Lög og regla

Fréttamynd

Baugur og ímynd þjóðarinnar

Baugsmálið heldur áfram að vera undir smásjá breskra fjölmiðla. Öll helstu dagblöðin hafa sent blaðamenn hingað svo í raun mætti kalla Baugsmálið óvænta og yfirgripsmikla kynningu á landi og þjóð. Sú mynd sem dregin hefur verið upp er þó um margt sérstök.

Innlent
Fréttamynd

Flugliðinn enn í haldi vegna morðrannsóknar

Stúlkan sem myrt var á varnasvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli síðastliðið sunnudagskvöld hét Ashley Turner. Hún var fædd í Fredrick í Marylandríki 20. mars árið 1985. Hún gekk til liðs við bandaríska flugherinn að loknu framhaldsskólanámi og að þjálfun lokinni kom hún til starfa í tæknideild björgunarsveitar varnarliðsins. Hún lætur eftir sig foreldra og bróður. Rannsókn á málinu stendur enn yfir og er liðsmaður flugliðs varnarliðsins enn í haldi vegna rannsóknarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Meint brot samþykkt í úttekt

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og hófst kynning á skýrslunni á Hótel Nordica klukkan  níu í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Blaðamannafundur á Hótel Nordica

Blaðamannafundur þar sem breskir lögfræðingar kynna skýrslu um Baugsmálið hófst á Nordica Hótel klukkan níu í morgun, en stjórn Baugs boðaði til fundarins. Breska lögfræðifyrirtækið sérhæfir sig í rannsóknum á fyrirtækjum, en það hóf að fara í gegnum ákærurnar í Baugsmálinu fyrir um fimm vikum.

Innlent
Fréttamynd

Segjast öll saklaus

Sakborningarnir í Baugsmálinu segjast allir saklausir. Þeir ákærurnar ekki byggðar á traustum grunni og eru sannfærðir um sýknudóm í málinu. Búist er við að málinu ljúki í síðasta lagi fyrir haustið 2006.

Innlent
Fréttamynd

Eðlileg skýring á ákæruatriðum

Enska lögfræðifyrirtækið Capcon-Argen Limited sem fór yfir ákærurnar 40 í Baugsmálinu, að beiðni Baugs, segir ekkert óeðlilegt við hegðun Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Forstjóri fyrirtækisins kynnti skýrslu sína á Hótel Nordica í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Útlendingar veltu bílum

Lögreglumenn landsins höfðu í ýmis horn að líta í gær. Jafnframt var þyrla Landhelgisgæslunnar send í sjúkraflug svo fátt eitt sé nefnt.

Innlent
Fréttamynd

Verður rekið í réttarsal

Yfirmaður efnahagsbrotadeildar Ríkislögreglustjóra, Jón H. B. Snorrason, segist ekki munu svara þeim þungu ásökunum sem forstjóri Baugs hefur borið á embætti Ríkislögreglustjóra. Hann segir málið verða rekið í dómsal.

Innlent
Fréttamynd

Neituðu öll sök

Klukkan 13:30 í dag var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur, mál ákæruvaldsins gegn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs og fimm örðum tengdum fyrirtækinu. Allir ákærðu mættu fyrir dómi og hlýddu á þegar ákærur voru lesnar. Þau voru samhljóða þegar þau sögðu ákærurnar vera rangar og lýstu sig jafnframt saklaus af öllum ákæruatriðum.  

Innlent
Fréttamynd

Björgunarbátur tekur þátt í leit

Leit stendur nú yfir að 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Þyrla Landhelgisgæslunnar lagði af stað um eittleytið með 9 manns um borð og fjóra leitarhunda. Björgunarbátur frá Ísafirði er á leiðinni með 25 manns um borð og nú þegar leita björgunarmenn sem og ferðamenn að manninum.

Innlent
Fréttamynd

Maður sem leitað var að fundinn

23 ára Þjóðverji sem leitað var að á Hornströndum eftir að hann varð viðskila við gönguhóp sinn þar í gær er fundinn. Ekkert amaði að honum. Að sögn lögreglu á Ísafirði sagðist maðurinn hafa ákveðið að skoða sig um á svæðinu og hitta svo ferðafélaga sína í Hornvík og var hann því mjög hissa þegar hann heyrði að hans væri leitað.

Innlent
Fréttamynd

Hagnaðist ekki persónulega

Ákærðu í Baugsmálinu lýsa sig saklausa af þeim tölulið ákærunnar sem snýr að kaupum Jóns Ásgeirs Jónssonar, þáverandi forstjóra Baugs, á Vöruveltunni hf. sem meðal annars rak verslanakeðjuna 10-11.

Innlent
Fréttamynd

Meint bókhaldsbrot vega þyngst

Í Baugsmálinu er ákært fyrir fjörutíu töluliði en telja verður að ákæruliðirnir sem varða þyngstu refsinguna snúist um mun færri ákæruliði. Helstu lögbrotin varða brot gegn almennum hegningarlögum.

Innlent
Fréttamynd

Eitt stærsta mál dómsins

"Það má leiða líkum að því að þetta verði eitt stærsta málið sem farið hefur hér fram," segir Helgi I. Jónsson, dómsstjóri Héraðsdóms Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Sérfræðingar komnir til landsins

Sérfræðingar á vegum bandaríska hersins eru komnir til landsins vegna rannsóknar á morðinu sem framið var á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli í fyrrinótt. Tvítugur varnarliðsmaður hefur verið handtekinn, grunaður um morðið. Íslensk lögregluyfirvöld og rannsóknardeild bandaríska sjóhersins rannsaka málið með bandarísku sérfræðingunum.

Innlent
Fréttamynd

Ryðja þurfi réttinn fyrir Baugsmál

Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður telur að ef Baugsmálið fari fyrir Hæstarétt þurfi að ryðja réttinn og fá nýja dómara. Hann segir Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara vera vanhæfan og sömuleiðis alla samstarfsmenn hans í réttinum. Þetta sagði Brynjar í þættinum Íslandi í dag í gær. Feðgarnir Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir Jóhannesson sögðu í <em>Fréttablaðinu</em> um helgina að Jón Steinar hefði átt beina aðild að því að farið var að rannsaka Baug.

Innlent
Fréttamynd

Talinn hafa berað kynfæri sín

Karlmaður um þrítugt var handtekinn í Reykjavík í gærkvöldi grunaður um að hafa berað kynfæri sín fyrir framan tvær níu ára gamlar stúlkur í suðvesturhluta borgarinnar í gær. Ekki er enn ljóst hvort um sama mann hafi verið að ræða en lögreglan rannsakar málið.

Innlent
Fréttamynd

Leita ferðamanns á Vestfjörðum

Allar björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru í iðbragðsstöðu og þyrla Landhelgisgæslunnar hefur verið kölluð út vegna 23 ára Þjóðverja sem varð viðskila við gönguhóp sinn á Hornströndum í gær. Talið er að hópurinn hafi verið á leið frá Hælavík yfir í Hornvík þegar maðurinn týndist, en mikil þoka var á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Eðlilegt að dómarar vikju

Eðlilegt væri að allir hæstaréttardómarar vékju í kjölfar tengsla þeirra við Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómara þegar Baugsmálið verður tekið fyrir í Hæstarétti. Þetta sagði Brynjars Níelssonar hæstaréttarlögmanns í þættinum Íslandi í dag í gær.

Innlent
Fréttamynd

Leita Þjóðverja á Hornströndum

Björgunarsveitir við Ísafjarðardjúp eru nú á leið á Hornstrandir til að leita að 23 ára gömlum Þjóðverja. Þyrla Landhelgisgæslunnar er einnig á leiðinni vestur með leitarhunda að sunnan.

Innlent
Fréttamynd

Kona myrt á varnarliðssvæði

Tvítug varnarliðskona var myrt á varnarsvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli á miðnætti í nótt. Varnarliðsmaður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn. Íslensk kona er í haldi lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli. Hún er talin hafa verið vitni að verknaðinum og getað gefið mikilvægar upplýsingar.

Innlent
Fréttamynd

Konan var myrt með hnífi

Hnífur var notaður sem morðvopn að sögn heimilda fréttastofu þegar varnarliðsmaður myrti tvítuga varnarliðskonu á miðnætti í nótt. Það hefur þó ekki fengist staðfest. Áverka var að finna á hnakka konunnar en ekki er víst hvort þeir hafi leitt dauða hennar, segir á vef <em>Víkurfrétta</em>.

Innlent
Fréttamynd

Ráðinn bani með eggvopni

Tvítugri stúlku var ráðinn bani með eggvopni á svæði varnarliðsins seint í gærkvöld. Rúmlega tvítugur maður er í haldi herlögreglunnar grunaður um verknaðinn.

Innlent
Fréttamynd

Tryggvi lét Baug borga skatta sína

Tryggvi Jónsson, fyrrum aðstoðarforstjóri Baugs hf., kemur oftast við sögu í þeim kafla ákærunnar gegn forsvarsmönnum og endurskoðendum Baugs sem snýr að fjárdrætti.

Innlent
Fréttamynd

Ekki góð vörn að benda á aðra

Það þykir ekki góð vörn í dómsmáli, að aðrir kunni að hafa sloppið með svipuð brot eða verri. Það gefur heldur ekki rétta mynd af íslensku viðskiptalífi að segja að hægt sé að gera alla stjórnendur fyrirtækja að glæpamönnum ef nógu grannt er skoðað. Þetta segir sérfræðingur í félagarétti.

Innlent
Fréttamynd

Konu sleppt eftir yfirheyrslur

Íslenskri konu, sem yfirheyrð var hjá lögreglunni á Keflavíkurflugvelli vegna morðsins á tvítugri varnarliðskonu á miðnætti í nótt, hefur verið sleppt. Talið var að hún hefði verið vitni að verknaðinum, sem var framinn á svæði varnarliðsins, og var hún þess vegna færð til yfirheyrslu. Varnarliðsmaður sem grunaður er um verknaðinn er enn í haldi herlögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Útskrifaður af gjörgæslu í dag

Maðurinn sem slasaðist alvarlega þegar bíll hans valt eftir útafakstur við Skriðukaustur í Fljótsdal í gærmorgun útskrifast af gjörgæslu í dag. Maðurinn, sem var einn í bílnum, var grunaður um ölvun við akstur.

Innlent
Fréttamynd

Enn í öndunarvél eftir bílslys

Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hallormsstaðarskóg við Egilsstaði á þriðjudaginn er enn í öndunarvél á gjörgæsludeild og er líðan hennar eftir atvikum. Tveir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús.

Innlent
Fréttamynd

Sauðfé sækir í garða á Ísafirði

Lögreglan á Ísafirði hefur haft í nógu að snúast við að reka rollur úr bæjarlandinu. Á <em>Lögregluvefnum</em> kemur fram að nærri daglega hafi rollurnar komið til beitar í húsagörðum, nýræktinni í snjóflóðavarnargarðinum og inni í Tunguskógi, bæjarbúum til mikils ama. Hafa lögreglu borist margar kvartanir vegna þessa en eigendurnir fjárins vísa á bæjaryfirvöld sem ábyrgðaraðila þar sem bærinn eigi að girða af bæjarlandið og passa að gera við ef eitthvað bilar þar.

Innlent