Kálakrar farnir undir vatn og gróið land rofnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2015 10:51 Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir vatnsrennsli í Skaftá hafa vaxið gífurlega við bæinn og þjóðveg 1 það sem af er morgni. Áin sé farin upp úr farveg sínum alls staðar þar sem hún kemst og mikið af grónu landi er farið undir vatn. Þá er hún komin yfir á hraunið. „Áin er óvenjufyrirferðarmikil núna. Varnargarðar eru að komast að þolmörkum og þetta vex bara enn. Það er tæplega annað í boði en að það fari að verða tjón á varnargörðum og brúm því að þetta á bara enn eftir að vaxa,“ segir Gísli. Hann segir að hlaupið nú sé tvöfalt á við það stærsta sem hann hefur séð. Hann segir að áin sé ekki komin yfir þjóðveginn en þó er búið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása. „Þetta er langtum meira hlaup en við bjuggumst við. Þetta var auðvitað mjög skrýtið að ketillinn var fullur fyrir þremur árum en samt kom aldrei hlaup. Þeir vildu meina að það væri minnkandi jarðhiti en það kemur nú í ljós að það er ekki svo,“ segir Gísli.Fylgjast vel með þjóðvegi 1 Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið hversu mikið tjón sé við bæinn hans segir hann það ekki hægt enn sem komið er. „Hlaupið er nú ekki búið ennþá svo maður spyr bara að leikslokum.“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri Almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þjóðvegur 1 sé ekki í hættu eins og er en að menn séu með allan varann á og fylgist vel með framvindu mála á nokkrum stöðum á veginum. „Menn eru náttúrulega bara að horfa á stærsta hlaup sem þeir hafa séð. Það eru engin ummerki eftir svona síðustu áratugina. Vatn flæðir hér víða um og greinilegt að margir bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni. Kálakrar eru farnir hér undir vatn, gróið land farið að rofna og það flæðir yfir tún. Svo eiga leirinn og drullan sem verða eftir í hrauninu eftir að valda vandræðum í vetur.“Rennslið 2000 rúmmetrar á sekúndu en er vanalega milli 50 og 100 rúmmetrar Hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en Víðir segir erfitt að segja til um hvernig áin muni haga sér næstu klukkutímana þar sem hraunið gleypi mikið af vatninu.En hvernig er staðan á brúnni við Ása sem búið er að loka? „Hún er í lagi eins og er og aðrar brýr í byggð sömuleiðis. Uppi í Skaftárdal, þar sem eru bara eyðibýli, þar eru vegirnir í kringum brúrnar farnir og við vitum ekki alveg ástandið þar. En við höfum engar áhyggjur af því þar sem enginn er innilokaður, það verður bara að koma í ljós.“ Snorri Zóphóníasson hjá vatnamælingasviði Veðurstofunnar segir að vatnsrennslið við Ytri-Ása sé nú um 2000 rúmmetrar á sekúndu. Það sé vanalega um 50-100 metrar á sekúndu og fari alveg niður í 13 metra á sekúndu á veturna. Það er því ljóst að hlaupið er ógnarstórt og á bara enn eftir að vaxa í dag. Í myndbandinu hér sem Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók í morgun má sjá upptök hlaupsins við jökulbrún Skaftárjökuls. Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Gísli Halldór Magnússon, bóndi á Ytri-Ásum, segir vatnsrennsli í Skaftá hafa vaxið gífurlega við bæinn og þjóðveg 1 það sem af er morgni. Áin sé farin upp úr farveg sínum alls staðar þar sem hún kemst og mikið af grónu landi er farið undir vatn. Þá er hún komin yfir á hraunið. „Áin er óvenjufyrirferðarmikil núna. Varnargarðar eru að komast að þolmörkum og þetta vex bara enn. Það er tæplega annað í boði en að það fari að verða tjón á varnargörðum og brúm því að þetta á bara enn eftir að vaxa,“ segir Gísli. Hann segir að hlaupið nú sé tvöfalt á við það stærsta sem hann hefur séð. Hann segir að áin sé ekki komin yfir þjóðveginn en þó er búið að loka brúnni yfir Eldvatn við Ása. „Þetta er langtum meira hlaup en við bjuggumst við. Þetta var auðvitað mjög skrýtið að ketillinn var fullur fyrir þremur árum en samt kom aldrei hlaup. Þeir vildu meina að það væri minnkandi jarðhiti en það kemur nú í ljós að það er ekki svo,“ segir Gísli.Fylgjast vel með þjóðvegi 1 Aðspurður hvort hann geti eitthvað metið hversu mikið tjón sé við bæinn hans segir hann það ekki hægt enn sem komið er. „Hlaupið er nú ekki búið ennþá svo maður spyr bara að leikslokum.“ Víðir Reynisson, verkefnastjóri Almannavarna hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir að þjóðvegur 1 sé ekki í hættu eins og er en að menn séu með allan varann á og fylgist vel með framvindu mála á nokkrum stöðum á veginum. „Menn eru náttúrulega bara að horfa á stærsta hlaup sem þeir hafa séð. Það eru engin ummerki eftir svona síðustu áratugina. Vatn flæðir hér víða um og greinilegt að margir bændur hafa orðið fyrir miklu tjóni. Kálakrar eru farnir hér undir vatn, gróið land farið að rofna og það flæðir yfir tún. Svo eiga leirinn og drullan sem verða eftir í hrauninu eftir að valda vandræðum í vetur.“Rennslið 2000 rúmmetrar á sekúndu en er vanalega milli 50 og 100 rúmmetrar Hlaupið hefur ekki enn náð hámarki sínu í byggð en Víðir segir erfitt að segja til um hvernig áin muni haga sér næstu klukkutímana þar sem hraunið gleypi mikið af vatninu.En hvernig er staðan á brúnni við Ása sem búið er að loka? „Hún er í lagi eins og er og aðrar brýr í byggð sömuleiðis. Uppi í Skaftárdal, þar sem eru bara eyðibýli, þar eru vegirnir í kringum brúrnar farnir og við vitum ekki alveg ástandið þar. En við höfum engar áhyggjur af því þar sem enginn er innilokaður, það verður bara að koma í ljós.“ Snorri Zóphóníasson hjá vatnamælingasviði Veðurstofunnar segir að vatnsrennslið við Ytri-Ása sé nú um 2000 rúmmetrar á sekúndu. Það sé vanalega um 50-100 metrar á sekúndu og fari alveg niður í 13 metra á sekúndu á veturna. Það er því ljóst að hlaupið er ógnarstórt og á bara enn eftir að vaxa í dag. Í myndbandinu hér sem Lillý Valgerður Pétursdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, tók í morgun má sjá upptök hlaupsins við jökulbrún Skaftárjökuls.
Hlaup í Skaftá 2015 Veður Tengdar fréttir Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00 Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15 Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Innlent „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Innlent Fleiri fréttir Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Sjá meira
Verður stærsta Skaftárhlaup sem sögur fara af Aldei hefur mælst eins hröð rennslisaukning í Skaftárhlaupi og í gær. Allt stefnir í stærsta flóð frá því sambærilegar mælingar hófust. Hættustigi lýst yfir. Mælir FutureVolc-verkefnisins safnar ómetanlegum upplýsingum enn og aftur. 2. október 2015 09:00
Ýtarleg umfjöllun Stöðvar 2: Stefnir í stærsta Skaftárhlaup frá upphafi mælinga Kristján Már Unnarsson fylgdist með ógnarkrafti Skaftárhlaupsins og tók stöðuna á bændum í nágrenni Skaftár. 1. október 2015 21:15
Vatnamælingamenn flúðu úr skála við Sveinstind Gistu í tjaldi sem þeir slógu upp fjær ánni. 2. október 2015 08:08