Sólveig Gísladóttir

Jafngildar tilfinningar
Ég stóð frammi fyrir því fyrir nokkru að missa góðan vin minn til margra ára. Þessi vinur minn er traustur og trúr, skapgóður en stríðinn, ljúfur í lund en á það til að vera fjandi frekur þegar sá gállinn er á honum. Þessi vinur minn hefur líka fjóra fætur og loðinn búk enda stór og stæðilegur hestur.

Bara ef ljótan væri algild
Mannkynið á í sífelldum metingi um hver eigi stærsta og flottasta bílinn, fallegasta heimilið, mikilfenglegustu fjöllin, hreinustu orkuna og fallegustu konurnar. Metingurinn fylgir okkur í daglegu lífi, við berum okkur saman við vinnufélagana, fólkið á götunni og nágrannana. Það verður til þess að við högum lífi okkar oft á allt annan máta en við myndum kannski innst inni kjósa.


Annars flokks borgarar?
<strong><em>Sólveig Gísladóttir</em></strong>