Innlent
Óttast um starfsgrein sína
Bændur óttast um starfsgrein sína ef tollar verða afnumdir á innfluttum landbúnaðarafurðum og eru ekki tilbúnir til að takast á við hugsanlega samkeppni, að sögn Þórarins G. Sverrissonar, formanns stéttarfélagsins Öldunnar á Sauðárkróki.



Sjö tímarit til nýrra eigenda
Íslendingasagnaútgáfan gekk í gær frá kaupum á öllum tímaritum Tímaritaútgáfunnar Fróða ehf. Kaupverðið er trúnaðarmál og ganga kaupin í gegnum mánaðamótin.




Eiður Smári alltaf á Sýn
Sjónvarpsstöðin Sýn hefur tryggt sér áframhaldandi sýningarrétt á spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu til næstu þriggja ára. Stöðin mun einnig sýna beint frá leikjum í spænsku bikarkeppninni.

Lögbundið eftirlit aukið
131 fyrirtæki hefur sótt um leyfi til að reka ferðaskrifstofur en það er Ferðamálastofa sem veitir leyfin. 107 umsóknir hafa fengið jákvæða afgreiðslu og 81 leyfi hefur verið gefið út.
Aukið öryggi með söluvernd
Söluvernd er ný trygging sem Vátryggingafélag Íslands er að setja á markað. Hún bætir almennt fjártjón seljanda fasteignar vegna skaðabótakrafna sem fram kunna að koma af hálfu kaupanda vegna galla á fasteigninni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vátryggingafélaginu.
Um fimmtungs nafnávöxtun
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV), næst stærsti lífeyrissjóðurinn, og Gildi, sá þriðji stærsti, skiluðu um tuttugu prósenta nafnávöxtun á fyrri hluta ársins. Ávöxtun LV var þó heldur hærri.

Landlæknir á leið til Malaví
Hjónin Sigurður Guðmundsson landlæknir og Sigríður Snæbjörnsdóttir, framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja, leggja í ferð til Afríkuríkisins Malaví á næstu vikum til að stýra uppbyggingu heilbrigðisþjónustu þar í landi. Landlæknir segir hjálpar þörf enda ungbarnadauði mikill í landinu og fæstir Malavar lifi fram yfir 36 ára afmælisdag sinn.

Gassprenging í sama rými og 6-7 tonn af þynni
Gassprenging varð í eiturefnamóttöku Sorpu í Gufunesi síðdegis í dag. Við það kviknaði eldur og allt tiltækt slökkvilið höfuðborgarsvæðiðsins kallað á vettvang. Að sögn slökkviliðs voru 6-7 tonn af þynni í því rými þar sem sprengingin varð og eiturefni í næsta rými. Eldur kviknaði í þaki stöðvarinnar, húsbúnaði og lyftara.
Þremur mönnum bjargað
Þremur mönnum var bjargað þegar bátur þeirra sökk vestur af Snæfellsnesi í kvöld. TF-Líf, þyrla Landhelgisgæslunnar, og björgunarskipið Björg frá Rifi voru send á vettvang. Þeim var bjargað um borð í skemmtibát sem var í nágrenninu.

Landsmenn hvattir til að styðja "strákinn okkar"
Sannkölluð rokkstemmning virðist vera að myndast í landinu í kringum "strákinn okkar", Magna Ásgeirsson söngvara, sem hefur slegið í gegn í raunveruleikaþættinum Rockstar Supernova. Gengur nú tölvupóstur manna á milli þar sem fólk er hvatt til að styðja kappann svo hann falli ekki úr leik. Foreldrar hans vilja hins vegar fara að fá hann heim.

Hagnaður hjá Byggðastofnun
Byggðastofnun skilaði 194 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er viðsnúningur frá sama tíma fyrir ári en þá tapaði stofnunin 40 milljónum króna.
Hagnaður Samson 12,2 milljarðar króna
Eignarhaldsfélagið Samson skilaði tæplega 12,2 milljarða króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins en þetta er rúmlega 7,7 milljarða krónu aukning frá sama tíma í fyrra.

Rúmlega 1.100 stúdentar á biðlista eftir húsnæði
Rúmlega 1.100 stúdentar eru nú á biðlistum eftir húsnæði á stúdentagörðum. Formaður skipulagsráðs Reykajvíkurborgar segir að verið sé að leita lausna á húsnæðisvanda stúdenta.

Mikill verðmunur á bílatryggingum
Verðlagseftirlit Alþýðusambandsins gerði nýlega verðkönnun hjá sex tryggingarfélögum. .

Um helmingur starfsmanna Varnarliðsins komnir með vinnu
Tæplega helmingur starfsmanna Varnarliðsins sem búsettur er á Suðurnesjum hefur nú þegar gengið í önnur störf en 7 vikur eru þar til uppsagnarfrestur rennur út.

Beinhákarlar úti við Gróttu
Hópur kafara dýfði sér í sjóinn við hlið sex beinhákarla með gapandi ginið rétt utan við Gróttu í gær. Hákarlarnir eru þó ekki jafn hættulegir og þeir eru ógnvekjandi því þeir eru grænmetisætur.

Mælir með kaupum í Kaupþingi
Greiningardeild Landsbanks hefur uppfært verðmat sitt á Kaupþingi og Glitni. Deildin mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í Kaupþingi en haldi bréfum sínum í Glitni.
Aukið tap hjá CVC
Fjárfestingarfélagið CVC tapaði tæpum 10,4 milljónum bandaríkjadala eða tæplega 729 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma fyrir ári skilaði félagið tæplega 4,9 milljóna dala tapi eða 342,5 milljónum króna.

Strætó fellir ferðir niður
Akstur strætó bs. á tíu mínútna fresti er liðin tíð. Framkvæmdastjóri Stætó bs. segir niðurskurðinn óhjákvæmilegan.
Tap hjá Eyri Invest
Fjárfestingarfélagið Eyrir Invest tapaði 926 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Á sama tíma í fyrra skilaði félagið 4,1 milljarðs króna hagnaði. Í tilkynningu frá félaginu segir að niðursveifla á hlutabréfamörkuðum á fyrri hluta ársins hafi haft áhrif á afkomu félagins.

Sjávarútvegsráðherra hefur borgað sekt fyrir veiði á lunda án leyfis
Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra og aðstoðarmaður hans, Björn Friðrik Brynjólfsson hafa borgað sekt sem þeim var gert að greiða af sýslumanninum á Hólmavík fyrir að veiða lunda án veiðileyfis.

Staðfest með DNA-rannsóknum
Lögreglan í Austurríki hefur staðfest að unglingsstúlkan sem fannst á reiki í garði nærri Vín í fyrradag sé í raun Natascha Kampusch sem var rænt fyrir átta árum.

Besta afkoma í sögu SPH
Sparisjóður Hafnarfjarðar (SPH) skilaði 311 milljóna króna hagnaði á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 69,6 prósenta aukning miðað við sama tímabil í fyrra og besta rekstrarniðurstaða sparisjóðsins á fyrri hluta árs í 103 ára sögu hans..