Hlaup í Skaftá

Fréttamynd

Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af

Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur.

Innlent
Fréttamynd

Drastískt að drepa allt líf í Grenlæk

Landgræðslan segir ágang vatns úr Skaftá ógna grónu landi í Eldhrauni. Stofnunin vill láta loka fyrir vatn sem varnargarðar stöðva ekki nú þegar. Veiðimálastofnun segir mikla sjóbirtingsstofna og gríðarlega veiði þá verða úr sögunni.

Innlent
Fréttamynd

Óvissustig vegna hlaups í Skaftá

Ríkislögreglustjóri í samráði við lögreglustjórann á Hvolsvelli lýsir yfir óvissustigi vegna gruns um að hlaup sé hafið úr Skaftárkötlum skv. upplýsingum frá Veðurstofunni. Hlaupið getur komið fram undan Tungnaárjökli eða Skaftárjökli í Skaftá.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaup er hafið

Veðurstofa Íslands hefur sent frá sér viðvörun, en rennsli Skaftár við Sveinstind hefur verið að aukast síðasta sólarhring og rafleiðni hefur einnig aukist.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaupið er loksins komið fram

Meðalrennslii Skaftár við Sveinstind, sem er efsta mælingastöðin, var síðdegis í gær um 180 rúmmetrar á sekúndu, sem er um það bil þrefalt meðalrennsli. Þar með er Skaftárhlaupið loks komið fram, sem hefur verið óvenju lengi í burðarliðnum.

Innlent
Fréttamynd

Lítið bólar á Skaftárhlaupi

Lítið bólar enn á Skaftárhlaupinu, sem talið var að væri að hefjast fyrir helgi. Þó hefur mælst aukin rafleilðni í vatninu, sem er vísbending um hlaup, og vísbendingar eru um að ísskjálftar hafi orðið í jöklinum, en þeir eru oft fyrirboðar eða fylgifiskar hlaupa.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bólar á Skaftárhlaupinu

Ekkert hefur gerst í nótt sem bendir til þess að Skaftárhlaup sé hafið eða að hefjast. Flugmaður tilkynnti um það í gær að íshellan yfir vestari katlinum hefði sigið, sem er merki um hlaup. Snorri Zophoníasarson hjá Veðurstofunni segir hinsvegar að enn bendi ekkert til þess að eitthvað sé að gerast en þó mælist ketilvatn í ánni. Hafi hlaupið úr katlinum í gær tekur það vatnið um tuttugu til tuttugu og fjóra tíma að renna út í Skaftá en sextíu kílómetra leið er úr katlinum og að ánni. Í gærmorgun varð vart við jarðhræringar á svæðinu en nóttin var hinsvegar róleg.

Innlent
Fréttamynd

Varað við brennisteinsgufum

Varað hefur verið við brennisteinsgufum sem gætu fylgt Skaftárhlaupinu þegar það brýst undan jöklinum í kvöld. Lögreglan á Hvolsvelli beinir þeim ummælum til ferðamanna að fara ekki að upptökum Skaftár til að fylgjast með umrótunum í kvöld vegna eiturgufanna.

Innlent
Fréttamynd

Aldrei verið jafnfljótir að sjá hlaupið

"Við höfum aldrei verið svona fljótir að sjá þetta," segir Snorri Zóphóníasson, jarðfræðingur hjá Veðurstofunni, um Skaftárhlaup sem hófst í nótt. Hlaupið er enn ekki komið undan jöklinum, er í um 20 km fjarlægð frá jökulsporðinum og mun ekki ná í Skaftá fyrr en seint í kvöld eða á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Nýtt Skaftárhlaup gæti náð hámarki í byggð á föstudag

Ef aur heldur áfram að aukast mikið í Skaftá við Sveinstind er búist við að Skaftárhlaup nái hámarki í byggð á föstudag. Nú hafa fyrstu merki hafa komið fram á mælum Veðurstofunnar að hlaup geti verið að hefjast úr Eystri-Skaftárkatli. Órói hefur mælst á jarðskjálftamælum í kringum Vestanverðan Vatnajökul frá því fljótlega eftir miðnætti í nótt.

Innlent
Fréttamynd

Dregur úr vatnsrennsli í Skaftá

Dregið hefur úr vatnsrennsli í Skaftá frá miðnætti, en laust fyrir miðnætti var það orðið liðlega 400 rúmmetrar á sekúndu. Um fimm leitið í morgun var það komið niður í 370 rúmmetra.

Innlent
Fréttamynd

Greinilegt að hlaup hefur orðið

Enn hafa menn ekki orðið varir við hlaupið úr Skaftá í byggð. Flugmaður sem flaug yfir Vatnajökul í morgun segir greinilegt að hlaup hafi orðið í vestari katlinum. Veðurstofan segist alltaf hafa búist við því að hlaupið yrði lítið.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bólar á Skaftárhlaupi

Ekkert bólaði á Skaftárhlaupi í nótt þrátt fyrir mikla leiði í vatninu, sem yfirleitt er fyrirboði hlaups. Vatnið er líka gruggugt.

Innlent
Fréttamynd

Skaftárhlaupið komið í byggð eftir sólarhring

Sólarhringur gæti liðið þangað til að hlaupið í Skaftárdal gæti farið að sjást í byggð, segir Óðinn Þórarinsson vatnamælingamaður hjá Veðurstofu Íslands. "Það eru tíu til tólf tímar í að við sjáum eitthvað vatn fara að vaxa við sveinstind og þetta verður ekki komið niður í byggð í Skaftárdal fyrr en eftir sólarhring," segir Óðinn.

Innlent