Innlendar Íslandsmeistarabragur á Keflavík Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Sport 31.3.2006 10:05 Keflavík valtaði yfir Skallagrím Keflvíkingar hafa náð forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Skallagrím 2-1 eftir 129-79 sigur á heimavelli sínum í þriðja leiknum í kvöld. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík en Jovan Zdravevski skoraði 19 stig fyrir Skallagrím. Keflvíkingar skoruðu 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi og þar geta Keflvíkingar tryggt sér sæti í úrslitunum. Sport 30.3.2006 21:35 Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 63-43 í hálfleik í þriðja leik sínum gegn Skallagrími í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik, en leikurinn fer fram í Keflavík. Jafnræði var á með liðunum eftir fyrsta leikhlutann, en pressuvörn Keflvíkinganna virtist slá gestina út af laginu í öðrum leikhlutanum. AJ Moye hjá Keflavík hefur verið besti leikmaður vallarins og er kominn með yfir 20 stig í fyrri hálfleiknum. Sport 30.3.2006 20:13 Haukar elta Fram eins og skugginn Haukar unnu góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Þar með narta þeir enn í hælana á Safamýrarpiltunum í Fram sem hafa 36 stig á toppi deildarinnar en Hafnfirðingarnir koma næstir, stigi á eftir. Sport 26.3.2006 23:19 KR-ingar teknir í karphúsið Njarðvík vann öruggan sigur á KR í fyrsta leik þeirra í undanúrslitaeinvíginu í Iceland-Express deild karla en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Herbert Guðmundsson þjálfari KR baðst afsökunar á slakri frammistöðu sinna manna sem töpuðu stórt, 101-65. Sport 26.3.2006 16:43 Njarðvík langt yfir í hálfleik Njarðvíkingar eru á góðri leið með að tryggja sér sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins gegn KR í Iceland Express deild karla. Þeir hafa átján stigum fyrir í hálfleik, 47-29, og hafa borið höfuð og herðar yfir KR-inga sem þurfa að spýta verulega í lófana ef þeir ætla sér að stela sigrinum í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Sport 26.3.2006 15:44 Njarðvík-KR í beinni á Sýn klukkan 15 Vísir.is minnir alla á beina útsendingu Sýnar frá stórleik Njarðvík og KR í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsending Sýnar skömmu áður. Keflavík vann í gær góðan sigur á Skallagrímsmönnum í hinni undanúrslitaviðureigninni. Sport 26.3.2006 14:06 Stúdínur lögðu Hauka Lið ÍS náði að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag með góðum sigri í Kennaraháskólanum 83-71. Liðin þurfa því að mætast að Ásvöllum í oddaleik um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitunum. Sport 25.3.2006 19:22 ÍBV í sterkri stöðu Kvennalið ÍBV stendur með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í DHL-deild kvenna í handknattleik eftir að liðið sigraði Gróttu 28-24 í Vestmannaeyjum í dag. Á sama tíma töpuðu Íslandsmeistarar Haukar fyrir Val 28-25 og því hefur ÍBV eins stigs forskot á Hauka og Val fyrir lokaumferðina. Sport 25.3.2006 18:18 Keflvíkingar lögðu Skallagrím Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik 97-82. Keflavík hefur því náð 1-0 forystu í einvíginu og næsti leikur fer fram í Borgarnesi. Sport 25.3.2006 18:14 Fram í góðri stöðu Fram styrkti stöðu sína á toppi DHL-deildar karla í dag þegar liðið lagði Selfoss örugglega á heimavelli sínum í dag 34-25. Valsmenn lögðu KA 30-26 og Afturelding sigraði ÍBV 31-25. Sport 25.3.2006 16:53 Fylkir burstaði Stjörnuna Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir burstaði Stjörnuna á heimavelli sínum 24-17 og FH lagði Þór frá Akureyri í Kaplakrika 29-26. Fylkir komst með sigrinum upp fyrir Stjörnuna í fjórða sæti deildarinnar. Sport 24.3.2006 21:21 Keflavík í úrslitin Keflavík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna eftir að hafa burstað granna sína í Grindavík 97-72 í öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Keflavík vann því samanlagt 2-0 og mætir annað hvort Haukum eða ÍS í úrslitum. Sport 24.3.2006 21:16 Tveir leikir í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Árbænum en það verður væntanlega hörkuleikur þar sem liðin eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Þá mætast FH og Þór frá Akureyri í Kaplakrika í Hafnarfirði. Sport 24.3.2006 16:57 Fer Keflavík í úrslitin? Keflavíkurstúlkur geta unnið sér sæti í úrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindvíkingum á heimavelli sínum í kvöld. Keflavík náði að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í fyrrakvöld og getur því klárað dæmið í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 24.3.2006 16:53 Alfreð velur fyrsta landsliðshóp sinn Alfreð Gíslason hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp síðan hann tók við íslenska landsliðinu í handknattleik á dögunum, en hópurinn mun fara til Þýskalands í æfingabúðir um páskana. Leikirnir verða liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina mikilvægu við Svía í sumar. Sport 24.3.2006 13:35 Haukar lögðu ÍS Haukastúlkur höfðu betur í fyrsta leik sínum við ÍS í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld 76-66. Helena Sverrisdóttir skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Hauka og Megan Mahoney skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst. Maria Conlon skoraði 25 stig og hirti 10 stig fyrir ÍS og Helga Þorvaldsdóttir skoraði 20 stig. Sport 23.3.2006 22:06 Keflavík sigraði í Grindavík Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu granna sína í Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 90-83. Keflavík getur því komst í úrslitin með sigri á heimavelli sínum í næsta leik. LaKiste Barkus skoraði 30 stig fyrir Keflavík, en Tamara Stocks skoraði 33 stig fyrir Grindavík. Sport 22.3.2006 20:59 KR í undanúrslitin KRingar eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik eftir frækinn sigur á Snæfelli í rafmögnuðum leik í Vesturbænum 67-64 í kvöld. Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig fyrir KRinga og Fannar Ólafsson 15, en Igor Beljanski skoraði 17 stig fyrir Snæfell. Sport 21.3.2006 21:48 KR einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann Leikur KR og Snæfells í DHL-höllinni er enn í járnum og nú hafa heimamenn eins stigs forystu 50-49 þegar aðeins fjórði leikhlutinn er eftir, en það lið sem tapar í kvöld er komið í sumarfrí. Sport 21.3.2006 21:19 Allt í járnum í Vesturbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign KR og Snæfells í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í körfubolta og staðan er jöfn 35-35. Snæfell hafði betur framan af en heimamenn hafa náð að jafna leikinn með mikilli baráttu. Jón Ólafur Jónsson hefur skorað 10 stig fyrir Snæfell, en Skarphéðinn Ingason og Fannar Ólafsson hafa skorað 8 stig hvor fyrir KR. Sport 21.3.2006 20:45 Snæfell leiðir eftir fyrsta leikhluta Snæfell er yfir 17-12 gegn KR eftir fyrsta leikhluta í oddaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra. Gestirnir hafa verið mun meira sannfærandi í öllum sínum aðgerðum og leiða verðskuldað, en KR hefur aðeins skorað eina körfu utan af velli í leikhlutanum. Sport 21.3.2006 20:14 KR - Snæfell í beinni á Sýn Extra Oddaleikur KR og Snæfells í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla verður í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50 í kvöld. Liðin hafa til þessa unnið sitthvorn útileikinn og í kvöld verður leikið til þrautar í DHL-Höllinni. Sport 21.3.2006 16:29 Valur mætir Tomis Constanta Í morgun var dregið í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik kvenna og þar mæta Valsstúlkur rúmenska liðinu Tomis Constanta. Leikirnir fara fram 15. og 22. næsta mánaðar, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort annað liðið muni hugsanlega selja heimaleik sinn. Sport 21.3.2006 15:07 Skallagrímur í undanúrslit eftir framlengingu í Grindavík Skallagrímur varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit Iceland Express-deildar karla í körfubolta þegar liðið hafði betur í framlengingu gegn Grindavík, 73-77. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 65-65 og því þurfti að framlengja í Grindavík. Sport 19.3.2006 22:38 Njarðvík í undanúrslit - framlengt í Grindavík Njarðvík varð í kvöld annað liðið til að tryggja sig í undanúrslit Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir 2 stiga sigur á ÍR í Seljaskóla, 76-78. Leikur Skallagríms og Grindavíkur fer í framlengingu en lokatölur eftir venjulegan leiktíma í Grindavík urðu 65-65. Borgnesingar voru einu stigi yfir í hálfleik, 35-36. Sport 19.3.2006 21:17 Haukastúlkur aftur á toppinn Haukar komust aftur á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á næst neðsta liði deildarinnar, Víkingi á Ásvöllum í Hafnarfirði, 31-23. Ramune Pekeskyten var markahæst Hauk með 12 mörk en Hekla Daðadóttir var markahæst Víkinga með 7 mörk. Sport 19.3.2006 20:35 Jafnt hjá ÍBV og Val ÍBV og Valur gerðu jafntefli, 24-24 í Vestmannaeyjum í DHL-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var frestaður leikur sem fram átti að fara í gær. Mladen Cacic var markahæstur heimamanna í ÍBV með 9 mörk en Hjalti Þór Pálmason skoraði mest Valsmanna eða 7 mörk. Valur er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig. Sport 19.3.2006 19:27 Markalaust hjá Keflavík og Þór A Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli. Sport 19.3.2006 17:40 Eyjastúlkur á toppinn ÍBV tyllti sér á topp DHL-deildar kvenna í handbolta síðdegis með því að leggja FH að velli í Eyjum, 29-23. Eyjastúlkur eru með eins stig forystu á Val og Hauka en Hafnarfjarðarliðið getur endurheimt toppsætið um kvöldmatarleytið þegar Haukar mæta næst neðsta liðinu, Víkingi kl. 18. Sport 19.3.2006 17:32 « ‹ 60 61 62 63 64 65 66 67 68 … 75 ›
Íslandsmeistarabragur á Keflavík Keflvíkingar settu upp sannkallaða sýningu á heimavelli sínum í Sláturhúsinu í gær þegar Skallagrímur var í heimsókn. Heimamenn fóru á kostum og unnu mjög sannfærandi 129-79 sigur og leiða einvígið 2-1. Sport 31.3.2006 10:05
Keflavík valtaði yfir Skallagrím Keflvíkingar hafa náð forystu í undanúrslitaeinvígi sínu við Skallagrím 2-1 eftir 129-79 sigur á heimavelli sínum í þriðja leiknum í kvöld. AJ Moye skoraði 37 stig fyrir Keflavík en Jovan Zdravevski skoraði 19 stig fyrir Skallagrím. Keflvíkingar skoruðu 19 þriggja stiga körfur í leiknum. Næsti leikur fer fram í Borgarnesi og þar geta Keflvíkingar tryggt sér sæti í úrslitunum. Sport 30.3.2006 21:35
Keflavík yfir í hálfleik Keflvíkingar hafa yfir 63-43 í hálfleik í þriðja leik sínum gegn Skallagrími í undanúrslitum Íslandsmótsins í körfuknattleik, en leikurinn fer fram í Keflavík. Jafnræði var á með liðunum eftir fyrsta leikhlutann, en pressuvörn Keflvíkinganna virtist slá gestina út af laginu í öðrum leikhlutanum. AJ Moye hjá Keflavík hefur verið besti leikmaður vallarins og er kominn með yfir 20 stig í fyrri hálfleiknum. Sport 30.3.2006 20:13
Haukar elta Fram eins og skugginn Haukar unnu góðan sigur á ÍR í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Þar með narta þeir enn í hælana á Safamýrarpiltunum í Fram sem hafa 36 stig á toppi deildarinnar en Hafnfirðingarnir koma næstir, stigi á eftir. Sport 26.3.2006 23:19
KR-ingar teknir í karphúsið Njarðvík vann öruggan sigur á KR í fyrsta leik þeirra í undanúrslitaeinvíginu í Iceland-Express deild karla en leikurinn var í beinni útsendingu á Sýn. Herbert Guðmundsson þjálfari KR baðst afsökunar á slakri frammistöðu sinna manna sem töpuðu stórt, 101-65. Sport 26.3.2006 16:43
Njarðvík langt yfir í hálfleik Njarðvíkingar eru á góðri leið með að tryggja sér sigur í fyrsta leik undanúrslitaeinvígisins gegn KR í Iceland Express deild karla. Þeir hafa átján stigum fyrir í hálfleik, 47-29, og hafa borið höfuð og herðar yfir KR-inga sem þurfa að spýta verulega í lófana ef þeir ætla sér að stela sigrinum í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Sport 26.3.2006 15:44
Njarðvík-KR í beinni á Sýn klukkan 15 Vísir.is minnir alla á beina útsendingu Sýnar frá stórleik Njarðvík og KR í undanúrslitum Iceland-Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 15.00 en útsending Sýnar skömmu áður. Keflavík vann í gær góðan sigur á Skallagrímsmönnum í hinni undanúrslitaviðureigninni. Sport 26.3.2006 14:06
Stúdínur lögðu Hauka Lið ÍS náði að jafna metin í 1-1 í rimmu sinni við deildarmeistara Hauka í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í dag með góðum sigri í Kennaraháskólanum 83-71. Liðin þurfa því að mætast að Ásvöllum í oddaleik um hvort liðið mætir Keflavík í úrslitunum. Sport 25.3.2006 19:22
ÍBV í sterkri stöðu Kvennalið ÍBV stendur með pálmann í höndunum fyrir lokaumferðina í DHL-deild kvenna í handknattleik eftir að liðið sigraði Gróttu 28-24 í Vestmannaeyjum í dag. Á sama tíma töpuðu Íslandsmeistarar Haukar fyrir Val 28-25 og því hefur ÍBV eins stigs forskot á Hauka og Val fyrir lokaumferðina. Sport 25.3.2006 18:18
Keflvíkingar lögðu Skallagrím Keflvíkingar lögðu Borgnesinga í dag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Iceland Express deildar karla í körfuknattleik 97-82. Keflavík hefur því náð 1-0 forystu í einvíginu og næsti leikur fer fram í Borgarnesi. Sport 25.3.2006 18:14
Fram í góðri stöðu Fram styrkti stöðu sína á toppi DHL-deildar karla í dag þegar liðið lagði Selfoss örugglega á heimavelli sínum í dag 34-25. Valsmenn lögðu KA 30-26 og Afturelding sigraði ÍBV 31-25. Sport 25.3.2006 16:53
Fylkir burstaði Stjörnuna Tveir leikir fóru fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld. Fylkir burstaði Stjörnuna á heimavelli sínum 24-17 og FH lagði Þór frá Akureyri í Kaplakrika 29-26. Fylkir komst með sigrinum upp fyrir Stjörnuna í fjórða sæti deildarinnar. Sport 24.3.2006 21:21
Keflavík í úrslitin Keflavík leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik kvenna eftir að hafa burstað granna sína í Grindavík 97-72 í öðrum leik liðanna í Keflavík í kvöld. Keflavík vann því samanlagt 2-0 og mætir annað hvort Haukum eða ÍS í úrslitum. Sport 24.3.2006 21:16
Tveir leikir í kvöld Tveir leikir fara fram í DHL-deild karla í handknattleik í kvöld og hefjast þeir báðir klukkan 19:15. Fylkir tekur á móti Stjörnunni í Árbænum en það verður væntanlega hörkuleikur þar sem liðin eru í fjórða og fimmta sæti deildarinnar. Þá mætast FH og Þór frá Akureyri í Kaplakrika í Hafnarfirði. Sport 24.3.2006 16:57
Fer Keflavík í úrslitin? Keflavíkurstúlkur geta unnið sér sæti í úrslitaeinvíginu í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna í kvöld þegar liðið tekur á móti Grindvíkingum á heimavelli sínum í kvöld. Keflavík náði að vinna fyrsta leikinn í Grindavík í fyrrakvöld og getur því klárað dæmið í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 19:15. Sport 24.3.2006 16:53
Alfreð velur fyrsta landsliðshóp sinn Alfreð Gíslason hefur nú valið sinn fyrsta landsliðshóp síðan hann tók við íslenska landsliðinu í handknattleik á dögunum, en hópurinn mun fara til Þýskalands í æfingabúðir um páskana. Leikirnir verða liður í undirbúningi liðsins fyrir umspilsleikina mikilvægu við Svía í sumar. Sport 24.3.2006 13:35
Haukar lögðu ÍS Haukastúlkur höfðu betur í fyrsta leik sínum við ÍS í undanúrslitum Iceland Express deildar kvenna í körfubolta í kvöld 76-66. Helena Sverrisdóttir skoraði 18 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í liði Hauka og Megan Mahoney skoraði 18 stig og hirti 13 fráköst. Maria Conlon skoraði 25 stig og hirti 10 stig fyrir ÍS og Helga Þorvaldsdóttir skoraði 20 stig. Sport 23.3.2006 22:06
Keflavík sigraði í Grindavík Keflavíkurstúlkur gerðu sér lítið fyrir og lögðu granna sína í Grindavík í fyrsta leik undanúrslitanna í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld 90-83. Keflavík getur því komst í úrslitin með sigri á heimavelli sínum í næsta leik. LaKiste Barkus skoraði 30 stig fyrir Keflavík, en Tamara Stocks skoraði 33 stig fyrir Grindavík. Sport 22.3.2006 20:59
KR í undanúrslitin KRingar eru komnir í undanúrslit Íslandsmótsins í körfuknattleik eftir frækinn sigur á Snæfelli í rafmögnuðum leik í Vesturbænum 67-64 í kvöld. Skarphéðinn Ingason skoraði 16 stig fyrir KRinga og Fannar Ólafsson 15, en Igor Beljanski skoraði 17 stig fyrir Snæfell. Sport 21.3.2006 21:48
KR einu stigi yfir fyrir lokaleikhlutann Leikur KR og Snæfells í DHL-höllinni er enn í járnum og nú hafa heimamenn eins stigs forystu 50-49 þegar aðeins fjórði leikhlutinn er eftir, en það lið sem tapar í kvöld er komið í sumarfrí. Sport 21.3.2006 21:19
Allt í járnum í Vesturbænum Nú er kominn hálfleikur í viðureign KR og Snæfells í oddaleik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar í körfubolta og staðan er jöfn 35-35. Snæfell hafði betur framan af en heimamenn hafa náð að jafna leikinn með mikilli baráttu. Jón Ólafur Jónsson hefur skorað 10 stig fyrir Snæfell, en Skarphéðinn Ingason og Fannar Ólafsson hafa skorað 8 stig hvor fyrir KR. Sport 21.3.2006 20:45
Snæfell leiðir eftir fyrsta leikhluta Snæfell er yfir 17-12 gegn KR eftir fyrsta leikhluta í oddaleik liðanna í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla í körfubolta. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni og er sýndur í beinni útsendingu á Sýn Extra. Gestirnir hafa verið mun meira sannfærandi í öllum sínum aðgerðum og leiða verðskuldað, en KR hefur aðeins skorað eina körfu utan af velli í leikhlutanum. Sport 21.3.2006 20:14
KR - Snæfell í beinni á Sýn Extra Oddaleikur KR og Snæfells í fyrstu umferð úrslitakeppni Iceland Express deildar karla verður í beinni útsendingu á Sýn Extra klukkan 19:50 í kvöld. Liðin hafa til þessa unnið sitthvorn útileikinn og í kvöld verður leikið til þrautar í DHL-Höllinni. Sport 21.3.2006 16:29
Valur mætir Tomis Constanta Í morgun var dregið í undanúrslit EHF-keppninnar í handknattleik kvenna og þar mæta Valsstúlkur rúmenska liðinu Tomis Constanta. Leikirnir fara fram 15. og 22. næsta mánaðar, en enn hefur ekki verið ákveðið hvort annað liðið muni hugsanlega selja heimaleik sinn. Sport 21.3.2006 15:07
Skallagrímur í undanúrslit eftir framlengingu í Grindavík Skallagrímur varð í kvöld þriðja liðið til að tryggja sig í undanúrslit Iceland Express-deildar karla í körfubolta þegar liðið hafði betur í framlengingu gegn Grindavík, 73-77. Staðan að loknum venjulegum leiktíma var jöfn, 65-65 og því þurfti að framlengja í Grindavík. Sport 19.3.2006 22:38
Njarðvík í undanúrslit - framlengt í Grindavík Njarðvík varð í kvöld annað liðið til að tryggja sig í undanúrslit Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir 2 stiga sigur á ÍR í Seljaskóla, 76-78. Leikur Skallagríms og Grindavíkur fer í framlengingu en lokatölur eftir venjulegan leiktíma í Grindavík urðu 65-65. Borgnesingar voru einu stigi yfir í hálfleik, 35-36. Sport 19.3.2006 21:17
Haukastúlkur aftur á toppinn Haukar komust aftur á topp DHL-deildar kvenna í handbolta með 8 marka sigri á næst neðsta liði deildarinnar, Víkingi á Ásvöllum í Hafnarfirði, 31-23. Ramune Pekeskyten var markahæst Hauk með 12 mörk en Hekla Daðadóttir var markahæst Víkinga með 7 mörk. Sport 19.3.2006 20:35
Jafnt hjá ÍBV og Val ÍBV og Valur gerðu jafntefli, 24-24 í Vestmannaeyjum í DHL-deild karla í handbolta í kvöld en þetta var frestaður leikur sem fram átti að fara í gær. Mladen Cacic var markahæstur heimamanna í ÍBV með 9 mörk en Hjalti Þór Pálmason skoraði mest Valsmanna eða 7 mörk. Valur er í 3. sæti deildarinnar með 30 stig. Sport 19.3.2006 19:27
Markalaust hjá Keflavík og Þór A Fimm leikir eru á dagskrá í A-Deildarbikarkeppni karla í knattspyrnu í dag og er tveimur þeirra lokið. Grindavík og ÍBV gerðu 1-1 jafntefli í Reykjaneshöll og í Fífunni gerðu Keflavík og Þór Akureyri markalaust jafntefli. Sport 19.3.2006 17:40
Eyjastúlkur á toppinn ÍBV tyllti sér á topp DHL-deildar kvenna í handbolta síðdegis með því að leggja FH að velli í Eyjum, 29-23. Eyjastúlkur eru með eins stig forystu á Val og Hauka en Hafnarfjarðarliðið getur endurheimt toppsætið um kvöldmatarleytið þegar Haukar mæta næst neðsta liðinu, Víkingi kl. 18. Sport 19.3.2006 17:32
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent