástæðan er hlaupið í Skaftá en hluti þess rann út á Eldhraun og Grenlækur rennur undan suðaustanverðu hrauninu, sunnan Kirkjubæjarklausturs. Vatnavextirnir þar koma því fram þremur til fjórum sólarhringum eftir að Skaftárhlaupið náði hámarki í byggð. Innlent 2.7.2010 13:28
Hámark Skaftárhlaupsins komið út í sjó Hámark Skaftárhlaupsins er komið út í sjó og fer því að sjatna í ánni, nema hvað það getur tekið nokkra daga að sjatna í Skaftáreldahrauni. Innlent 30.6.2010 11:36
Skaftá vex enn í byggð Skaftá hefur enn verið að vaxa í morgun í byggð í Skaftártungu og á Síðu en vatnamælingamenn telja að þar nái hlaupið hámarki í dag. Innlent 29.6.2010 10:59
Stefnir í einhver mestu flóð í sögu Skaftárhlaupa Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni. Innlent 28.6.2010 19:06
Skaftárhlaupið nær hámarki síðdegis Skaftárhlaupið úr eystri katlinum nær hámarki síðdegis eða í kvöld en áin er þegar farin að flæða yfir bakka sína. Áin flæddi meðal annars yfir bakka nærri bænum Skál og yfir veg nærri Hálendismiðstöðinni nærri Hólaskjóli. Innlent 28.6.2010 11:37
Skaftá flæddi yfir veg við bæinn Skaftárdal Skaftá flæddi í gærkvöldi yfir veginn heim að bænum Skaftárdal, en hlaupið hefur ekki aukist í nótt. Innlent 22.6.2010 07:29
Varað við brennisteinsmengun frá Skaftárhlaupi Almannavarnir vara við brennisteinsmengun við upptök Skaftárhlaupsins, sem hófst í gær. Innlent 21.6.2010 07:17
Skaftárhlaup: Varað við brennisteinsmengun Í tilkynningu frá Almannavörnum er varað við brennisteinsmengun sem helst gætir nálægt upptökum hlaupvatnsins. Fólk er varað við að vera á ferð þar sem brennisteinslyktar gætir. Innlent 20.6.2010 17:35
Ferðamenn varaðir við hlaupi Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ferðamenn við Hólaskjól á Nyrða-Fjallabaki eru beðnir um að hafa vara á sér. Búast má við að flóðsins verði vart við veginn í Skaftárdal um klukkan hálf sjö. Innlent 20.6.2010 16:46
Skaftárhlaup hafið Skaftárhlaup hófst nú rétt upp úr eitt í dag. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stærð hlaupsins eða umfang. "Það er rétt að hefjast," segir Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands. Innlent 20.6.2010 15:07
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent