

Samningar hafa tekist um að Novator fái tvo fulltrúa í stjórn finnska fjarskiptafyrirtækisins Elisa. Novator hefur sóst eftir stjórnarsæti um nokkurt skeið.
Stöðugleika íslensks efnahagslífs stafar ógn af hræringum á erlendum fjármálamörkuðum og verður það verkefni stjórnvalda á næstunni að koma á stöðugleika á nýjan leik. Upptaka evru er ekki einn af kostunum í stöðunni nú um stundir. Þetta segir í nýrri skýrslu Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) um íslenskt efnahagslíf sem birt var í dag.
Gengi bréfa í SPRON féll um 2,25 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag og stendur það í 5,65 krónum á hlut. SPRON samþykkti á aðalfundi bankans í gær að greiða helming hagnaðar síðasta árs út í arð og skýrir það lækkunina í dag.
Hildur Petersen, fráfarandi stjórnarformaður SPRON, segir jafnréttissjónarmið hafa ráðið því að hún ákvað að gefa ekki kost á sér í stjórn SPRON á ný. Kosið verður um nýja stjórn á aðalfundi sparisjóðsins í dag.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,90 prósent í Kauphöll Íslands í dag og fór hún undir 5.000 stigin eftir hádegi í dag. Vísitalan stendur nú í 4.990 stigum og hefur fallið um rétt rúmt 21 prósent frá áramótum.
Hagnaður Icelandair Group dróst verulega saman á milli ára í fyrra. Hagnaðurinn nam 257 milljónum króna á árinu samanborið við 2,6 milljarða í hitteðfyrra. Þá tapaði félagið 780 milljónum króna á fjórða ársfjórðungi samanborið 551 milljóna króna tap á sama tíma árið á undan.
Færeyingarnir hjá flugfélaginu Atlantic Airways flugu upp um sex prósent prósent við upphaf viðskipta í Kauphöll Íslands í dag en afkomutölur félagsins fyrir síðasta ár voru birtar í gær. Félagið skilaði hagnaði upp á jafnvirði 312 milljóna íslenskra króna í fyrra, sem er besta ár í sögu Atlantic Airways.
Gengi hlutabréfa í Föroya banka féll um rétt rúm fimm prósent í Kauphöllinni í dag. Það stendur nú í 129 dönskum krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. Að öðru leyti hefur verið lækkun í Kauphöllinni líkt og víðar í evrópskum kauphöllum í dag.
Stjórn Glitnis hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar í Markaðnum í gær og í morgun þess efnis að breytingar séu fyrirhugaðar á stjórn bankans og að orðrómur sé um að Lárus Welding, forstjóri, standi upp fyrir nýjum manni.
FL Group hefur selt öll hlutabréf sín í bandarísku flugrekstrarsamstæðunni AMR, að sögn Jóns Sigurðssonar, forstjóra FL Group. Félagið flaggaði tæpum sex prósenta hlut í þessu móðurfélagi American Airlines, einu stærsta flugfélagi heims, skömmu fyrir áramótin í hitteðfyrra og átti þegar mest lét rúman níu prósenta hlut.
Ríkisstjórn Íslands hyggst funda með aðilum á fjármálamarkaði um aðgerðir gegn hugsanlegir lánsfjárkreppu á hér á landi. Hún er auk þess reiðubúin til að fara erlendis og leiðrétta rangfærslur um íslenskt efnahagslíf, að sögn Geirs H. Haarde, forsætisráðherra á Viðskiptaþingi í dag.
Ritstjóri danska Extrablaðsins segir að afsökunarbeiðni blaðsins til Kaupþings nái einungis til enskrar þýðingar á greinaflokki sem blaðið skrifaði um bankann. Þýðingin var sett á vefsíðu þess.
Gengi bréfa í FL Group rauk upp um 4,3 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. SPRON og Exista fylgdu fast á eftir. Gengi þeirra hefur fallið mikið frá áramótum og legið í lægsta gildi þeirra frá upphafi upp á síðkastið. Nokkur sætaskipti urðu á efstu sætum þegar lengra leið frá fyrstu viðskiptum.
Marel hagnaðist um 6,1 milljón evra, jafnvirði rúmra 602 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Til samanburðar nam hagnaðurinn 200 þúsund evrum í hitteðfyrra.
Gengi hlutabréfa í Existu rauk upp um 7,3 prósent síðla dags í Kauphöllinni. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Úrvalsvísitalan hækkar í enda dags í hálfan mánuð.
Icelandair týnir 11,1 tösku á hverja þúsund farþega samkvæmt samantekt Sambands evrópskra flugfélaga. Og Icelandair stendur sig bara býsna vel miðað við önnur flugfélög.
Hinn færeyski einkbanki hækkaði mest skráðra félaga í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,07 prósent. Flaga hækkaði um tæp tvö prósent og 365 um 0,6 prósent.
Finnbogi Baldvinsson hefur verið ráðinn forstjóri Icelandic Group, og tekur hann við af Björgólfi Jóhannssyni, sem tók við forstjórastarfi Icelandair Group um miðjan síðasta mánuð.
Eyrir Invest hagnaðist um 797 milljónir króna á síðasta ári samanborið við tæpa 1,6 milljarða krónur í hitteðfyrra. Eigið fé Eyris jókst um 51 prósent í fyrra með hagnaði og hlutafjáraukningu.
Gengi hlutabréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum hækkaði um tæp 1,8 prósent þegar viðskipti hófust í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgja Exista og FL Group, sem bæði hafa hækkað um rúmt prósent. Önnur félög hafa hækkað minna. Straumur rekur lestina með 0,16 prósenta hækkun.
Gengi hlutabréfa í 365 féll um tæp 6,8 prósent í Kauphöll Íslands í dag. Félagið skilaði ágætu uppgjöri en svo virðist sem væntanleg hlutafjáraukning hafi farið illa í fjárfesta. Á eftir fylgdu SPRON og Exista en SPRON féll um rúm 3,7 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði minna en þó mest í bönkum og fjárfestingafélögum.
Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í fjórum prósentum. Hlutabréfamarkaðir féllu í Evrópu í kjölfarið.
Gengi Existu lækkaði um eitt prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdu Straumur, FL Group, Landsbankinn og SPRON, sem hefur lækkað um 0,5 prósent. Bakkavör og Kaupþing eru hins vegar einu fyrirtækin sem hafa hækkað í dag, bæði um 0,55 prósent, á afar rólegum degi.
Það hefur snjóað talsvert í Reykjavík og nágrenni í nótt og þung færð færð á öllu höfuðborgarsvæðinu og austur í sveitir.
Ökumaður nokkur fékk á sig kærur fyrir fjársvik fyrir að aka 40 sinnum um Hvalfjarðargöngin án þess að borga.
Veðrið hefur verið óblítt við útigangshross undanfarnar vikur. Bæði mikil óveður og svo snjókoma og frost með tilheyrandi jarðbanni.
Nýr borgarstjórnarmeirihluti ætlar að sinna Alþjóðahúsi af alúð og Einar Skúlason, forstöðumaður á fund með borgarstjóra í dag, samkvæmt upplýsingum sem Vísir hefur fengið frá borginni.
SPRON tók snarpa dýfu rétt eftir upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag þegar gengi þess féll um 6,17 prósent.
Við húsleit í Reykjanesbæ i kvöld fundu lögreglumenn um 3 grömm af meintu hassi og eina tarantúlu af stærstu gerð.
Verkalýðsfélag Akraness sakar HB Granda um að hafa ekki farið að lögum við uppsafnir 60 manna í fiskverkun fyrirtækisins á Skaganum.