Innlent

Gengi Hamiðjunnar á hraðri uppleið
Gengi hlutabréfa í Hampiðjunni rauk upp um 8,33 prósent í þremur viðskiptum í Kauphöllinni í dag, sem er langt umfram önnur félög sem skráð eru á markað hér á landi. Þá hækkaði gengi bréfa í Existu sömuleiðis um tæp 2,5 prósent en félagið skilaði betri afkomu á þriðja ársfjóðurngi en greiningardeildir bankanna höfðu reiknað með.

Moody's staðfestir lánshæfismat Glitnis
Alþjóðlega matsfyrirtækið Moody's staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis og segir horfur stöðugar.

Bréf í Straumi lækka í Kauphöllinni
Gengi bréfa í Straumi hefur lækkað um 2,59 prósent eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í morgun. Uppgjörið var nokkru undir væntingum enda dróst hagnaðurinn talsvert saman á milli ára.

LÍ spáir hærri verðbólgu í nóvember
Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverð hækki töluvert, eða um 0,3 prósent á milli mánaða í nóvember. Gangi þetta eftir hækkar verðbólgan úr 4,5 prósent í október í 4,8 prósent í næsta mánuði.

Kristján hættur hjá FL Group
Kristján Kristjánsson hefur látið af störfum sem forstöðumaður upplýsingasviðs FL Group. Starfsmönnum var tilkynnt um ákvörðunina í gær. Kristján, sem áður var í Kastljósi Sjónvarpsins, var ráðinn til starfa hjá félaginu í fyrrahaust og hefur því starfað hjá félaginu í rétt rúmt ár.

Úrvalsvísitalan niður um tæp tvö prósent
Íslensku fyrirtækin sem skráð eru í Kauphöllina fóru ekki varhluta af alþjóðlegu lækkanaferli á hlutabréfamörkuðum í dag. Gengi bréfa í FL Group féll um 4,36 prósent en gengi bréfa í Existu um 3,67 prósent. Gengi bréfa í einungis tveimur félögum hækkaði eftir daginn, í Flögu og Föroya banka.

Rauður dagur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa hefur lækkað talsvert frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,99 prósent. Gengi bréfa í Exista lækkaði um sex prósent skömmu eftir að viðskipti hófust en næstmest í FL Group, sem fór niður um fimm prósent.

Kona í fyrsta sinn formaður UMFÍ
Helga Guðrún Guðjónsdóttir var einróma kjörin formaður Ungmennafélags Íslands á þingi þess sem lauk á Þingvöllum í dag.

Ingibjörg Sólrún heiðurs Ameríkani
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utanríkisráðherra, ávarpaði á föstudagskvöld Women's Foreign Policy Group (WFPG) í Washington.

Namm, namm
Líklega verður síld og kartöflur í matinn á einhverjum heimilum í Grundarfirði í kvöld. Þar er nú mokveiði af síld svo nærri landi að bátarnir geta tekið upp kartöflur í leiðinni.

Drukkinn ökuníðingur eltur uppi
Lögreglan á Suðurnesjum þurfti í nótt að elta uppi ökumann sem ekki sinnti stöðvunarmerkjum.

Maður bjargaðist úr Selvatni
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í dag send að fremra Selvatni í Mjóafirði í Ísafjarðardjúpi til að bjarga manni sem var á báti sem hvolfdi þar.

Hvað varð eiginlega um Ólaf Örn Haraldsson ?
Utanríkisráðuneytið segir Fréttablaðið ekki segja rétt frá brotthvarfi Ólafs Arnar Haraldssonar frá Ratsjárstofnun.

Bláa lónið fékk byggingalistarverðlaun
Íslensku byggingarlistarverðlaunin voru veitt í fyrsta skipti í dag. Þau komu í hlut VA arkitekta fyrir Lækningalind, Bláa lóninu.

Verðmat á AMR lækkar
Bandarískur greinandi mælir með því í nýju verðmati á bandaríska flugrekstrarfélaginu AMR, móðurfélagi American Airlines, stærsta flugfélagi Bandaríkjanna, að fjárfestar bæti við eignasafn sitt í félaginu. Þetta er lækkun á verðmati félagsins en í fyrri spá var mælt með kaupum á bréfunum.

Stöðvuðu mikla kannabisrækt í iðnaðarhúsnæði
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði umfangsmikla kannabisræktun í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði í nótt.

Vill leggja niður embætti kirkjumálaráðherra
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra málaráðherra, sagði við upphaf kirkjuþings í dag að kirkjumálaráðherra hefði ekki lengur nein völd varðandi ytri mál kirkjunnar.

Uppreisn gegn biskupi á kirkjuþingi
Hópur presta ætlar að beita sér fyrir því að fella tillögu frá Karli Sigurbirnssyni biskupi, á kirkjuþinginu sem hefst í dag.

Askar Capital byggir borgarhluta á Indlandi
Askar Capital ætlar að taka þátt í uppbyggingarverkefnum á Indlandi í samstarfi við Nikhil Ghandi, einn þekktasta athafnamann Indverja. Tryggvi Þór Herbergsson, forstjóri Askar, segir bankann hafa fjárfest í fyrstu eigninni en í kjölfarið muni rísa nýr borgarhluti sem skipulagður er og hannað frá grunni með tileyrandi afþreyingu og öryggisgæslu.

Exista: Gæti náð um 10 prósentum í Storebrand
Exista, sem nú ræður yfir 8,5 prósentum hlutabréfa í norska tryggingfélaginu Storebrand, hefur ákveðið að greiða atkvæði með hlutafjáraukningu og forkaupsréttarútboði í tryggingafélaginu til fjármögnunar á kaupum á SPP, líftryggingafélagi sænska bankans Handelsbanken. Hluthafafundur verður í Storebrand 24. október næstkomandi.

Stjórnarformaður Northern Rock hættur
Matt Ridley, stjórnarformaður breska fjármála- og fasteignalánafyrirtækisins Northern Rock hefur látið af störfum. Hann sagði upp í síðasta mánuði en var beðinn um að sitja þar til hann hefði farið fyrir fjárlaganefnd breska þingsins, sem fjallað hefur um fall fyrirtækisins. Þegar hefur verið ráðið í stöðu Ridleys.

Baugur að kaupa Saks?
Líkur eru sagðar á því að Baugur Group sé að íhuga að gera allt að þriggja milljarða dala, jafnvirði rúmlega 180 milljarða króna, tilboð í bandarísku lúxusverslunina Saks á næstunni í félagi við aðra fjárfesta, svo sem skoska auðkýfinginn Tom Hunter, einn ríkasta mann Skotlands. Gangi þetta eftir verður það fyrsta yfirtaka Baugs í Bandaríkjunum, að sögn breska dagblaðsins Times.

Hampiðjan lækkar mest í Kauphöllinni
Gengi bréfa í Hampiðjunni féll um 7,69 prósent í einum viðskiptum upp á 337.500 krónur í Kauphöllinni í dag en þetta er mesta lækkunin á markaðnum. Gengi krónu stóð svotil óbreytt á sama tíma.

Askar selur lúxusíbúðir í Kína
Askar Capital hefur selt lúxusíbúðir í Hong Kong eftir mikið umbreytingaferli frá því í júní í fyrra. Samkvæmt frétt Hong Kong Economic Times er söluhagnaður fasteignanna um 1,3 milljarðar íslenskra króna.

Mikill samdráttur í smásöluveltu
Smásöluvelta dróst saman um 9,4 prósent á föstu verði á milli mánaða í september, samkvæmt smásöluvísitölu Rannsóknaseturs verslunarinnar. Greiningardeild Glitnis bendir á að þetta sé mesti samdrátturinn það sem af sé þessu ári að janúar undanskildum.

Rio Tinto nær kaupum á Alcan
Námafélagið Rio Tinto greindi frá því í dag að það hefði fengið græna ljósið hjá öllum samkeppnisyfirvöldum fyrir yfirtöku á kanadíska álfélaginu Alcan, móðurfélagi álversins í Straumsvík. Yfirtökutilboðið hljóðar upp á 38,1 milljarð bandaríkjadala, jafnvirði tæpra 2.300 milljarða íslenskra króna.

Gengi Eik bank féll um 14,5 prósent
Gengi hlutabréfa í færeyska bankanum Eik bank féll um 14,55 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag í kjölfar þess að Föroya Sparikassi seldi þúsund hluti í bankanum. Eik banki er bæði skráður hér á landi og í Danmörku. Samkvæmt upplýsingum frá bankanum var um villu að ræða í skráningu viðskipta með bréf í félaginu.

Hagnaður Storebrand eykst en litlu undir væntingum
Hagnaður norska tryggingafélagsins Storebrand nam 354,8 milljónum norskra króna, rétt rúmum fjórum milljörðum íslenskra, fyrir skatta og gjöld á þriðja ársfjórðungi samanborið við 320,6 milljónir norska króna á sama tíma í fyrra. Þótt þetta sé aukning á milli ára er þetta litlu undir væntingum markaðsaðila.

Aðeins tvö félög hækka í Kauphöllinni
Rauður dagur var að langmestu leyti í Kauphöllinni í dag en einungis gengi tveggja félaga, Eimskipafélagsins og Landsbankans hækkaði á sama tíma og gengi annarra ýmist stóð í stað eða lækkaði. Gengi bréfa í Century Aluminum lækkaði mest, eða um 2,43 prósent.

Rauður dagur í Kauphöllinni
Gengi hlutabréfa hefur almennt lækkað eða staðið í stað frá því viðskipti hófust í Kauphöll Íslands fyrir hálftíma. Gengi bréfa í FL Group hefur lækkað mest, eða um 2,21 prósent, og næstmest í Existu, sem hefur horft upp á 1,53 prósenta lækkun það sem af er dags.