Lög og regla Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta. Innlent 27.11.2006 14:55 Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 12:29 Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00 Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tengslum við alvarlegt umferðarslys á Hringveginum sunnan við Syðri Bægisá í Hörgárbyggð í maí fyrra. Innlent 24.11.2006 16:24 Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær. Innlent 24.11.2006 13:48 15 mánuðir fyrir rán í apóteki Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn réðst inn í lyfjaverslunina Apótekarann að Smiðjuvegi vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið, fór inn fyrir afgreiðsluborðið og ógnaði starfsmönnunum. Innlent 24.11.2006 12:58 Viðurkennir árás á karlmann á sjötugsaldri Ungur maður hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíð á fösutdagskvöldið var. Eins og fram er komið réðust fjórir ungir karlmenn að manninum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka í andliti og missti fjórar tennur. Innlent 24.11.2006 11:43 Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf. Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél. Innlent 23.11.2006 17:07 Fimm fíkniefnamál í Reykjavík í gær og nótt Fimm karlmenn komu við sögu lögreglunnar í Reykjavík í fimm fíkniefnamálum í gær og nótt en í öllum tilfellum fundust ætluð fíkniefni eins og lögreglan kallar það. Innlent 23.11.2006 16:48 Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum. Innlent 23.11.2006 16:38 Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Innlent 23.11.2006 15:57 Gripinn þrisvar fyrir þjófnað í gær Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Fram kemur á vef lögreglunnar að maðurinn hafi fyrst farið ránshendi í verslunarmiðstöð og stolið varningi frá tveimur fyrirtækjum. Hann náðist hins vegar og var fluttur á lögreglustöð. Innlent 23.11.2006 15:34 Hafnaði kröfu ríkisins um að flugskýli yrði flutt af Akureyrarflugvelli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að eigandi flugskýlis á lóð Akureyrarflugvallar yrði borinn af lóðinni. Innlent 23.11.2006 15:25 Töluvert tjón í innbroti hjá Bræðrunum Ormsson Töluvert tjón varð í raftækjaverslun Bræðranna Ormsson í Síðumúla í nótt þegar þjófur eða þjófar réðust þar inn og höfðu á brott með sér tvö dýr sjónvarpstæki. Innlent 23.11.2006 12:21 Sýknaður af ákæru um naugðun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun en honum var gefið að sök að hafa þröngvað ungri stúlku til samræðis við sig þegar þau voru saman í bíl. Atvikið átti sér stað í fyrrasumar en stúlkan lagði ekki fram kæru í málinu fyrr en tæpu ári síðar. Innlent 23.11.2006 12:18 700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Innlent 23.11.2006 11:19 Reyndi að stinga lögreglu af með fíkniefni Talsvert af fíkniefnum fannst í fórum ökumanns sem reyndi að stinga lögregluna í Reykjavík af í nótt. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, ók yfir gatanmót á rauðu, en eftir skamma en snarpa eftirför náðist hann Innlent 23.11.2006 09:36 Sautján umferðaróhöpp í Reykjavík í gær Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af. Innlent 22.11.2006 17:52 Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti. Innlent 22.11.2006 17:21 Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Innlent 22.11.2006 16:20 Þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaða þjófnaði á vörum vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð upphæð þess sem hann stal nam um sjö þúsund krónum en vörunum rændi maðurinn á tímabilinu ágúst í fyrra til októbermánaðar á þessu ári Innlent 22.11.2006 14:41 Batt sleða við bíl og dró félaga sinn Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur piltum, 16 og 17 ára, í einu úthverfa borgarinnar í gærkvöld sem bundið höfðu sleða við bíl eldri piltsins sem ók síðan með þann yngri í eftirdragi á sleðanum. Þeim var gert að hætta þessari iðju tafarlaust og jafnframt bent á hættuna sem þessu fylgdi. Innlent 21.11.2006 14:46 Gæsluvarðhald framlengt í Húsavíkurmálinu Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum, sem stakk karlmann og konu í íbúðarhúsi á Húsavík að kvöldi sjötta þessa mánaðar og skildi konuna eftir í brennandi húsinu, var í gær framlengdur til fimmtánda janúar. Hann á auk þess að gangast undir geðrannsókn. Innlent 21.11.2006 10:29 Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar. Innlent 20.11.2006 16:24 Strokufangi reyndi að smygla fíkniefnum inn á Lilta-Hraun Strokufanginn af Litla-Hrauni sem leitað var að í síðustu viku og gaf sig á endanum fram við fangelsisyfirvöld reyndi að smygla bæði fíkniefnum og steratöflum inn í fangelsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Innlent 20.11.2006 13:13 Í annarlegu ástandi á bíl í Öxnadal Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn á laugardag eftir að hafa komið þeim til aðstoðar í Öxnadal þar sem bíll þeirra sat fastur. Lögreglan fékk tilkynningu um að fólksbíll mannanna væri fastur utan vegar í Öxnadal á laugardagsmorgun og þegar hún kom á vettvang kom í ljós ekki var allt með felldu því mennirnir reyndust allir í annarlegu ástandi. Innlent 20.11.2006 11:19 Létu greipar sópa í Glerárskóla Lögreglan á Akureyri hefur handtekið tvo menn á þrítugsaldri sem létu greipar sópa í Glerárskóla aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Fram kemur á vef lögreglunnar á Akueyri að mennirnir hafi haft á brott með sér fimm fartölvur, tvo skjávarpa, tvær myndavélar og nokkuð af smápeningum. Innlent 20.11.2006 10:58 Lögregla fylgist með notkun stefnuljósa Lögregluliðin á Suðvesturlandi standa nú fyrir átaksverkefni þar sem fylgst er með því hversu vel íbúar á suðvesturhorninu nota stefnuljósin á bílum sínum. Innlent 20.11.2006 10:20 Banaslys á Reykjanesbraut í gærkvöld Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Bíl var ekið í átt að Garðabæ og skall hann á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð um hann en framkvæmdir standa þar yfir. Innlent 12.11.2006 11:39 Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Innlent 12.11.2006 10:42 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 120 ›
Fékk hjartastopp á leið á lögreglustöð Karlmaður fékk hjartastopp og hætti að anda þegar verið að flytja hann á lögreglustöð eftir handtöku um helgina. Lögreglan var kölluð að hóteli í borginni aðfaranótt sunnudags en þar hafði karlmaðurinn gengið berserksgang og meðal annars kastað til húsgögnum og ráðist inn á herbergi sofandi hótelgesta. Innlent 27.11.2006 14:55
Útafakstur við Selfoss vatt upp á sig Lögreglan á Selfossi handtók fjóra, yfirheyrði sex á staðnum, og lagði hald á nokkuð af fíkniefnum í þremur húsum í Árneshverfinu í uppsveitum Árnessýslu í gær. Innlent 27.11.2006 12:29
Kæra vegna meints vanhæfis tekin fyrir klukkan 15 Kæra fimm manna tengdum Baugi á hendur yfirmönnum efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra vegna meints vanhæfis þeirra í rannsókn á skattamálum Baugsmanna verður tekin fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur klukkan þrjú í dag. Innlent 27.11.2006 10:00
Sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi og umferðarlagabrot í Héraðsdómi Norðurlands eystra í tengslum við alvarlegt umferðarslys á Hringveginum sunnan við Syðri Bægisá í Hörgárbyggð í maí fyrra. Innlent 24.11.2006 16:24
Raðsælkeri dæmdur í eins árs fangelsi Karlmaður var í dag dæmdur í eins árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir fjársvik, með því að hafa á tímabilinu frá mars til nóvember í ár pantað og neytt veitinga á veitingahúsum í Reykjavík fyrir samtals rúmlega sextíu þúsund krónur án þess að geta greitt fyrir þær. Innlent 24.11.2006 13:48
15 mánuðir fyrir rán í apóteki Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjaness í dag dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir rán í apóteki í Kópavogi í febrúar síðastliðnum. Maðurinn réðst inn í lyfjaverslunina Apótekarann að Smiðjuvegi vopnaður hnífi og með andlit sitt hulið, fór inn fyrir afgreiðsluborðið og ógnaði starfsmönnunum. Innlent 24.11.2006 12:58
Viðurkennir árás á karlmann á sjötugsaldri Ungur maður hefur viðurkennt við yfirheyrslur hjá lögreglunni í Reykjavík að hafa ráðist á karlmann á sjötugsaldri í Öskjuhlíð á fösutdagskvöldið var. Eins og fram er komið réðust fjórir ungir karlmenn að manninum með þeim afleiðingum að hann hlaut alvarlega áverka í andliti og missti fjórar tennur. Innlent 24.11.2006 11:43
Hæstiréttur sýknar 3X af kröfu Style ehf. Hæstiréttur sýknaði í dag fyrirtækið 3X af kröfum fyrirtækisins Style ehf. og vísaði um leið frá kröfu þess á staðfestingu á lögbanni vegna sölu þess fyrrnefnda á tiltekinni vél. Innlent 23.11.2006 17:07
Fimm fíkniefnamál í Reykjavík í gær og nótt Fimm karlmenn komu við sögu lögreglunnar í Reykjavík í fimm fíkniefnamálum í gær og nótt en í öllum tilfellum fundust ætluð fíkniefni eins og lögreglan kallar það. Innlent 23.11.2006 16:48
Lögreglan á Blönduósi fær Umferðarljósið Lögreglan á Blönduósi fékk í dag verðlaunagripinn Umferðarljósið fyrir að hafa unnið með árangursríkum og eftirtektarverðum hætti að umferðaröryggismálum. Verðlaunin voru afhent á Umferðarþingi sem nú er haldið á Hótel Loftleiðum. Innlent 23.11.2006 16:38
Sjö ára fangelsi fyrir amfetamínsmygl Tveir Litháar voru í dag dæmdir í sjö ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að reyna að smygla tæpum tólf kílóum af amfetamíni til landsins með Norrænu í sumar. Innlent 23.11.2006 15:57
Gripinn þrisvar fyrir þjófnað í gær Karlmaður á fertugsaldri var tekinn þrisvar fyrir þjófnað í verslunum í borginni í gær. Fram kemur á vef lögreglunnar að maðurinn hafi fyrst farið ránshendi í verslunarmiðstöð og stolið varningi frá tveimur fyrirtækjum. Hann náðist hins vegar og var fluttur á lögreglustöð. Innlent 23.11.2006 15:34
Hafnaði kröfu ríkisins um að flugskýli yrði flutt af Akureyrarflugvelli Héraðsdómur Reykjavíkur hafnaði í dag kröfu íslenska ríkisins um að eigandi flugskýlis á lóð Akureyrarflugvallar yrði borinn af lóðinni. Innlent 23.11.2006 15:25
Töluvert tjón í innbroti hjá Bræðrunum Ormsson Töluvert tjón varð í raftækjaverslun Bræðranna Ormsson í Síðumúla í nótt þegar þjófur eða þjófar réðust þar inn og höfðu á brott með sér tvö dýr sjónvarpstæki. Innlent 23.11.2006 12:21
Sýknaður af ákæru um naugðun Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað karlmann af ákæru um naugðun en honum var gefið að sök að hafa þröngvað ungri stúlku til samræðis við sig þegar þau voru saman í bíl. Atvikið átti sér stað í fyrrasumar en stúlkan lagði ekki fram kæru í málinu fyrr en tæpu ári síðar. Innlent 23.11.2006 12:18
700 þúsund króna sekt fyrir illa meðferð á hrossum Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í gær karlmann til greiðslu 700 þúsund króna sektar vegna illrar meðferðar á hrossum. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa síðla árs 2005 og í janúar og febrúar 2006, vanrækt gróflega aðbúnað, umhirðu og fóðrun á ellefu hrossum sem voru í hans umsjá en fjórum þeirra þurfti að lóga vegna þess hve horuð þau voru. Innlent 23.11.2006 11:19
Reyndi að stinga lögreglu af með fíkniefni Talsvert af fíkniefnum fannst í fórum ökumanns sem reyndi að stinga lögregluna í Reykjavík af í nótt. Hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu, ók yfir gatanmót á rauðu, en eftir skamma en snarpa eftirför náðist hann Innlent 23.11.2006 09:36
Sautján umferðaróhöpp í Reykjavík í gær Sautján umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í Reykjavík í gær og stungu þeir sem keyrðu á af í þremur tilfellum. Óhöppin voru flest minni háttar eftir því sem fram kemur á vef lögreglunnar en í einu tilviki var ökumaður fluttur á slysadeild. Sá ók vörubifreið en hún valt þegar sturta átti farminum af. Innlent 22.11.2006 17:52
Þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás Héraðsdómur Austurlands dæmdi í dag karlmann í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa ásamt félaga sínum gengið í skrokk á manni á Eskifirði í sumar. Atvikið átt sér stað fyrir utan verslun í bænum aðfararnótt sunnudagsins 11. júní en þar kýldi ákærði manninn og stappaði ofan á andliti hans þannig að maðurinn hlaut mikla áverka í andliti. Innlent 22.11.2006 17:21
Úhlutun Kópavogsbæjar á lóðum ólögmæt Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að úthlutun Kópavogsbæjar á byggingarrétti á tveimur lóðum á Kópavogstúni í lok árs í fyrra hafi verið ólögmæt. Hins vegar er kröfu um viðurkenningu á skaðabótaskyldu bæjarins vegna málsins vísað frá dómi. Innlent 22.11.2006 16:20
Þriggja mánaða fangelsi fyrir þjófnað Karlmaður var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir ítrekaða þjófnaði á vörum vöruverslunum á höfuðborgarsvæðinu. Samanlögð upphæð þess sem hann stal nam um sjö þúsund krónum en vörunum rændi maðurinn á tímabilinu ágúst í fyrra til októbermánaðar á þessu ári Innlent 22.11.2006 14:41
Batt sleða við bíl og dró félaga sinn Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tveimur piltum, 16 og 17 ára, í einu úthverfa borgarinnar í gærkvöld sem bundið höfðu sleða við bíl eldri piltsins sem ók síðan með þann yngri í eftirdragi á sleðanum. Þeim var gert að hætta þessari iðju tafarlaust og jafnframt bent á hættuna sem þessu fylgdi. Innlent 21.11.2006 14:46
Gæsluvarðhald framlengt í Húsavíkurmálinu Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir manninum, sem stakk karlmann og konu í íbúðarhúsi á Húsavík að kvöldi sjötta þessa mánaðar og skildi konuna eftir í brennandi húsinu, var í gær framlengdur til fimmtánda janúar. Hann á auk þess að gangast undir geðrannsókn. Innlent 21.11.2006 10:29
Tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir hótanir í garð lögreglu Karlmaður var Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa hóta tveimur lögreglumönnum að nauðga konum þeirra. Atvikið átti sér stað á lögreglustöðinni á Selfossi í upphafi ársins en þá hafði maðurinn verið handtekinn á heimili sínu og foreldra hans vegna slagsmála og heimilisófriðar þar. Innlent 20.11.2006 16:24
Strokufangi reyndi að smygla fíkniefnum inn á Lilta-Hraun Strokufanginn af Litla-Hrauni sem leitað var að í síðustu viku og gaf sig á endanum fram við fangelsisyfirvöld reyndi að smygla bæði fíkniefnum og steratöflum inn í fangelsið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi. Innlent 20.11.2006 13:13
Í annarlegu ástandi á bíl í Öxnadal Lögreglan á Akureyri handtók þrjá menn á laugardag eftir að hafa komið þeim til aðstoðar í Öxnadal þar sem bíll þeirra sat fastur. Lögreglan fékk tilkynningu um að fólksbíll mannanna væri fastur utan vegar í Öxnadal á laugardagsmorgun og þegar hún kom á vettvang kom í ljós ekki var allt með felldu því mennirnir reyndust allir í annarlegu ástandi. Innlent 20.11.2006 11:19
Létu greipar sópa í Glerárskóla Lögreglan á Akureyri hefur handtekið tvo menn á þrítugsaldri sem létu greipar sópa í Glerárskóla aðfaranótt síðastliðins fimmtudags. Fram kemur á vef lögreglunnar á Akueyri að mennirnir hafi haft á brott með sér fimm fartölvur, tvo skjávarpa, tvær myndavélar og nokkuð af smápeningum. Innlent 20.11.2006 10:58
Lögregla fylgist með notkun stefnuljósa Lögregluliðin á Suðvesturlandi standa nú fyrir átaksverkefni þar sem fylgst er með því hversu vel íbúar á suðvesturhorninu nota stefnuljósin á bílum sínum. Innlent 20.11.2006 10:20
Banaslys á Reykjanesbraut í gærkvöld Erlendur karlmaður á þrítugsaldri lést í umferðarslysi á Reykjanesbraut skammt frá nýrri verslun IKEA í Garðabæ um klukkan hálfellefu í gærkvöld. Bíl var ekið í átt að Garðabæ og skall hann á steypuklump sem komið hafði verið fyrir á veginum til þess að stýra umferð um hann en framkvæmdir standa þar yfir. Innlent 12.11.2006 11:39
Ölvaður ökumaður ók á ölvaðan vegfaranda Rólegt var hjá lögreglunni í höfuðborginni í nótt en þó var ekið á mann í Hafnarstræti nú um sjöleytið í morgun. Sá mun hafa verið ölvaður og hljóp fyrir bílinn og náði ökumaður hans ekki að stöðva í tæka tíð. Hann er hins vegar grunaður um ölvun við akstur. Innlent 12.11.2006 10:42
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent