Hollywood

Fréttamynd

Lisa Marie Presley er látin

Lisa Marie Presley, söngkona og eina dóttir Elvis og Priscillu Presley, er látin. Hún var 54 ára. Presley var flutt á sjúkrahús í gær eftir að hafa farið í hjartastopp. Móðir hennar, 77 ára, staðfesti andlát Presley í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Stjörnurnar skinu skært á Golden Globes

Golden Globes verðlaunahátíðin var haldin með pompi og prakt í Beverly Hills í nótt. Var þetta í átttugasta skipti sem hátíðin var haldin og skinu stjörnurnar sínu allra skærasta.

Lífið
Fréttamynd

Segist sár eftir að hafa horft á Tár

Marin Alsop, hljómsveitarstjóri sem bent hefur verið á að geti að einhverju leyti verið fyrirmynd persónu Cate Blanchett, í kvikmyndinni Tár, segist hafa fengið áfall þegar hún heyrði fyrst af myndinni, skömmu áður en hún kom út.

Bíó og sjónvarp
Fréttamynd

Tónlistin í Babylon þótti best

Hildur Guðnadóttir var ekki meðal sigurvegara á Golden Globe verðlaunahátíðinni að þessu sinni en hún var tilnefnd fyrir tónlistina í myndinni Women Talking. Það var Justin Hurwitz sem tók verðlaunin heim, fyrir Babylon.

Lífið
Fréttamynd

Leikaraparið á von á sínu öðru barni

Bandarísku leikararnir Nikki Reed og Ian Somerhalder, sem kynntust við tökur á The Vampire Diaries, eiga von á sínu öðru barni, fimm árum eftir að þau eignuðust sitt fyrsta.

Lífið
Fréttamynd

Sér­­stakar kröfur stjarnanna: Hvolpar, bóluplast og gervi­­limur

Þegar heimsfrægar stjörnur koma fram gera þær oftar en ekki kröfu um að ákveðnir hlutir séu til staðar í búningsherbergi þeirra. Þetta getur til dæmis verið ákveðinn matur, nóg af vatni eða einhver sérstakur aðbúnaður sem óskað er eftir. Sumar kröfur eru þó athyglisverðari en aðrar. Þeir Rikki G og Egill Ploder fóru yfir málið í Brennslunni.

Lífið
Fréttamynd

Jeremy Renner á gjör­gæslu eftir að­gerð

Bandaríski leikarinn Jeremy Renner er á gjörgæslu og er ástand hans enn sagt alvarlegt en stöðugt eftir að hann gekkst undir aðgerð í gær. Renner slasaðast alvarlega eftir að hann varð undir snjóbíl þegar hann vann að því að ryðja heimkeyrsluna fyrir utan heimili sitt í Nevada.

Lífið
Fréttamynd

Fimmta barnið á árinu komið í heiminn

Nick Cannon, sjónvarpsmaðurinn sem virðist hafa einsett sér að eignast sem flest börn, eignaðist sitt tólta barn á dögunum. Hann hefur nú eignast fimm börn það sem af er ári.

Lífið
Fréttamynd

„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt“

„Að deila uppeldinu er virkilega fokking erfitt,“ sagði Kim Kardashian í viðtali við útvarpskonuna og hlaðvarpsþáttastjórnandann Angie Martinez á dögunum. Kardashian deilir forræði yfir börnunum sínum fjórum með fyrrverandi eiginmanni sínum, tónlistarmanninum Ye.

Lífið
Fréttamynd

Gefa lítið fyrir af­sökunina

Hjónin Harry Bretaprins og Meghan Markle gefa lítið fyrir afsökun the Sun vegna pistils Jeremy Clarkson þar sem hann sagðist hata Markle.

Lífið
Fréttamynd

The Sun biðst afsökunar á pistli Clarkson

Dagblaðið The Sun hefur beðist afsökunar á pistli þáttastjórnandans Jeremy Clarkson um hertogaynjuna Meghan Markle. Í pistlinum sagðist hann hata Markle „óstjórnlega mikið“ en hann hefur beðist afsökunar á orðunum. 

Lífið
Fréttamynd

Ellen opnar sig um missinn

Ellen DeGeneres tjáir sig í hjartnæmu myndbandi um fráfall tWitch sem lést fyrir örfáum dögum. Hún segir mikilvægast að heiðra minningu hans með því að dansa og syngja, þó að það virðist ómögulegt.

Lífið