Hlaup í Skaftá

Fréttamynd

Hlaup að hefjast í Skaftá

Samkvæmt upplýsingum frá vatnamælingamönnum Veðurstofu Íslands er hlaup að hefjast í Skaftá. Skaftá hljóp einnig síðasta sumar. Í Skaftárhlaupum getur vatn farið yfir Skaftártunguveg við Hvamm og vegurinn í Skaftárdal lokast, fyrir kemur að vatn fari yfir veginn við Hólaskjól á Fjallabaksleið nyrðri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Almannavörnum. Upptök Skaftár eru í Skaftárjökli í Vatnajökli austan við Langasjó. Fólki er ráðlagt að vera ekki nálægt upptökum. Skaftár eða í lægðum meðfram henni vegna mengunar af völdum brennisteinsvetnis, en brennisteinsvetni getur skaðað slímhúðir í augum og öndunarvegi. Náið er fylgst með framvindu hlaupsins.

Innlent
Fréttamynd

Virkjunarlónin gleyptu gríðarstóra flóðbylgjuna

Hlaupið sem kom úr vestanverðum Vatnajökli reyndist gríðarstórt og fór vatnsrennslið yfir tvöþúsund rúmmetra á sekúndu í nótt, sem er meira en í stærstu Skaftárhlaupum. Líklegast þykir að hlaupið komi úr jarðhitakatli undir jöklinum. Vísindamenn telja ekki bein tengsl milli þessa atburðar og hlaupsins úr Kötlu um síðustu helgi.

Innlent
Fréttamynd

Hlaupið kemur fram neðan Eldhrauns

Vatnsrennsli í Grenlæk í Landbroti hefur fimmfaldast á síðustu dögum. Ástæðan er hlaupið í Skaftá en hluti þess rann út á Eldhraun og Grenlækur rennur undan suðaustanverðu hrauninu, sunnan Kirkjubæjarklausturs. Vatnavextirnir þar koma því fram þremur til fjórum sólarhringum eftir að Skaftárhlaupið náði hámarki í byggð.

Innlent
Fréttamynd

Skaftá vex enn í byggð

Skaftá hefur enn verið að vaxa í morgun í byggð í Skaftártungu og á Síðu en vatnamælingamenn telja að þar nái hlaupið hámarki í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Stefnir í einhver mestu flóð í sögu Skaftárhlaupa

Tvö Skaftárhlaup, sem nú koma hvort ofan í annað, eru talin geta valdið mestu flóðum í þekktri sögu þessara náttúruhamfara. Vegir eru farnir í sundur á nokkrum stöðum, varnargarðar hafa brostið og á næstum dögum er búist við að flætt geti yfir hringveginn í Eldhrauni.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaupið nær hámarki síðdegis

Skaftárhlaupið úr eystri katlinum nær hámarki síðdegis eða í kvöld en áin er þegar farin að flæða yfir bakka sína. Áin flæddi meðal annars yfir bakka nærri bænum Skál og yfir veg nærri Hálendismiðstöðinni nærri Hólaskjóli.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup: Varað við brennisteinsmengun

Í tilkynningu frá Almannavörnum er varað við brennisteinsmengun sem helst gætir nálægt upptökum hlaupvatnsins. Fólk er varað við að vera á ferð þar sem brennisteinslyktar gætir.

Innlent
Fréttamynd

Ferðamenn varaðir við hlaupi

Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að ferðamenn við Hólaskjól á Nyrða-Fjallabaki eru beðnir um að hafa vara á sér. Búast má við að flóðsins verði vart við veginn í Skaftárdal um klukkan hálf sjö.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup hafið

Skaftárhlaup hófst nú rétt upp úr eitt í dag. Ekki liggja fyrir upplýsingar um stærð hlaupsins eða umfang. "Það er rétt að hefjast," segir Óðinn Þórarinsson framkvæmdastjóri hjá Veðurstofu Íslands.

Innlent