

Undanfarin ár hafa verið fordæmalaus á íslenskum fjármálamarkaði. Í kjölfar falls bankakerfisins voru sett á höft sem lokuðu bæði sparifé landsmanna og hundruð milljarða af aflandskrónum inni í hagkerfinu og skekktu þar með verðlagningu á einstökum flokkum verðbréfa.
Líkt og við fjölluðum um nýverið lækkaði Seðlabankinn vexti óvænt þann 4. október síðastliðinn. Sú ákvörðun var áhugaverð því peningastefnunefnd virtist hafa breytt forsendum um jafnvægisraunvexti í spálíkönum sínum.
Seðlabankinn lækkaði stýrivexti sína um 0,25% á fundi sínum þann 4. október síðastliðinn. Óhætt er að segja að ákvörðun bankans hafi komið markaðsaðilum verulega óvart.