Íþróttir Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur Miðjumaðurinn Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur þegar hann var kynntur formlega sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Parkhead í dag. Það var kannski þessvegna sem þurfti að fresta leik liðsins gegn Livingston um nokkrar mínútur vegna rafmagnsleysis. Sport 26.12.2005 16:19 Toyota hefur áhuga á Raikkönen Þýska blaðið Bild greinir frá því um helgina að lið Toyota vinni nú hörðum höndum að því að lokka finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig þegar samningi hans við McLaren lýkur eftir næsta tímabil. Toyota er sagt hafa boðið honum 25 milljón evrur í árslaun gegn því að hann geri samning við liðið, en metnaður Toyota að komast á toppinn í Formúlu 1 er mikill. Sport 26.12.2005 15:58 Liverpool 2-0 yfir gegn Newcastle Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Newcastle á Anfield. Steven Gerrard og Peter Crouch skoruðu mörk Liverpool. Manchester United hefur sömuleiðis 2-0 forystu gegn West Brom, með mörkum frá Paul Scholes og Rio Ferdinand. Sport 26.12.2005 15:50 Crespo tryggði Chelsea sigur Argentínski framherjinn Hernan Crespo tryggði Chelsea 3-2 sigur á Fulham með marki á 74. mínútu í dag, en áður hafði Heiðar Helguson jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Tottenham sigraði Birmingham 2-0 með mörkum frá Robbie Keane úr víti og Jermain Defoe bætti við síðara markinu á lokamínútunni. Þá vann Arsenal 1-0 útisigur á Charlton með marki frá Jose Antonio Reyes í fyrri hálfleik. Sport 26.12.2005 15:02 Ætlar ekki að hætta Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína í þjálfarastólnum og segist ætla að halda áfram að stýra liðinu þangað til liðið nær að rétta úr kútnum. Sport 26.12.2005 13:59 Heiðar jafnaði metin fyrir Fulham Heiðar Helguson er búinn að jafna metin fyrir Fulham gegn Chelsea og er staðan í leiknum því orðin 2-2. Heiðar jafnaði metin úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Eiður Smári er einnig kominn inná sem varamaður í liði Chelsea. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Charlton með marki frá Reyes og Tottenham leiðir 1-0 gegn Birmingham, en markið skoraði Robbie Keane úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Sport 26.12.2005 14:23 Chelsea yfir gegn Fulham Nú er kominn hálfleikur í fyrstu þremur leikjum dagsins í ensku úrvaldsdeildinni. Chelsea hefur yfir 2-1 gegn Fulham, en þar er Heiðar Helguson í byrjunarliði Fulham, en Eiður Smári er á varamannabekk Chelsea. William Gallas kom Chelsea yfir og Frank Lampard bætti við öðru marki, en Brian McBride minnkaði muninn fyrir Fulham. Sport 26.12.2005 13:47 Real Madrid kaupir Cicinho Spænska stórveldið Real Madrid hefur gengið frá kaupum á brasilíska landsliðsmanninum Cicinho frá nýkrýndum heimsmeisturum félagsliða, Sao Paulo. Kaupverðið er sagt vera í kring um fjórar milljónir evra og þó Cicinho sé brasilíumaður, er hann með ítalskt vegabréf og telst því ekki vera útlendingur í spænsku deildinni. Sport 26.12.2005 03:12 Ákveðinn í að hætta í vor Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, ætlar ekki að láta knattspyrnustjóra sinn Graeme Souness og stuðningsmenn félagsins hafa áhrif á ákvörðun sína um að hætta að spila í vor og segist ákveðinn í að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Sport 26.12.2005 02:15 Bryant ætlar á Ólympíuleikana Hinn skotglaði Kobe Bryant hjá LA Lakers hefur tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér í landslið Bandaríkjanna í körfubolta fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Þetta kemur fram í LA Times um helgina, en Bryant á að hafa fundað með Jerry Colangelo, framkvæmdastjóra landsliðsins, og tekið þessa ákvörðun í framhaldinu. Sport 26.12.2005 01:57 Sannfærði Gerrard um að fara ekki Rafael Benitez, stjóri Liverpool rifjaði það upp í viðtali við BBC um helgina að hann hafi átt sinn þátt í að sannfæra fyrirliða liðsins, Steven Gerrard, um að fara ekki frá félaginu og ganga í raðir Chelsea í sumar. Eins og flestir muna eftir, munaði aðeins hársbreidd að Gerrard færi frá Liverpool. Sport 26.12.2005 01:48 Owen snýr aftur á Anfield Tíu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, annan dag jóla. Þar ber ef til vill hæst endurkoma Michael Owen á gamla heimavöll sinn Anfield, þar sem hann lék lengst af ferlinum áður en hann ákvað að reyna fyrir sér á Spáni og nú síðast í Newcastle. Fastlega er búist við að Owen fá blíðar móttökur á Anfield, þar sem hann var nánast í guðatölu í mörg ár. Sport 26.12.2005 01:41 Di Stefano þungt haldinn á sjúkrahúsi Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano, heiðursforseti Real Madrid, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Valencia eftir að hafa fengið hjartaáfall yfir hátíðarnar. Di Stefano var á sínum tíma tvisvar kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og var mikill markaskorari. Hann skipar stóran sess í sögu Real Madrid og voru flestir stjórnarmenn félagsins mættir til að veita honum stuðning á sjúkrahúsinu í gær. Sport 26.12.2005 01:25 Jones og Hopkins berjast aftur Hinir frábæru hnefaleikamenn Roy Jones Jr og Bernard Hopkins hafa samþykkt að mætast í hringnum í vor, en þeir félagar börðust síðast árið 1993. Þar hafði Roy Jones betur, en eftir það skildu leiðir og þeir urðu báðir óumdeildir meistarar í sinni þyngd í meira en áratug. Sport 26.12.2005 02:21 Farinn frá Southampton Harðjaxlinn Dennis Wise hjá Southampton er sagður hafa yfirgefið herbúðir Southampton í fússi um helgina eftir að ljóst varð að hann yrði ekki ráðinn knattspyrnustjóri félagsins til frambúðar. Sport 26.12.2005 01:32 Hefur samþykkt að ganga í raðir United Spartak frá Moskvu samþykkti í gær tilboð Manchester United í serbneska varnarmanninn Nemanja Vidic, sem væntanlega gengur í raðir enska liðsins eftir áramótin ef hann lýkur læknisskoðun og samþykkir tilboð Manchester United. Vidic er sterkur miðvörður og hefur verið orðaður við nokkur önnur lið eftir að hann lýsti því yfir fyrir skömmu að hann vildi fara frá Spartak. Sport 26.12.2005 01:06 Ég er fasisti, ekki rasisti Hinn umdeildi Paolo di Canio hjá Lazio á Ítalíu heldur áfram að valda fjaðrafoki með fasistakveðjum sínum á knattspyrnuvellinum og hefur verið sektaður og dæmdur í leikbann í kjölfarið. Sjálfur segist hann aðeins vera misskilinn og hefur nú tekið það skýrt fram að hann sé fasisti - ekki rasisti. Sport 26.12.2005 02:50 Lítið jólaskap í Kobe og Shaq Annað árið í röð mættust fyrrum félagarnir Kobe Bryant og Shaquille O´Neal að kvöldi jóladags með liðum sínum LA Lakers og Miami Heat. Shaq og félagar höfðu betur í gærkvöldi eins og í fyrra 97-92. Þá mættust liðin sem léku til úrslita í fyrra, Detroit Pistons og San Antonio Spurs í Detroit, þar sem heimamenn höfðu betur 85-70. Sport 26.12.2005 00:53 Óttaðist að komast ekki á HM Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, viðurkenndi í viðtali um helgina að hann hafi á tímabili óttast að liðið kæmist ekki á HM vegna slakrar spilamennsku. Þetta hafi sérstaklega átt við þegar Englendingar voru rassskelltir í Danmörku og þegar liðið tapaði fyrir Norður-Írum í haust. Sport 26.12.2005 02:30 Toppmöller tekur við Georgíu Þýski þjálfarinn Klaus Toppmöller, sem náði frábærum árangri með Bayer Leverkusen árið 2002, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Georgíu og mun skrifa formlega undir tveggja ára samning fljótlega. Landslið Georgíu endaði í næstneðsta sæti riðils síns í haust og því var þjálfara liðsins sagt upp störfum í kjölfarið. Sport 26.12.2005 02:44 Garcia fer ekki á EM í Sviss Skyttan Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi getur ekki farið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði vegna táuppskurðar sem hann fór í rétt fyrir jólin. Garcia verður því frá keppni í janúar og getur því augljóslega ekki leikið með íslenska landsliðinu. Sport 26.12.2005 02:06 Kobe og Shaq kljást á jólunum Það er engu líkara en að forráðamenn NBA deildarinnar séu með afbrigðum kaldhæðnir, því annað árið í röð mætast fyrrum liðsfélagarnir og erkifjendurnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant í leik að kvöldi jóladags. Leikur Miami Heat og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:30 á jóladag. Sport 23.12.2005 16:32 Heinze missir af HM Sir Alex Ferguson hefur látið hafa eftir sér að hann óttist að argentínski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze muni missa af HM í sumar vegna alvarlegra hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik með Manchester United í Meistaradeildinni í haust. Sport 23.12.2005 16:21 Íhugar tilboð í Walter Pandiani Birmingham hefur borist kauptilboð í framherjann Walter Pandiani sem er langt undir þeirri upphæð sem liðið borgaði fyrir hann þegar hann var keyptur fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Sport 23.12.2005 16:08 Yfirtaka fyrirhuguð fyrir áramót Hópur fjárfesta sem undirbýr yfirtöku á knattspyrnufélaginu Aston Villa hefur fullan hug á því að klára málið fyrir áramót, en þeir vonast til að kaupa félagið af Doug Ellis fyrir upphæð sem nemur 64,4 milljónum punda. Sport 23.12.2005 14:27 Floro ráðinn til Real Madrid Benito Floro, fyrrum þjálfari hjá Real Madrid, var í dag ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Hinn 53 ára gamli Spánverji starfaði sem þjálfari hjá félaginu á árunum 1992-94 og mun í dag starfa með núverandi þjálfara liðsins Juan Ramon Lopez Caro, sem tók við þjálfun eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti á dögunum. Sport 23.12.2005 14:17 Gardner orðaður við Charlton Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham er nú orðaður við grannaliðið Charlton þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í janúar. Talið er að Gardner muni kosta um 2 milljónir punda, en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Tottenham, þar sem meiðsli hafa gjarnan sett strik í reikninginn hjá honum. Sport 23.12.2005 13:55 Vlaar fer ekki til Tottenham Hollenski varnarmaðurinn Ron Vlaar mun ekki ganga til liðs við Tottenham Hotspurs eins og til stóð og nú hefur landi hans Martin Jol vísað fregnum af kaupunum á bug. Jol var ósáttur við að fréttir af fyrirhuguðum kaupum á leikmanninum lækju í fréttirnar og segir að hann hafi úr fjölda varnarmanna að moða í liði sínu og hafi ekkert við einn í viðbót að gera. Sport 23.12.2005 15:51 Boateng verður frá í átta vikur Hollenski miðjumaðurinn George Boateng hjá Middlesbrough verður frá keppni í átta vikur vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum gegn Blackburn í vikunni. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir lið Boro, því Boateng er lykilmaður í öllu miðjuspili liðsins. Sport 23.12.2005 13:49 Tví-Bent á The Valley í janúar? Forráðamenn Charlton eru sagðir vera að undirbúa tilboð í sóknarmanninn Marcus Bent hjá Everton í janúar, en fyrir í framlínu Charlton er hinn ungi Darren Bent, sem vann sér sæti í enska landsliðshópnum í haust með góðri byrjun á tímabilinu. Framherjarnir tveir eru ekki skildir þó þeir beri sama eftirnafn. Sport 23.12.2005 13:12 « ‹ 296 297 298 299 300 301 302 303 304 … 334 ›
Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur Miðjumaðurinn Roy Keane fékk höfðinglegar móttökur þegar hann var kynntur formlega sem nýr leikmaður Glasgow Celtic á Parkhead í dag. Það var kannski þessvegna sem þurfti að fresta leik liðsins gegn Livingston um nokkrar mínútur vegna rafmagnsleysis. Sport 26.12.2005 16:19
Toyota hefur áhuga á Raikkönen Þýska blaðið Bild greinir frá því um helgina að lið Toyota vinni nú hörðum höndum að því að lokka finnska ökuþórinn Kimi Raikkönen til liðs við sig þegar samningi hans við McLaren lýkur eftir næsta tímabil. Toyota er sagt hafa boðið honum 25 milljón evrur í árslaun gegn því að hann geri samning við liðið, en metnaður Toyota að komast á toppinn í Formúlu 1 er mikill. Sport 26.12.2005 15:58
Liverpool 2-0 yfir gegn Newcastle Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool hefur yfir 2-0 gegn Newcastle á Anfield. Steven Gerrard og Peter Crouch skoruðu mörk Liverpool. Manchester United hefur sömuleiðis 2-0 forystu gegn West Brom, með mörkum frá Paul Scholes og Rio Ferdinand. Sport 26.12.2005 15:50
Crespo tryggði Chelsea sigur Argentínski framherjinn Hernan Crespo tryggði Chelsea 3-2 sigur á Fulham með marki á 74. mínútu í dag, en áður hafði Heiðar Helguson jafnað leikinn úr vítaspyrnu. Tottenham sigraði Birmingham 2-0 með mörkum frá Robbie Keane úr víti og Jermain Defoe bætti við síðara markinu á lokamínútunni. Þá vann Arsenal 1-0 útisigur á Charlton með marki frá Jose Antonio Reyes í fyrri hálfleik. Sport 26.12.2005 15:02
Ætlar ekki að hætta Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú tekið af allan vafa um framtíð sína í þjálfarastólnum og segist ætla að halda áfram að stýra liðinu þangað til liðið nær að rétta úr kútnum. Sport 26.12.2005 13:59
Heiðar jafnaði metin fyrir Fulham Heiðar Helguson er búinn að jafna metin fyrir Fulham gegn Chelsea og er staðan í leiknum því orðin 2-2. Heiðar jafnaði metin úr vítaspyrnu á 56. mínútu. Eiður Smári er einnig kominn inná sem varamaður í liði Chelsea. Arsenal hefur yfir 1-0 gegn Charlton með marki frá Reyes og Tottenham leiðir 1-0 gegn Birmingham, en markið skoraði Robbie Keane úr vítaspyrnu í upphafi síðari hálfleiks. Sport 26.12.2005 14:23
Chelsea yfir gegn Fulham Nú er kominn hálfleikur í fyrstu þremur leikjum dagsins í ensku úrvaldsdeildinni. Chelsea hefur yfir 2-1 gegn Fulham, en þar er Heiðar Helguson í byrjunarliði Fulham, en Eiður Smári er á varamannabekk Chelsea. William Gallas kom Chelsea yfir og Frank Lampard bætti við öðru marki, en Brian McBride minnkaði muninn fyrir Fulham. Sport 26.12.2005 13:47
Real Madrid kaupir Cicinho Spænska stórveldið Real Madrid hefur gengið frá kaupum á brasilíska landsliðsmanninum Cicinho frá nýkrýndum heimsmeisturum félagsliða, Sao Paulo. Kaupverðið er sagt vera í kring um fjórar milljónir evra og þó Cicinho sé brasilíumaður, er hann með ítalskt vegabréf og telst því ekki vera útlendingur í spænsku deildinni. Sport 26.12.2005 03:12
Ákveðinn í að hætta í vor Alan Shearer, fyrirliði Newcastle, ætlar ekki að láta knattspyrnustjóra sinn Graeme Souness og stuðningsmenn félagsins hafa áhrif á ákvörðun sína um að hætta að spila í vor og segist ákveðinn í að leggja skóna á hilluna eftir þetta tímabil. Sport 26.12.2005 02:15
Bryant ætlar á Ólympíuleikana Hinn skotglaði Kobe Bryant hjá LA Lakers hefur tilkynnt að hann ætli að gefa kost á sér í landslið Bandaríkjanna í körfubolta fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Þetta kemur fram í LA Times um helgina, en Bryant á að hafa fundað með Jerry Colangelo, framkvæmdastjóra landsliðsins, og tekið þessa ákvörðun í framhaldinu. Sport 26.12.2005 01:57
Sannfærði Gerrard um að fara ekki Rafael Benitez, stjóri Liverpool rifjaði það upp í viðtali við BBC um helgina að hann hafi átt sinn þátt í að sannfæra fyrirliða liðsins, Steven Gerrard, um að fara ekki frá félaginu og ganga í raðir Chelsea í sumar. Eins og flestir muna eftir, munaði aðeins hársbreidd að Gerrard færi frá Liverpool. Sport 26.12.2005 01:48
Owen snýr aftur á Anfield Tíu leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag, annan dag jóla. Þar ber ef til vill hæst endurkoma Michael Owen á gamla heimavöll sinn Anfield, þar sem hann lék lengst af ferlinum áður en hann ákvað að reyna fyrir sér á Spáni og nú síðast í Newcastle. Fastlega er búist við að Owen fá blíðar móttökur á Anfield, þar sem hann var nánast í guðatölu í mörg ár. Sport 26.12.2005 01:41
Di Stefano þungt haldinn á sjúkrahúsi Knattspyrnugoðsögnin Alfredo di Stefano, heiðursforseti Real Madrid, liggur þungt haldinn á sjúkrahúsi í Valencia eftir að hafa fengið hjartaáfall yfir hátíðarnar. Di Stefano var á sínum tíma tvisvar kjörinn knattspyrnumaður Evrópu og var mikill markaskorari. Hann skipar stóran sess í sögu Real Madrid og voru flestir stjórnarmenn félagsins mættir til að veita honum stuðning á sjúkrahúsinu í gær. Sport 26.12.2005 01:25
Jones og Hopkins berjast aftur Hinir frábæru hnefaleikamenn Roy Jones Jr og Bernard Hopkins hafa samþykkt að mætast í hringnum í vor, en þeir félagar börðust síðast árið 1993. Þar hafði Roy Jones betur, en eftir það skildu leiðir og þeir urðu báðir óumdeildir meistarar í sinni þyngd í meira en áratug. Sport 26.12.2005 02:21
Farinn frá Southampton Harðjaxlinn Dennis Wise hjá Southampton er sagður hafa yfirgefið herbúðir Southampton í fússi um helgina eftir að ljóst varð að hann yrði ekki ráðinn knattspyrnustjóri félagsins til frambúðar. Sport 26.12.2005 01:32
Hefur samþykkt að ganga í raðir United Spartak frá Moskvu samþykkti í gær tilboð Manchester United í serbneska varnarmanninn Nemanja Vidic, sem væntanlega gengur í raðir enska liðsins eftir áramótin ef hann lýkur læknisskoðun og samþykkir tilboð Manchester United. Vidic er sterkur miðvörður og hefur verið orðaður við nokkur önnur lið eftir að hann lýsti því yfir fyrir skömmu að hann vildi fara frá Spartak. Sport 26.12.2005 01:06
Ég er fasisti, ekki rasisti Hinn umdeildi Paolo di Canio hjá Lazio á Ítalíu heldur áfram að valda fjaðrafoki með fasistakveðjum sínum á knattspyrnuvellinum og hefur verið sektaður og dæmdur í leikbann í kjölfarið. Sjálfur segist hann aðeins vera misskilinn og hefur nú tekið það skýrt fram að hann sé fasisti - ekki rasisti. Sport 26.12.2005 02:50
Lítið jólaskap í Kobe og Shaq Annað árið í röð mættust fyrrum félagarnir Kobe Bryant og Shaquille O´Neal að kvöldi jóladags með liðum sínum LA Lakers og Miami Heat. Shaq og félagar höfðu betur í gærkvöldi eins og í fyrra 97-92. Þá mættust liðin sem léku til úrslita í fyrra, Detroit Pistons og San Antonio Spurs í Detroit, þar sem heimamenn höfðu betur 85-70. Sport 26.12.2005 00:53
Óttaðist að komast ekki á HM Sven-Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englendinga, viðurkenndi í viðtali um helgina að hann hafi á tímabili óttast að liðið kæmist ekki á HM vegna slakrar spilamennsku. Þetta hafi sérstaklega átt við þegar Englendingar voru rassskelltir í Danmörku og þegar liðið tapaði fyrir Norður-Írum í haust. Sport 26.12.2005 02:30
Toppmöller tekur við Georgíu Þýski þjálfarinn Klaus Toppmöller, sem náði frábærum árangri með Bayer Leverkusen árið 2002, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Georgíu og mun skrifa formlega undir tveggja ára samning fljótlega. Landslið Georgíu endaði í næstneðsta sæti riðils síns í haust og því var þjálfara liðsins sagt upp störfum í kjölfarið. Sport 26.12.2005 02:44
Garcia fer ekki á EM í Sviss Skyttan Jaliesky Garcia hjá Göppingen í Þýskalandi getur ekki farið með íslenska landsliðinu í handknattleik á Evrópumótið í Sviss í næsta mánuði vegna táuppskurðar sem hann fór í rétt fyrir jólin. Garcia verður því frá keppni í janúar og getur því augljóslega ekki leikið með íslenska landsliðinu. Sport 26.12.2005 02:06
Kobe og Shaq kljást á jólunum Það er engu líkara en að forráðamenn NBA deildarinnar séu með afbrigðum kaldhæðnir, því annað árið í röð mætast fyrrum liðsfélagarnir og erkifjendurnir Shaquille O´Neal og Kobe Bryant í leik að kvöldi jóladags. Leikur Miami Heat og LA Lakers verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:30 á jóladag. Sport 23.12.2005 16:32
Heinze missir af HM Sir Alex Ferguson hefur látið hafa eftir sér að hann óttist að argentínski landsliðsmaðurinn Gabriel Heinze muni missa af HM í sumar vegna alvarlegra hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik með Manchester United í Meistaradeildinni í haust. Sport 23.12.2005 16:21
Íhugar tilboð í Walter Pandiani Birmingham hefur borist kauptilboð í framherjann Walter Pandiani sem er langt undir þeirri upphæð sem liðið borgaði fyrir hann þegar hann var keyptur fyrir aðeins sex mánuðum síðan. Sport 23.12.2005 16:08
Yfirtaka fyrirhuguð fyrir áramót Hópur fjárfesta sem undirbýr yfirtöku á knattspyrnufélaginu Aston Villa hefur fullan hug á því að klára málið fyrir áramót, en þeir vonast til að kaupa félagið af Doug Ellis fyrir upphæð sem nemur 64,4 milljónum punda. Sport 23.12.2005 14:27
Floro ráðinn til Real Madrid Benito Floro, fyrrum þjálfari hjá Real Madrid, var í dag ráðinn sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu. Hinn 53 ára gamli Spánverji starfaði sem þjálfari hjá félaginu á árunum 1992-94 og mun í dag starfa með núverandi þjálfara liðsins Juan Ramon Lopez Caro, sem tók við þjálfun eftir að Wanderlei Luxemburgo hætti á dögunum. Sport 23.12.2005 14:17
Gardner orðaður við Charlton Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham er nú orðaður við grannaliðið Charlton þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar í janúar. Talið er að Gardner muni kosta um 2 milljónir punda, en hann hefur ekki náð að festa sig í sessi í liði Tottenham, þar sem meiðsli hafa gjarnan sett strik í reikninginn hjá honum. Sport 23.12.2005 13:55
Vlaar fer ekki til Tottenham Hollenski varnarmaðurinn Ron Vlaar mun ekki ganga til liðs við Tottenham Hotspurs eins og til stóð og nú hefur landi hans Martin Jol vísað fregnum af kaupunum á bug. Jol var ósáttur við að fréttir af fyrirhuguðum kaupum á leikmanninum lækju í fréttirnar og segir að hann hafi úr fjölda varnarmanna að moða í liði sínu og hafi ekkert við einn í viðbót að gera. Sport 23.12.2005 15:51
Boateng verður frá í átta vikur Hollenski miðjumaðurinn George Boateng hjá Middlesbrough verður frá keppni í átta vikur vegna ökklameiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum gegn Blackburn í vikunni. Þetta er gríðarlegt áfall fyrir lið Boro, því Boateng er lykilmaður í öllu miðjuspili liðsins. Sport 23.12.2005 13:49
Tví-Bent á The Valley í janúar? Forráðamenn Charlton eru sagðir vera að undirbúa tilboð í sóknarmanninn Marcus Bent hjá Everton í janúar, en fyrir í framlínu Charlton er hinn ungi Darren Bent, sem vann sér sæti í enska landsliðshópnum í haust með góðri byrjun á tímabilinu. Framherjarnir tveir eru ekki skildir þó þeir beri sama eftirnafn. Sport 23.12.2005 13:12