Vilja vita hvaða lögreglumenn áttu í hlut 12. desember 2006 18:45 Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Líflátshótanir hafa borist lögreglu, eftir að hjarta stöðvaðist í manni í þeirra vörslu í lok nóvember, en maðurinn lést tæpri viku síðar. Hótanirnar hafa komið frá þekktum ofbeldismönnum og handrukkurum. Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega og hefur embættið í Reykjavík gripið til aðgerða til þess að auka öryggi sinna manna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið upplýsingar um að ofbeldismennirnir séu að reyna að komast að því hvaða lögreglumenn voru í lögreglubílnum þegar hjartað í manninum stöðvaðist. En skömmu áður hafði hann verið handtekinn á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti og kastaði til húsgögnum. Vegna þessa reynir lögreglan hvað hún getur til að hindra að það spyrjist út hvaða lögreglumenn áttu í hlut. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær voru lögreglumenn á vakt í miðbænum, um síðustu helgi, fleiri en vanalega vegna hótananna auk þess sem þeir klæddust öryggisvestum til að verjast árásum eins og hnífsstungum og höfðu með sér stórar kylfur sér til varnar. Aðrar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en lögreglan vill ekki gefa upp hverjar þær eru svo þeir, sem standa að hótununum, fái þær upplýsingarnar ekki í hendur. Niðurstaða krufnigar liggur ekki fyrir en hún mun varpa ljósi á hvað olli dauða mannsins. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira
Lögreglan reynir að hindra að upplýsingar um lögreglumenn, sem handtóku mann, sem lést í vörslu þeirra, komist til ofbeldismanna sem hafa hótað lífláti. Líflátshótanir hafa borist lögreglu, eftir að hjarta stöðvaðist í manni í þeirra vörslu í lok nóvember, en maðurinn lést tæpri viku síðar. Hótanirnar hafa komið frá þekktum ofbeldismönnum og handrukkurum. Lögreglan tekur hótanirnar alvarlega og hefur embættið í Reykjavík gripið til aðgerða til þess að auka öryggi sinna manna. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögreglan fengið upplýsingar um að ofbeldismennirnir séu að reyna að komast að því hvaða lögreglumenn voru í lögreglubílnum þegar hjartað í manninum stöðvaðist. En skömmu áður hafði hann verið handtekinn á Hótel Sögu þar sem hann var með ólæti og kastaði til húsgögnum. Vegna þessa reynir lögreglan hvað hún getur til að hindra að það spyrjist út hvaða lögreglumenn áttu í hlut. Eins og fram kom í fréttum okkar í gær voru lögreglumenn á vakt í miðbænum, um síðustu helgi, fleiri en vanalega vegna hótananna auk þess sem þeir klæddust öryggisvestum til að verjast árásum eins og hnífsstungum og höfðu með sér stórar kylfur sér til varnar. Aðrar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar en lögreglan vill ekki gefa upp hverjar þær eru svo þeir, sem standa að hótununum, fái þær upplýsingarnar ekki í hendur. Niðurstaða krufnigar liggur ekki fyrir en hún mun varpa ljósi á hvað olli dauða mannsins.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Fleiri fréttir Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína Sjá meira