Baugsmálið

Fréttamynd

Blanda saman fjárdrætti og lánum

„Þessi dómur hæstaréttar er mjög harðorður og hlýtur að vekja ýmsar spurningar,“ segir Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. „Mér þykir það sérkennilegt þegar ég les það að menn blandi saman fjárdrætti og ólöglegum lánum. Í mínum huga er himinn og haf milli þarna á milli,“ segir Halldór.

Innlent
Fréttamynd

Ekki ástæða til afsagna

Ríkislögreglustjóri telur ekki ástæðu til að yfirmenn hjá embættinu segi af sér vegna Baugsmálsins, en segist þó hafa íhugað það. Þeir átta ákæruliðir sem eftir standa eftir dóm Hæstaréttar snúast um efnahagsreikninga og tollsvik sem nema rúmlega tveimur milljónum króna. 

Innlent
Fréttamynd

Halldór tekur fulla ábyrgð á Birni

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist taka fulla ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans um réttarkerfið og Baugsmálið. Hann segir dóminn í gær harðorðan áfellisdóm yfir lögreglu og ákæruvaldinu og fagnar því að málið sé komið á borð ríkissaksóknara.

Innlent
Fréttamynd

Geti ekki borið ábyrgð á Birni

Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að framsóknarmenn geti ekki borið ábyrgð á Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra. Forsaga málsins sé sú að Björn Bjarnason hafi gefið saksóknaraembættinu þá línu á bloggsíðu sinni í dag að halda áfram með Baugsmálið þó að aðeins standi eftir átta af 40 ákæruliðum í Baugsmálinu. „Framsóknarflokkurinn á ekki að líða mönnum að gera svona,“ sagði Kristinn í Íslandi í bítið í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Tekur ábyrgð á dómsmálaráðherra

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist fyllilega taka ábyrgð á dómsmálaráðherra þrátt fyrir ummæli hans á heimasíðu um að réttarkerfið hefði ekki sagt sitt síðasta orð í Baugsmálinu. Þetta kom fram á fundi sem forsætisráðherra hélt með blaðamönnum efti hádegið í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Afskipti lykilmanna umhugsunarverð

Valgerður Sverrisdóttir segir að lykilmenn í Sjálfstæðisflokknum hafi tengst aðdraganda Baugsmálsins. Ummæli Styrmis Gunnarssonar um skattayfirvöld hafi ekki komið á óvart því hann aðhyllist pólitísk afskipti af eftirlitsstofnunum.

Innlent
Fréttamynd

Krafan þingfest í næstu viku

Lögbannskrafa á tölvupóst tengdan Jónínu Benediktsdóttur, sem <em>Fréttablaðið</em> birti brot úr, verður að öllum líkindum þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í næstu viku. Þó sé hins vegar óljóst hvenær málið verður tekið til meðferðar þar sem lögmenn Fréttablaðsins geta beðið um frest til að leggja fram greinargerð.

Innlent
Fréttamynd

Lögbannið ógnun við blaðamenn

Alþjóðasamtök blaðamanna sendu í gær frá sér viðvörun til íslenskra yfirvalda þar sem segir að frelsi fjölmiðla geti verið stefnt í hættu með afskiptum yfirvalda af fjölmiðlum. Lögbann og innrás á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins sé ógnun við blaðamenn og tilraun til að stöðva umfjöllun um mikilvægt þjóðfélagslegt mál. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Brýtur Styrmir eigin reglur?

Össur Skarphéðinsson, þingmaður, sakar ritstjóra Morgunblaðsins, Styrmi Gunnarsson, um að brjóta eigin reglur þegar kemur að birtingu á upplýsingum úr einkabréfum fólks. Þingmaðurinn kallar eftir skýringum. Össur Skarphéðinsson þingmaður var gestur í þættinum Silfur Egils sem hóf göngu sína á nýjan leik á Stöð2 í dag, þar sem talið barst að tölvupóstsendingum og fjölmiðlum.

Innlent
Fréttamynd

Greinir á

Lögmenn 365 miðla og Jónínu Benediktsdóttur greinir verulega á um það hvort lögbann, sem sýslumaður setti á gögn í fórum blaðamanna Fréttablaðsins, hafi verið lögmætt.  Lögmaður Jónínu Benediktsdóttur telur að lögbannið sé fyllilega eðlilegt.

Innlent
Fréttamynd

Tilraun til yfirklórs

"Mér finnst þetta vera tilraun til yfirklórs," segir Gunnlaugur M. Sigmundsson, fyrrverandi þingmaður, um skýringar Styrmis Gunnarssonar, ritstjóra Morgunblaðsins, á birtingu blaðsins á tölvupósti sínum í maí árið 1998. Styrmir sér ekkert athugavert við birtingu póstsins frá Gunnlaugi.

Innlent
Fréttamynd

Yfirvöld á hættulegri braut

Fræðimenn eru sammála um að mjög ríkar ástæður verði að búa að baki lögbanni á birtingu upplýsinga sem fjölmiðlar búa yfir. Lektor við Háskólann á Akureyri segir yfirvöld á hættulegri braut í málinu.

Innlent
Fréttamynd

Ekki hægt að sjá hver sendi gögn

Sigurjón M. Egilsson, fréttaritstjóri <em>Fréttablaðsins</em>, segir ekki hægt að sjá af tölvupóstum, sem fulltrúar Sýslumannsins í Reykjavík lögðu hald á í hádeginu, hver hefði látið <em>Fréttablaðið</em> hafa þá. Ef svo væri hefði blaðið eytt þeim frekar en að afhenda þá segir Sigurjón. Tölvupóstarnir sem um ræðir eru þeir sem <em>Fréttablaðið</em> hefur byggt fréttir sínar af aðdraganda Baugsrannsóknarinnar á.

Innlent
Fréttamynd

BÍ mótmælir aðgerð sýslumannsins

Stjórn Blaðamannafélags Íslands mótmælir þeirri aðgerð sýslumannsins í Reykjavík að krefja blaðamenn á <em>Fréttablaðinu</em> um gögn sem sýslumaður telur þá hafa undir höndum. Eins og greint var frá fyrr í dag komu fulltrúar sýslumanns á ritstjórn Fréttablaðsins rétt fyrir hádegi með lögbannsúrskurð á frekari birtingu upplýsinga úr nafnlausum tölvupóstum.

Innlent
Fréttamynd

Tjáningarfrelsi eða persónuvernd?

Sýslumaðurinn í Reykjavík fór inn á skrifstofu Fréttablaðins í dag og lagði hald á tölvupóst Jónínu Benediktsdóttur sem Fréttablaðið hafði undir höndum.Lagt var bann við birtingu úr bréfunum að kröfu Jónínu. Dómstólar þurfa nú að kveða upp úr um hvort sé mikilvægara, tjáningarfrelsi fjölmiðla eða persónuvernd.

Innlent
Fréttamynd

Fulltrúar sýslumanns á Fréttablaði

Fulltrúar frá Sýslumanninum í Reykjavík komu á ritstjórnarskrifstofu Fréttablaðsins skömmu fyrir hádegi og lögðu fram lögbann á birtingu gagna að beiðni Jónínu Benediktsdóttur. Lagt var hald á birt og óbirt gögn í tengslum við fréttir blaðsins af samskiptum Jónínu Benediktsdóttur við Styrmi Gunnarsson og fleiri í tenglum við málareksturinn gegn Baugi.

Innlent
Fréttamynd

Valgerður þingaði með Jónínu Ben.

Jónína Benediktsdóttir átti fund um Jón Gerald og Baug með ráðherra í ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, Valgerði Sverrisdóttur, þremur vikum áður en Davíð Oddsson fundaði með Hreini Loftssyni, stjórnarformann Baugs, í London. Valgerður segist ekki hafa rætt þennan fund efnislega við nokkurn ráðherra.

Innlent
Fréttamynd

Fimm dómarar í Baugsmáli

Hæstiréttur hefur þegar hafið skoðun á því hvort frávísun héraðsdóms í Baugsmálinu svokallaða sé réttmæt. Forseti Hæstaréttar hefur ákveðið að fimm dómarar muni dæma í kærumálinu varðandi ákvörðun héraðsdóms Reykjavíkur að vísa frá öllum fjörutíu ákæruliðum í Baugsmálinu svokallaða.

Innlent
Fréttamynd

Baugsmál: Búið að skipa dómara

Fimm dómarar munu fjalla um Baugsmálið þegar frávísun Héraðsdóms í málinu verður tekin fyrir í Hæstarétti. Dómararnir eru Markús Sigurbjörnsson, Garðar Gíslason, Guðrún Erlendsdóttir, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir.

Innlent
Fréttamynd

Morgunblaðið birti einkapósta

Einkatölvupóstar Össurar Skarphéðinssonar og Gunnlaugs Sigmundssonar hafa birst án þeirra samþykkis á síðum Morgunblaðsins. Blaðið birti jafnframt bréfaskipti Norðurljósa og Landsbankans vegna fjárhagsstöðu Norðurljósa. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur undanfarið gagnrýnt Fréttablaðið fyrir að birta tölvupósta manna. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Enn ekki skipað í Hæstaréttardóm

Enn hefur dómurinn sem fjalla mun um Baugsmálið í Hæstarétti ekki verið skipaður, en það verður gert á allra næstu dögum, að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar. Það er forseti Hæstaréttar, Markús Sigurbjörnsson, sem ákveður hversu fjölmennur dómurinn skuli vera og hverjir skipi hann.

Innlent
Fréttamynd

Þurfti ekki aðstoð Morgunblaðsins

Jón Gerald Sullenberger segist hafa haft efni á því að greiða fyrir þýðingu á skjali sem Morgunblaðið þýddi fyrir hann ókeypis. Hann hafi ekki þurft á fjárhagslegri aðstoð Morgunblaðsins að halda.

Innlent
Fréttamynd

Baugur undirbýr skaðabótamál

Stjórnendur Baugs Group undirbúa skaðabótamál og ætla að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gerðum fimm einstaklinga vegna aðdraganda Baugsmálsins. Þetta eru þau Styrmir Gunnarsson, Jónína Benediktsdóttir, Jón Gerald Sullenberger, Jón Steinar Gunnlaugsson og Kjartan Gunnarsson.

Innlent
Fréttamynd

Bregðist við fréttum Fréttablaðs

Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hefur skipað Póst- og fjarskiptastofnun að bregðast sérstaklega við vegna frétta <em>Fréttablaðsins</em> sem byggja á tölvupóstum sem það hefur komist yfir. Stofnunin hefur eftirlit með fjarskiptafyrirtækjum og starfsmönnum þeirra. Sturla segir í bréfi sem hann hefur ritað stofnuninni að tölvupóstur og önnur gögn um einkamálefni fólks njóti ríkrar verndar í stjórnarskrá og fjarskiptalögum.

Innlent
Fréttamynd

Hreinn vísar ummælum Styrmis á bug

Baugur ætlar að kanna hvort efni sé til opinberrar rannsóknar á gjörðum Styrmis Gunnarssonar, Jónínu Benediktsdóttur, Jóns Geralds Sullenbergers, Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Kjartans Gunnarssonar. Þá er félagið að meta réttarstöðu sína hvað varðar meiðyrði í þess garð.

Innlent
Fréttamynd

Dægurtexti í meintu hótunarbréfi

Tryggvi Jónsson, þá forstjóri Baugs, vitnar í vinsælan dægurlagatexta Spilverks þjóðanna í meintu hótunarbréfi til Jóns Geralds Sullenbergers sem vísað er til í frétt Morgunblaðsins í gær. Bréfið var sent í tölvupósti 25. júlí 2002 og lagði Jón Gerald það fram í málaferlum við fyrirtækið í Bandaríkjunum árið 2003.

Innlent
Fréttamynd

Segir fjölmiðla Baugs misnotaða

Davíð Oddsson segist horfa á með hryllingi hvernig Baugsmiðlarnir hafi verið misnotaðir, en hann telji að ekki séu dæmi um slíkt í hinum vestræna heimi. Davíð var spurður út í Baugsmál þegar hann kom út af síðasta ríkisstjórnarfundi sínum í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Spyr hvort eignatengsl réðu ferð

Sigurjón Þórðarson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýnir Styrmi Gunnarsson, ritstjóra Morgunblaðsins, harðlega fyrir að hafa látið hjá líða að fjalla um samráð olíufélaganna þegar hann fékk upplýsingar um það nokkru áður en rannsókn Samkeppnisstofnunar hófst.

Innlent
Fréttamynd

Segir fjölmiðla Baugs misnotaða

Davíð Oddsson, fráfarandi utanríkisráðherra, var spurður um Baugsmálið og fjölmiðla þegar hann kom út af sínum síðasta ríkisstjórnarfundi í gær. Hann kannast ekkert við fundi Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins, og Styrmis Gunnarssonar ritstjóra um meðferð upplýsinga sem leiddu til Baugsákæru.

Innlent
Fréttamynd

Hafi hótað Jóhannesi í Bónus

Jónína Benediktsdóttir krafðist þess að Jóhannes Jónsson í Bónus keypti líkamsræktarstöðina Planet Pulse af sér ella myndi hún birta gögn sem hún hefði um Baug að því er fram kemur í <em>Fréttablaðinu</em> í dag. Blaðið birtir tölvupóst sem Jónína sendi Tryggva Jónssyni, þáverandi forstjóra Baugs.

Innlent