

Albert Inga hefur slegið í gegn undanfarin misseri fyrir hnyttin og skemmtilega tíst á Twitter. Fyrr í vikunni tísti hann myndbandi á Twitter þar sem hann túlkar Emojional viðtal sem Makamál tóku við Brynju Dan. Útkoman er vægast sagt fyndin.
Brynja Dan hefur komið víða við og kallar ekki allt ömmu sína þegar kemur að markaðsmálum. Brynja hefur haft í mörgu að snúast síðustu vikur en hún er einn eiganda Extraloppunnar í Smáralind sem opnaði núna í sumar. Makamál tóku létt spjall við Brynju á Facebook þar sem hún fékk að spreyta sig á því að svara einungis í formi emojis. (táknmynda)
Ríkharður Óskar Guðnason eða Rikki G eins og hann er oftast kallaður er dagskrárstjóri FM957 og þáttastjórnandi á Stöð 2. Makamál tóku létt spjall við Rikka á Facebook og spurðu hann um lífið og rómantíkina. Rikki mátti eingöngu svara spurningum með emojis (táknmyndum). Sjáum hversu emojional Rikki G er.
Sigríður Elva fjölmiðlakona hefur komið víða við. Síðast sá hún um Bítið á Bylgjunni í sumar með Einari Bárðarsyni. Makamál tóku létt spjall við Sigríði Elvu á Facebook þar sem hún svaraði spurningum einungis með emojis (táknmyndum).
Guðmundur Emil eða Gummi eins og hann er oftast kallaður er 21 árs viðskiptafræðinemi við Háskóla Íslands. Einnig er hann að klára einkaþjálfaranám á dögunum og stefnir að því að hlaupa 42km í Reykjavíkurmarþoninu í ágúst.
Ásta Kristjánsdóttir er sjálfstætt starfandi ljósmyndari í Reykjavik og rekur hún ljósmyndastúdíóið Studio8. Þessa dagana er Ásta með mörg járn í eldinum og er meðal annars að vinna í nýrri íslenskri vöru sem kemur á markað núna í lok sumars. Makamál tóku létt spjall á Facebook við Ástu og spurðu hana um lífið, tilveruna og ástina.
Sigríður Þóra eða Þóra eins og hún oftast kölluð, er framleiðandi, leikstýra og þáttagerðakona. Þóra eignaðist sitt fyrsta barn fyrir 9 mánuðum síðan og er hún þessa dagana að njóta þess að vera í fæðingarorlofi með gleðigjafanum sínum, Úlfi Orra. Makamál tóku létt facebook spjall við Þóru þar sem hún svaraði spurningum með emojis. Sjáum hversu emojional Þóra er.
Sverrir Bergmann er einn af okkar ástsælustu söngvurum og er nóg að gera hjá honum þessa dagana að syngja í viðburðum út um land allt. Von er á nýjum sumarsmelli á næstunni svo að aðdáendur Sverris geta byrjað að hlakka til.
Svölu Björgvins þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hún hefur verið í sviðsljósinu síðan hún var lítli stelpa þegar hún heillaði alla með kröftugri rödd sinni og sjarmerandi framkomu. Makamál tóku spjall við Svölu á Facebook og svaraði hún spurningum um ástina og lífið með emojis. Sjáum hversu emojional Svala er.
Leikkonan, söngkonan og gleðigjafinn Ágústa Eva er flestum kunnug. Makamál fengu að taka létt spjall við hana á Facebook sem hún svaraði samviskusamlega aðeins með táknmyndum eða svokölluðum emojis.
Hugmyndasmiðurinn og tónlistarmaðurinn Árni Vil er flestum kunnugur. Makamál fengu Árna í létt spjall á Facebook þar sem hann fékk einungis að svara með emojis.
Þorsteinn B. Friðriksson, stofnandi Plain Vanilla og forstjóri Teatime Games, kom í emoji-spjall en árið hefur verið ansi viðburðaríkt hjá honum. Ný ævintýri í vinnunni, ný ást og glænýtt barn.