Lög og regla Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Innlent 12.12.2006 17:43 Sjö teknir ölvaðir í borginni á síðasta sólarhring Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring og segir lögregla það óvenju mikið á virkum degi. Aðallega var um að ræða karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri en sá elsti var á áttræðisaldri og kom nú við sögu lögreglunnar í fyrsta sinn. Innlent 12.12.2006 15:34 Báru skotheld vesti vegna líflátshótana Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Innlent 11.12.2006 17:59 Sýndu enga biðlund á slysstað Ótrúleg óþolinmæði og dónaskapur vegfarenda mætti lögreglumönnun og þeim sem komu fyrstir á vettvang að banaslysi sem varð á Vesturlandsvegi í gær. Fólk ók jafnvel í gegnum vettvanginn áður en lögregla kom á staðinn. Innlent 11.12.2006 18:11 Bíll sem stolið var á Akranesi fannst í Mosfellsbæ Ungur maður lenti í heldur óskemmtilegri reynslu síðastliðinn föstudag á Akranesi. Þá brá hann sér inn á bensínstöð í bænum en skildi bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan. Einhver notfærði sér það því bíllinn var horfinn þegar maðurinn kom aftur út. Eigandinn fann bílinn þó sjálfur tveimur dögum síðar en þá var hann í Mosfellsbæ. Innlent 11.12.2006 14:33 Framúrakstur talinn orsök banaslyss Nær fullvíst þykir að framúrakstur hafi verið orsök banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi undir kvöld í gær. Framúrakstur var einnig orsök banaslyssins á Suðurlandsvegi fyrir rúmri viku, þar sem tveir létust. Innlent 11.12.2006 12:07 78 kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna 78 ökumenn hafa verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna á landinu öllu frá því að ný lög þar að lútandi tóku gildi síðastliðið vor. Innlent 11.12.2006 10:48 Tvítug kona kærði nauðgun á Selfossi Tæplega fertugur karlmaður er grunaður um að hafa naugað rúmlega tvítugri stúlku á Selfossi aðfaranótt laugardagsins. Konan og maðurinn höfðu verið á skemmtistað á Selfossi og farið heim saman til konunnar. Innlent 11.12.2006 10:32 Hafði fimm hangikjötslæri á brott með sér Lögreglan í Reykjavík leitar nú að stórtækum hangikjötsþjófi í einni af matvöruverslunum borgarinnar og segir lögregla engu líkara en sjálfur Ketkrókur hefði verið á ferðinni. Svo reyndist þó ekki vera enda mun jólasveinninn sá ekki vera væntanlegur til byggða fyrr en á Þorláksmessu. Innlent 8.12.2006 16:51 Lögregluskólinn útskrifar þrjátíu og fimm nemendur Lögregluskóli ríkisins útskrifar í dag þrjátíu og fimm nemendur frá grunnnámsdeild skólans. Útskriftin fer fram í Bústaðarkirkju og syngur meðal annars Lögreglukórinn fyrir útskriftarhópinn. Innlent 8.12.2006 14:27 Tók fimm stráka fyrir veggjakrot Fimm ungir skemmdarvargar voru gripnir í austurborg Reykjavíkur um hálfníuleytið í gærkvöld en þeir eru grunaðir um veggjakrot. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Um var að ræða stráka á grunnskólaaldri og fann lögregla í kjölfarið nokkuð af sprebrúsum og pennum. Innlent 8.12.2006 14:23 Gæsluvarðhaldsúrskurður í hnífstungumáli felldur úr gildi Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pilti, sem stakk annan pilt með hnífi, í Kópavogi um síðustu helgi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í vikunni. Innlent 8.12.2006 13:58 Grunaður um að hafa aftur nauðgað Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. Innlent 7.12.2006 17:58 Meiddist í andliti vegna öryggispúða Tíu ára drengur var fluttur á slysadeild í gær eftir árekstur tveggja bifreiða í borginni. Fram kemur á vef lögreglunnar að drengurinn hafi verið farþegi í bíl sem ekið var aftan á annabn bíl en við áreksturinn blés út öryggispúði í bílnum og meiddi hann í andliti. Innlent 7.12.2006 15:44 Ók á ljósastaur við Hafnarfjarðarveg Ökumaður sendibíls slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið hans lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvamsvegar og Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi nú eftir hádegið. Ökumaðurinn var að beygja af Fífuhvamssvegi og inn á Hafnarfjarðarveg þegar slysið varð en talið er að bíllinn hafi runnið til vegna mikillar hálku Innlent 7.12.2006 13:53 Safnað fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi Sunnlendingar, og þá sérstaklega sunnlenskar konur, eru að verða búnir að safna fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi. Hún hefur hingað til orðið að stóla á lánshunda við rannsókn fíkniefnamála. Innlent 7.12.2006 12:29 Dæmdur fyrir að hindra lögreglu að störfum Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að brot gegn valdstjórninni með því að hafa hindrað lögreglu að störfum. Innlent 6.12.2006 16:39 Lögregla kölluð í heimahús vegna deilna um tölvunotkun Lögreglan í Reykjavík var kölluð út nokkrum sinnum í gær vegna heimiliserja. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en lögregla segir ekki um einsdæmi að ræða. Innlent 6.12.2006 15:04 Hæstiréttur verður við kröfu Opinna kerfa um lögbann Hæstiréttur hefur orðið við kröfu Opinna kerfa um lögbann á það að þrír fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins starfi fyrir fyrirtækið Títan fyrr en um áramót. Innlent 5.12.2006 17:05 Tveir í haldi vegna fólskulegrar árásar í Keflavík Tveir kalrmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík, grunaðir um húsbrot og fólskulega árás á húsráðanda. Innlent 5.12.2006 12:01 Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust. Innlent 5.12.2006 10:33 180 þúsund króna sekt fyrir vörslu og sölu fíkniefna Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 180 þúsund króna sekt og til upptöku á nærri átta grömmum af amfetamíni fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Þá var kona dæmd til greiðslu 30 þúsund króna vegna vörslu amfetamíns í sama máli. Innlent 5.12.2006 10:17 Töluvert um þjófnaði í borginni um helgina Töluvert var um þjófnaði í borginni um helgina en lögreglunni í Reykjavík bárust allmargar tilkynningar þess efnis eftir því sem segir á vef hennar. Voru það ekki síst verslunareigendur sem urðu fyrir barðinu á fingralöngum. L Innlent 5.12.2006 10:06 Maður á níræðisaldri handtekinn fyrir akstur undir áhrifum Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tólf ökumönnum vegna ölvunaraksturs og eins vegna aksturs undir áhrifum lyfja um helgina. Flestir hinna teknu voru á þrítugs- og fertugsaldri en sá elsti er á tíræðisaldri. Innlent 4.12.2006 15:25 Sigríður Björk verður aðstoðarríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri við embætti Ríkislögreglustjóra til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Innlent 4.12.2006 14:26 Tekinn fimm sinnum á bíl án bílprófs Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af ungum ökumanni í liðinni viku þar sem hann reyndist ekki vera með bílpróf. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að þetta er í fimmta skiptið sem hann er tekinn án bílprófs. Innlent 4.12.2006 14:16 Fimm fíkniefnamál í Reykjavík um helgina Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina en í þeim öllum fundust ætluð fíkniefni eins og lögregla kallar það. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum fyrir áðurnefndar sakir og aðfaranótt laugardags var þriðji karlmaðurinn stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu. Innlent 4.12.2006 13:42 Pilturinn sem var stunginn fær að fara heim í dag Sautján ára piltur, sem stunginn var með hnífi í Kópavogi aðfaranótt laugardags, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Hann er nú á almennri deild og verður útskrifaður af spítalanum í dag. Innlent 4.12.2006 12:10 Leysti upp fíkniefnapartí í Hveragerði Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í Hveragerði og færði í fangageymslu vegna fíknefnaneyslu aðfaranótt sunnudags. Lögreglu barst tilkynning um að mennirnir væru með fíkniefnapartí í húsi í Hveragerði og við leit þar fannst hass. Innlent 4.12.2006 11:32 Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Innlent 4.12.2006 10:36 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 8 … 120 ›
Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Innlent 12.12.2006 17:43
Sjö teknir ölvaðir í borginni á síðasta sólarhring Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring og segir lögregla það óvenju mikið á virkum degi. Aðallega var um að ræða karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri en sá elsti var á áttræðisaldri og kom nú við sögu lögreglunnar í fyrsta sinn. Innlent 12.12.2006 15:34
Báru skotheld vesti vegna líflátshótana Allir lögreglumenn, á vakt í miðborginni um helgina, báru skotheld vesti og sérstakar kylfur vegna margítrekaðra líflátshótana. Hótanirnar eru teknar alvarlega, en þær berast í kjölfar þess að maður lést í vörslu lögreglu í lok nóvember. Innlent 11.12.2006 17:59
Sýndu enga biðlund á slysstað Ótrúleg óþolinmæði og dónaskapur vegfarenda mætti lögreglumönnun og þeim sem komu fyrstir á vettvang að banaslysi sem varð á Vesturlandsvegi í gær. Fólk ók jafnvel í gegnum vettvanginn áður en lögregla kom á staðinn. Innlent 11.12.2006 18:11
Bíll sem stolið var á Akranesi fannst í Mosfellsbæ Ungur maður lenti í heldur óskemmtilegri reynslu síðastliðinn föstudag á Akranesi. Þá brá hann sér inn á bensínstöð í bænum en skildi bílinn sinn eftir í gangi fyrir utan. Einhver notfærði sér það því bíllinn var horfinn þegar maðurinn kom aftur út. Eigandinn fann bílinn þó sjálfur tveimur dögum síðar en þá var hann í Mosfellsbæ. Innlent 11.12.2006 14:33
Framúrakstur talinn orsök banaslyss Nær fullvíst þykir að framúrakstur hafi verið orsök banaslyssins sem varð á Vesturlandsvegi undir kvöld í gær. Framúrakstur var einnig orsök banaslyssins á Suðurlandsvegi fyrir rúmri viku, þar sem tveir létust. Innlent 11.12.2006 12:07
78 kærðir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna 78 ökumenn hafa verið kærðir fyrir akstur undir áhrifum ávana- og fíkniefna á landinu öllu frá því að ný lög þar að lútandi tóku gildi síðastliðið vor. Innlent 11.12.2006 10:48
Tvítug kona kærði nauðgun á Selfossi Tæplega fertugur karlmaður er grunaður um að hafa naugað rúmlega tvítugri stúlku á Selfossi aðfaranótt laugardagsins. Konan og maðurinn höfðu verið á skemmtistað á Selfossi og farið heim saman til konunnar. Innlent 11.12.2006 10:32
Hafði fimm hangikjötslæri á brott með sér Lögreglan í Reykjavík leitar nú að stórtækum hangikjötsþjófi í einni af matvöruverslunum borgarinnar og segir lögregla engu líkara en sjálfur Ketkrókur hefði verið á ferðinni. Svo reyndist þó ekki vera enda mun jólasveinninn sá ekki vera væntanlegur til byggða fyrr en á Þorláksmessu. Innlent 8.12.2006 16:51
Lögregluskólinn útskrifar þrjátíu og fimm nemendur Lögregluskóli ríkisins útskrifar í dag þrjátíu og fimm nemendur frá grunnnámsdeild skólans. Útskriftin fer fram í Bústaðarkirkju og syngur meðal annars Lögreglukórinn fyrir útskriftarhópinn. Innlent 8.12.2006 14:27
Tók fimm stráka fyrir veggjakrot Fimm ungir skemmdarvargar voru gripnir í austurborg Reykjavíkur um hálfníuleytið í gærkvöld en þeir eru grunaðir um veggjakrot. Þetta kemur fram á vef lögreglunnar. Um var að ræða stráka á grunnskólaaldri og fann lögregla í kjölfarið nokkuð af sprebrúsum og pennum. Innlent 8.12.2006 14:23
Gæsluvarðhaldsúrskurður í hnífstungumáli felldur úr gildi Hæstiréttur Íslands hefur fellt úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir pilti, sem stakk annan pilt með hnífi, í Kópavogi um síðustu helgi. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness fyrr í vikunni. Innlent 8.12.2006 13:58
Grunaður um að hafa aftur nauðgað Maður á sextugsaldri situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að hafa nauðgað konu á föstudag. Í október var sami maður dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir hrottfengið ofbeldi og nauðganir. Innlent 7.12.2006 17:58
Meiddist í andliti vegna öryggispúða Tíu ára drengur var fluttur á slysadeild í gær eftir árekstur tveggja bifreiða í borginni. Fram kemur á vef lögreglunnar að drengurinn hafi verið farþegi í bíl sem ekið var aftan á annabn bíl en við áreksturinn blés út öryggispúði í bílnum og meiddi hann í andliti. Innlent 7.12.2006 15:44
Ók á ljósastaur við Hafnarfjarðarveg Ökumaður sendibíls slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið hans lenti á ljósastaur á mótum Fífuhvamsvegar og Hafnarfjarðarvegar í Kópavogi nú eftir hádegið. Ökumaðurinn var að beygja af Fífuhvamssvegi og inn á Hafnarfjarðarveg þegar slysið varð en talið er að bíllinn hafi runnið til vegna mikillar hálku Innlent 7.12.2006 13:53
Safnað fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi Sunnlendingar, og þá sérstaklega sunnlenskar konur, eru að verða búnir að safna fyrir fíkniefnahundi fyrir lögregluna á Selfossi. Hún hefur hingað til orðið að stóla á lánshunda við rannsókn fíkniefnamála. Innlent 7.12.2006 12:29
Dæmdur fyrir að hindra lögreglu að störfum Karlmaður hefur verið dæmdur í tveggja mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að brot gegn valdstjórninni með því að hafa hindrað lögreglu að störfum. Innlent 6.12.2006 16:39
Lögregla kölluð í heimahús vegna deilna um tölvunotkun Lögreglan í Reykjavík var kölluð út nokkrum sinnum í gær vegna heimiliserja. Ágreiningurinn var af ýmsum toga en í einu tilfelli var rifist um tölvunotkun unglingsins á heimilinu. Þar hafði ástandið farið úr böndunum en lögregla segir ekki um einsdæmi að ræða. Innlent 6.12.2006 15:04
Hæstiréttur verður við kröfu Opinna kerfa um lögbann Hæstiréttur hefur orðið við kröfu Opinna kerfa um lögbann á það að þrír fyrrverandi starfsmenn fyrirtækisins starfi fyrir fyrirtækið Títan fyrr en um áramót. Innlent 5.12.2006 17:05
Tveir í haldi vegna fólskulegrar árásar í Keflavík Tveir kalrmenn eru í haldi lögreglunnar í Keflavík, grunaðir um húsbrot og fólskulega árás á húsráðanda. Innlent 5.12.2006 12:01
Ók ölvaður inn á flugvélaplanið á Keflavíkurflugvelli Ölvaður ökumaður, sem var seinn fyrir í flug til útlanda í morgun, ók á fullri ferð í gegnum háa girðingu við Leifsstöð og inni á flugvélaplanið með fjóra lögreglubíla á hælunum. Þar stökk hann úr úr bílnum og ætlaði að hlaupa um borð í næstu vél þegar lögreglumenn hlupu hann uppi og handtóku hann umsvifalaust. Innlent 5.12.2006 10:33
180 þúsund króna sekt fyrir vörslu og sölu fíkniefna Karlmaður hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur til að greiða 180 þúsund króna sekt og til upptöku á nærri átta grömmum af amfetamíni fyrir sölu og vörslu fíkniefna. Þá var kona dæmd til greiðslu 30 þúsund króna vegna vörslu amfetamíns í sama máli. Innlent 5.12.2006 10:17
Töluvert um þjófnaði í borginni um helgina Töluvert var um þjófnaði í borginni um helgina en lögreglunni í Reykjavík bárust allmargar tilkynningar þess efnis eftir því sem segir á vef hennar. Voru það ekki síst verslunareigendur sem urðu fyrir barðinu á fingralöngum. L Innlent 5.12.2006 10:06
Maður á níræðisaldri handtekinn fyrir akstur undir áhrifum Lögreglan í Reykjavík hafði afskipti af tólf ökumönnum vegna ölvunaraksturs og eins vegna aksturs undir áhrifum lyfja um helgina. Flestir hinna teknu voru á þrítugs- og fertugsaldri en sá elsti er á tíræðisaldri. Innlent 4.12.2006 15:25
Sigríður Björk verður aðstoðarríkislögreglustjóri Sigríður Björk Guðjónsdóttir, sýslumaður á Ísafirði, hefur verið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri við embætti Ríkislögreglustjóra til fimm ára frá og með næstu áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá dóms- og kirkjumálaráðuneytinu. Innlent 4.12.2006 14:26
Tekinn fimm sinnum á bíl án bílprófs Lögreglan á Akranesi hafði afskipti af ungum ökumanni í liðinni viku þar sem hann reyndist ekki vera með bílpróf. Þetta væri varla í frásögur færandi nema fyrir það að þetta er í fimmta skiptið sem hann er tekinn án bílprófs. Innlent 4.12.2006 14:16
Fimm fíkniefnamál í Reykjavík um helgina Fimm fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar í Reykjavík um helgina en í þeim öllum fundust ætluð fíkniefni eins og lögregla kallar það. Á föstudagskvöld voru tveir karlmenn handteknir í miðbænum fyrir áðurnefndar sakir og aðfaranótt laugardags var þriðji karlmaðurinn stöðvaður í miðbænum af sömu ástæðu. Innlent 4.12.2006 13:42
Pilturinn sem var stunginn fær að fara heim í dag Sautján ára piltur, sem stunginn var með hnífi í Kópavogi aðfaranótt laugardags, hefur verið útskrifaður af gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut. Hann er nú á almennri deild og verður útskrifaður af spítalanum í dag. Innlent 4.12.2006 12:10
Leysti upp fíkniefnapartí í Hveragerði Lögreglan á Selfossi handtók þrjá menn í Hveragerði og færði í fangageymslu vegna fíknefnaneyslu aðfaranótt sunnudags. Lögreglu barst tilkynning um að mennirnir væru með fíkniefnapartí í húsi í Hveragerði og við leit þar fannst hass. Innlent 4.12.2006 11:32
Ólæti og fíkniefni í umdæmi lögreglunnar í Hafnarfirði Lögreglan í Hafnarfirði þurfti að sinna fjölda útkalla um helgina þar sem talsvert var um skemmdaverk, pústra og ölvun. Rúður í húsum og bílum voru brotnar. Fjögur fíkniefnamál komu til kasta lögreglunnar um helgina en í einu tilviki leikur grunur á að efnin hafi verið ætluð til sölu. Innlent 4.12.2006 10:36
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent