Lög og regla Ágallarnir of miklir Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Innlent 17.10.2005 23:45 Varla möguleiki á nýrri ákæru Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði. Innlent 17.10.2005 23:45 Dó áfengisdauða í höndum lögreglu Ungur ökumaður, sem lögreglan á Akranesi stöðvaði vegna ölvunaraksturs í fyrrinótt, var svo drukkinn að hann dó áfengisdauða í höndum lögreglunnar sem varð að halda á honum eins og kornabarni inn í fangageymslurnar þar sem hann svaf úr sér vímuna framundir hádegi í gær. Innlent 17.10.2005 23:43 30% ökumanna yfir hámarkshraða Lögreglan í Reykjavík var með sérstakar hraðamælingar í Grafarvogi í síðustu viku. Mælt var við skólana í hverfinu og í götum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Nær 30 prósent þeirra ökumanna sem voru mældir reyndust vera yfir hámarkshraða og mega þeir ökumenn eiga von á sektum. Innlent 17.10.2005 23:43 Frávísun dregin til baka Ragnar Hall dró til baka kröfu um að framhaldsákæra á hendur Sveini R. Eyjólfssyni, Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum sem hafa verið ákærðir fyrir að standa ekki skil á sköttum og launatengdum gjöldum í fyrirtækjarekstri tengdum Frjálsri fjölmiðlun verði vísað frá. Innlent 17.10.2005 23:43 Einn með leiðindi á réttaballi Einn gisti fangageymslu lögreglu á Blönduósi aðfaranótt sunnudags, en sá hafði að sögn lögreglu verið með leiðindi á réttaballi einn manna. Maðurinn var með óspektir og drykkjulæti. Allir aðrir munu hafa skemmt sér vel. Innlent 14.10.2005 06:43 Hús rýmd vegna sprenginga Gera átti litlar prufusprengingar í Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðar í gær til að undirbúa aðgerðir í dag og á morgun til varnar grjóthruni sem náð gæti ofan í byggð. Að sögn lögreglu á Ísafirði verða hús á Urðarvegi rýmd í dag og á morgun frá níu að morgni og fram til klukkan þrjú síðdegis. Innlent 14.10.2005 06:43 Enn hrynur grjót í Óshlíð Lögreglunni í Bolungarvík barst í gærmorgun tilkynning um að grjóthnullungar hefðu fallið á veginn í Óshlíð í grennd við þann stað þar sem stór sprunga er efst í fjallsbrúninni á Óshyrnu. Nokkuð grjóthrun hefur verið þarna að undanförnu. Stórir steinar höfðu fallið á veginn utan við varnarnetið yst á hlíðinni. Innlent 14.10.2005 06:43 Hraðakstur á Faxabraut Nokkur erill var hjá lögreglu á Akranesi aðfaranótt sunnudags en fyrr um kvöldið fór fram knattspyrnuhátíð ÍA sem lauk með balli með Stuðmönnum og Jónsa í svörtum fötum, að sögn lögreglu. Innlent 14.10.2005 06:43 Einn ók niður ljósastaura Ölvaður ökumaður ók niður tvo ljósastaura á Reykjanesbraut við bensínstöð Orku um klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Að sögn lögreglu í Kópavogi slapp maðurinn ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur. Innlent 14.10.2005 06:43 Annríki hjá lögreglu í Hafnarfirði Mikið var um að vera í Hafnarfirði í nótt og hafði lögregla í nógu að snúast. Fyrir utan venjulegt skemmtanahald voru tveir dansleikir. Annar þeirra var í Kaplakrika þar sem voru um 1500 manns. Eitthvað var um pústra í tengslum við ölvun í bænum þótt engin hafi meiðst alvarlega. Tveir sitja inni eftir nóttina. Innlent 14.10.2005 06:43 Slökkvilið í tvö útköll í nótt Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvívegis út í nótt. Á þriðja tímanum var útkall í Vesturbæ þar sem nágrannar tilkynntu um reykskynjara í gangi. Þegar komið var á staðinn reyndist húsráðandi vera að útbúa sér eitthvað í gogginn. Hann fékk aðstoð við að reykræsta. Á sjötta tímanum logaði svo eldur í bifreið í Mosfellsbæ. Vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 14.10.2005 06:43 Braut tönn í lögreglumanni Ungur maður sem sparkaði í andlit lögregluþjóns fyrir utan skemmtistaðinn Players í Kópavogi aðfaranótt sunnudags var látinn laus að loknum yfirheyrslum um miðjan dag í gær. Við árásina brotnaði tönn í lögregluþjóninum. Innlent 14.10.2005 06:43 Einn blóðugur eftir slagsmál Aðfaranótt sunnudags barst lögreglu í Keflavík tilkynning um slagsmál í Sandgerði, en þau voru yfirstaðin þegar komið var á vettvang. Einn var á staðnum blóðugur í andliti og var hann fluttur á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 14.10.2005 06:43 Eldamennska fór úr böndum Kveikt var í blaðagámi við Flókagötu í Reykjavík um miðjan dag í gær, en að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fljótgert að slökkva í honum. Innlent 14.10.2005 06:43 Braut framtönn í lögreglumanni Maður braut framtönn í lögreglumanni í Kópavogi í nótt þegar verið var að handtaka hann. Maðurinn, sem hafði verið með ólæti fyrir utan skemmtistaðinn Players, barðist um á hæl og hnakka við handtökuna og sparkaði í andlit lögreglumannsins. Hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann er látinn sofa úr sér vímuna. Innlent 14.10.2005 06:43 Ófremdarástand undir Óshyrnu Almannavarnanefnd Bolungarvíkur kemur saman seinni partinn í dag til að ræða hættu af grjóthruni á veginn á Óshlíð undir stórri sprungu efst í fjallsbrúninni á Óshyrnu. Jónas Guðmundsson sýslumaður, sem er formaður almannavarnanefndar Bolungarvíkur, segir illgerlegt að sprengja í fjallinu til að losa um hrun. Innlent 14.10.2005 06:43 Óræk sönnun ölvunaraksturs Ökumaður sem lögreglan á Akranesi stöðvaði aðfaranótt sunnudags, grunaðan um ölvun við akstur, dó áfengisdauða eftir blóðsýnatöku og reyndist lögreglu ómögulegt að vekja hann. Innlent 14.10.2005 06:43 Yfirgripsmikil leit að Friðriki Stórtæk leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er síðan bátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan, er hafin. Búist er við að á annað hundrað manns taki þátt í leitinni í dag. Innlent 14.10.2005 06:43 Áfram í varðhaldi vegna smygls Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir litáískum karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir að smygla til landsins tæplega fjórum kílóum af metamfetamíni með Norrænu í júní síðastliðnum. Innlent 14.10.2005 06:43 Leit hefur ekki borið árangur Víðtæk leit af Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er eftir að bátur fórst á Viðeyarsundi, hefur staðið yfir í allan dag en hefur enn ekki borið árangur. Gengnar hafa verið fjörur frá Gróttu fram yfir Hofsvík á Kjalarnesi. Kafarar frá Björgunarsveitunum, slökkviliði höfuðborgarsvæðisinns og Landhelgisgæsluni hafa kafað á Viðeyjarsundi en einnig hefur verið notast við sónarleitartæki og neðansjávarmyndavél. Innlent 14.10.2005 06:43 Líkið af Friðriki Ásgeiri fundið Líkið af Friðriki Ásgeiri Hermannssyni fannst seinni partinn í dag. Rétt fyrir klukkan sex náðu kafarar líkinu upp og var komið með hann að landi nú rétt fyrir fréttir. Innlent 14.10.2005 06:43 Grútur yfir gljáfægðan brúðarbíl Glansinn hvarf heldur betur af gljáfægðum væntanlegum brúðarbíl þegar hann mætti vörubíl með grútarfarmi á Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi. Í sama mund rann hluti farmsins af vörubílnum með þeim afleiðingum að brúðarbíllinn varð löðrandi í grút og fitu og lagði af honum mikinn fnyk langar leiðir. Innlent 14.10.2005 06:42 Á tvöföldum hámarkshraða á Sæbraut Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann á Sæbraut á 132 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Han var því á ríflega tvöföldum hámarkshraða og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 14.10.2005 06:42 Fjöldi manns við leit í dag Stórleit verður framkvæmd í dag að líki 34 ára karlmanns sem fórst eftir að skemmtibátur ók á Skarfasker á Viðeyjarsundi aðfararnótt síðasta laugardags. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að leitað verði á svæði sem nær allt frá Gróttu og upp á Akranes. Innlent 14.10.2005 06:42 Grunuð um að hafa neytt áfengis Lögregla segir rökstuddan grun um að hvort tveggja eigandi bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags og kona hans hafi neytt áfengis um kvöldið áður en slysið varð. Bæði njóta þau réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur vegna rannsóknar málsins. Innlent 14.10.2005 06:42 Sigldu bátnum af skerinu Eigandi skemmtibátsins sem fórst um síðustu helgi og eiginkona hans njóta stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu, en var svo siglt af því og sökk á sundinu. Símasamband var við bátinn í rúman hálftíma. Innlent 14.10.2005 06:42 Pókeræði á Íslandi Pókeræði geisar nú meðal landsmanna og nóg er um tækifæri til að taka þátt í ólöglegum fjárhættuspilum segir Sveinbjörn Kr. Þorkelsson, ráðgjafi hjá SÁÁ. Hann segir spilaklúbba og spilavíti færð reglulega á milli staða svo lögreglan komist ekki á sporið. Íslendingar eyða miklu fé í fjárhættuspil, en árlega velta lögleg fjárhættuspil rúmlega milljarði króna og ólöglegu spilavítin bætast þar á ofan. Innlent 14.10.2005 06:42 26 umferðaróhöpp í Reykjavík í gær 26 umferðaróhöpp urðu í Reykjavík í gær þrátt fyrir að akstursskilyrði væru hin ákjósanlegustu. Þetta er langt umfram allt meðaltal og kann lögregla enga sérstaka skýringu á þessari óhappahrynu. Enginn meiddist alvarlega en eignatjón hleypur á milljónum króna. Innlent 14.10.2005 06:42 Dæmdir fyrir að skjóta á pilt Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag fyrir að skjóta að pilti úr lítilli loftbyssu í apríl. Mennirnir hlutu 8 og 5 mánaða fangelsi. Þeir létu fórnarlambið afklæðast á berangri á Vaðlaheiði og skutu á það alls sautján sinnum. fjórar kúlur voru fjarlægðar úr líkama hans. Innlent 14.10.2005 06:43 « ‹ 32 33 34 35 36 37 38 39 40 … 120 ›
Ágallarnir of miklir Ágallarnir á þeim átján ákæruliðum í Baugsmálinu, sem dómarar í málinu höfðu tiltekið með bréfi í lok ágúst, þykja vera svo miklir að vísa þurfi málinu frá dómi. Í niðurstöðu úrskurðarins segir að þar sem ágallar eru á verulegum hluta ákærunnar sé ekki hjá því komist að vísa málinu frá í heild. Innlent 17.10.2005 23:45
Varla möguleiki á nýrri ákæru Aðspurður hvort hann telji möguleika fyrir ákæruvaldið að leggja fram nýja ákæru segir Gestur Jónsson, verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, að það geti ekki verið ætlunin að ákæruvaldið komi fram með ákæru sem ekki standist og fái síðan leiðbeiningu dómstóla hvernig gera eigi ákærurnar úr garði. Innlent 17.10.2005 23:45
Dó áfengisdauða í höndum lögreglu Ungur ökumaður, sem lögreglan á Akranesi stöðvaði vegna ölvunaraksturs í fyrrinótt, var svo drukkinn að hann dó áfengisdauða í höndum lögreglunnar sem varð að halda á honum eins og kornabarni inn í fangageymslurnar þar sem hann svaf úr sér vímuna framundir hádegi í gær. Innlent 17.10.2005 23:43
30% ökumanna yfir hámarkshraða Lögreglan í Reykjavík var með sérstakar hraðamælingar í Grafarvogi í síðustu viku. Mælt var við skólana í hverfinu og í götum þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund. Nær 30 prósent þeirra ökumanna sem voru mældir reyndust vera yfir hámarkshraða og mega þeir ökumenn eiga von á sektum. Innlent 17.10.2005 23:43
Frávísun dregin til baka Ragnar Hall dró til baka kröfu um að framhaldsákæra á hendur Sveini R. Eyjólfssyni, Eyjólfi Sveinssyni og átta öðrum sem hafa verið ákærðir fyrir að standa ekki skil á sköttum og launatengdum gjöldum í fyrirtækjarekstri tengdum Frjálsri fjölmiðlun verði vísað frá. Innlent 17.10.2005 23:43
Einn með leiðindi á réttaballi Einn gisti fangageymslu lögreglu á Blönduósi aðfaranótt sunnudags, en sá hafði að sögn lögreglu verið með leiðindi á réttaballi einn manna. Maðurinn var með óspektir og drykkjulæti. Allir aðrir munu hafa skemmt sér vel. Innlent 14.10.2005 06:43
Hús rýmd vegna sprenginga Gera átti litlar prufusprengingar í Gleiðarhjalla ofan Ísafjarðar í gær til að undirbúa aðgerðir í dag og á morgun til varnar grjóthruni sem náð gæti ofan í byggð. Að sögn lögreglu á Ísafirði verða hús á Urðarvegi rýmd í dag og á morgun frá níu að morgni og fram til klukkan þrjú síðdegis. Innlent 14.10.2005 06:43
Enn hrynur grjót í Óshlíð Lögreglunni í Bolungarvík barst í gærmorgun tilkynning um að grjóthnullungar hefðu fallið á veginn í Óshlíð í grennd við þann stað þar sem stór sprunga er efst í fjallsbrúninni á Óshyrnu. Nokkuð grjóthrun hefur verið þarna að undanförnu. Stórir steinar höfðu fallið á veginn utan við varnarnetið yst á hlíðinni. Innlent 14.10.2005 06:43
Hraðakstur á Faxabraut Nokkur erill var hjá lögreglu á Akranesi aðfaranótt sunnudags en fyrr um kvöldið fór fram knattspyrnuhátíð ÍA sem lauk með balli með Stuðmönnum og Jónsa í svörtum fötum, að sögn lögreglu. Innlent 14.10.2005 06:43
Einn ók niður ljósastaura Ölvaður ökumaður ók niður tvo ljósastaura á Reykjanesbraut við bensínstöð Orku um klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Að sögn lögreglu í Kópavogi slapp maðurinn ómeiddur en bíllinn er talinn ónýtur. Innlent 14.10.2005 06:43
Annríki hjá lögreglu í Hafnarfirði Mikið var um að vera í Hafnarfirði í nótt og hafði lögregla í nógu að snúast. Fyrir utan venjulegt skemmtanahald voru tveir dansleikir. Annar þeirra var í Kaplakrika þar sem voru um 1500 manns. Eitthvað var um pústra í tengslum við ölvun í bænum þótt engin hafi meiðst alvarlega. Tveir sitja inni eftir nóttina. Innlent 14.10.2005 06:43
Slökkvilið í tvö útköll í nótt Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað tvívegis út í nótt. Á þriðja tímanum var útkall í Vesturbæ þar sem nágrannar tilkynntu um reykskynjara í gangi. Þegar komið var á staðinn reyndist húsráðandi vera að útbúa sér eitthvað í gogginn. Hann fékk aðstoð við að reykræsta. Á sjötta tímanum logaði svo eldur í bifreið í Mosfellsbæ. Vel gekk að slökkva eldinn. Innlent 14.10.2005 06:43
Braut tönn í lögreglumanni Ungur maður sem sparkaði í andlit lögregluþjóns fyrir utan skemmtistaðinn Players í Kópavogi aðfaranótt sunnudags var látinn laus að loknum yfirheyrslum um miðjan dag í gær. Við árásina brotnaði tönn í lögregluþjóninum. Innlent 14.10.2005 06:43
Einn blóðugur eftir slagsmál Aðfaranótt sunnudags barst lögreglu í Keflavík tilkynning um slagsmál í Sandgerði, en þau voru yfirstaðin þegar komið var á vettvang. Einn var á staðnum blóðugur í andliti og var hann fluttur á sjúkrahús til skoðunar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Innlent 14.10.2005 06:43
Eldamennska fór úr böndum Kveikt var í blaðagámi við Flókagötu í Reykjavík um miðjan dag í gær, en að sögn slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var fljótgert að slökkva í honum. Innlent 14.10.2005 06:43
Braut framtönn í lögreglumanni Maður braut framtönn í lögreglumanni í Kópavogi í nótt þegar verið var að handtaka hann. Maðurinn, sem hafði verið með ólæti fyrir utan skemmtistaðinn Players, barðist um á hæl og hnakka við handtökuna og sparkaði í andlit lögreglumannsins. Hann var fluttur í fangageymslur þar sem hann er látinn sofa úr sér vímuna. Innlent 14.10.2005 06:43
Ófremdarástand undir Óshyrnu Almannavarnanefnd Bolungarvíkur kemur saman seinni partinn í dag til að ræða hættu af grjóthruni á veginn á Óshlíð undir stórri sprungu efst í fjallsbrúninni á Óshyrnu. Jónas Guðmundsson sýslumaður, sem er formaður almannavarnanefndar Bolungarvíkur, segir illgerlegt að sprengja í fjallinu til að losa um hrun. Innlent 14.10.2005 06:43
Óræk sönnun ölvunaraksturs Ökumaður sem lögreglan á Akranesi stöðvaði aðfaranótt sunnudags, grunaðan um ölvun við akstur, dó áfengisdauða eftir blóðsýnatöku og reyndist lögreglu ómögulegt að vekja hann. Innlent 14.10.2005 06:43
Yfirgripsmikil leit að Friðriki Stórtæk leit að Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er síðan bátur fórst á Viðeyjarsundi fyrir viku síðan, er hafin. Búist er við að á annað hundrað manns taki þátt í leitinni í dag. Innlent 14.10.2005 06:43
Áfram í varðhaldi vegna smygls Hæstiréttur hefur staðfest áframhaldandi gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Austurlands yfir litáískum karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir að smygla til landsins tæplega fjórum kílóum af metamfetamíni með Norrænu í júní síðastliðnum. Innlent 14.10.2005 06:43
Leit hefur ekki borið árangur Víðtæk leit af Friðriki Ásgeiri Hermannssyni, sem saknað er eftir að bátur fórst á Viðeyarsundi, hefur staðið yfir í allan dag en hefur enn ekki borið árangur. Gengnar hafa verið fjörur frá Gróttu fram yfir Hofsvík á Kjalarnesi. Kafarar frá Björgunarsveitunum, slökkviliði höfuðborgarsvæðisinns og Landhelgisgæsluni hafa kafað á Viðeyjarsundi en einnig hefur verið notast við sónarleitartæki og neðansjávarmyndavél. Innlent 14.10.2005 06:43
Líkið af Friðriki Ásgeiri fundið Líkið af Friðriki Ásgeiri Hermannssyni fannst seinni partinn í dag. Rétt fyrir klukkan sex náðu kafarar líkinu upp og var komið með hann að landi nú rétt fyrir fréttir. Innlent 14.10.2005 06:43
Grútur yfir gljáfægðan brúðarbíl Glansinn hvarf heldur betur af gljáfægðum væntanlegum brúðarbíl þegar hann mætti vörubíl með grútarfarmi á Ólafsfjarðarvegi í gærkvöldi. Í sama mund rann hluti farmsins af vörubílnum með þeim afleiðingum að brúðarbíllinn varð löðrandi í grút og fitu og lagði af honum mikinn fnyk langar leiðir. Innlent 14.10.2005 06:42
Á tvöföldum hámarkshraða á Sæbraut Lögreglan í Reykjavík stöðvaði í nótt ökumann á Sæbraut á 132 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 60. Han var því á ríflega tvöföldum hámarkshraða og var hann sviptur ökuréttindum á staðnum. Innlent 14.10.2005 06:42
Fjöldi manns við leit í dag Stórleit verður framkvæmd í dag að líki 34 ára karlmanns sem fórst eftir að skemmtibátur ók á Skarfasker á Viðeyjarsundi aðfararnótt síðasta laugardags. Jónas Hallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í Reykjavík, segir að leitað verði á svæði sem nær allt frá Gróttu og upp á Akranes. Innlent 14.10.2005 06:42
Grunuð um að hafa neytt áfengis Lögregla segir rökstuddan grun um að hvort tveggja eigandi bátsins sem steytti á skeri á Viðeyjarsundi aðfaranótt laugardags og kona hans hafi neytt áfengis um kvöldið áður en slysið varð. Bæði njóta þau réttarstöðu sakborninga við yfirheyrslur vegna rannsóknar málsins. Innlent 14.10.2005 06:42
Sigldu bátnum af skerinu Eigandi skemmtibátsins sem fórst um síðustu helgi og eiginkona hans njóta stöðu sakborninga í rannsókn lögreglu á slysinu. Báturinn sat í fyrstu á skerinu, en var svo siglt af því og sökk á sundinu. Símasamband var við bátinn í rúman hálftíma. Innlent 14.10.2005 06:42
Pókeræði á Íslandi Pókeræði geisar nú meðal landsmanna og nóg er um tækifæri til að taka þátt í ólöglegum fjárhættuspilum segir Sveinbjörn Kr. Þorkelsson, ráðgjafi hjá SÁÁ. Hann segir spilaklúbba og spilavíti færð reglulega á milli staða svo lögreglan komist ekki á sporið. Íslendingar eyða miklu fé í fjárhættuspil, en árlega velta lögleg fjárhættuspil rúmlega milljarði króna og ólöglegu spilavítin bætast þar á ofan. Innlent 14.10.2005 06:42
26 umferðaróhöpp í Reykjavík í gær 26 umferðaróhöpp urðu í Reykjavík í gær þrátt fyrir að akstursskilyrði væru hin ákjósanlegustu. Þetta er langt umfram allt meðaltal og kann lögregla enga sérstaka skýringu á þessari óhappahrynu. Enginn meiddist alvarlega en eignatjón hleypur á milljónum króna. Innlent 14.10.2005 06:42
Dæmdir fyrir að skjóta á pilt Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag fyrir að skjóta að pilti úr lítilli loftbyssu í apríl. Mennirnir hlutu 8 og 5 mánaða fangelsi. Þeir létu fórnarlambið afklæðast á berangri á Vaðlaheiði og skutu á það alls sautján sinnum. fjórar kúlur voru fjarlægðar úr líkama hans. Innlent 14.10.2005 06:43